Læknir játar að hafa gefið Perry ketamín Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 17. júní 2025 08:42 Perry glímdi við fíkn í marga áratugi en var sagður á góðu róli þegar hann lést. Getty/Phillip Faraone Læknir sem var ákærður fyrir að hafa útvegað leikaranum Metthew Perry ketamín í sama mánuði og hann lést ætlar að játa sök í málinu. Þetta kemur fram í tilkynningu sem ríkissaksóknarar í Bandaríkjunum sendu frá sér í gær og Guardian hefur eftir. Læknirinn Salvador Plasencia sé ákærður í fjórum ákæruliðum og muni játa sök í þeim öllum á næstu vikum. Hann á yfir höfði sér allt að fjörutíu ára fangelsisdóm. Auk Plasencia hafa fjórir verið ákærðir fyrir að hafa átt aðkomu að andláti Perry, þar á meðal læknirinn Mark Chavez. Hann rak læknastöð þar sem hann hafði milligöngu um sölu á ketamíni til Plasencia sem afhenti leikaranum lyfið. Chavez hefur þegar játað sök í málinu. Aðstoðarmaður Perry kom að honum látnum í nuddpotti á heimili hans í október 2023. Við krufningu fannst mikið magn ketamíns í blóði Perry, sem var talið að hefði dregið hann til dauða. Skömmu fyrir andlátið er Perry sagður hafa sóst í meira ketamín en læknirinn hans vildi útvega honum. Þá hafi hann haft upp á Plasencia, sem bað Chavez um að útvega sér lyfið. „Hvað ætli þessi hálfviti sé tilbúinn að borga,“ á Plasencia að hafa sent á Chavez í smáskilaboðum á þeim tíma samkvæmt dómskjölum. Sama dag eru þeir sagðir hafa hist og Chavez afhent Plasencia að minnsta kosti fjórar lyfjaflöskur af ketamíni. Þá er Plasencia sagður hafa rukkað Perry 4,500 Bandaríkjadali fyrir efnin, sem samsvara hátt í 600 þúsund krónum. Andlát Matthew Perry Bandaríkin Hollywood Bíó og sjónvarp Fíkn Tengdar fréttir Fimm ákærðir í tengslum við andlát Perry Fimm hafa verið handteknir og ákærðir í tengslum við andlát leikarans Matthew Perry. Meðal þeirra eru þrír læknar en allir ákærðu eru sagðir hafa selt Perry ketamín og lagt sig fram um að leyna því hvað dró hann til dauða. 15. ágúst 2024 18:07 Kanna hvar Perry fékk ketamínið Rannsakendur lögreglunnar í Los Angeles, Fíkniefnalögreglu Bandaríkjanna og bandaríska póstsins vinna nú að því að komast að því hvaðan leikarinn Matthew Perry fékk ketamínið sem dró hann til dauða í fyrra. Perry fannst látinn í sundlaug sinni í Los Angeles í október í fyrra og fannst mikið magn ketamíns í líkama hans. 21. maí 2024 21:42 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Fjórir særðir eftir árás við bænahús gyðinga í Manchester Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Fleiri fréttir Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu stoppa ekki fyrr en tilneyddir“ Fjórir særðir eftir árás við bænahús gyðinga í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu sem ríkissaksóknarar í Bandaríkjunum sendu frá sér í gær og Guardian hefur eftir. Læknirinn Salvador Plasencia sé ákærður í fjórum ákæruliðum og muni játa sök í þeim öllum á næstu vikum. Hann á yfir höfði sér allt að fjörutíu ára fangelsisdóm. Auk Plasencia hafa fjórir verið ákærðir fyrir að hafa átt aðkomu að andláti Perry, þar á meðal læknirinn Mark Chavez. Hann rak læknastöð þar sem hann hafði milligöngu um sölu á ketamíni til Plasencia sem afhenti leikaranum lyfið. Chavez hefur þegar játað sök í málinu. Aðstoðarmaður Perry kom að honum látnum í nuddpotti á heimili hans í október 2023. Við krufningu fannst mikið magn ketamíns í blóði Perry, sem var talið að hefði dregið hann til dauða. Skömmu fyrir andlátið er Perry sagður hafa sóst í meira ketamín en læknirinn hans vildi útvega honum. Þá hafi hann haft upp á Plasencia, sem bað Chavez um að útvega sér lyfið. „Hvað ætli þessi hálfviti sé tilbúinn að borga,“ á Plasencia að hafa sent á Chavez í smáskilaboðum á þeim tíma samkvæmt dómskjölum. Sama dag eru þeir sagðir hafa hist og Chavez afhent Plasencia að minnsta kosti fjórar lyfjaflöskur af ketamíni. Þá er Plasencia sagður hafa rukkað Perry 4,500 Bandaríkjadali fyrir efnin, sem samsvara hátt í 600 þúsund krónum.
Andlát Matthew Perry Bandaríkin Hollywood Bíó og sjónvarp Fíkn Tengdar fréttir Fimm ákærðir í tengslum við andlát Perry Fimm hafa verið handteknir og ákærðir í tengslum við andlát leikarans Matthew Perry. Meðal þeirra eru þrír læknar en allir ákærðu eru sagðir hafa selt Perry ketamín og lagt sig fram um að leyna því hvað dró hann til dauða. 15. ágúst 2024 18:07 Kanna hvar Perry fékk ketamínið Rannsakendur lögreglunnar í Los Angeles, Fíkniefnalögreglu Bandaríkjanna og bandaríska póstsins vinna nú að því að komast að því hvaðan leikarinn Matthew Perry fékk ketamínið sem dró hann til dauða í fyrra. Perry fannst látinn í sundlaug sinni í Los Angeles í október í fyrra og fannst mikið magn ketamíns í líkama hans. 21. maí 2024 21:42 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Fjórir særðir eftir árás við bænahús gyðinga í Manchester Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Fleiri fréttir Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu stoppa ekki fyrr en tilneyddir“ Fjórir særðir eftir árás við bænahús gyðinga í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Sjá meira
Fimm ákærðir í tengslum við andlát Perry Fimm hafa verið handteknir og ákærðir í tengslum við andlát leikarans Matthew Perry. Meðal þeirra eru þrír læknar en allir ákærðu eru sagðir hafa selt Perry ketamín og lagt sig fram um að leyna því hvað dró hann til dauða. 15. ágúst 2024 18:07
Kanna hvar Perry fékk ketamínið Rannsakendur lögreglunnar í Los Angeles, Fíkniefnalögreglu Bandaríkjanna og bandaríska póstsins vinna nú að því að komast að því hvaðan leikarinn Matthew Perry fékk ketamínið sem dró hann til dauða í fyrra. Perry fannst látinn í sundlaug sinni í Los Angeles í október í fyrra og fannst mikið magn ketamíns í líkama hans. 21. maí 2024 21:42