Samræmt námsmat er ekki hindrun heldur hjálpartæki Eiríkur Ólafsson skrifar 16. júní 2025 07:30 Nýverið heimsótti Andreas Schleicher, forstöðumaður menntadeildar OECD og höfundur PISA-prófanna, Ísland. Hann lýsti þar yfir áhyggjum sínum og taldi að íslenskir nemendur og kennarar væru í „blindflugi“ vegna skorts á samræmdu námsmati. Ég er að mörgu leyti sammála Schleicher. Að mínu mati voru það mistök að leggja niður samræmd próf á sínum tíma. Þó prófin hafi sannarlega ekki verið gallalaus og margt mátt betur fara í framkvæmd þeirra, tel ég ekki að það hafi verið gild ástæða til að afnema þau alfarið. Þvert á móti hefði átt að leggja meiri vinnu í að gera þau betri, markvissari og réttlátari. Það hefði þurft að tryggja að allir aðilar málsins, bæði kennarar og nemendur, gætu viðurkennt þau sem sanngjarnan og gagnlegan mælikvarða. Við ættum því að taka orðum Andreas Schleicher af fullri alvöru. Án samræmdra viðmiða verður matskerfi skólanna óskilvirkara og óljósara. Það gerir það mun erfiðara að greina hvar styrkleikar og veikleikar kerfisins liggja og dregur úr möguleikum á sanngjörnum samanburði. Þegar enginn sameiginlegur mælikvarði er til staðar, nota skólar og jafnvel kennarar innan sama skóla ólík viðmið þegar meta á nemendur. Ósamræmið getur valdið ójafnræði bæði meðal nemenda og á milli skóla og dregur úr möguleikum á markvissri þróun og umbótum í menntakerfinu. Sem kennari hef ég séð hvernig samræmd próf geta virkað hvetjandi á nemendur. Margir taka þau sem áskorun og leggja sig fram um að ná góðum árangri. Skýr markmið og sameiginleg viðmið ýta undir metnað og geta verið öflug hvatning fyrir nemendur. Okkar hlutverk sem kennara er að nýta slíka möguleika á jákvæðan og uppbyggilegan hátt. Ég tók eftir því að margir kennarar urðu áhyggjufullir í aðdraganda samræmdra prófa. Sumir upplifðu óöryggi gagnvart því hvernig prófin endurspegluðu þeirra eigið starf, og óttust að niðurstöðurnar væru notaðar til að dæma frekar en til að byggja upp. Samræmd próf eiga ekki að skapa ótta heldur vera hjálpartæki til þess að bæta okkur í starfi. Þau gefa okkur dýrmætt tækifæri til að rýna í kennsluhætti, skoða hvað virkar og hvar við getum gert betur. Sú umræða var líka til staðar að nemendum hafi fundist þessi próf auka á streitu þeirra. Það er alveg eðlilegt að bæði nemendur og kennarar finni fyrir álagi. Hins vegar eigum við ekki að svara því með því að lækka kröfurnar. Við eigum að undirbúa nemendur betur og styðja þau í að takast á við áskoranir. Lífið krefst ábyrgðar, sjálfsaga og þrautsegju. Ef við kennum börnum að forðast allt sem er erfitt, þá rænum við þau tækifærum til vaxtar og þroska. Samræmt námsmat tryggir líka réttlæti að einhverju marki. Það gerir framhaldsskólum kleift að bera umsækjendur saman á hlutlægan hátt, hjálpar kennurum að rýna í eigið starf, auðveldar foreldrum að fylgjast með námsstöðu nemandans og gefur yfirvöldum yfirsýn yfir stöðu menntakerfisins. Þegar slíkt mat er til staðar, vitum við hvar við stöndum. Þegar það vantar, erum við að vinna í myrkri og og þá er erfitt að gera samanburð milli nemenda. Við getum og eigum að gera betur. Prófin mega ekki vera illa gerð, ómarkviss eða ósanngjörn. En þau áttu heldur ekki að hverfa. Það þarf hins vegar að vanda til verka, leita ráða hjá kennurum, taka gagnrýni alvarlega og þróa námsmatið áfram. Þá getur það orðið öflugt tæki til að efla gæði menntunar og búa nemendur undir raunveruleikann sem bíður þeirra. Höfundur er grunnskólakennari Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Grunnskólar Börn og uppeldi Mest lesið Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson Skoðun Pyrrosar sigur Helgi Tómasson Skoðun Skoðun Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ólögleg veðmálastarfsemi á Íslandi Hákon Skúlason skrifar Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Pyrrosar sigur Helgi Tómasson skrifar Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson skrifar Skoðun Allt fyrir Brussel og Nató, hitt reddast einhvern veginn Davíð Bergmann skrifar Skoðun Forljót grá hús Hjalti Andrason skrifar Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson skrifar Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Sjá meira
Nýverið heimsótti Andreas Schleicher, forstöðumaður menntadeildar OECD og höfundur PISA-prófanna, Ísland. Hann lýsti þar yfir áhyggjum sínum og taldi að íslenskir nemendur og kennarar væru í „blindflugi“ vegna skorts á samræmdu námsmati. Ég er að mörgu leyti sammála Schleicher. Að mínu mati voru það mistök að leggja niður samræmd próf á sínum tíma. Þó prófin hafi sannarlega ekki verið gallalaus og margt mátt betur fara í framkvæmd þeirra, tel ég ekki að það hafi verið gild ástæða til að afnema þau alfarið. Þvert á móti hefði átt að leggja meiri vinnu í að gera þau betri, markvissari og réttlátari. Það hefði þurft að tryggja að allir aðilar málsins, bæði kennarar og nemendur, gætu viðurkennt þau sem sanngjarnan og gagnlegan mælikvarða. Við ættum því að taka orðum Andreas Schleicher af fullri alvöru. Án samræmdra viðmiða verður matskerfi skólanna óskilvirkara og óljósara. Það gerir það mun erfiðara að greina hvar styrkleikar og veikleikar kerfisins liggja og dregur úr möguleikum á sanngjörnum samanburði. Þegar enginn sameiginlegur mælikvarði er til staðar, nota skólar og jafnvel kennarar innan sama skóla ólík viðmið þegar meta á nemendur. Ósamræmið getur valdið ójafnræði bæði meðal nemenda og á milli skóla og dregur úr möguleikum á markvissri þróun og umbótum í menntakerfinu. Sem kennari hef ég séð hvernig samræmd próf geta virkað hvetjandi á nemendur. Margir taka þau sem áskorun og leggja sig fram um að ná góðum árangri. Skýr markmið og sameiginleg viðmið ýta undir metnað og geta verið öflug hvatning fyrir nemendur. Okkar hlutverk sem kennara er að nýta slíka möguleika á jákvæðan og uppbyggilegan hátt. Ég tók eftir því að margir kennarar urðu áhyggjufullir í aðdraganda samræmdra prófa. Sumir upplifðu óöryggi gagnvart því hvernig prófin endurspegluðu þeirra eigið starf, og óttust að niðurstöðurnar væru notaðar til að dæma frekar en til að byggja upp. Samræmd próf eiga ekki að skapa ótta heldur vera hjálpartæki til þess að bæta okkur í starfi. Þau gefa okkur dýrmætt tækifæri til að rýna í kennsluhætti, skoða hvað virkar og hvar við getum gert betur. Sú umræða var líka til staðar að nemendum hafi fundist þessi próf auka á streitu þeirra. Það er alveg eðlilegt að bæði nemendur og kennarar finni fyrir álagi. Hins vegar eigum við ekki að svara því með því að lækka kröfurnar. Við eigum að undirbúa nemendur betur og styðja þau í að takast á við áskoranir. Lífið krefst ábyrgðar, sjálfsaga og þrautsegju. Ef við kennum börnum að forðast allt sem er erfitt, þá rænum við þau tækifærum til vaxtar og þroska. Samræmt námsmat tryggir líka réttlæti að einhverju marki. Það gerir framhaldsskólum kleift að bera umsækjendur saman á hlutlægan hátt, hjálpar kennurum að rýna í eigið starf, auðveldar foreldrum að fylgjast með námsstöðu nemandans og gefur yfirvöldum yfirsýn yfir stöðu menntakerfisins. Þegar slíkt mat er til staðar, vitum við hvar við stöndum. Þegar það vantar, erum við að vinna í myrkri og og þá er erfitt að gera samanburð milli nemenda. Við getum og eigum að gera betur. Prófin mega ekki vera illa gerð, ómarkviss eða ósanngjörn. En þau áttu heldur ekki að hverfa. Það þarf hins vegar að vanda til verka, leita ráða hjá kennurum, taka gagnrýni alvarlega og þróa námsmatið áfram. Þá getur það orðið öflugt tæki til að efla gæði menntunar og búa nemendur undir raunveruleikann sem bíður þeirra. Höfundur er grunnskólakennari
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun
Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar
Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun