Guðmundur í Brim hættir hjá SFS Samúel Karl Ólason skrifar 16. júní 2025 18:34 Guðmundur Kristjánsson, fostjóri Brims og fyrrverandi formaður Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. Vísir/Einar Guðmundur Kristjánsson, forstjóri Brims, hefur sagt af sér sem formaður Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. Það tilkynnti hann í dag en hann segir áherslur hans í starfi samtakanna ekki njóta stuðnings framkvæmdastjóra né annarra í forystu SFS. „Þar af leiðandi tel ég best fyrir samtökin að ég segi mig úr forystu þeirra,“ segir Guðmundur í yfirlýsingu. Hann var kjörinn formaður SFS þann 3. apríl. Í yfirlýsingunni segist Guðmundur telja það hlutverk samtakanna að fræða og upplýsa almenning og fulltrúa þeirra á hverjum tíma í stjórnmálum og opinberri stjórnsýslu um aðstæður til verðmætasköpunar í sjávarútvegi. „Til þess þarf öflugt samtal og samstarf við stjórnvöld og faglegar stofnanir sem grundvallast á gagnkvæmri virðingu og þeirri sannfæringu að það sem er gott fyrir íslenskan sjávarútveg er gott fyrir samfélag okkar í heild. Slíkt samtal á sér ekki stað í dag,“ segir Guðmundur. Alþingi hefur nú til meðferðar frumvarp um breytingu á lögum um veiðigjöld. Sjá einnig: Segir ásakanir SFS um blekkingu og afvegaleiðingu alvarlegar Þá segir Guðmundur að því sé það áhyggjuefni að stjórnvöld stefni nú á „umtalsverðar breytingar á rekstrarumhverfi sjávarútvegs á Íslandi án þess að fyrir liggi sameiginlegur skilningur allra þeirra sem málið varðar á því hvaða afleiðingar breytingarnar hafa í för með sér.“ Yfirlýsingu Guðmundar í heil má lesa hér að neðan: Tilkynning: Á fundi í framkvæmdaráði Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi í dag tilkynnti ég um afsögn mína sem formaður samtakanna. Ástæðan er sú að áherslur mínar í starfi samtakanna njóta ekki stuðnings framkvæmdastjóra né heldur félaga minna í forystu samtakanna. Þar af leiðandi tel ég best fyrir samtökin að ég segi mig úr forystu þeirra. Ég tel það hlutverk samtakanna að fræða og upplýsa almenning og fulltrúa þeirra á hverjum tíma í stjórnmálum og opinberri stjórnsýslu um aðstæður til verðmætasköpunar í sjávarútvegi. Til þess þarf öflugt samtal og samstarf við stjórnvöld og faglegar stofnanir sem grundvallast á gagnkvæmri virðingu og þeirri sannfæringu að það sem er gott fyrir íslenskan sjávarútveg er gott fyrir samfélag okkar í heild. Slíkt samtal á sér ekki stað í dag. Í ljósi þess er það áhyggjuefni að stjórnvöld stefna nú á umtalsverðar breytingar á rekstrarumhverfi sjávarútvegs á Íslandi án þess að fyrir liggi sameiginlegur skilningur allra þeirra sem málið varðar á því hvaða afleiðingar breytingarnar hafa í för með sér. Guðmundur Kristjánsson Sjávarútvegur Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Atvinnurekendur Tengdar fréttir Sjávarútvegurinn standi höllum fæti Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir höggin dynja á sjávarútvegi þessa dagana. Samdráttur í ráðgjöf til veiða á þorski kosti þjóðina milljarða króna. 6. júní 2025 18:55 Höggin dynji á sjávarútveginum og áhugi kvenna á iðnstörfum minnkar Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir höggin dynja á sjávarútveginum þessa dagana. Hafrannsóknarstofnun hefur ráðlagt samdrátt til veiða á þorski á næsta ári um fjögur prósent. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum. 6. júní 2025 18:11 Aflamark þorsks lækkað og reiknað með að stofninn minnki áfram Hafrannsóknarstofnun hefur birt úttekt á ástandi nytjastofna og ráðgjöf fyrir næsta fiskveiðiár. Aflamark þorsks lækkar um fjögur prósent en aflamark ýsu hækkar um þrjú prósent. Mest lækkar aflamark gullkarfa, um tólf prósent, en íslenska sumargotssíldin er hástökkvari ársins með 27 prósenta hækkun aflamarks. 6. júní 2025 10:42 „Ég trúi ekki öðru en að þetta fari í gegn“ Atvinnuvegaráðherra segist hafa fulla trú á því að frumvarp um breytingu á lögum um veiðigjald verði samþykkt áður en Alþingi fer í sumarfrí. Málið er eitt þeirra fjölmörgu mála sem deilt hefur verið um á þingvetrinum, sem nú er keppst við að ljúka, og sennilega það umdeildasta. 10. júní 2025 12:03 Mest lesið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Skotmennirnir feðgar Erlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Fleiri fréttir „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Sjá meira
„Þar af leiðandi tel ég best fyrir samtökin að ég segi mig úr forystu þeirra,“ segir Guðmundur í yfirlýsingu. Hann var kjörinn formaður SFS þann 3. apríl. Í yfirlýsingunni segist Guðmundur telja það hlutverk samtakanna að fræða og upplýsa almenning og fulltrúa þeirra á hverjum tíma í stjórnmálum og opinberri stjórnsýslu um aðstæður til verðmætasköpunar í sjávarútvegi. „Til þess þarf öflugt samtal og samstarf við stjórnvöld og faglegar stofnanir sem grundvallast á gagnkvæmri virðingu og þeirri sannfæringu að það sem er gott fyrir íslenskan sjávarútveg er gott fyrir samfélag okkar í heild. Slíkt samtal á sér ekki stað í dag,“ segir Guðmundur. Alþingi hefur nú til meðferðar frumvarp um breytingu á lögum um veiðigjöld. Sjá einnig: Segir ásakanir SFS um blekkingu og afvegaleiðingu alvarlegar Þá segir Guðmundur að því sé það áhyggjuefni að stjórnvöld stefni nú á „umtalsverðar breytingar á rekstrarumhverfi sjávarútvegs á Íslandi án þess að fyrir liggi sameiginlegur skilningur allra þeirra sem málið varðar á því hvaða afleiðingar breytingarnar hafa í för með sér.“ Yfirlýsingu Guðmundar í heil má lesa hér að neðan: Tilkynning: Á fundi í framkvæmdaráði Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi í dag tilkynnti ég um afsögn mína sem formaður samtakanna. Ástæðan er sú að áherslur mínar í starfi samtakanna njóta ekki stuðnings framkvæmdastjóra né heldur félaga minna í forystu samtakanna. Þar af leiðandi tel ég best fyrir samtökin að ég segi mig úr forystu þeirra. Ég tel það hlutverk samtakanna að fræða og upplýsa almenning og fulltrúa þeirra á hverjum tíma í stjórnmálum og opinberri stjórnsýslu um aðstæður til verðmætasköpunar í sjávarútvegi. Til þess þarf öflugt samtal og samstarf við stjórnvöld og faglegar stofnanir sem grundvallast á gagnkvæmri virðingu og þeirri sannfæringu að það sem er gott fyrir íslenskan sjávarútveg er gott fyrir samfélag okkar í heild. Slíkt samtal á sér ekki stað í dag. Í ljósi þess er það áhyggjuefni að stjórnvöld stefna nú á umtalsverðar breytingar á rekstrarumhverfi sjávarútvegs á Íslandi án þess að fyrir liggi sameiginlegur skilningur allra þeirra sem málið varðar á því hvaða afleiðingar breytingarnar hafa í för með sér. Guðmundur Kristjánsson
Tilkynning: Á fundi í framkvæmdaráði Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi í dag tilkynnti ég um afsögn mína sem formaður samtakanna. Ástæðan er sú að áherslur mínar í starfi samtakanna njóta ekki stuðnings framkvæmdastjóra né heldur félaga minna í forystu samtakanna. Þar af leiðandi tel ég best fyrir samtökin að ég segi mig úr forystu þeirra. Ég tel það hlutverk samtakanna að fræða og upplýsa almenning og fulltrúa þeirra á hverjum tíma í stjórnmálum og opinberri stjórnsýslu um aðstæður til verðmætasköpunar í sjávarútvegi. Til þess þarf öflugt samtal og samstarf við stjórnvöld og faglegar stofnanir sem grundvallast á gagnkvæmri virðingu og þeirri sannfæringu að það sem er gott fyrir íslenskan sjávarútveg er gott fyrir samfélag okkar í heild. Slíkt samtal á sér ekki stað í dag. Í ljósi þess er það áhyggjuefni að stjórnvöld stefna nú á umtalsverðar breytingar á rekstrarumhverfi sjávarútvegs á Íslandi án þess að fyrir liggi sameiginlegur skilningur allra þeirra sem málið varðar á því hvaða afleiðingar breytingarnar hafa í för með sér. Guðmundur Kristjánsson
Sjávarútvegur Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Atvinnurekendur Tengdar fréttir Sjávarútvegurinn standi höllum fæti Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir höggin dynja á sjávarútvegi þessa dagana. Samdráttur í ráðgjöf til veiða á þorski kosti þjóðina milljarða króna. 6. júní 2025 18:55 Höggin dynji á sjávarútveginum og áhugi kvenna á iðnstörfum minnkar Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir höggin dynja á sjávarútveginum þessa dagana. Hafrannsóknarstofnun hefur ráðlagt samdrátt til veiða á þorski á næsta ári um fjögur prósent. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum. 6. júní 2025 18:11 Aflamark þorsks lækkað og reiknað með að stofninn minnki áfram Hafrannsóknarstofnun hefur birt úttekt á ástandi nytjastofna og ráðgjöf fyrir næsta fiskveiðiár. Aflamark þorsks lækkar um fjögur prósent en aflamark ýsu hækkar um þrjú prósent. Mest lækkar aflamark gullkarfa, um tólf prósent, en íslenska sumargotssíldin er hástökkvari ársins með 27 prósenta hækkun aflamarks. 6. júní 2025 10:42 „Ég trúi ekki öðru en að þetta fari í gegn“ Atvinnuvegaráðherra segist hafa fulla trú á því að frumvarp um breytingu á lögum um veiðigjald verði samþykkt áður en Alþingi fer í sumarfrí. Málið er eitt þeirra fjölmörgu mála sem deilt hefur verið um á þingvetrinum, sem nú er keppst við að ljúka, og sennilega það umdeildasta. 10. júní 2025 12:03 Mest lesið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Skotmennirnir feðgar Erlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Fleiri fréttir „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Sjá meira
Sjávarútvegurinn standi höllum fæti Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir höggin dynja á sjávarútvegi þessa dagana. Samdráttur í ráðgjöf til veiða á þorski kosti þjóðina milljarða króna. 6. júní 2025 18:55
Höggin dynji á sjávarútveginum og áhugi kvenna á iðnstörfum minnkar Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir höggin dynja á sjávarútveginum þessa dagana. Hafrannsóknarstofnun hefur ráðlagt samdrátt til veiða á þorski á næsta ári um fjögur prósent. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum. 6. júní 2025 18:11
Aflamark þorsks lækkað og reiknað með að stofninn minnki áfram Hafrannsóknarstofnun hefur birt úttekt á ástandi nytjastofna og ráðgjöf fyrir næsta fiskveiðiár. Aflamark þorsks lækkar um fjögur prósent en aflamark ýsu hækkar um þrjú prósent. Mest lækkar aflamark gullkarfa, um tólf prósent, en íslenska sumargotssíldin er hástökkvari ársins með 27 prósenta hækkun aflamarks. 6. júní 2025 10:42
„Ég trúi ekki öðru en að þetta fari í gegn“ Atvinnuvegaráðherra segist hafa fulla trú á því að frumvarp um breytingu á lögum um veiðigjald verði samþykkt áður en Alþingi fer í sumarfrí. Málið er eitt þeirra fjölmörgu mála sem deilt hefur verið um á þingvetrinum, sem nú er keppst við að ljúka, og sennilega það umdeildasta. 10. júní 2025 12:03