Rasismi útskýrir stuðning við þjóðarmorð Ingólfur Gíslason skrifar 12. júní 2025 11:32 Greta Thunberg hafði rétt fyrir sér þegar hún sagði að rasismi væri ástæðan fyrir afskiptaleysi vestrænna ríkisstjórna af þjóðarmorðinu á Gaza. Hún sagði þetta við fjölmiðla þegar hún kom til Parísar eftir að henni hafði verið ólöglega rænt á alþjóðlegu hafsvæði og flutt nauðug viljug fyrst til Ísrael og svo til Frakklands. Ef ég hata ekki svart fólk, hvernig get ég þá verið rasisti? Rasisminn sem Greta talar um felur ekki endilega í sér meðvitað hatur á fólki vegna litarháttar. Í þessu tilfelli kemur hann frekar fram á þann hátt að við gefum lífi Palestínufólks ekki sama vægi og við gefum lífi fólks sem er líkara okkur í útliti og háttum. Við samsömum okkur frekar fólki sem líkist okkur og finnum meira til með því, setjum okkur auðveldar í þeirra spor, frekar en fólki sem er ólíkara okkur. Ómeðvitað fær líf fólks sem líkist okkur meira vægi heldur en annarra. Mikilvægt er að gera sér grein fyrir því að skipting mannkyns í kynþætti er ekki náttúruleg skipting sem hægt er að mæla heldur er hún okkar verk – kynþættir og þjóðir eru tilbúningur fólks og aðgreining getur byggst á litarhætti, tungu, trú, ríkisfangi, eða einhverju öðru. Annar þáttur í rasisma er að halda að sumar þjóðir eða hópar af fólki séu í eðli sínu líklegri til að fremja glæpi heldur en (til dæmis) við Íslendingar eða séu minna gefnir fyrir vinnu, vitlausari eða ofbeldishneigðari. Þessi gerð rasisma kemur skýrt fram í ræðum þeirra sem töluðu á Austurvelli um daginn til að mótmæla komu flóttafólks hingað til lands. Það fólk virðist ekki geta sett sig í spor fólks sem hættir lífi sínu og flýr heimili sitt og heimaland til að reyna að bjarga sér og börnum sínum undan ofsóknum eða stríðshryllingi. Sumir þessara rasista búa sér til fjarstæðukenndar samsæriskenningar um að fólk á flótta sé hluti af áætlun um heimsyfirráð leynilegrar klíku auðmanna eða hluti af áætlun múslíma um heimsyfirráð, jafnvel hvoru tveggja í einu. Við höfum öll tilhneigingu til fordóma sem mynda hluta af rasisma. Það snertir okkur meira þegar voðaverk bitna á einhverjum sem okkur finnst svipa til okkar sjálfra og við höfum meiri áhuga á fréttum af þeim. Og við viljum líka frekar skilja þá sem fremja voðaverkin, okkur finnst eins og það gætu verið einhverjar ástæður að baki – geðsjúkdómar, ölvunarástand, að hafa verið beittir ofbeldi sjálfir, og svo framvegis. Fólk sem er ólíkara okkur og verður fyrir ofbeldi verður frekar að óljósum tölum, nöfn þeirra segja okkur ekkert, það rennur saman í eitt. Þannig finnum við ekki þungann í því að Ísraelsher hafi drepið tugi eða hundruð þúsunda manna á Gaza – við höfum ekki einu sinni nákvæma tölu. Og þegar fólk sem er ólíkara okkur beitir ofbeldi eða fremur glæpi finnum við ekki sömu þörf til að skilja ástæðurnar. Við mögnum frekar upp ótta um að slíkt fólk sé bara þannig að upplagi. Vinnum úr óttanum Við vitum flest að ástæður fyrir glæpum eru ekki meðfætt glæpaeðli fólks. Ef við kynnum okkur menningu fólks sem er fjarri okkur sjáum við líka fljótt að fólk alls staðar þráir svipaða hluti. Það vill öryggi, frelsi og að búa við sæmd. Og alveg eins og hér hefur það skuggahliðar. Þjóðverjar gerðust þjóðmorðingjar í skrefum upp úr 1930. Þeir náðu að sannfæra sjálfa sig um yfirburði sína sem þjóðar og að þeim stafaði sérstök hætta af Gyðingum. Þeir töldu að Gyðingum væri ekki treystandi og að þeir settu gyðingdóm sinn í fyrsta sæti en ekki hollustu við þýsku þjóðina. Á nútímamáli væri sagt að Gyðingar hafi neitað að aðlagast. Þjóðverjar eru auðvitað bara eitt dæmi um það hvað gerist þegar rasismi nær algerum völdum. En það væru mistök að halda að við séum sjálf ónæm fyrir rasisma. Við þurfum að vinna gegn honum hjá okkur sjálfum. Við þurfum að hafa fyrir því að skilja að félagsleg vandamál og glæpir eiga sér orsakir og samfélagið þarf að takast á við þær orsakir. Það er ekki lausn að setja fleira og fleira fólk í fangelsi. Við þurfum líka að skilja að samfélag okkar var aldrei laust við vandamál og það verður aldrei hægt að hreinsa samfélagið af öllum vandamálum. Við vinnum gegn þeim með því að veita öllum tækifæri og jafnræði og með öflugu heilbrigðis- og menntakerfi og við bregðumst við hættu og afbrotum með ábyrgri löggæslu. Þannig skiptir mestu máli að byggja upp stofnanir, lög og reglur sem tryggja jafnræði og réttlæti fyrir allar manneskjur og það skiptir máli að sem flest okkar styðji slíkt jafnræði og réttlæti, jafnvel þó að við höfum tilhneigingu til að hafa varann á við fólk sem okkur finnst ólíkt okkur sjálfum. Þetta er ekki spurning um að hugsa ekkert nema fallegar hugsanir. Í þessari grein hef ég aðeins snert á einum þætti í því sem við getum kallað „rasisma“ – þann sem snýr að því að okkur hættir til að meta fólk meira eftir því sem það er nær okkur til dæmis í húðlit, tungumáli, trú, venjum, og uppruna. Það er hægt að skrifa margar greinar um aðra fleti, eins og það hvernig rasismi er innbyggður í valdakerfi heimsins, þar sem öll völd eru á höndum hvíts fólks, eins og þau hafa verið um aldir, og hvernig rasismi fléttast saman við auðsöfnunarkerfið kapítalisma. Það verður ekki gert hér. En ég minni í lokin aftur á orð Gretu Thunberg. Það sem útskýrir afskiptaleysi sumra Vestrænna ríkja og beina þátttöku annarra í að drepa hundruð þúsunda Palestínumanna og eyða heimkynnum þeirra er rétt nefndur rasismi. Annars myndu líf þeirra skipta stjórnvöld nógu miklu máli til að hætta stuðningnum við þjóðarmorðið. Höfundur er aðjunkt við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingólfur Gíslason Mest lesið Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Halldór 18.10.2025 Halldór Baldursson Halldór Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason Skoðun Skoðun Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. skrifar Skoðun Komum í veg fyrir að áföll erfist á milli kynslóða Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Sjá meira
Greta Thunberg hafði rétt fyrir sér þegar hún sagði að rasismi væri ástæðan fyrir afskiptaleysi vestrænna ríkisstjórna af þjóðarmorðinu á Gaza. Hún sagði þetta við fjölmiðla þegar hún kom til Parísar eftir að henni hafði verið ólöglega rænt á alþjóðlegu hafsvæði og flutt nauðug viljug fyrst til Ísrael og svo til Frakklands. Ef ég hata ekki svart fólk, hvernig get ég þá verið rasisti? Rasisminn sem Greta talar um felur ekki endilega í sér meðvitað hatur á fólki vegna litarháttar. Í þessu tilfelli kemur hann frekar fram á þann hátt að við gefum lífi Palestínufólks ekki sama vægi og við gefum lífi fólks sem er líkara okkur í útliti og háttum. Við samsömum okkur frekar fólki sem líkist okkur og finnum meira til með því, setjum okkur auðveldar í þeirra spor, frekar en fólki sem er ólíkara okkur. Ómeðvitað fær líf fólks sem líkist okkur meira vægi heldur en annarra. Mikilvægt er að gera sér grein fyrir því að skipting mannkyns í kynþætti er ekki náttúruleg skipting sem hægt er að mæla heldur er hún okkar verk – kynþættir og þjóðir eru tilbúningur fólks og aðgreining getur byggst á litarhætti, tungu, trú, ríkisfangi, eða einhverju öðru. Annar þáttur í rasisma er að halda að sumar þjóðir eða hópar af fólki séu í eðli sínu líklegri til að fremja glæpi heldur en (til dæmis) við Íslendingar eða séu minna gefnir fyrir vinnu, vitlausari eða ofbeldishneigðari. Þessi gerð rasisma kemur skýrt fram í ræðum þeirra sem töluðu á Austurvelli um daginn til að mótmæla komu flóttafólks hingað til lands. Það fólk virðist ekki geta sett sig í spor fólks sem hættir lífi sínu og flýr heimili sitt og heimaland til að reyna að bjarga sér og börnum sínum undan ofsóknum eða stríðshryllingi. Sumir þessara rasista búa sér til fjarstæðukenndar samsæriskenningar um að fólk á flótta sé hluti af áætlun um heimsyfirráð leynilegrar klíku auðmanna eða hluti af áætlun múslíma um heimsyfirráð, jafnvel hvoru tveggja í einu. Við höfum öll tilhneigingu til fordóma sem mynda hluta af rasisma. Það snertir okkur meira þegar voðaverk bitna á einhverjum sem okkur finnst svipa til okkar sjálfra og við höfum meiri áhuga á fréttum af þeim. Og við viljum líka frekar skilja þá sem fremja voðaverkin, okkur finnst eins og það gætu verið einhverjar ástæður að baki – geðsjúkdómar, ölvunarástand, að hafa verið beittir ofbeldi sjálfir, og svo framvegis. Fólk sem er ólíkara okkur og verður fyrir ofbeldi verður frekar að óljósum tölum, nöfn þeirra segja okkur ekkert, það rennur saman í eitt. Þannig finnum við ekki þungann í því að Ísraelsher hafi drepið tugi eða hundruð þúsunda manna á Gaza – við höfum ekki einu sinni nákvæma tölu. Og þegar fólk sem er ólíkara okkur beitir ofbeldi eða fremur glæpi finnum við ekki sömu þörf til að skilja ástæðurnar. Við mögnum frekar upp ótta um að slíkt fólk sé bara þannig að upplagi. Vinnum úr óttanum Við vitum flest að ástæður fyrir glæpum eru ekki meðfætt glæpaeðli fólks. Ef við kynnum okkur menningu fólks sem er fjarri okkur sjáum við líka fljótt að fólk alls staðar þráir svipaða hluti. Það vill öryggi, frelsi og að búa við sæmd. Og alveg eins og hér hefur það skuggahliðar. Þjóðverjar gerðust þjóðmorðingjar í skrefum upp úr 1930. Þeir náðu að sannfæra sjálfa sig um yfirburði sína sem þjóðar og að þeim stafaði sérstök hætta af Gyðingum. Þeir töldu að Gyðingum væri ekki treystandi og að þeir settu gyðingdóm sinn í fyrsta sæti en ekki hollustu við þýsku þjóðina. Á nútímamáli væri sagt að Gyðingar hafi neitað að aðlagast. Þjóðverjar eru auðvitað bara eitt dæmi um það hvað gerist þegar rasismi nær algerum völdum. En það væru mistök að halda að við séum sjálf ónæm fyrir rasisma. Við þurfum að vinna gegn honum hjá okkur sjálfum. Við þurfum að hafa fyrir því að skilja að félagsleg vandamál og glæpir eiga sér orsakir og samfélagið þarf að takast á við þær orsakir. Það er ekki lausn að setja fleira og fleira fólk í fangelsi. Við þurfum líka að skilja að samfélag okkar var aldrei laust við vandamál og það verður aldrei hægt að hreinsa samfélagið af öllum vandamálum. Við vinnum gegn þeim með því að veita öllum tækifæri og jafnræði og með öflugu heilbrigðis- og menntakerfi og við bregðumst við hættu og afbrotum með ábyrgri löggæslu. Þannig skiptir mestu máli að byggja upp stofnanir, lög og reglur sem tryggja jafnræði og réttlæti fyrir allar manneskjur og það skiptir máli að sem flest okkar styðji slíkt jafnræði og réttlæti, jafnvel þó að við höfum tilhneigingu til að hafa varann á við fólk sem okkur finnst ólíkt okkur sjálfum. Þetta er ekki spurning um að hugsa ekkert nema fallegar hugsanir. Í þessari grein hef ég aðeins snert á einum þætti í því sem við getum kallað „rasisma“ – þann sem snýr að því að okkur hættir til að meta fólk meira eftir því sem það er nær okkur til dæmis í húðlit, tungumáli, trú, venjum, og uppruna. Það er hægt að skrifa margar greinar um aðra fleti, eins og það hvernig rasismi er innbyggður í valdakerfi heimsins, þar sem öll völd eru á höndum hvíts fólks, eins og þau hafa verið um aldir, og hvernig rasismi fléttast saman við auðsöfnunarkerfið kapítalisma. Það verður ekki gert hér. En ég minni í lokin aftur á orð Gretu Thunberg. Það sem útskýrir afskiptaleysi sumra Vestrænna ríkja og beina þátttöku annarra í að drepa hundruð þúsunda Palestínumanna og eyða heimkynnum þeirra er rétt nefndur rasismi. Annars myndu líf þeirra skipta stjórnvöld nógu miklu máli til að hætta stuðningnum við þjóðarmorðið. Höfundur er aðjunkt við Menntavísindasvið Háskóla Íslands.
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun