NPA miðstöðin 15 ára Hallgrímur Eymundsson og Þorbera Fjölnisdóttir skrifa 16. júní 2025 10:48 Notendastýrð persónuleg aðstoð (NPA) er þjónusta sem gerir okkur, sem erum fötluð, kleift að taka stjórn á eigin lífi og aðstoð. NPA byggist á hugmyndafræðinni um sjálfstætt líf og tryggir að við ráðum því hvar og hvernig við búum, og hver veitir okkur aðstoð. NPA styrkir rétt okkar til fullrar þátttöku í samfélaginu á eigin forsendum og stuðlar að því að fatlað fólk hafi sama aðgang að vinnumarkaði, námi, félagslífi og tómstundum, án aðgreiningar eða hömlunar. Þannig stuðlar NPA að jafnri stöðu fatlaðs fólks gagnvart ófötluðu fólki í samfélaginu. Haustið 2008 heimsótti baráttuhópur fatlaðs fólks félög um sjálfstætt líf í Noregi og Svíþjóð. Þann 1. desember sama ár héldu ÖBÍ, Þroskahjálp, Sjálfsbjörg, Ás styrktarfélag og Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra undirbúningsfund að stofnun félags um “notendastýrða þjónustu”. Kynningarfundur var haldinn vorið 2010 eftir mikla undirbúningsvinnu og NPA miðstöðin var síðan stofnuð þann 16. júní 2010. Fyrstu árin fóru í mikla hagsmunabaráttu en haustið 2012 byrjaði fyrsti samningurinn í umsýslu NPA miðstöðvarinnar. Það var nýr beingreiðslusamningur við ungan fatlaðan mann sem nú gegnir embætti formanns NPA miðstöðvarinnar. Innleiðing NPA á Íslandi hefur verið mikilvægt skref í þá átt að tryggja mannréttindi fatlaðs fólks. Þróun NPA hér á landi hefur byggt á alþjóðlegri baráttu fatlaðs fólks fyrir sjálfstæðu lífi og samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Þrátt fyrir að margt hafi áunnist, þarf áfram að vinna að því að aðgengi að NPA sé tryggt öllum sem á þurfa að halda. Vitað er um einstaklinga sem hafa beðið eftir því að fá NPA samning frá árinu 2018 en það ár var réttur fatlaðs fólks til NPA lögfestur. NPA miðstöðin er samvinnufélag í eigu fatlaðs fólks og sér um umsýslu og aðstoð við NPA samninga. Hún býður upp á jafningjaráðgjöf og fræðslu fyrir félagsfólk og aðra. NPA miðstöðin sinnir jafnframt mikilvægri hagsmunagæslu og pólitískri baráttu sem nýtist öllu fötluðu fólki, og það er sífellt viðfangsefni. Afmælisgleðin verður haldin í aðgengilegu húsnæði NPA miðstöðvarinnar að Urðarhvarfi 8A, 2. hæð, 203 Kópavogi. Þar gefst frábært tækifæri til að kynna sér starfsemi miðstöðvarinnar, skoða húsnæðið, hitta starfsfólk og núverandi sem og fyrrverandi stjórnarfólk. Rúnar Björn Herrera Þorkelsson, formaður NPA miðstöðvarinnar, mun flytja erindi um kl 15:30. Boðið verður upp á veitingar og ljúfa tóna. Öll eru hjartanlega velkomin og við hlökkum til að fagna tímamótunum með þér. Höfundar eru í stjórn NPA miðstöðvarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Félagsmál Mest lesið Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Sjá meira
Notendastýrð persónuleg aðstoð (NPA) er þjónusta sem gerir okkur, sem erum fötluð, kleift að taka stjórn á eigin lífi og aðstoð. NPA byggist á hugmyndafræðinni um sjálfstætt líf og tryggir að við ráðum því hvar og hvernig við búum, og hver veitir okkur aðstoð. NPA styrkir rétt okkar til fullrar þátttöku í samfélaginu á eigin forsendum og stuðlar að því að fatlað fólk hafi sama aðgang að vinnumarkaði, námi, félagslífi og tómstundum, án aðgreiningar eða hömlunar. Þannig stuðlar NPA að jafnri stöðu fatlaðs fólks gagnvart ófötluðu fólki í samfélaginu. Haustið 2008 heimsótti baráttuhópur fatlaðs fólks félög um sjálfstætt líf í Noregi og Svíþjóð. Þann 1. desember sama ár héldu ÖBÍ, Þroskahjálp, Sjálfsbjörg, Ás styrktarfélag og Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra undirbúningsfund að stofnun félags um “notendastýrða þjónustu”. Kynningarfundur var haldinn vorið 2010 eftir mikla undirbúningsvinnu og NPA miðstöðin var síðan stofnuð þann 16. júní 2010. Fyrstu árin fóru í mikla hagsmunabaráttu en haustið 2012 byrjaði fyrsti samningurinn í umsýslu NPA miðstöðvarinnar. Það var nýr beingreiðslusamningur við ungan fatlaðan mann sem nú gegnir embætti formanns NPA miðstöðvarinnar. Innleiðing NPA á Íslandi hefur verið mikilvægt skref í þá átt að tryggja mannréttindi fatlaðs fólks. Þróun NPA hér á landi hefur byggt á alþjóðlegri baráttu fatlaðs fólks fyrir sjálfstæðu lífi og samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Þrátt fyrir að margt hafi áunnist, þarf áfram að vinna að því að aðgengi að NPA sé tryggt öllum sem á þurfa að halda. Vitað er um einstaklinga sem hafa beðið eftir því að fá NPA samning frá árinu 2018 en það ár var réttur fatlaðs fólks til NPA lögfestur. NPA miðstöðin er samvinnufélag í eigu fatlaðs fólks og sér um umsýslu og aðstoð við NPA samninga. Hún býður upp á jafningjaráðgjöf og fræðslu fyrir félagsfólk og aðra. NPA miðstöðin sinnir jafnframt mikilvægri hagsmunagæslu og pólitískri baráttu sem nýtist öllu fötluðu fólki, og það er sífellt viðfangsefni. Afmælisgleðin verður haldin í aðgengilegu húsnæði NPA miðstöðvarinnar að Urðarhvarfi 8A, 2. hæð, 203 Kópavogi. Þar gefst frábært tækifæri til að kynna sér starfsemi miðstöðvarinnar, skoða húsnæðið, hitta starfsfólk og núverandi sem og fyrrverandi stjórnarfólk. Rúnar Björn Herrera Þorkelsson, formaður NPA miðstöðvarinnar, mun flytja erindi um kl 15:30. Boðið verður upp á veitingar og ljúfa tóna. Öll eru hjartanlega velkomin og við hlökkum til að fagna tímamótunum með þér. Höfundar eru í stjórn NPA miðstöðvarinnar.
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar