„Ennþá bjartsýnn en tapið á föstudaginn var þungt högg“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 12. júní 2025 16:02 Andy Robertson gekk svekktur af velli eftir tap Skotlands gekk Íslandi og er ekki enn búinn að jafna sig tæpri viku síðar. Steve Welsh/Getty Images „Föstudagurinn olli miklum vonbrigðum, við vildum vinna leikinn og fara á góðu skriði inn í undankeppni HM…“ segir skoski landsliðsfyrirliðinn Andy Robertson um tapið gegn Íslandi í æfingaleik liðanna. Hann segir jákvætt að hafa tapað æfingaleik, frekar en keppnisleik, og hefur enn trú á liðinu fyrir undankeppni HM í haust. „Ég er ennþá bjartsýnn en tapið á föstudaginn var þungt högg. Við vitum að síðasta árið hefur ekki verið nógu gott en ég hef enn trú á liðinu. Við getum valdið öllum liðum vandræðum ef við finnum aftur taktinn“ sagði Robertson í viðtali við Sky Sports fyrir góðgerðargolfmót sem hann heldur í dag. "I'm still optimistic but Friday was a huge disappointment" 🏴Scotland captain Andy Robertson discusses his side's recent results and looks ahead to World Cup qualifying at his charity golf day (AR26 Charity). pic.twitter.com/7TaZHqmRzm— Sky Sports News (@SkySportsNews) June 12, 2025 Skotland stefnir á HM 2026 og hefur undankeppni fyrir mótið í haust, líkt og Ísland. Robertson var því spurður hversu áhyggjufullur hann væri eftir 1-3 tapið síðasta föstudag. „Við getum litið á tapið á tvenna vegu. Annars vegar erum við ánægðir með að þetta hafi ekki verið hluti af undankeppninni, ef þú ætlar að spila svona illa og gera svona mistök er betra að gera það í æfingaleik en keppnisleik. Það er eina jákvæða hlið leiksins síðasta föstudag. En við höfum auðvitað ekki efni á þessu, við vitum hversu erfitt er að komast inn á HM… Við erum í fjögurra liða riðli, mjög erfiðum riðli og bara sex leikir sem við spilum. Við höfum mætt Danmörku nokkrum sinnum og mættum Grikklandi í umspilinu í mars þar sem þeir unnu okkur. Þannig að við vitum að þetta verður erfitt, en eins og ég segi hef ég enn trú“ sagði Robertson. Robertson er á lokaári samningsins við Englandsmeistara Liverpool og hefur verið orðaður við brottför frá félaginu í sumar. Félagið hefur rætt við hann um framlengingu en framtíðin er algjörlega óráðin. „Ég veit ekki hvað gerist annað en að á morgun flýg ég út í frí, sem ég þarf mikið á að halda eftir langt tímabil. Svo hlakka ég bara til undirbúningstímabilsins, ég einbeiti mér bara að því núna og lít ekki of langt fram veginn…“ sagði Robertson. "We have had discussions, I'm not sure what the future holds"Speaking at his charity golf day (AR26 Charity) Robertson reflects on his Liverpool future with one year left on his contract🔴 pic.twitter.com/Nugw4CLe4r— Sky Sports News (@SkySportsNews) June 12, 2025 Mest lesið Nýjar upplýsingar um heilsufar Michaels Schumacher Formúla 1 Heilbrigðisráðherra lætur óvin Íslands heyra það Handbolti Óvinur Íslands: „Aldrei stríða heilu landi“ Handbolti Þetta er ástæða þess að Ísland er í efsta sæti í milliriðlinum Handbolti Dramatísk úrslit og vonir beggja liða nánast úr sögunni Handbolti Stærð sigurs Íslands gegn Svíum veki upp spurningar Handbolti Ótrúleg saga Viggós rifjuð upp í erlendum miðlum Handbolti Dregur til baka ummæli sín um Gísla Þorgeir Handbolti Þýskaland - Danmörk | Strákarnir hans Alfreðs geta tryggt sér sæti í undanúrslitum Handbolti Ánægðir með stælana í Hauki: „Sagði bara fokkaðu þér“ Handbolti Fleiri fréttir Gísli gagnrýnir fyrirkomulagið á EM Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Þýskaland - Danmörk | Strákarnir hans Alfreðs geta tryggt sér sæti í undanúrslitum Spánverjar unnu Frakka og greiddu leiðina fyrir Alfreð Í beinni: Keflavík - Tindastóll | Geta saxað á toppliðið með sigri EM í dag: Snjóstormur í Malmö og samsæriskenningar úr austrinu Segir Þjóðverja betri án stórstjörnunnar „Fókusinn er upp á tíu hjá okkur“ Dramatísk úrslit og vonir beggja liða nánast úr sögunni Alfreð kemur á óvart fyrir kvöldið Stærð sigurs Íslands gegn Svíum veki upp spurningar Ótrúleg saga Viggós rifjuð upp í erlendum miðlum Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sjáðu stökkið: Þriðju verðlaun Halldórs á X-Games Heilbrigðisráðherra lætur óvin Íslands heyra það Greip frá þeim skotfastasta og pakkaði vonarstjörnu Svía saman Svíar furðu lostnir og of næs: „Létu pakka sér saman“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Segist hafa brugðist gegn Íslandi: „Ég komst aldrei framhjá þeim“ Dregur til baka ummæli sín um Gísla Þorgeir Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Ljóst hverjir mætast í Super Bowl eftir snjóbyl og spennu Þetta er ástæða þess að Ísland er í efsta sæti í milliriðlinum Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Óvinur Íslands: „Aldrei stríða heilu landi“ „Svo kemur Ómar Ingi og fer að spila eins og Viggó“ Nýjar upplýsingar um heilsufar Michaels Schumacher Sjáðu myndirnar: Svíarnir gjörsigraðir á einu besta kvöldi strákanna okkar Dagskráin: Stólarnir mæta til Keflavíkur og Extra-þáttur strax á eftir Ánægðir með stælana í Hauki: „Sagði bara fokkaðu þér“ Sjá meira
„Ég er ennþá bjartsýnn en tapið á föstudaginn var þungt högg. Við vitum að síðasta árið hefur ekki verið nógu gott en ég hef enn trú á liðinu. Við getum valdið öllum liðum vandræðum ef við finnum aftur taktinn“ sagði Robertson í viðtali við Sky Sports fyrir góðgerðargolfmót sem hann heldur í dag. "I'm still optimistic but Friday was a huge disappointment" 🏴Scotland captain Andy Robertson discusses his side's recent results and looks ahead to World Cup qualifying at his charity golf day (AR26 Charity). pic.twitter.com/7TaZHqmRzm— Sky Sports News (@SkySportsNews) June 12, 2025 Skotland stefnir á HM 2026 og hefur undankeppni fyrir mótið í haust, líkt og Ísland. Robertson var því spurður hversu áhyggjufullur hann væri eftir 1-3 tapið síðasta föstudag. „Við getum litið á tapið á tvenna vegu. Annars vegar erum við ánægðir með að þetta hafi ekki verið hluti af undankeppninni, ef þú ætlar að spila svona illa og gera svona mistök er betra að gera það í æfingaleik en keppnisleik. Það er eina jákvæða hlið leiksins síðasta föstudag. En við höfum auðvitað ekki efni á þessu, við vitum hversu erfitt er að komast inn á HM… Við erum í fjögurra liða riðli, mjög erfiðum riðli og bara sex leikir sem við spilum. Við höfum mætt Danmörku nokkrum sinnum og mættum Grikklandi í umspilinu í mars þar sem þeir unnu okkur. Þannig að við vitum að þetta verður erfitt, en eins og ég segi hef ég enn trú“ sagði Robertson. Robertson er á lokaári samningsins við Englandsmeistara Liverpool og hefur verið orðaður við brottför frá félaginu í sumar. Félagið hefur rætt við hann um framlengingu en framtíðin er algjörlega óráðin. „Ég veit ekki hvað gerist annað en að á morgun flýg ég út í frí, sem ég þarf mikið á að halda eftir langt tímabil. Svo hlakka ég bara til undirbúningstímabilsins, ég einbeiti mér bara að því núna og lít ekki of langt fram veginn…“ sagði Robertson. "We have had discussions, I'm not sure what the future holds"Speaking at his charity golf day (AR26 Charity) Robertson reflects on his Liverpool future with one year left on his contract🔴 pic.twitter.com/Nugw4CLe4r— Sky Sports News (@SkySportsNews) June 12, 2025
Mest lesið Nýjar upplýsingar um heilsufar Michaels Schumacher Formúla 1 Heilbrigðisráðherra lætur óvin Íslands heyra það Handbolti Óvinur Íslands: „Aldrei stríða heilu landi“ Handbolti Þetta er ástæða þess að Ísland er í efsta sæti í milliriðlinum Handbolti Dramatísk úrslit og vonir beggja liða nánast úr sögunni Handbolti Stærð sigurs Íslands gegn Svíum veki upp spurningar Handbolti Ótrúleg saga Viggós rifjuð upp í erlendum miðlum Handbolti Dregur til baka ummæli sín um Gísla Þorgeir Handbolti Þýskaland - Danmörk | Strákarnir hans Alfreðs geta tryggt sér sæti í undanúrslitum Handbolti Ánægðir með stælana í Hauki: „Sagði bara fokkaðu þér“ Handbolti Fleiri fréttir Gísli gagnrýnir fyrirkomulagið á EM Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Þýskaland - Danmörk | Strákarnir hans Alfreðs geta tryggt sér sæti í undanúrslitum Spánverjar unnu Frakka og greiddu leiðina fyrir Alfreð Í beinni: Keflavík - Tindastóll | Geta saxað á toppliðið með sigri EM í dag: Snjóstormur í Malmö og samsæriskenningar úr austrinu Segir Þjóðverja betri án stórstjörnunnar „Fókusinn er upp á tíu hjá okkur“ Dramatísk úrslit og vonir beggja liða nánast úr sögunni Alfreð kemur á óvart fyrir kvöldið Stærð sigurs Íslands gegn Svíum veki upp spurningar Ótrúleg saga Viggós rifjuð upp í erlendum miðlum Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sjáðu stökkið: Þriðju verðlaun Halldórs á X-Games Heilbrigðisráðherra lætur óvin Íslands heyra það Greip frá þeim skotfastasta og pakkaði vonarstjörnu Svía saman Svíar furðu lostnir og of næs: „Létu pakka sér saman“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Segist hafa brugðist gegn Íslandi: „Ég komst aldrei framhjá þeim“ Dregur til baka ummæli sín um Gísla Þorgeir Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Ljóst hverjir mætast í Super Bowl eftir snjóbyl og spennu Þetta er ástæða þess að Ísland er í efsta sæti í milliriðlinum Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Óvinur Íslands: „Aldrei stríða heilu landi“ „Svo kemur Ómar Ingi og fer að spila eins og Viggó“ Nýjar upplýsingar um heilsufar Michaels Schumacher Sjáðu myndirnar: Svíarnir gjörsigraðir á einu besta kvöldi strákanna okkar Dagskráin: Stólarnir mæta til Keflavíkur og Extra-þáttur strax á eftir Ánægðir með stælana í Hauki: „Sagði bara fokkaðu þér“ Sjá meira