Sérstaða Íslendinga í máltækni nýtist í nýrri samnorrænni gervigreindarmiðstöð Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 18. júní 2025 16:07 Lilja Dögg Jónsdóttir er framkvæmdastjóri Almannaróms. Aðsend Íslenska stofnunin Almannarómur auk fjögurra gervigreindarstofnanna frá Norðurlöndunum hyggjast stofna norræna-baltneska gervigreindarmiðstöð. Öll löndin munu deila upplýsingum sem varða framþróun gervigreindar þar sem sérstaða Íslendinga er íslensk máltækni. Almannarómur auk AI Sweden, AI Finland, Digital Dogme í Danmörku og IKT Norge hafa fengið styrk frá Norrænu ráðherranefndinni til að stofna norræna-baltneska gervigreindarmiðstöð. Starfsfólk miðstöðvarinnar kemur til með að starfa á öllum Norðurlöndum en samhæfing starfseminnar verður í Finnlandi. „Stefnt er að því að útvíkka samstarfssvæði gervigreindarmiðstöðvarinnar og gera hana norrænni-baltneskri miðstöð gervigreindar,“ segir í tilkynningu frá Almannaróm. Gervigreindarmiðstöðin verður formlega stofnuð í október 2025. „Fyrir Ísland er alveg ótrúlega mikilvægt að taka þátt í svona stórum samnorrænum verkefnum. Hugmyndin er að með því að samnýta bæði fólk og starfsemi er hægt að framkvæma verkefni á miklu stærri skala,“ segir Lilja Dögg Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Almannaróms, í samtali við fréttastofu. „Við getum bæði lært hvort af öðru, þeir sem taka þátt geta deilt sinni sérþekkingu með öðrum og fengið það sama á móti frá hinum.“ Íslenskan sérstaða Almannaróms Almannarómur sérhæfir sig í máltækni en segir Lilja Dögg Ísland skara fram úr á því sviði. „Almannarómur er miðstöð máltækni svo við erum að koma inn í þetta út frá okkar tungumálavegferð sem hefur verið sérstaða Íslands. Við höfum staðið okkur vel í að styðja við okkar tungumál í tækni og í gervigreind, svo vel að það er sérstaklega tekið eftir því víða um heim.“ Taka má sem dæmi að íslenska er annað tungumál mállíkansins ChatGPT eftir að Guðni Th. Jóhannesson, þáverandi forseti Íslands, auk sendinefndar heimsótti höfuðstöðvar gervigreindarfyrirtækisins OpenAI. „Það er Almannarómur sem fer fyrir hönd Íslands og við leiðum þetta á grundvelli tungumálsins sem auðvitað skiptir okkur máli. Það sem gerir þessa tækni gagnlega er að hún er á okkar máli,“ segir Lilja Dögg. „Máltækni og gervigreind eru að mörgu leiti tvær hliðar á sama peningi og út frá þessu getum við vaxið og styrk okkur á báðum sviðum.“ Starfsfólk Almannaróms er ekki einungis að fara deila sínum upplýsingum heldur fæst tækifæri til að læra af stórum gervigreindarstofnunum á Norðurlöndunum. Einnig verður farið í sameiginleg verkefni, til að mynda verða mótaðar leiðir til að uppfæra gervigreindarfærni almennings, fyrirtækja og stofnana. „Við erum með stórum gervigreindarfyrirtækjum á Norðurlöndunum en hér á Íslandi er í rauninni enn ekki til gervigreindarmiðstöð. Þar getum við á móti sótt og lært af þeim verkefnum sem er í gangi,“ segir hún. Styrkurinn nýtist í fyrstu skrefin Styrkur Norrænu ráðherranefndarinnar er upp á þrjátíu milljón danskar krónur, tæpar sex hundruð milljónir íslenskra króna, yfir þriggja ára tímabil. Logi Einarsson, menningar- og viðskiptaráðherra, og Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra, eru fulltrúar Íslands í ráðherranefndinni. Lilja Dögg segir að styrkurinn muni nýtast í fyrstu skref miðstöðvarinnar en forsvarsmennirnir koma einnig til með að sækja um alls kyns styrki. „Gervigreindarsetrið er lykilþáttur í að ná markmiði okkar fyrir 2030 um að Norðurlönd verði sjálfbærasta og samþættasta svæði heims,“ segir Karen Ellemann, framkvæmdastjóri Norrænu ráðherranefndarinnar. Gervigreind Tækni Svíþjóð Danmörk Finnland Noregur Íslensk tunga Máltækni Mest lesið Kristján lætur af störfum hjá Samherja Viðskipti innlent Hvort ætli A eða B týpurnar séu betri í vinnu? Atvinnulíf Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Viðskipti innlent Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur Hafði betur eftir að hafa fengið of stór gleraugu í hendurnar Neytendur Vilja fresta því að slökkva á 2G og 3G sendum Neytendur Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur GK Reykjavík minnkar við sig Viðskipti innlent Hvernig geta fyrirtæki orðið sjálfbær? Framúrskarandi fyrirtæki Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Viðskipti innlent Fleiri fréttir GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg Sjá meira
Almannarómur auk AI Sweden, AI Finland, Digital Dogme í Danmörku og IKT Norge hafa fengið styrk frá Norrænu ráðherranefndinni til að stofna norræna-baltneska gervigreindarmiðstöð. Starfsfólk miðstöðvarinnar kemur til með að starfa á öllum Norðurlöndum en samhæfing starfseminnar verður í Finnlandi. „Stefnt er að því að útvíkka samstarfssvæði gervigreindarmiðstöðvarinnar og gera hana norrænni-baltneskri miðstöð gervigreindar,“ segir í tilkynningu frá Almannaróm. Gervigreindarmiðstöðin verður formlega stofnuð í október 2025. „Fyrir Ísland er alveg ótrúlega mikilvægt að taka þátt í svona stórum samnorrænum verkefnum. Hugmyndin er að með því að samnýta bæði fólk og starfsemi er hægt að framkvæma verkefni á miklu stærri skala,“ segir Lilja Dögg Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Almannaróms, í samtali við fréttastofu. „Við getum bæði lært hvort af öðru, þeir sem taka þátt geta deilt sinni sérþekkingu með öðrum og fengið það sama á móti frá hinum.“ Íslenskan sérstaða Almannaróms Almannarómur sérhæfir sig í máltækni en segir Lilja Dögg Ísland skara fram úr á því sviði. „Almannarómur er miðstöð máltækni svo við erum að koma inn í þetta út frá okkar tungumálavegferð sem hefur verið sérstaða Íslands. Við höfum staðið okkur vel í að styðja við okkar tungumál í tækni og í gervigreind, svo vel að það er sérstaklega tekið eftir því víða um heim.“ Taka má sem dæmi að íslenska er annað tungumál mállíkansins ChatGPT eftir að Guðni Th. Jóhannesson, þáverandi forseti Íslands, auk sendinefndar heimsótti höfuðstöðvar gervigreindarfyrirtækisins OpenAI. „Það er Almannarómur sem fer fyrir hönd Íslands og við leiðum þetta á grundvelli tungumálsins sem auðvitað skiptir okkur máli. Það sem gerir þessa tækni gagnlega er að hún er á okkar máli,“ segir Lilja Dögg. „Máltækni og gervigreind eru að mörgu leiti tvær hliðar á sama peningi og út frá þessu getum við vaxið og styrk okkur á báðum sviðum.“ Starfsfólk Almannaróms er ekki einungis að fara deila sínum upplýsingum heldur fæst tækifæri til að læra af stórum gervigreindarstofnunum á Norðurlöndunum. Einnig verður farið í sameiginleg verkefni, til að mynda verða mótaðar leiðir til að uppfæra gervigreindarfærni almennings, fyrirtækja og stofnana. „Við erum með stórum gervigreindarfyrirtækjum á Norðurlöndunum en hér á Íslandi er í rauninni enn ekki til gervigreindarmiðstöð. Þar getum við á móti sótt og lært af þeim verkefnum sem er í gangi,“ segir hún. Styrkurinn nýtist í fyrstu skrefin Styrkur Norrænu ráðherranefndarinnar er upp á þrjátíu milljón danskar krónur, tæpar sex hundruð milljónir íslenskra króna, yfir þriggja ára tímabil. Logi Einarsson, menningar- og viðskiptaráðherra, og Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra, eru fulltrúar Íslands í ráðherranefndinni. Lilja Dögg segir að styrkurinn muni nýtast í fyrstu skref miðstöðvarinnar en forsvarsmennirnir koma einnig til með að sækja um alls kyns styrki. „Gervigreindarsetrið er lykilþáttur í að ná markmiði okkar fyrir 2030 um að Norðurlönd verði sjálfbærasta og samþættasta svæði heims,“ segir Karen Ellemann, framkvæmdastjóri Norrænu ráðherranefndarinnar.
Gervigreind Tækni Svíþjóð Danmörk Finnland Noregur Íslensk tunga Máltækni Mest lesið Kristján lætur af störfum hjá Samherja Viðskipti innlent Hvort ætli A eða B týpurnar séu betri í vinnu? Atvinnulíf Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Viðskipti innlent Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur Hafði betur eftir að hafa fengið of stór gleraugu í hendurnar Neytendur Vilja fresta því að slökkva á 2G og 3G sendum Neytendur Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur GK Reykjavík minnkar við sig Viðskipti innlent Hvernig geta fyrirtæki orðið sjálfbær? Framúrskarandi fyrirtæki Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Viðskipti innlent Fleiri fréttir GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg Sjá meira