Þjónusta við konur með endómetríósu tryggð Alma D. Möller skrifar 16. júní 2025 15:03 Aðgerðir fyrir konur með endómetríósu tryggður út þetta ár og komið á samtali um framtíðarþjónustu fyrir þennan hóp. Endómetríósa er langvinnur sjúkdómur sem getur haft djúpstæð áhrif á lífsgæði kvenna, frjósemi, atvinnuþáttöku og heilsu. Þrátt fyrir þetta hefur sjúkdómurinn sögulega séð, setið á hakanum innan heilbrigðiskerfisins – bæði hérlendis og erlendis. Það er sem betur fer að breytast. Undanfarin ár hefur átt sér stað jákvæð þróun í þjónustu, fræðslu og samstarfi sem hefur bætt aðgengi og skilað mælanlegum árangri. Áhersla hefur verið lögð á vitundarvakningu meðal heilbrigðisstarfsfólks, að stytta bið eftir greiningu og meðferð og á þverfaglega þjónustu. Í flestum tilvikum dugar hormónameðferð til að halda sjúkdómnum í skefjum en mikilvægt er að hefja meðferð snemma og huga jafnframt að sálfæðilegum og félagslegum áhrifum. Engu að síður er á hverju ári hópur kvenna sem þarf á skurðaðgerð vegna endómetríósu að halda. Með styrkingu endómetríósuteymis Landspítala og samningum við Klíníkina um endómetríósuaðgerðir hefur tekist að bæta árangur, efla þjónustu og stytta bið eftir greiningu og meðferð. Jafnframt er þjónusta veitt á skurðstofum Sjúkrahússins á Akureyri og HSN á Akranesi. Mikilvægt er að festa þennan árangur í sessi og gera enn betur. Til þess þarf samstarf heilbrigðisyfirvalda og þjónustuveitenda, jafnt opinberra og einkarekinna og notenda þjónustunnar. Samfelld, sanngjörn og örugg þjónusta er markmiðið Heilbrigðisráðuneytið hefur að undanförnu átt viðræður við Landspítala og Klíníkina þar sem áhersla hefur verið lögð á samstarf þjónustuveitenda og jafnt aðgengi að sambærilegri og öruggri þjónustu. Til að svo geti orðið verða þjónustuveitendur að auka með sér samstarf og koma sér saman um sameiginleg viðmið um þjónustuna. Aðgerðir til framtíðar Til að stuðla að áframhaldandi bættri heildrænni þjónustu við konur með endómetríósu þarf að þróa verklagsreglur í samræmi við alþjóðlegar klínískar leiðbeiningar. Þær þurfa að ná yfir allt þjónustuferlið, þar með talið greiningu, hormónameðferð, skurðaðgerðir og eftirfylgni. Ég hef því ákveðið að skipa starfshóp með fulltrúum embættis landlæknis, Sjúkratrygginga, Landspítala, Klínikurinnar og Félags íslenskra kvensjúkdómalækna til að setja saman slíkar verklagsreglur. Í þeirri vinnu verður samráð haft við Endósamtökin. Fyrirhugað er að starfshópurinn ljúki störfum fyrir lok októbermánaðar. Til að tryggja yfirsýn yfir þjónustuþörfina þarf að koma á fót miðlægum biðlista þar sem allir fæðinga- og kvensjúkdómalæknar geta skráð sjúklinga. Slík skráning veitir yfirlit yfir stöðuna í rauntíma og stuðlar að markvissri þróun þjónustunnar. Samhliða verður gerð langtímaáætlun um aðgerðaþörf til næstu 3–5 ára sem byggir bæði á árlegri og uppsafnaðri þörf. Áhersla verður lögð á að þjónusta vegna endómetríósu byggi á jöfnu aðgengi, gagnreyndri þekkingu, bestu reynslu og gagnadrifnu mati. Næstu skref Það er mikilvægt að tryggja að ekki verði rof í þjónustu við konur með endómetríósu. Í ljósi þess að Klíníkin hefur þegar framkvæmt þær 100 aðgerðir sem samið var um á þessu ári, hef ég ákveðið að fela sjúkratryggingu að semja um fleiri aðgerðir til að mæta þörf á árinu. Samhliða verður unnið að þeim verkefnum sem ég hef þegar lýst til að skipuleggja þessa þjónustu sem best til framtíðar. Áhersla verður þannig lögð á að tryggja konum með endómetríósu fyrsta flokks heilbrigðisþjónustu. Það er stefna ríkisstjórnarinnar og Samfylkingarinnar að nýta kosti blandaðs heilbrigðiskerfis þar sem virkjaðir eru kraftar og styrkleikar opinbera heilbrigðiskerfisins og sjálfstætt starfandi aðila. Það er skýr stefna okkar að aðgengi að heilbrigðisþjónustu eigi að byggja á þörf og vera jafnt fyrir alla óháð efnahag. Það er því einbeittur vilji minn að allar konur með endómetríósu fái þá meðferð sem þær þurfa. Höfundur er heilbrigðisráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alma D. Möller Heilbrigðismál Kvenheilsa Mest lesið Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun Örsögur um Ísland á þjóðvegi 95 Sif Sigmarsdóttir Bakþankar Berir rassar í Tsjernóbíl Sif Sigmarsdóttir Skoðun Um vanda stúlkna í skólum Ragnar Þór Pétursson Skoðun Fyrir börnin í borginni Hildur Björnsdóttir Skoðun Ofbeldi eyðileggur góða skemmtun Guðfinnur Sigurvinsson Skoðun Hvernig er að eldast sem slökkviliðs- og sjúkraflutningamaður? Magnús Smári Smárason Skoðun Bréf til Kára Aríel Pétursson Skoðun „Betri vinnutími“ Bjarni Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Sjá meira
Aðgerðir fyrir konur með endómetríósu tryggður út þetta ár og komið á samtali um framtíðarþjónustu fyrir þennan hóp. Endómetríósa er langvinnur sjúkdómur sem getur haft djúpstæð áhrif á lífsgæði kvenna, frjósemi, atvinnuþáttöku og heilsu. Þrátt fyrir þetta hefur sjúkdómurinn sögulega séð, setið á hakanum innan heilbrigðiskerfisins – bæði hérlendis og erlendis. Það er sem betur fer að breytast. Undanfarin ár hefur átt sér stað jákvæð þróun í þjónustu, fræðslu og samstarfi sem hefur bætt aðgengi og skilað mælanlegum árangri. Áhersla hefur verið lögð á vitundarvakningu meðal heilbrigðisstarfsfólks, að stytta bið eftir greiningu og meðferð og á þverfaglega þjónustu. Í flestum tilvikum dugar hormónameðferð til að halda sjúkdómnum í skefjum en mikilvægt er að hefja meðferð snemma og huga jafnframt að sálfæðilegum og félagslegum áhrifum. Engu að síður er á hverju ári hópur kvenna sem þarf á skurðaðgerð vegna endómetríósu að halda. Með styrkingu endómetríósuteymis Landspítala og samningum við Klíníkina um endómetríósuaðgerðir hefur tekist að bæta árangur, efla þjónustu og stytta bið eftir greiningu og meðferð. Jafnframt er þjónusta veitt á skurðstofum Sjúkrahússins á Akureyri og HSN á Akranesi. Mikilvægt er að festa þennan árangur í sessi og gera enn betur. Til þess þarf samstarf heilbrigðisyfirvalda og þjónustuveitenda, jafnt opinberra og einkarekinna og notenda þjónustunnar. Samfelld, sanngjörn og örugg þjónusta er markmiðið Heilbrigðisráðuneytið hefur að undanförnu átt viðræður við Landspítala og Klíníkina þar sem áhersla hefur verið lögð á samstarf þjónustuveitenda og jafnt aðgengi að sambærilegri og öruggri þjónustu. Til að svo geti orðið verða þjónustuveitendur að auka með sér samstarf og koma sér saman um sameiginleg viðmið um þjónustuna. Aðgerðir til framtíðar Til að stuðla að áframhaldandi bættri heildrænni þjónustu við konur með endómetríósu þarf að þróa verklagsreglur í samræmi við alþjóðlegar klínískar leiðbeiningar. Þær þurfa að ná yfir allt þjónustuferlið, þar með talið greiningu, hormónameðferð, skurðaðgerðir og eftirfylgni. Ég hef því ákveðið að skipa starfshóp með fulltrúum embættis landlæknis, Sjúkratrygginga, Landspítala, Klínikurinnar og Félags íslenskra kvensjúkdómalækna til að setja saman slíkar verklagsreglur. Í þeirri vinnu verður samráð haft við Endósamtökin. Fyrirhugað er að starfshópurinn ljúki störfum fyrir lok októbermánaðar. Til að tryggja yfirsýn yfir þjónustuþörfina þarf að koma á fót miðlægum biðlista þar sem allir fæðinga- og kvensjúkdómalæknar geta skráð sjúklinga. Slík skráning veitir yfirlit yfir stöðuna í rauntíma og stuðlar að markvissri þróun þjónustunnar. Samhliða verður gerð langtímaáætlun um aðgerðaþörf til næstu 3–5 ára sem byggir bæði á árlegri og uppsafnaðri þörf. Áhersla verður lögð á að þjónusta vegna endómetríósu byggi á jöfnu aðgengi, gagnreyndri þekkingu, bestu reynslu og gagnadrifnu mati. Næstu skref Það er mikilvægt að tryggja að ekki verði rof í þjónustu við konur með endómetríósu. Í ljósi þess að Klíníkin hefur þegar framkvæmt þær 100 aðgerðir sem samið var um á þessu ári, hef ég ákveðið að fela sjúkratryggingu að semja um fleiri aðgerðir til að mæta þörf á árinu. Samhliða verður unnið að þeim verkefnum sem ég hef þegar lýst til að skipuleggja þessa þjónustu sem best til framtíðar. Áhersla verður þannig lögð á að tryggja konum með endómetríósu fyrsta flokks heilbrigðisþjónustu. Það er stefna ríkisstjórnarinnar og Samfylkingarinnar að nýta kosti blandaðs heilbrigðiskerfis þar sem virkjaðir eru kraftar og styrkleikar opinbera heilbrigðiskerfisins og sjálfstætt starfandi aðila. Það er skýr stefna okkar að aðgengi að heilbrigðisþjónustu eigi að byggja á þörf og vera jafnt fyrir alla óháð efnahag. Það er því einbeittur vilji minn að allar konur með endómetríósu fái þá meðferð sem þær þurfa. Höfundur er heilbrigðisráðherra.
Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun