Segist vita hvar klerkurinn feli sig en vilji ekki drepa hann strax Agnar Már Másson skrifar 17. júní 2025 17:07 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, lætur gamminn geisa á ný á Truth Social. AP/Alex Brandon Bandaríkjaforseti virðist ýja að því að Bandaríkjaher sé að blanda sér í átök milli Ísraels og Íran. Hann segir að „við“ vitum hvar æðstiklerkur Írana feli sig en vilji ekki drepa hann að svo stöddu. Hann krefst „skilyrðirslausrar uppgjafar“. Eins og svo oft áður hefur Donald Trump Bandaríkjaforseti látið gamminn geisa inni á samfélagsmiðli sínum Truth Social. Trump hefur birt þrjár færslur á síðustu klukkustund í framhaldi af fundi með öryggisráði Hvíta hússins vegna ástandsins milli Íran og Ísraels. Íranir hafa haldið áfram að skjóta eldflaugum á Ísrael eftir að Ísraelar hafa gert umfangsmiklar loftárásir í Íran. Eldflaugunum virðist fara fækkandi þar sem Ísraelar segjast hafa tryggt sér yfirráð í háloftunum yfir Íran en nú gefur Trump í skyn að Bandaríkjamenn hafi einnig tekið þátt í því. Í fyrstu færslunni segir Trump að „við“ höfum „algjöra yfirráð“ yfir háloftunum yfir Íran. Bandaríkin hafa verið að flytja umtalsverðan herafla til Mið-Austurlanda síðustu daga en Trump nefnir í færslunni að loftvarnakerfi Írana jafnist ekkert á við hergögn „framleidd í Bandaríkjunum“. Trump heldur áfram í annarri færslu: „Við vitum nákvæmlega hvar hinn svokallaði „æðsti leiðtogi“ er í felum. Hann er auðvelt skotmark en er öruggur þar. Við ætlum ekki að taka hann úr umferð (drepa!), að minnsta kosti ekki að svo stöddu. En við viljum ekki að eldflaugum sé skotið á borgara, eða bandaríska hermenn. Þolinmæði okkar er á þrotum.“ Forsetinn vísar þar til æðstaklerks Írans, Ayjatollah Ali Khameini. Orðanotkun forsetans vekur athygli, einkum notkun hans á orðinu „við“. Þetta gerir hann þrátt fyrir að fulltrúar ríkisstjórnarinnar hafi ítrekað sagt síðustu daga að Bandaríkin hafi ekki átt þátt í loftárásum Ísraelshers á Íran. Og forsetinn er stuttorður í þriðju færslunni: „SKILYRÐISLAUS UPPGJÖF!“ Ísraelsmenn hafa síðustu mánuði þrýst á Bandaríkjaforseta í leit að stuðning til að ráðast á kjarnorkuinnviði í Íran en hann hefur síðustu mánuði veitt þeim þrýstingi viðnám. Nú virðist staða hans hafa breyst. Trump sagðist fyrr í dag „ekki vera að leita að vopnahlé“ heldur vildi binda „alvöru enda“ á stríðið. Í framhaldi af því ítrekaði hann afstöðu sína um að Íranir mættu ekki alls ekki öðlast kjarnorkuvopn en undanfarna mánuði hefur forsetinn leitast eftir samningi við Írana þess efnis. Donald Trump Íran Ísrael Bandaríkin Mest lesið Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Sjá meira
Eins og svo oft áður hefur Donald Trump Bandaríkjaforseti látið gamminn geisa inni á samfélagsmiðli sínum Truth Social. Trump hefur birt þrjár færslur á síðustu klukkustund í framhaldi af fundi með öryggisráði Hvíta hússins vegna ástandsins milli Íran og Ísraels. Íranir hafa haldið áfram að skjóta eldflaugum á Ísrael eftir að Ísraelar hafa gert umfangsmiklar loftárásir í Íran. Eldflaugunum virðist fara fækkandi þar sem Ísraelar segjast hafa tryggt sér yfirráð í háloftunum yfir Íran en nú gefur Trump í skyn að Bandaríkjamenn hafi einnig tekið þátt í því. Í fyrstu færslunni segir Trump að „við“ höfum „algjöra yfirráð“ yfir háloftunum yfir Íran. Bandaríkin hafa verið að flytja umtalsverðan herafla til Mið-Austurlanda síðustu daga en Trump nefnir í færslunni að loftvarnakerfi Írana jafnist ekkert á við hergögn „framleidd í Bandaríkjunum“. Trump heldur áfram í annarri færslu: „Við vitum nákvæmlega hvar hinn svokallaði „æðsti leiðtogi“ er í felum. Hann er auðvelt skotmark en er öruggur þar. Við ætlum ekki að taka hann úr umferð (drepa!), að minnsta kosti ekki að svo stöddu. En við viljum ekki að eldflaugum sé skotið á borgara, eða bandaríska hermenn. Þolinmæði okkar er á þrotum.“ Forsetinn vísar þar til æðstaklerks Írans, Ayjatollah Ali Khameini. Orðanotkun forsetans vekur athygli, einkum notkun hans á orðinu „við“. Þetta gerir hann þrátt fyrir að fulltrúar ríkisstjórnarinnar hafi ítrekað sagt síðustu daga að Bandaríkin hafi ekki átt þátt í loftárásum Ísraelshers á Íran. Og forsetinn er stuttorður í þriðju færslunni: „SKILYRÐISLAUS UPPGJÖF!“ Ísraelsmenn hafa síðustu mánuði þrýst á Bandaríkjaforseta í leit að stuðning til að ráðast á kjarnorkuinnviði í Íran en hann hefur síðustu mánuði veitt þeim þrýstingi viðnám. Nú virðist staða hans hafa breyst. Trump sagðist fyrr í dag „ekki vera að leita að vopnahlé“ heldur vildi binda „alvöru enda“ á stríðið. Í framhaldi af því ítrekaði hann afstöðu sína um að Íranir mættu ekki alls ekki öðlast kjarnorkuvopn en undanfarna mánuði hefur forsetinn leitast eftir samningi við Írana þess efnis.
Donald Trump Íran Ísrael Bandaríkin Mest lesið Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Sjá meira