Hver á arðinn af sjávarútvegsauðlindinni? Einar G. Harðarson skrifar 16. júní 2025 08:02 Fólk hefur takmarkaða samúð með stórútgerð – en mikla samúð með fólkinu sem situr eftir í tómum byggðarlögum. Sjávarútvegurinn skilaði 89 milljörðum króna í hagnað árið 2021. Nú er til umræðu að hækka veiðigjöld um 7 milljarða – sem í raun samsvarar 10 milljörðum þegar skattaleg áhrif eru tekin með í reikninginn – en slíkar breytingar verður að útfæra af sanngirni, svo kerfið njóti áfram trausts og byggðir landsins verði ekki undir. Sjávarútvegurinn hefur um langt skeið verið ein arðbærasta atvinnugrein þjóðarinnar. Árið 2021 skilaði greinin heildar hagnaði upp á 89 milljarða króna og stærstu útgerðir landsins – eins og Brim og Síldarvinnslan – hafa reglulega sýnt stöðugan hagnað á bilinu 3–8 milljarðar króna. Þessar tölur segja þó ekki alla söguna, því í ársreikningum eru teknar inn afskriftir af skipum og tækjum of arðsemi eigin fjár – en ekki af kvótanum sjálfum. Eigið fé hefur hins vegar myndast af miklum hagnaði en ekki framlagi einstaklinga. Kvótinn er í eðli sínu ekki tímabundinn eign heldur óendanlega endurnýjanleg auðlind sem úthlutað er árlega á grundvelli ráðgjafar Hafró. Eins og lækurinn. Þegar rætt er um að hækka veiðigjöld um 7 milljarða á ári, þarf að setja þá upphæð í raunhæft samhengi. Slíkt gjald nemur innan við 10% af hagnaði greinarinnar á góðu ári og rúmlega 1% af heildarveltu. Það er ljóst að stærstu útgerðir landsins hafa bæði bolmagn og skipulag til að mæta slíkri hækkun án þess að stofna rekstrargrundvelli sínum í hættu. Þá ber að nefna að veiðigjald er frádráttarbært frá skatti – og því erfitt að flokka það sem raunverulegan skatt, þar sem skattar eru almennt ekki frádráttarbærir frá sjálfum sér. En það dugar ekki að horfa eingöngu á heildartölur. Til að breytingar á veiðigjöldum standist réttlætissjónarmið þarf að tryggja að þær leggist sanngjarnt og hlutfallslega á útgerðir – þannig að minni og viðkvæmari aðilar verði ekki fyrir ósanngjörnu álagi á meðan stærri fyrirtæki hagnast vel áfram. Verði skekkjan of mikil tapast bæði trúverðugleiki og pólitískur stuðningur við nauðsynlega endurskoðun. Slíkar breytingar verður að vinna af yfirvegun og gagnsæi – og eftir 40 ár með núverandi kerfi hlýtur að mega gefa sér tíma til að útfæra þær rétt, fremur en að þröngva þeim í gegn í flýti. Fólk hefur mikla samúð með fólkið sem situr eftir, atvinnulaust, með verðlausar eignir. Það endurspeglast í almenningsáliti og pólitísku landslagi: stjórnmálamenn sem verja óbreytt ástand, þar sem kvóti færist á milli byggðarlaga án þess að upprunalega samfélagið fái nokkuð í staðinn, tapa trúverðugleika – og líklega fylgi. Samfélagið man og mun muna þegar kvóti var tekinn frá byggðarlögum og eftir stóðu tóm hús og vonlaus atvinnuástand. Það sárnar mörgum – sérstaklega þegar reynt er að réttlæta slíkar tilfærslur með því að „verja bakarann og leikskólann“, á meðan raunveruleg verðmæti hverfa annað. Hagnaðar áhrif eru metin fyrir útgerð og fiskvinnslu en hefur einhver reiknað út verðmætarýrnun bæjarfélaga og einstaklinga þegar kvóti er fluttur annað? Við verðum að standa í raun með bakaranum, rafvirkjanum og kennaranum – fólkinu sem heldur uppi samfélögum sem kvótinn stendur undir. Hér er tilefni til að læra af reynslu síðustu áratuga. Eftir bankahrunið beitti þáverandi forsætisráðherra Sigmundur Davíð Gunnlaugsson þeirri nálgun að þegar verðmæti eru flutt út úr samfélagi – þá skuli sá sem flytur skilja eitthvað eftir. Þessi nálgun, að krefjast sanngjarns gjalds fyrir nýtingu sameiginlegra verðmæta, var beitt gagnvart erlendum vogunarsjóðum og reyndist áhrifarík í að verja hagsmuni þjóðarinnar. Á sama hátt má líta á kvótann: ef hann færist milli byggðarlaga eða ef fiskistofnar nýtast betur en áður, þá á hluti arðsins að renna aftur til þess samfélags sem studdi við útgerðina – til sveitarfélaganna og fólksins sem byggði upp aðstöðuna. Fiskurinn hverfur ekki úr sjónum – og hann hverfur ekki úr samfélaginu nema við leyfum það. Fullyrðingar um annað eru aðeins hávær vörn fyrir núverandi skipan mála, þar sem kvóti færist um landið eins og hvert annað viðskiptatæki. En um leið verðum við að gæta að því að draga ekki úr virkni eða arðbærni kvótakerfisins, sem hefur að mörgu leyti reynst þjóðinni vel. Kerfið má þróa – en ekki afbaka. Veiðigjöld þurfa að hækka – en með réttlæti og ábyrgð að leiðarljósi. Þau eiga hvorki að fella smærri útgerðir né veikja byggðarlög, heldur styrkja stoðir þeirra með markvissum aðgerðum, til dæmis í gegnum samgöngubætur, byggðastyrki og innviðaþróun. Þetta er ekki aðeins fjárhagslega og samfélagslega skynsamlegt – þetta er sáttarhönd og pólitískt nauðsynlegt. Höfundur er löggiltur fasteignasali. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Einar G. Harðarson Sjávarútvegur Mest lesið Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Fólk hefur takmarkaða samúð með stórútgerð – en mikla samúð með fólkinu sem situr eftir í tómum byggðarlögum. Sjávarútvegurinn skilaði 89 milljörðum króna í hagnað árið 2021. Nú er til umræðu að hækka veiðigjöld um 7 milljarða – sem í raun samsvarar 10 milljörðum þegar skattaleg áhrif eru tekin með í reikninginn – en slíkar breytingar verður að útfæra af sanngirni, svo kerfið njóti áfram trausts og byggðir landsins verði ekki undir. Sjávarútvegurinn hefur um langt skeið verið ein arðbærasta atvinnugrein þjóðarinnar. Árið 2021 skilaði greinin heildar hagnaði upp á 89 milljarða króna og stærstu útgerðir landsins – eins og Brim og Síldarvinnslan – hafa reglulega sýnt stöðugan hagnað á bilinu 3–8 milljarðar króna. Þessar tölur segja þó ekki alla söguna, því í ársreikningum eru teknar inn afskriftir af skipum og tækjum of arðsemi eigin fjár – en ekki af kvótanum sjálfum. Eigið fé hefur hins vegar myndast af miklum hagnaði en ekki framlagi einstaklinga. Kvótinn er í eðli sínu ekki tímabundinn eign heldur óendanlega endurnýjanleg auðlind sem úthlutað er árlega á grundvelli ráðgjafar Hafró. Eins og lækurinn. Þegar rætt er um að hækka veiðigjöld um 7 milljarða á ári, þarf að setja þá upphæð í raunhæft samhengi. Slíkt gjald nemur innan við 10% af hagnaði greinarinnar á góðu ári og rúmlega 1% af heildarveltu. Það er ljóst að stærstu útgerðir landsins hafa bæði bolmagn og skipulag til að mæta slíkri hækkun án þess að stofna rekstrargrundvelli sínum í hættu. Þá ber að nefna að veiðigjald er frádráttarbært frá skatti – og því erfitt að flokka það sem raunverulegan skatt, þar sem skattar eru almennt ekki frádráttarbærir frá sjálfum sér. En það dugar ekki að horfa eingöngu á heildartölur. Til að breytingar á veiðigjöldum standist réttlætissjónarmið þarf að tryggja að þær leggist sanngjarnt og hlutfallslega á útgerðir – þannig að minni og viðkvæmari aðilar verði ekki fyrir ósanngjörnu álagi á meðan stærri fyrirtæki hagnast vel áfram. Verði skekkjan of mikil tapast bæði trúverðugleiki og pólitískur stuðningur við nauðsynlega endurskoðun. Slíkar breytingar verður að vinna af yfirvegun og gagnsæi – og eftir 40 ár með núverandi kerfi hlýtur að mega gefa sér tíma til að útfæra þær rétt, fremur en að þröngva þeim í gegn í flýti. Fólk hefur mikla samúð með fólkið sem situr eftir, atvinnulaust, með verðlausar eignir. Það endurspeglast í almenningsáliti og pólitísku landslagi: stjórnmálamenn sem verja óbreytt ástand, þar sem kvóti færist á milli byggðarlaga án þess að upprunalega samfélagið fái nokkuð í staðinn, tapa trúverðugleika – og líklega fylgi. Samfélagið man og mun muna þegar kvóti var tekinn frá byggðarlögum og eftir stóðu tóm hús og vonlaus atvinnuástand. Það sárnar mörgum – sérstaklega þegar reynt er að réttlæta slíkar tilfærslur með því að „verja bakarann og leikskólann“, á meðan raunveruleg verðmæti hverfa annað. Hagnaðar áhrif eru metin fyrir útgerð og fiskvinnslu en hefur einhver reiknað út verðmætarýrnun bæjarfélaga og einstaklinga þegar kvóti er fluttur annað? Við verðum að standa í raun með bakaranum, rafvirkjanum og kennaranum – fólkinu sem heldur uppi samfélögum sem kvótinn stendur undir. Hér er tilefni til að læra af reynslu síðustu áratuga. Eftir bankahrunið beitti þáverandi forsætisráðherra Sigmundur Davíð Gunnlaugsson þeirri nálgun að þegar verðmæti eru flutt út úr samfélagi – þá skuli sá sem flytur skilja eitthvað eftir. Þessi nálgun, að krefjast sanngjarns gjalds fyrir nýtingu sameiginlegra verðmæta, var beitt gagnvart erlendum vogunarsjóðum og reyndist áhrifarík í að verja hagsmuni þjóðarinnar. Á sama hátt má líta á kvótann: ef hann færist milli byggðarlaga eða ef fiskistofnar nýtast betur en áður, þá á hluti arðsins að renna aftur til þess samfélags sem studdi við útgerðina – til sveitarfélaganna og fólksins sem byggði upp aðstöðuna. Fiskurinn hverfur ekki úr sjónum – og hann hverfur ekki úr samfélaginu nema við leyfum það. Fullyrðingar um annað eru aðeins hávær vörn fyrir núverandi skipan mála, þar sem kvóti færist um landið eins og hvert annað viðskiptatæki. En um leið verðum við að gæta að því að draga ekki úr virkni eða arðbærni kvótakerfisins, sem hefur að mörgu leyti reynst þjóðinni vel. Kerfið má þróa – en ekki afbaka. Veiðigjöld þurfa að hækka – en með réttlæti og ábyrgð að leiðarljósi. Þau eiga hvorki að fella smærri útgerðir né veikja byggðarlög, heldur styrkja stoðir þeirra með markvissum aðgerðum, til dæmis í gegnum samgöngubætur, byggðastyrki og innviðaþróun. Þetta er ekki aðeins fjárhagslega og samfélagslega skynsamlegt – þetta er sáttarhönd og pólitískt nauðsynlegt. Höfundur er löggiltur fasteignasali.
Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun