Yfir 90% ferðamanna eru ánægðir með dvöl sína á höfuðborgarsvæðinu Inga Hlín Pálsdóttir skrifar 13. júní 2025 11:17 Við megum svo sannarlega vera stolt af gestrisni okkar á höfuðborgarsvæðinu en 94% ferðamanna eru ánægðir með heimsókn sína. Að taka vel á móti gestum okkar er lykilatriði í að þeir upplifi sig velkomna og njóti sín. Höfuðborgarsvæðið er einn helsti áfangastaður landsins en langflestir þeirra erlendu ferðamanna sem heimsækja Ísland dvelja á höfuðborgarsvæðinu í lengri eða skemmri tíma. Við hjá Markaðsstofu höfuðborgarsvæðisins létum framkvæma bæði vetrar og sumarkönnun meðal erlendra ferðamanna til að meta ánægju þeirra og ferðavenjur, síðasta sumar og nú í vetur. Í niðurstöðunum kemur fram að um 60% segjast vera líklegir til að mæla með höfuðborgarsvæðinu sem áfangastað við vini, fjölskyldu eða vinnufélaga. Þegar spurt er um hver sé ástæðan fyrir því að þeir mæla með höfuðborgarsvæðinu er oftast nefnt að svæðið sé fallegt, fólkið sjálft og að náttúran og umhverfið séu aðlaðandi. Einnig voru ferðamenn spurðir að því hvern þeir teldu hafa verið hápunkt heimsóknarinnar. Oftast voru nefnd matur og drykkur, Hallgrímskirkja og náttúran. Sú afþreying og þjónusta sem ferðamenn nýta sér helst eru söfn, sýningar, náttúruböð og verslun. Athygli vekur að ferðamenn sem heimsækja höfuðborgarsvæðið á veturna sækjast einkum eftir að fara í náttúruböð, eða rétt rúmlega helmingur þeirra. Aftur á móti eru söfn og sýningar vinsælasta afþreyingin yfir sumarmánuðina. Við sjáum einnig í könnunum að ferðamenn sem koma á veturna dvelja lengur á höfuðborgarsvæðinu en þeir sem koma að sumri til. Meðalfjöldi gistinátta á höfuðborgarsvæðinu á veturna er 5,9 en á sumrin dvelja ferðamenn að meðaltali 4,1 nótt. Þessar niðurstöður gefa okkur þá niðurstöðu að höfuðborgarsvæðið er góður staður til að heimsækja. Það er sérstaklega gaman að sjá fólkið þar nefnt sem hluta af því sem gerir áfangastaðinn góðan. Við megum því svo sannarlega vera stolt af gestrisni okkar og öllu því sem höfuðborgarsvæðið hefur fram að færa fyrir ferðamenn hvort sem er afþreyingu, menningu, mat og eða gistingu. Njótið sumarsins! Höfundur er framkvæmdastjóri Markaðsstofu höfuðborgarsvæðisins/Visit Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Inga Hlín Pálsdóttir Reykjavík Ferðaþjónusta Mest lesið Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Friðum Eyjafjörð Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson Skoðun Vitundarvakning um auðlindir þjóðar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Það eru allir að greinast með þetta POTS – hvað er það? Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Sjá meira
Við megum svo sannarlega vera stolt af gestrisni okkar á höfuðborgarsvæðinu en 94% ferðamanna eru ánægðir með heimsókn sína. Að taka vel á móti gestum okkar er lykilatriði í að þeir upplifi sig velkomna og njóti sín. Höfuðborgarsvæðið er einn helsti áfangastaður landsins en langflestir þeirra erlendu ferðamanna sem heimsækja Ísland dvelja á höfuðborgarsvæðinu í lengri eða skemmri tíma. Við hjá Markaðsstofu höfuðborgarsvæðisins létum framkvæma bæði vetrar og sumarkönnun meðal erlendra ferðamanna til að meta ánægju þeirra og ferðavenjur, síðasta sumar og nú í vetur. Í niðurstöðunum kemur fram að um 60% segjast vera líklegir til að mæla með höfuðborgarsvæðinu sem áfangastað við vini, fjölskyldu eða vinnufélaga. Þegar spurt er um hver sé ástæðan fyrir því að þeir mæla með höfuðborgarsvæðinu er oftast nefnt að svæðið sé fallegt, fólkið sjálft og að náttúran og umhverfið séu aðlaðandi. Einnig voru ferðamenn spurðir að því hvern þeir teldu hafa verið hápunkt heimsóknarinnar. Oftast voru nefnd matur og drykkur, Hallgrímskirkja og náttúran. Sú afþreying og þjónusta sem ferðamenn nýta sér helst eru söfn, sýningar, náttúruböð og verslun. Athygli vekur að ferðamenn sem heimsækja höfuðborgarsvæðið á veturna sækjast einkum eftir að fara í náttúruböð, eða rétt rúmlega helmingur þeirra. Aftur á móti eru söfn og sýningar vinsælasta afþreyingin yfir sumarmánuðina. Við sjáum einnig í könnunum að ferðamenn sem koma á veturna dvelja lengur á höfuðborgarsvæðinu en þeir sem koma að sumri til. Meðalfjöldi gistinátta á höfuðborgarsvæðinu á veturna er 5,9 en á sumrin dvelja ferðamenn að meðaltali 4,1 nótt. Þessar niðurstöður gefa okkur þá niðurstöðu að höfuðborgarsvæðið er góður staður til að heimsækja. Það er sérstaklega gaman að sjá fólkið þar nefnt sem hluta af því sem gerir áfangastaðinn góðan. Við megum því svo sannarlega vera stolt af gestrisni okkar og öllu því sem höfuðborgarsvæðið hefur fram að færa fyrir ferðamenn hvort sem er afþreyingu, menningu, mat og eða gistingu. Njótið sumarsins! Höfundur er framkvæmdastjóri Markaðsstofu höfuðborgarsvæðisins/Visit Reykjavík.
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar