Sané mættur til Tyrklands Ágúst Orri Arnarson skrifar 12. júní 2025 13:48 Leroy Sané var vel tekið á flugvellinum í Tyrklandi. Samet Yalcin / dia images via Getty Images Leroy Sané hefur sagt skilið við Bayern Munchen eftir fimm ár hjá þýsku meisturunum og skrifað undir samning til næstu þriggja ára við tyrknesku meistarana Galatasaray. „Eftir fimm krefjandi ár hér í Munchen hef ég ákveðið að hefja nýjan kafla á næsta tímabili. Ég er ótrúlega stoltur með að hafa klæðst treyju besta og stærsta liðs Þýskalands í meira en tvö hundruð leikjum“ skrifaði Sané í færslu á samfélagsmiðlum þar sem hann kvaddi Bæjara. Dear Bayern fans, after 5 intense years here in Munich, I’ve decided to start a new chapter in the upcoming season. I’m incredibly proud to have worn the jersey of the best and biggest club in Germany for over 200 matches and will always cherish the titles we’ve won together.… pic.twitter.com/qPPufPmWGR— Leroy Sané (@leroy_sane) June 12, 2025 Á ferli sínum með Bayern varð Sané Þýskalandsmeistari fjórum sinnum, vann þýska Ofurbikarinn tvisvar og Ofurbikar Evrópu einu sinni ásamt því að sigra HM félagsliða með Bayern árið 2020. Sané skoraði 61 mark og lagði upp 55 sinnum í 220 leikjum fyrir Bayern. Harry Langer/DeFodi Images/DeFodi via Getty Images Hann fer frítt til tyrkneska félagsins Galatasaray, þar sem hann skrifaði í dag undir þriggja ára samning. Galatasaray varð tyrkneskur meistari þriðja árið í röð á síðasta tímabili og tryggði sér aftur þátttökurétt í Meistaradeild Evrópu. ❤️💛🇹🇷 Leroy Sané officially joins Galatasaray on three year contract. pic.twitter.com/JsMGnNHQhq— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) June 12, 2025 Ásamt því að semja við Sané er Galatasaray að reyna að styrkja liðið með frekari kaupum. Victor Osimhen var að láni hjá liðinu á síðasta tímabili og stefnt er að því að festa kaup á honum. Þá hefur félagið einnig verið orðað við varnarmanninn Milan Skriniar og miðjumanninn Hakan Calhanoglu. Tyrkneski boltinn Þýski boltinn Mest lesið Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Fleiri fréttir Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Sjá meira
„Eftir fimm krefjandi ár hér í Munchen hef ég ákveðið að hefja nýjan kafla á næsta tímabili. Ég er ótrúlega stoltur með að hafa klæðst treyju besta og stærsta liðs Þýskalands í meira en tvö hundruð leikjum“ skrifaði Sané í færslu á samfélagsmiðlum þar sem hann kvaddi Bæjara. Dear Bayern fans, after 5 intense years here in Munich, I’ve decided to start a new chapter in the upcoming season. I’m incredibly proud to have worn the jersey of the best and biggest club in Germany for over 200 matches and will always cherish the titles we’ve won together.… pic.twitter.com/qPPufPmWGR— Leroy Sané (@leroy_sane) June 12, 2025 Á ferli sínum með Bayern varð Sané Þýskalandsmeistari fjórum sinnum, vann þýska Ofurbikarinn tvisvar og Ofurbikar Evrópu einu sinni ásamt því að sigra HM félagsliða með Bayern árið 2020. Sané skoraði 61 mark og lagði upp 55 sinnum í 220 leikjum fyrir Bayern. Harry Langer/DeFodi Images/DeFodi via Getty Images Hann fer frítt til tyrkneska félagsins Galatasaray, þar sem hann skrifaði í dag undir þriggja ára samning. Galatasaray varð tyrkneskur meistari þriðja árið í röð á síðasta tímabili og tryggði sér aftur þátttökurétt í Meistaradeild Evrópu. ❤️💛🇹🇷 Leroy Sané officially joins Galatasaray on three year contract. pic.twitter.com/JsMGnNHQhq— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) June 12, 2025 Ásamt því að semja við Sané er Galatasaray að reyna að styrkja liðið með frekari kaupum. Victor Osimhen var að láni hjá liðinu á síðasta tímabili og stefnt er að því að festa kaup á honum. Þá hefur félagið einnig verið orðað við varnarmanninn Milan Skriniar og miðjumanninn Hakan Calhanoglu.
Tyrkneski boltinn Þýski boltinn Mest lesið Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Fleiri fréttir Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Sjá meira