Yfir 90% ferðamanna eru ánægðir með dvöl sína á höfuðborgarsvæðinu Inga Hlín Pálsdóttir skrifar 13. júní 2025 11:17 Við megum svo sannarlega vera stolt af gestrisni okkar á höfuðborgarsvæðinu en 94% ferðamanna eru ánægðir með heimsókn sína. Að taka vel á móti gestum okkar er lykilatriði í að þeir upplifi sig velkomna og njóti sín. Höfuðborgarsvæðið er einn helsti áfangastaður landsins en langflestir þeirra erlendu ferðamanna sem heimsækja Ísland dvelja á höfuðborgarsvæðinu í lengri eða skemmri tíma. Við hjá Markaðsstofu höfuðborgarsvæðisins létum framkvæma bæði vetrar og sumarkönnun meðal erlendra ferðamanna til að meta ánægju þeirra og ferðavenjur, síðasta sumar og nú í vetur. Í niðurstöðunum kemur fram að um 60% segjast vera líklegir til að mæla með höfuðborgarsvæðinu sem áfangastað við vini, fjölskyldu eða vinnufélaga. Þegar spurt er um hver sé ástæðan fyrir því að þeir mæla með höfuðborgarsvæðinu er oftast nefnt að svæðið sé fallegt, fólkið sjálft og að náttúran og umhverfið séu aðlaðandi. Einnig voru ferðamenn spurðir að því hvern þeir teldu hafa verið hápunkt heimsóknarinnar. Oftast voru nefnd matur og drykkur, Hallgrímskirkja og náttúran. Sú afþreying og þjónusta sem ferðamenn nýta sér helst eru söfn, sýningar, náttúruböð og verslun. Athygli vekur að ferðamenn sem heimsækja höfuðborgarsvæðið á veturna sækjast einkum eftir að fara í náttúruböð, eða rétt rúmlega helmingur þeirra. Aftur á móti eru söfn og sýningar vinsælasta afþreyingin yfir sumarmánuðina. Við sjáum einnig í könnunum að ferðamenn sem koma á veturna dvelja lengur á höfuðborgarsvæðinu en þeir sem koma að sumri til. Meðalfjöldi gistinátta á höfuðborgarsvæðinu á veturna er 5,9 en á sumrin dvelja ferðamenn að meðaltali 4,1 nótt. Þessar niðurstöður gefa okkur þá niðurstöðu að höfuðborgarsvæðið er góður staður til að heimsækja. Það er sérstaklega gaman að sjá fólkið þar nefnt sem hluta af því sem gerir áfangastaðinn góðan. Við megum því svo sannarlega vera stolt af gestrisni okkar og öllu því sem höfuðborgarsvæðið hefur fram að færa fyrir ferðamenn hvort sem er afþreyingu, menningu, mat og eða gistingu. Njótið sumarsins! Höfundur er framkvæmdastjóri Markaðsstofu höfuðborgarsvæðisins/Visit Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Inga Hlín Pálsdóttir Reykjavík Ferðaþjónusta Mest lesið Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Klerkastjórnin í Íran að riða til falls: Hvers vegna þegja fjölmiðlar? Davíð Bergmann Skoðun Heimsendaspár sem eiga sér enga stoð í raunveruleikanum Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Pólitíska stríðið sem nærist á þér Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Týndu börnin Jón Ingi Hákonarson Skoðun Vesalingarnir í borginni Daði Freyr Ólafsson Skoðun Ráðsmaðurinn, embættið og spurningin sem enginn vill spyrja Hilmar Kristinsson Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Skoðun Skoðun Ráðsmaðurinn, embættið og spurningin sem enginn vill spyrja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Áramótaheit þjóðarinnar: Tryggjum gæðamenntun! Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Týndu börnin Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Heimsendaspár sem eiga sér enga stoð í raunveruleikanum Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Pólitíska stríðið sem nærist á þér Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Vesalingarnir í borginni Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Klerkastjórnin í Íran að riða til falls: Hvers vegna þegja fjölmiðlar? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Að kveðja 2025 og mæta 2026 með mildi og forvitni Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem skrifar Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason skrifar Skoðun Veiðiráðgjöf byggð á ágiskunum Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Sjá meira
Við megum svo sannarlega vera stolt af gestrisni okkar á höfuðborgarsvæðinu en 94% ferðamanna eru ánægðir með heimsókn sína. Að taka vel á móti gestum okkar er lykilatriði í að þeir upplifi sig velkomna og njóti sín. Höfuðborgarsvæðið er einn helsti áfangastaður landsins en langflestir þeirra erlendu ferðamanna sem heimsækja Ísland dvelja á höfuðborgarsvæðinu í lengri eða skemmri tíma. Við hjá Markaðsstofu höfuðborgarsvæðisins létum framkvæma bæði vetrar og sumarkönnun meðal erlendra ferðamanna til að meta ánægju þeirra og ferðavenjur, síðasta sumar og nú í vetur. Í niðurstöðunum kemur fram að um 60% segjast vera líklegir til að mæla með höfuðborgarsvæðinu sem áfangastað við vini, fjölskyldu eða vinnufélaga. Þegar spurt er um hver sé ástæðan fyrir því að þeir mæla með höfuðborgarsvæðinu er oftast nefnt að svæðið sé fallegt, fólkið sjálft og að náttúran og umhverfið séu aðlaðandi. Einnig voru ferðamenn spurðir að því hvern þeir teldu hafa verið hápunkt heimsóknarinnar. Oftast voru nefnd matur og drykkur, Hallgrímskirkja og náttúran. Sú afþreying og þjónusta sem ferðamenn nýta sér helst eru söfn, sýningar, náttúruböð og verslun. Athygli vekur að ferðamenn sem heimsækja höfuðborgarsvæðið á veturna sækjast einkum eftir að fara í náttúruböð, eða rétt rúmlega helmingur þeirra. Aftur á móti eru söfn og sýningar vinsælasta afþreyingin yfir sumarmánuðina. Við sjáum einnig í könnunum að ferðamenn sem koma á veturna dvelja lengur á höfuðborgarsvæðinu en þeir sem koma að sumri til. Meðalfjöldi gistinátta á höfuðborgarsvæðinu á veturna er 5,9 en á sumrin dvelja ferðamenn að meðaltali 4,1 nótt. Þessar niðurstöður gefa okkur þá niðurstöðu að höfuðborgarsvæðið er góður staður til að heimsækja. Það er sérstaklega gaman að sjá fólkið þar nefnt sem hluta af því sem gerir áfangastaðinn góðan. Við megum því svo sannarlega vera stolt af gestrisni okkar og öllu því sem höfuðborgarsvæðið hefur fram að færa fyrir ferðamenn hvort sem er afþreyingu, menningu, mat og eða gistingu. Njótið sumarsins! Höfundur er framkvæmdastjóri Markaðsstofu höfuðborgarsvæðisins/Visit Reykjavík.
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun
Skoðun Klerkastjórnin í Íran að riða til falls: Hvers vegna þegja fjölmiðlar? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun