Aflögufærir, hafið samband við söngskóla í neyð Gunnar Guðbjörnsson skrifar 16. júní 2025 07:18 Það er sorglegt að þurfa að auglýsa flygil eins af okkar þekktustu tónskáldum til sölu í þeim tilgangi að fjármagna launagreiðslur kennaranna við Söngskóla Sigurðar Demetz (SSD) en þetta neyddist ég til að gera á föstudag. Enn hefur enginn kaupandi sett sig í samband en um miðjan dag í gær áttaði ég mig á því, að ég hafði hvorki tilkynnt netfang né símanúmer. Það geri ég í lok þessarar greinar. Árangur SSD er góður og ástæða til að gleðjast yfir mörgu. Aldrei fyrr, í bráðum 30 ára sögu SSD, hefur tekist að laða jafnmarga gesti á vorsýningar nemenda hans eins og í ár. Meira en 1500 áhorfendur komu á sýningar okkar á Nýja sviði Borgarleikhússins, í leikhúsi leikfélags Kópavogs og í sal SSD í Ármúla. Alls stunduðu um 50 nemendur nám í óperu- og söngleikjadeildum skólans í vetur. Að lokinni útskrift halda margir nemendanna áfram námi í listaháskólum heima og erlendis. Söngvarar frá skólanum starfa við erlend óperuhús en síðari ár hefur einnig fjölgað í hópi atvinnuleikara sem sótt hafa nám í SSD. Nemendur úr skólanum hafa haslað sér völl í sviðslistatengdum fögum en ávinningurinn af starfsemi skólans felst ekki síst í þeim gæðum sem hann skilar fólki í valdeflingu og sjálfstrausti. Gildir þá einu hvert starf þeirra verður að lokum. Til dæmis er algengt að nemendur í söng- og leiklist fái áhuga á að styðja ungt fólk og vinna í félagslega kerfinu. Jákvæð áhrif söngs og söngnáms á andlega líðan hafa verið staðfest með rannsóknum og okkar eigin könnun meðal nemenda hefur einnig gefið afgerandi niðurstöður. Fjöldi nemanda er með greiningu af einhverju tagi, ADHD, kvíða, þunglyndi, einhverfu og þar fram eftir götunum. Þeir telja námið í SSD jákvætt í glímu þeirra og að það hjálpi þeim. Ferill þeirra að námi loknu er óræk sönnun þess. SSD hefur í samstarfi við Menntaskólann við Sund áform um stofnun menntaskólabrauta, þar á meðal heilsueflandi söngbrautar. Tilgangurinn með SSD er nefnilega ekki eingöngu að búa í haginn fyrir blómlegar nýjar kynslóðir af óperusöngvurum, söngleikjasöngvurum og leikurum heldur að eignast í framtíðinni músíkþerapista og kórstjóra með þekkingu á heilsueflingu gegnum söng og kennara í valdeflandi leiklistarkennslu. Það yrði okkar framlag til að mæta nýjum áskorunum í íslensku samfélagi. Hvers vegna hrannast þá óveðursskýin upp? Ég ætla að gera tilraun til að útskýra það í fáum orðum. Kennslan er að stórum hluta fjármögnuð með framlagi ríkisins samkvæmt samkomulagi sem gert var við sveitarfélögin árið 2011 um eflingu tónlistarnáms. Lengst af hefur framlagið engan veginn dugað til að greiða alla kennsluna. Reykjavík hefur í 14 ár ekkert lagt til kennslukostnaðar á efri stigum tónlistarnáms. Kjarabætur kennara eru ákveðnar án aðkomu SSD og án samsvarandi leiðréttingar á framlögum. Eftir launahækkun kennara í febrúar á þessu ári er staðan sú að upphæðin sem við fáum í okkar hlut hrekkur rétt fyrir um 70% af raunkostnaði kennslu. Tónlistarkennslu á að fjármagna úr opinberum rekstri og ekki er leyfilegt samkvæmt lögum að nýta skólagjöldin til að greiða kennslukostnað. Hjá því verður þó ekki komist og það hefur verið raunin síðan gert var svokallað samkomulag um eflingu tónlistarnáms. Undanfarin misseri hefur sífellt hallað á ógæfuhliðina og nú duga skólagjöld ekki lengur til. Það þarf að borga margt annað en kennaralaun líka. Er því augljóst að það stefnir í lokun skólans, fyrr en síðar. Á nýliðnu skólaári var hallinn 10 milljónir króna og stefnir í að verða 15 milljónir eða meira á því næsta. Skólinn neyðist til að skera niður nemendafjölda enda er kennslukostnaður að mestu fólginn í greiðslu launa til kennslu í einkatímum. Við þetta skerðast skólagjaldatekjur og hengingarólin um háls SSD herðist. Kjarabætur eru því öfugmæli séu framlög til kennslukostnaðar ekki tryggð. Að óbreyttu gæti farið svo að loka yrði skólanum að loknum næsta vetri, 30 ára afmælisvetrinum. Lokaður skóli gerir engum gagn og því verð ég greinilega að leita nýrra leiða til að fjármagna námið í SSD, a.m.k. að hluta. Flygill Jórunnar er enn falur en allir sem eru aflögufærir og treysta sér til að veita okkur fjárhagsstuðning geta sent mér línu á netfangið gunnar@songskoli.is eða slegið á þráðinn í síma 6634239. Höfundur er skólastjóri Söngskóla Sigurðar Demetz ses. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tónlistarnám Mest lesið Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Skoðun Fræðsla, forvarnir og lög gegn stafrænu ofbeldi Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hvaða öryggistæki á daginn í dag? Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Er RÚV, BBC okkar Íslendinga? Páll Steingrímsson skrifar Sjá meira
Það er sorglegt að þurfa að auglýsa flygil eins af okkar þekktustu tónskáldum til sölu í þeim tilgangi að fjármagna launagreiðslur kennaranna við Söngskóla Sigurðar Demetz (SSD) en þetta neyddist ég til að gera á föstudag. Enn hefur enginn kaupandi sett sig í samband en um miðjan dag í gær áttaði ég mig á því, að ég hafði hvorki tilkynnt netfang né símanúmer. Það geri ég í lok þessarar greinar. Árangur SSD er góður og ástæða til að gleðjast yfir mörgu. Aldrei fyrr, í bráðum 30 ára sögu SSD, hefur tekist að laða jafnmarga gesti á vorsýningar nemenda hans eins og í ár. Meira en 1500 áhorfendur komu á sýningar okkar á Nýja sviði Borgarleikhússins, í leikhúsi leikfélags Kópavogs og í sal SSD í Ármúla. Alls stunduðu um 50 nemendur nám í óperu- og söngleikjadeildum skólans í vetur. Að lokinni útskrift halda margir nemendanna áfram námi í listaháskólum heima og erlendis. Söngvarar frá skólanum starfa við erlend óperuhús en síðari ár hefur einnig fjölgað í hópi atvinnuleikara sem sótt hafa nám í SSD. Nemendur úr skólanum hafa haslað sér völl í sviðslistatengdum fögum en ávinningurinn af starfsemi skólans felst ekki síst í þeim gæðum sem hann skilar fólki í valdeflingu og sjálfstrausti. Gildir þá einu hvert starf þeirra verður að lokum. Til dæmis er algengt að nemendur í söng- og leiklist fái áhuga á að styðja ungt fólk og vinna í félagslega kerfinu. Jákvæð áhrif söngs og söngnáms á andlega líðan hafa verið staðfest með rannsóknum og okkar eigin könnun meðal nemenda hefur einnig gefið afgerandi niðurstöður. Fjöldi nemanda er með greiningu af einhverju tagi, ADHD, kvíða, þunglyndi, einhverfu og þar fram eftir götunum. Þeir telja námið í SSD jákvætt í glímu þeirra og að það hjálpi þeim. Ferill þeirra að námi loknu er óræk sönnun þess. SSD hefur í samstarfi við Menntaskólann við Sund áform um stofnun menntaskólabrauta, þar á meðal heilsueflandi söngbrautar. Tilgangurinn með SSD er nefnilega ekki eingöngu að búa í haginn fyrir blómlegar nýjar kynslóðir af óperusöngvurum, söngleikjasöngvurum og leikurum heldur að eignast í framtíðinni músíkþerapista og kórstjóra með þekkingu á heilsueflingu gegnum söng og kennara í valdeflandi leiklistarkennslu. Það yrði okkar framlag til að mæta nýjum áskorunum í íslensku samfélagi. Hvers vegna hrannast þá óveðursskýin upp? Ég ætla að gera tilraun til að útskýra það í fáum orðum. Kennslan er að stórum hluta fjármögnuð með framlagi ríkisins samkvæmt samkomulagi sem gert var við sveitarfélögin árið 2011 um eflingu tónlistarnáms. Lengst af hefur framlagið engan veginn dugað til að greiða alla kennsluna. Reykjavík hefur í 14 ár ekkert lagt til kennslukostnaðar á efri stigum tónlistarnáms. Kjarabætur kennara eru ákveðnar án aðkomu SSD og án samsvarandi leiðréttingar á framlögum. Eftir launahækkun kennara í febrúar á þessu ári er staðan sú að upphæðin sem við fáum í okkar hlut hrekkur rétt fyrir um 70% af raunkostnaði kennslu. Tónlistarkennslu á að fjármagna úr opinberum rekstri og ekki er leyfilegt samkvæmt lögum að nýta skólagjöldin til að greiða kennslukostnað. Hjá því verður þó ekki komist og það hefur verið raunin síðan gert var svokallað samkomulag um eflingu tónlistarnáms. Undanfarin misseri hefur sífellt hallað á ógæfuhliðina og nú duga skólagjöld ekki lengur til. Það þarf að borga margt annað en kennaralaun líka. Er því augljóst að það stefnir í lokun skólans, fyrr en síðar. Á nýliðnu skólaári var hallinn 10 milljónir króna og stefnir í að verða 15 milljónir eða meira á því næsta. Skólinn neyðist til að skera niður nemendafjölda enda er kennslukostnaður að mestu fólginn í greiðslu launa til kennslu í einkatímum. Við þetta skerðast skólagjaldatekjur og hengingarólin um háls SSD herðist. Kjarabætur eru því öfugmæli séu framlög til kennslukostnaðar ekki tryggð. Að óbreyttu gæti farið svo að loka yrði skólanum að loknum næsta vetri, 30 ára afmælisvetrinum. Lokaður skóli gerir engum gagn og því verð ég greinilega að leita nýrra leiða til að fjármagna námið í SSD, a.m.k. að hluta. Flygill Jórunnar er enn falur en allir sem eru aflögufærir og treysta sér til að veita okkur fjárhagsstuðning geta sent mér línu á netfangið gunnar@songskoli.is eða slegið á þráðinn í síma 6634239. Höfundur er skólastjóri Söngskóla Sigurðar Demetz ses.
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun