Þegar dómarar eru hluti af vandanum og bókun 35 Sigríður Svanborgardóttir skrifar 16. júní 2025 07:45 Á Íslandi hafa margir lært að treysta ekki réttarkerfinu – og það er ekki bara vegna umræðu um vantrausts, heldur oftast vegna reynslu. Þegar dómarar eru ekki lengur hlutlausir eftirlitsaðilar heldur þátttakendur í pólitískri eða samfélagslegri valdablokk, þá snýst réttlæti ekki um lög, heldur um völd. Bókun 35 við EES-samninginn er kannski óspennandi röfl á milli afla í pólitík,en hún á miklu stærri sess skilið hjá okkur almenningi og í almennri umræðu. Hún kveður á um að þegar árekstur verður á milli íslenskra laga og EES-laga, þá skulu EES-reglurnar ganga fyrir. Þetta er lykilatriði í því að verja almenning gegn innri spillingu, lokaðri valdamenningu og dómstólum sem ekki virða mannréttindi eða jafnræði fyrir lögum. Bókun 35 er ekki bylting, en hún getur verið byrjunin. Hún er verkfæri sem við sem samfélag eigum að nýta – ekki bara lögfræðingar, heldur við öll. Þegar dómarar fara ekki að lögum heldur túlka þau eftir því hvaðan þú kemur, hvernig þú lítur út eða hvaða völd og bakland þú hefur – þá þurfum við reglur sem dómstólar geta ekki sniðgengið með virðulegri þögn. Við megum ekki láta öfgaöfl, hræsnara og pólitíska kyndilbera segja okkur hvað réttlæti er. Sum hatursfull hægriöfl hafa árum saman þaggað niður í þeim sem tala gegn misnotkun, gegn kerfisbundnu einelti og gegn ofbeldi sem felst í samtryggðu valdi. Þeir segja að það sé „nauðsynleg festa“ í samfélaginu. En hvað ef þessi festa þeirra er gaslýsing ? Einelti og annað ofbeldi í íslensku samfélagi er ekki bara í fjölskyldum, í skólum eða á vinnustöðum. Það býr djúpt í kúltúrnum. Það birtist í kaldri vanvirðingu við fólk sem hefur orðið fyrir óréttlæti. Í því hvernig kerfið verndar sig sjálft. Í því hvernig dómarar og lögmenn tala saman eins og leikritið sé ákveðið áður en málshefjandi fær að mæta. Ég hef séð þetta. Og þú hefur líklega líka heyrt sögur. Dómarar sem hafa verið handvaldir af flokkstengdum stjórnmálamönnum. Lögmenn sem læra fljótt að berjast ekki of mikið fyrir skjólstæðinginn, af því að þá fá þeir ekki aðgang að "fínni" málsmeðferð í framtíðinni. Lögmenn sem fá á tilfinninguna að þeir séu óæskilegir ef þeir standa með konum, minnihlutahópum eða fólki sem er ekki vinsælt innan valdakerfisins. Þegar samfélagið okkar þegir um þetta, viðheldur það því. Og einmitt þess vegna skiptir máli að við tölum hátt og skýrt um það sem bókun 35 getur gert. Hún er ekki hin fullkomna lausn, en hún er utanað komandi afl – frá Evrópu – sem krefst þess að Ísland uppfylli lágmarksskyldur gagnvart réttlæti. Þegar íslenskt réttarkerfi bregst, þá getum við vísað í reglur sem dómstólar verða að hlýða. Við höfum séð nógu mörg dæmi. Kerfisbundið tómlæti gagnvart kvörtunum. Dómarar sem sjá ekki eða vilja ekki sjá. Og samfélag sem heldur áfram að telja sig frjálst og réttlátt á meðan stór hluti fólks býr við hræðslu við að stíga fram – ekki vegna ofbeldismanns heldur vegna dómarans sem dæmir í máli hans. Þetta snýst ekki um hefnd. Þetta snýst ekki um reiði. Þetta snýst um réttlæti – og um von. Um það að við sem samfélag getum hafnað gamalli menningu sem segir að við eigum ekki að skipta okkur af. Við eigum að skipta okkur af. Og við eigum að nýta öll þau tæki sem við höfum. Bókun 35 er eitt af þeim tækjum. Hún er ekki skrautskjal heldur skyldubundin vernd fyrir alla í EES – líka okkur á Íslandi. Hún gefur okkur von um að við séum ekki ein. Að það sé rými fyrir réttlæti, sérstaklega þegar dómarar eru hluti af vandanum. Við megum ekki bíða eftir því að einhver annar segi hlutina fyrir okkur. Við þurfum að standa upp og segja: Nóg er nóg. Þegar réttarkerfið bregst, þá þurfum við ekki fleiri reið ræðuhöld um traust. Við þurfum aðgerðir. Og við þurfum að leyfa okkur að efast – ekki bara um málsmeðferð heldur um sjálft kerfið sem hún sprettur úr. Ég vil að við tölum um þetta. Ég vil að fleiri fari að spyrja sig: Hver verndar okkur þegar dómarinn er hluti af vandanum? Svarið gæti legið í evrópskri bókun sem margir vita ekki um hvað snýst . Og nú veistu hvers vegna hún skiptir máli. Það er fyrsta skrefið. Höfundur er ljósmyndari, nemi í félagsráðgjöf, með bakgrunn í mannréttindum og samfélagsmálum . Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Halldór 16.08.2025 Halldór Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Á Íslandi hafa margir lært að treysta ekki réttarkerfinu – og það er ekki bara vegna umræðu um vantrausts, heldur oftast vegna reynslu. Þegar dómarar eru ekki lengur hlutlausir eftirlitsaðilar heldur þátttakendur í pólitískri eða samfélagslegri valdablokk, þá snýst réttlæti ekki um lög, heldur um völd. Bókun 35 við EES-samninginn er kannski óspennandi röfl á milli afla í pólitík,en hún á miklu stærri sess skilið hjá okkur almenningi og í almennri umræðu. Hún kveður á um að þegar árekstur verður á milli íslenskra laga og EES-laga, þá skulu EES-reglurnar ganga fyrir. Þetta er lykilatriði í því að verja almenning gegn innri spillingu, lokaðri valdamenningu og dómstólum sem ekki virða mannréttindi eða jafnræði fyrir lögum. Bókun 35 er ekki bylting, en hún getur verið byrjunin. Hún er verkfæri sem við sem samfélag eigum að nýta – ekki bara lögfræðingar, heldur við öll. Þegar dómarar fara ekki að lögum heldur túlka þau eftir því hvaðan þú kemur, hvernig þú lítur út eða hvaða völd og bakland þú hefur – þá þurfum við reglur sem dómstólar geta ekki sniðgengið með virðulegri þögn. Við megum ekki láta öfgaöfl, hræsnara og pólitíska kyndilbera segja okkur hvað réttlæti er. Sum hatursfull hægriöfl hafa árum saman þaggað niður í þeim sem tala gegn misnotkun, gegn kerfisbundnu einelti og gegn ofbeldi sem felst í samtryggðu valdi. Þeir segja að það sé „nauðsynleg festa“ í samfélaginu. En hvað ef þessi festa þeirra er gaslýsing ? Einelti og annað ofbeldi í íslensku samfélagi er ekki bara í fjölskyldum, í skólum eða á vinnustöðum. Það býr djúpt í kúltúrnum. Það birtist í kaldri vanvirðingu við fólk sem hefur orðið fyrir óréttlæti. Í því hvernig kerfið verndar sig sjálft. Í því hvernig dómarar og lögmenn tala saman eins og leikritið sé ákveðið áður en málshefjandi fær að mæta. Ég hef séð þetta. Og þú hefur líklega líka heyrt sögur. Dómarar sem hafa verið handvaldir af flokkstengdum stjórnmálamönnum. Lögmenn sem læra fljótt að berjast ekki of mikið fyrir skjólstæðinginn, af því að þá fá þeir ekki aðgang að "fínni" málsmeðferð í framtíðinni. Lögmenn sem fá á tilfinninguna að þeir séu óæskilegir ef þeir standa með konum, minnihlutahópum eða fólki sem er ekki vinsælt innan valdakerfisins. Þegar samfélagið okkar þegir um þetta, viðheldur það því. Og einmitt þess vegna skiptir máli að við tölum hátt og skýrt um það sem bókun 35 getur gert. Hún er ekki hin fullkomna lausn, en hún er utanað komandi afl – frá Evrópu – sem krefst þess að Ísland uppfylli lágmarksskyldur gagnvart réttlæti. Þegar íslenskt réttarkerfi bregst, þá getum við vísað í reglur sem dómstólar verða að hlýða. Við höfum séð nógu mörg dæmi. Kerfisbundið tómlæti gagnvart kvörtunum. Dómarar sem sjá ekki eða vilja ekki sjá. Og samfélag sem heldur áfram að telja sig frjálst og réttlátt á meðan stór hluti fólks býr við hræðslu við að stíga fram – ekki vegna ofbeldismanns heldur vegna dómarans sem dæmir í máli hans. Þetta snýst ekki um hefnd. Þetta snýst ekki um reiði. Þetta snýst um réttlæti – og um von. Um það að við sem samfélag getum hafnað gamalli menningu sem segir að við eigum ekki að skipta okkur af. Við eigum að skipta okkur af. Og við eigum að nýta öll þau tæki sem við höfum. Bókun 35 er eitt af þeim tækjum. Hún er ekki skrautskjal heldur skyldubundin vernd fyrir alla í EES – líka okkur á Íslandi. Hún gefur okkur von um að við séum ekki ein. Að það sé rými fyrir réttlæti, sérstaklega þegar dómarar eru hluti af vandanum. Við megum ekki bíða eftir því að einhver annar segi hlutina fyrir okkur. Við þurfum að standa upp og segja: Nóg er nóg. Þegar réttarkerfið bregst, þá þurfum við ekki fleiri reið ræðuhöld um traust. Við þurfum aðgerðir. Og við þurfum að leyfa okkur að efast – ekki bara um málsmeðferð heldur um sjálft kerfið sem hún sprettur úr. Ég vil að við tölum um þetta. Ég vil að fleiri fari að spyrja sig: Hver verndar okkur þegar dómarinn er hluti af vandanum? Svarið gæti legið í evrópskri bókun sem margir vita ekki um hvað snýst . Og nú veistu hvers vegna hún skiptir máli. Það er fyrsta skrefið. Höfundur er ljósmyndari, nemi í félagsráðgjöf, með bakgrunn í mannréttindum og samfélagsmálum .
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun