Gleymdu að vanda sig Vanda Sigurgeirsdóttir skrifar 12. júní 2025 16:01 Þau sem stjórna hjá Akureyrarbæ tóku óskiljanlega ákvörðun ekki alls fyrir löngu, þau ráku allt starfsfólk félagsmiðstöðvanna og hafa, einhliða að því virðist, ákveðið að gera breytingar á starfinu af þeirri stærðargráðu að ekki er hægt að sitja þegjandi undir. Frá því að hafa fyrir nokkrum árum verið í fararbroddi á landsvísu í málefnum félagsmiðstöðva er fallið hátt. Meðalmanneskja frá fæðingu til sjötugs notar um 4,33 ár í formlega skólagöngu, 7,33 í vinnu, 2,33 í að borða og 5 ár í annað. Svo sofum við í 24 ár og 27 ár er frítíminn okkar. Langstærsti hluti vökutíma okkar frá fæðingu til sjötugs er því frítími. Þessir útreikningar eru miðaðir við að frítími sé allur sá tími sem er eftir þegar skóla, vinnu og skyldustörfum hefur verið sinnt og líkamlegum þörfum fullnægt. Rannsóknir sýna að hvernig við verjum öllum þessum frítíma hefur afgerandi áhrif á farsæld, velferð, heilsu og lífsgæði almennt. Ef frítíminn er nýttur illa hefur það neikvæðar afleiðingar fyrir einstaklinga og samfélagið og að sama skapi jákvæð áhrif ef tíminn er nýttur vel. Til að auka líkur á jákvæðri notkun frítíma getum við sem samfélag gripið til allskonar úrræða. Sú leið sem hefur sýnt sig að hafi sérlega góð áhrif á unglingsárum eru félagsmiðstöðvar. Auðvita er fleira sem hefur góð áhrif, eins og íþróttir og annað skipulagt æskulýðsstarf en þegar kemur að því að taka á þeim vandamálum sem fara vaxandi meðal unglinganna okkar í dag, eru félagsmiðstöðvarnar frábært tæki – ef vel er á haldið. Til er fagstétt sem hefur þann eina tilgang að styðja við og stuðla að jákvæðri notkun frítíma. Þau fara í nám, eins og rafvirkinn, kennarinn, læknirinn og sjúkraþjálfarinn, fá sitt próf, sem í þeirra tilfelli er BA-gráða og eða Meistaragráða í tómstunda- og félagsmálafræði. Þetta eru því sérstök fræði, sérstakt fag sem þarfnast menntunar til að sem bestur árangur náist. Með fullri virðingu fyrir skólastjórnendum, sem eiga að stjórna starfinu á Akureyri – og ég ber mikla virðingu fyrir, því ég vinn með frábærum skólastjórnendum út um allt land, þá læra þau enga tómstundafræði í sínu námi – enda að undirbúa sig undir allt annað fagstarf. Alfa Aradóttir, ein af þeim sem missti starf sitt og fráfarandi yfirmaður forvarna- og frístundadeildar, var einmitt í fyrsta hópnum sem hóf nám í tómstunda- og félagsmálafræði haustið 2001. Ég er orðin svo þreytt á að sú starfsemi sem fer fram í frítímanum og ekki síst fagfólkið njóti ekki þeirrar virðingar sem mikilvægi starfsins kallar á. Ég geng svo langt að segja að það er jafn mikilvægt að stuðla að jákvæðri notkun frítíma og jákvæðri skólagöngu. Ég skora á sveitarfélög landsins að fylgja ekki í fótspor Akureyrarbæjar heldur frekar Reykjavíkurborgar og fleiri sveitarfélaga, þar sem fagfólk í frítíma stjórnar starfinu. Ef mikið liggur við í rafmagnsmálum hringi ég ekki í píparann minn, þó hann sé frábær. Núna liggur mikið við í málefnum unga fólksins okkar, þau eru dásamleg en þurfa stuðning. Þá tekur maður ekki sitt besta fólk og rekur það útaf, svo mikið veit ég, gamli þjálfarinn. Þessar aðgerðir Akureyrarbæjar svíða. Við sem störfum á vettvangi frítímans erum sorgmædd og nánast orðlaus yfir virðingarleysinu sem starfinu, unglingunum og ekki síst starfsfólkinu er sýnt. Höfundur er námsbrautarformaður í námsbraut í tómstunda- og félagsmálafræði við menntavísindasvið Háskóla Íslands Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Grunnskólar Frístund barna Akureyri Mest lesið Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Þau sem stjórna hjá Akureyrarbæ tóku óskiljanlega ákvörðun ekki alls fyrir löngu, þau ráku allt starfsfólk félagsmiðstöðvanna og hafa, einhliða að því virðist, ákveðið að gera breytingar á starfinu af þeirri stærðargráðu að ekki er hægt að sitja þegjandi undir. Frá því að hafa fyrir nokkrum árum verið í fararbroddi á landsvísu í málefnum félagsmiðstöðva er fallið hátt. Meðalmanneskja frá fæðingu til sjötugs notar um 4,33 ár í formlega skólagöngu, 7,33 í vinnu, 2,33 í að borða og 5 ár í annað. Svo sofum við í 24 ár og 27 ár er frítíminn okkar. Langstærsti hluti vökutíma okkar frá fæðingu til sjötugs er því frítími. Þessir útreikningar eru miðaðir við að frítími sé allur sá tími sem er eftir þegar skóla, vinnu og skyldustörfum hefur verið sinnt og líkamlegum þörfum fullnægt. Rannsóknir sýna að hvernig við verjum öllum þessum frítíma hefur afgerandi áhrif á farsæld, velferð, heilsu og lífsgæði almennt. Ef frítíminn er nýttur illa hefur það neikvæðar afleiðingar fyrir einstaklinga og samfélagið og að sama skapi jákvæð áhrif ef tíminn er nýttur vel. Til að auka líkur á jákvæðri notkun frítíma getum við sem samfélag gripið til allskonar úrræða. Sú leið sem hefur sýnt sig að hafi sérlega góð áhrif á unglingsárum eru félagsmiðstöðvar. Auðvita er fleira sem hefur góð áhrif, eins og íþróttir og annað skipulagt æskulýðsstarf en þegar kemur að því að taka á þeim vandamálum sem fara vaxandi meðal unglinganna okkar í dag, eru félagsmiðstöðvarnar frábært tæki – ef vel er á haldið. Til er fagstétt sem hefur þann eina tilgang að styðja við og stuðla að jákvæðri notkun frítíma. Þau fara í nám, eins og rafvirkinn, kennarinn, læknirinn og sjúkraþjálfarinn, fá sitt próf, sem í þeirra tilfelli er BA-gráða og eða Meistaragráða í tómstunda- og félagsmálafræði. Þetta eru því sérstök fræði, sérstakt fag sem þarfnast menntunar til að sem bestur árangur náist. Með fullri virðingu fyrir skólastjórnendum, sem eiga að stjórna starfinu á Akureyri – og ég ber mikla virðingu fyrir, því ég vinn með frábærum skólastjórnendum út um allt land, þá læra þau enga tómstundafræði í sínu námi – enda að undirbúa sig undir allt annað fagstarf. Alfa Aradóttir, ein af þeim sem missti starf sitt og fráfarandi yfirmaður forvarna- og frístundadeildar, var einmitt í fyrsta hópnum sem hóf nám í tómstunda- og félagsmálafræði haustið 2001. Ég er orðin svo þreytt á að sú starfsemi sem fer fram í frítímanum og ekki síst fagfólkið njóti ekki þeirrar virðingar sem mikilvægi starfsins kallar á. Ég geng svo langt að segja að það er jafn mikilvægt að stuðla að jákvæðri notkun frítíma og jákvæðri skólagöngu. Ég skora á sveitarfélög landsins að fylgja ekki í fótspor Akureyrarbæjar heldur frekar Reykjavíkurborgar og fleiri sveitarfélaga, þar sem fagfólk í frítíma stjórnar starfinu. Ef mikið liggur við í rafmagnsmálum hringi ég ekki í píparann minn, þó hann sé frábær. Núna liggur mikið við í málefnum unga fólksins okkar, þau eru dásamleg en þurfa stuðning. Þá tekur maður ekki sitt besta fólk og rekur það útaf, svo mikið veit ég, gamli þjálfarinn. Þessar aðgerðir Akureyrarbæjar svíða. Við sem störfum á vettvangi frítímans erum sorgmædd og nánast orðlaus yfir virðingarleysinu sem starfinu, unglingunum og ekki síst starfsfólkinu er sýnt. Höfundur er námsbrautarformaður í námsbraut í tómstunda- og félagsmálafræði við menntavísindasvið Háskóla Íslands
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar