Staða leikskólamála í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir skrifar 12. júní 2025 13:01 Á yfirstandandi kjörtímabili hefur meirihluti Reykjanesbæjar forgangsraðað tæpum 3 milljörðum í uppbyggingu leikskóla til að fjölga leikskólaplássum. Í haust þegar nýju leikskólarnir hafa fyllt plássin sín hefur meirihluti Reykjanesbæjar fjölgað leikskólaplássum um 175 pláss á kjörtímabilinu. Þar með eru leikskólar í sveitarfélaginu orðnir 12 talsins með yfir 1.200 pláss. Haustið 2025 munum við geta lækkað innritunaraldur leikskólabarna í 18-24 mánaða, líkt og við settum okkur markmið um að ná á kjörtímabilinu. Meirihlutinn mun auk þess rýna tækifæri til enn frekari fjölgunar leikskólaplássa í fjárhagsáætlun næsta árs. Það gerum við því við vitum að til okkar flytjast um 1.000 manns á ári og talsverður fjöldi þeirra er börn. Aðlögunarhæfni leikskólanna okkar Það er rétt að taka það fram að starfsfólkið í okkar leikskólum er einstaklega lausnamiðað. Það sést best á viðbrögðum þeirra til að taka á móti börnum frá Grindavík þegar náttúruhörmungarnar dundu yfir nágranna okkar. Alls tóku leikskólar Reykjanesbæjar við 54 börnum á leikskólaaldri á mjög stuttum tíma og fyrir þau viðbrögð erum við afar þakklát. Það er nefnilega áskorun að taka við hálfum leikskóla af börnum á augabragði. Önnur góð úrræði til framtíðar Meirihlutinn í Reykjanesbæ hefur lagst í umtalsverða vinnu til að bæta starfsumhverfið í leikskólunum okkar. Við bjóðum starfsfólkinu okkar upp á frí milli jóla og nýárs, við bjóðum góð starfsskilyrði fyrir leiðbeinendur í námi til leikskólakennara, við höfum samræmt frí milli allra skólastiga í sveitarfélaginu og við höfum tryggt úrræði vegna styttingu vinnuvikunnar sem kemur þó ekki niður á þjónustu til foreldra og barna. Samhliða því höfum við ekki, líkt og nokkur sveitarfélög, hækkað leikskólagjöld til foreldra. Auk þess sjáum við til þess að þeir foreldrar sem hafa ekki fengið leikskólapláss fyrir barnið sitt fyrir 18 mánaða aldur greiða til dagforeldra sama gjald og þau hefðu greitt í leikskólagjöld. Dagforeldrar í Reykjanesbæ hafa aldrei verið fleiri en nú og ætti foreldrum allra barna sem náð hafa 12 mánaða aldri að standa til boða að komast að hjá dagforeldrum. Meirihluti Reykjanesbæjar er hvergi nærri hætt að vinna að leikskólamálum því við vitum hversu mikilvægir leikskólarnir okkar eru fyrir samfélagið okkar. Höfundur er formaður bæjarráðs Reykjanesbæjar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjanesbær Leikskólar Mest lesið Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Á yfirstandandi kjörtímabili hefur meirihluti Reykjanesbæjar forgangsraðað tæpum 3 milljörðum í uppbyggingu leikskóla til að fjölga leikskólaplássum. Í haust þegar nýju leikskólarnir hafa fyllt plássin sín hefur meirihluti Reykjanesbæjar fjölgað leikskólaplássum um 175 pláss á kjörtímabilinu. Þar með eru leikskólar í sveitarfélaginu orðnir 12 talsins með yfir 1.200 pláss. Haustið 2025 munum við geta lækkað innritunaraldur leikskólabarna í 18-24 mánaða, líkt og við settum okkur markmið um að ná á kjörtímabilinu. Meirihlutinn mun auk þess rýna tækifæri til enn frekari fjölgunar leikskólaplássa í fjárhagsáætlun næsta árs. Það gerum við því við vitum að til okkar flytjast um 1.000 manns á ári og talsverður fjöldi þeirra er börn. Aðlögunarhæfni leikskólanna okkar Það er rétt að taka það fram að starfsfólkið í okkar leikskólum er einstaklega lausnamiðað. Það sést best á viðbrögðum þeirra til að taka á móti börnum frá Grindavík þegar náttúruhörmungarnar dundu yfir nágranna okkar. Alls tóku leikskólar Reykjanesbæjar við 54 börnum á leikskólaaldri á mjög stuttum tíma og fyrir þau viðbrögð erum við afar þakklát. Það er nefnilega áskorun að taka við hálfum leikskóla af börnum á augabragði. Önnur góð úrræði til framtíðar Meirihlutinn í Reykjanesbæ hefur lagst í umtalsverða vinnu til að bæta starfsumhverfið í leikskólunum okkar. Við bjóðum starfsfólkinu okkar upp á frí milli jóla og nýárs, við bjóðum góð starfsskilyrði fyrir leiðbeinendur í námi til leikskólakennara, við höfum samræmt frí milli allra skólastiga í sveitarfélaginu og við höfum tryggt úrræði vegna styttingu vinnuvikunnar sem kemur þó ekki niður á þjónustu til foreldra og barna. Samhliða því höfum við ekki, líkt og nokkur sveitarfélög, hækkað leikskólagjöld til foreldra. Auk þess sjáum við til þess að þeir foreldrar sem hafa ekki fengið leikskólapláss fyrir barnið sitt fyrir 18 mánaða aldur greiða til dagforeldra sama gjald og þau hefðu greitt í leikskólagjöld. Dagforeldrar í Reykjanesbæ hafa aldrei verið fleiri en nú og ætti foreldrum allra barna sem náð hafa 12 mánaða aldri að standa til boða að komast að hjá dagforeldrum. Meirihluti Reykjanesbæjar er hvergi nærri hætt að vinna að leikskólamálum því við vitum hversu mikilvægir leikskólarnir okkar eru fyrir samfélagið okkar. Höfundur er formaður bæjarráðs Reykjanesbæjar.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar