Óskar Hrafn: Lítið gagn af því að tryllast Árni Jóhannsson skrifar 16. júní 2025 22:08 Óskar furðu lostinn. Mögulega yfir litinu á spjaldinu sem Karl Friðleifur fékk. Vísir / Diego Þjálfari KR, Óskar Hrafn Þorvaldsson, hafði blendnar tilfinningar þegar hann kom í viðtal við Gunnlaug Jónsson eftir tap sinna manna fyrir Víking. Hann gat verið stoltur þrátt fyrir tap en gat ekki leyft sér að brjálast yfir dómgæslunni. KR tapaði 3-2 fyrir Víking í 11. umferð Bestu deildar karla. „Auðvitað eru þetta blendnar tilfinningar þegar þú tapar leik sem mér fannst við vera töluvert betri aðilinn í. Ég verða að vera heiðarlegur með það þegar ég set mín gleraugu á þetta“, sagði Óskar þegar hann var beðinn um að meta leikinn. „Mér fannst við vera frábærir að mörgu leyti. Það vantaði örlítið upp á síðustu sendinguna, nákvæmnina þar, en ég er rosalega stoltur af liðinu. Hvernig við nálguðumst þennan leik og hvernig við komum inn í hann. Ég hef spilað marga leiki hérna á þessum velli. Við höfum unnið og við höfum tapað en ég hef aldrei farið af vellinum með jafn góða tilfinningu fyrir að liðið mitt hafi verið að spila. Liðið mitt sem voru trúir því sem við stöndum fyrir.“ Það varð að spyrja Óskar út í vítaspyrnudóminn þegar KR fékk víti. Karl Friðleifur varði þá með hendi og var þjálfarinn beðinn um sitt mat á þessu atviki. „Það horfir bara þannig við mér að þetta er bara víti og rautt. Þeirra útskýring er sú að Ingvar Jónsson hafi verið fyrir aftan Karl og hefði getað varið skotið og þá hafi þetta bara verið gult. Þá er Karl ekki síðasti maður eða eitthvað svoleiðis. Ég hef ekki heyrt um þessa reglu en ég skal svo sem viðurkenna það að ég hef ekki lús lesið knattspyrnulögin upp á síðkastið. Það má vel vera að þeir hafi laumð þessari reglu inn í einhverri reglugerðarbreytingu á síðustu árum en ég hef ekki heyrt um þetta.“ „Ég get samt ekki staðið hér og dregið Jóhann og hans menn í efa. Þeir sjá þetta svona og dæma þetta svona og halda að þetta sé rétt og þá bara verður það að vera þannig þangað til einhver annar segir mér að þetta sé ekki rétt. Það er samt voða lítið sem ég get gert við þær upplýsingar og ég gat ekki farið að tryllast í leiknum en það hefði ekki verið mikið gagn fyrir mína menn að ég hafði verið trylltur í einhverjar 20 mínútur yfir rauðu spjaldi eða ekki.“ KR Besta deild karla Mest lesið Giftu sig á gamlársdag Handbolti Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Enski boltinn Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Sport Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Fótbolti Chelsea búið að reka Enzo Maresca Enski boltinn Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Fótbolti Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Enski boltinn Enginn getur slökkt á þungarokkinu á HM í pílu Sport „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Mjög svekkjandi“ Líklegast að Chelsea ráði stjóra Strassborg Sunderland-Manchester City: City getur unnið sjöunda leikinn í röð Fyrsta mark Mateta í langan tíma dugði ekki Palace til að taka öll stigin Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Sjáðu Mateta skora fyrsta mark ársins 2026 Biðin mikla hjá Unai Emery tók aðeins nokkrar sekúndur Tók báða Íslendingana út af í hálfleik „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Andri Lucas missti af þriðja leiknum í röð og áfram markaleysi án hans Aganefndin í fríi og Romero fær að spila í dag Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Chelsea búið að reka Enzo Maresca Roberto Carlos sendur í hjartaaðgerð Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Fílabeinsstrendingar tryggðu toppsætið í uppbótartíma Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Fyrirliðinn áreitti dómara og mátti ekki spila lokaleikinn „Hann sér framtíðina fyrir sér hjá Napoli“ Mbappé þurfti að játa sig sigraðan Alls ekki síðasti leikur Semenyo Segir dómarana bara hafa verið að giska Stuðningsmaður stendur heilu leikina eins og stytta „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Sjá meira
„Auðvitað eru þetta blendnar tilfinningar þegar þú tapar leik sem mér fannst við vera töluvert betri aðilinn í. Ég verða að vera heiðarlegur með það þegar ég set mín gleraugu á þetta“, sagði Óskar þegar hann var beðinn um að meta leikinn. „Mér fannst við vera frábærir að mörgu leyti. Það vantaði örlítið upp á síðustu sendinguna, nákvæmnina þar, en ég er rosalega stoltur af liðinu. Hvernig við nálguðumst þennan leik og hvernig við komum inn í hann. Ég hef spilað marga leiki hérna á þessum velli. Við höfum unnið og við höfum tapað en ég hef aldrei farið af vellinum með jafn góða tilfinningu fyrir að liðið mitt hafi verið að spila. Liðið mitt sem voru trúir því sem við stöndum fyrir.“ Það varð að spyrja Óskar út í vítaspyrnudóminn þegar KR fékk víti. Karl Friðleifur varði þá með hendi og var þjálfarinn beðinn um sitt mat á þessu atviki. „Það horfir bara þannig við mér að þetta er bara víti og rautt. Þeirra útskýring er sú að Ingvar Jónsson hafi verið fyrir aftan Karl og hefði getað varið skotið og þá hafi þetta bara verið gult. Þá er Karl ekki síðasti maður eða eitthvað svoleiðis. Ég hef ekki heyrt um þessa reglu en ég skal svo sem viðurkenna það að ég hef ekki lús lesið knattspyrnulögin upp á síðkastið. Það má vel vera að þeir hafi laumð þessari reglu inn í einhverri reglugerðarbreytingu á síðustu árum en ég hef ekki heyrt um þetta.“ „Ég get samt ekki staðið hér og dregið Jóhann og hans menn í efa. Þeir sjá þetta svona og dæma þetta svona og halda að þetta sé rétt og þá bara verður það að vera þannig þangað til einhver annar segir mér að þetta sé ekki rétt. Það er samt voða lítið sem ég get gert við þær upplýsingar og ég gat ekki farið að tryllast í leiknum en það hefði ekki verið mikið gagn fyrir mína menn að ég hafði verið trylltur í einhverjar 20 mínútur yfir rauðu spjaldi eða ekki.“
KR Besta deild karla Mest lesið Giftu sig á gamlársdag Handbolti Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Enski boltinn Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Sport Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Fótbolti Chelsea búið að reka Enzo Maresca Enski boltinn Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Fótbolti Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Enski boltinn Enginn getur slökkt á þungarokkinu á HM í pílu Sport „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Mjög svekkjandi“ Líklegast að Chelsea ráði stjóra Strassborg Sunderland-Manchester City: City getur unnið sjöunda leikinn í röð Fyrsta mark Mateta í langan tíma dugði ekki Palace til að taka öll stigin Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Sjáðu Mateta skora fyrsta mark ársins 2026 Biðin mikla hjá Unai Emery tók aðeins nokkrar sekúndur Tók báða Íslendingana út af í hálfleik „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Andri Lucas missti af þriðja leiknum í röð og áfram markaleysi án hans Aganefndin í fríi og Romero fær að spila í dag Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Chelsea búið að reka Enzo Maresca Roberto Carlos sendur í hjartaaðgerð Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Fílabeinsstrendingar tryggðu toppsætið í uppbótartíma Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Fyrirliðinn áreitti dómara og mátti ekki spila lokaleikinn „Hann sér framtíðina fyrir sér hjá Napoli“ Mbappé þurfti að játa sig sigraðan Alls ekki síðasti leikur Semenyo Segir dómarana bara hafa verið að giska Stuðningsmaður stendur heilu leikina eins og stytta „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Sjá meira