Að breyta leiknum Hera Grímsdóttir og Eiríkur Hjálmarsson skrifa 18. júní 2025 14:00 Það gerðist fyrir nokkrum árum að Svíar tóku fram úr Íslendingum í beinni nýtingu jarðhita. Bein nýting er hún kölluð þegar ylurinn í jarðskorpunni er nýttur sem hiti– svipað og í hitaveitunum sem verma níu af hverjum tíu húsum í landinu – en Svíar hafa náð mjög góðum tökum á að nýta mjög lágan jarðhita í varmadælur til að draga úr þörfinni fyrir aðra orkugjafa í sínum hitaveitum, stórum og smáum. Óbein notkun er það þegar jarðhitanum er umbreytt í aðra orku, oftast raforku, sem er hægt að nota í hvaðeina eins og við vitum. Það hafa orðið ýmsar framfarir í nýtingu jarðhitans hér á landi undanfarna áratugi en frá því fyrsta háhitavirkjunin reis í Bjarnarflagi við Mývatn árið 1969 hafa engin stór umskipti orðið. Miklu fleiri njóta nú hefðbundinna hitaveitna og raforka frá jarðgufuvirkjunum, sem í grunninn er tækni frá því snemma á 20. öld, skiptir orðið verulegu máli í orkubúskap landsins. Við höfum samt ekki náð að stíga viðlíka skref í nýsköpun og Svíar hafa gert í sinni lághitanýtingu. Þekkjum við eldfjöllin? Þrátt fyrir mikla og skipulega þekkingarleit um íslenska eldvirkni eru býsna stórar gloppur í því sem við vitum um gosbeltið sem liggur þvert yfir Ísland. Hættan sem fólki og samfélögum þess stafar af eldgosum og jarðskjálftum fær eðlilega mikla athygli vísindafólks og viðbragðsaðila. Við mættum alveg veita eldvirkninni meiri áhuga sem uppsprettu orku til að næra samfélögin, grunni verðmæta og áframhaldandi aukningar lífsgæða. Stærð þessarar fágætu auðlindar okkar er nánast óendanleg takist okkur að beisla hana með ábyrgum og skynsamlegum hætti. Til að það sé hægt þarf meiri þekkingu sem ekki verður aflað nema með því að gægjast djúpt ofan í jarðskorpuna, talsvert dýpra en við sækjum gufu í virkjanirnar okkar núna. Það er dýrt og áskoranirnar margar en hugsanlegur ábati er líka verulegur, rétt eins og þegar við vorum að stíga fyrstu skrefin í uppbyggingu hitaveitna í landinu. Hinar stóru orkuspár Á síðustu misserum hafa verið gefnar út opinberar orkuspár sem kalla á meiri öflun nýrrar raforku en við höfum nokkurn tíma séð. Þær byggja á því að hér sé áfram öflug stóriðja en einkum að við náum árangri í að skipta jarðefnaeldsneyti út fyrir grænni kosti. Eins og með aðrar spár er óvissa. Eftir stendur þó að við munum þurfa talsverða orku til að knýja athafnir okkar og umsvif um leið og við segjum skilið við mengandi og gjaldeyrisétandi olíuna. Þar kemur nýting djúpa jarðhitans svo sannarlega til greina. Þrjár hugmyndir um nýtingu Hugmyndir okkar um nýtingu djúpa, ofurheita jarðhitans hefur síðustu áratugi einkum beinst að því að bora dýpra og ná í ennþá heitari jarðvarma sem en við nýtum nú þannig að hver hola og hvert jarðhitasvæði skili meiri orku. Þessar hugmyndir hafa þroskast og þróast með aukinni þekkingu. Hér eru þrjár hugmyndir sem til umræðu eru og er betur lýst með þessum myndum en í mörgum orðum. Fyrsta myndin sýnir beina vinnslu úr djúpri holu (3-5 km. í stað 1-2 km. eins og oftast nú) sem boruð er í lekt berg, eins og lýst er að ofan. Myndin í miðjunni sýnir hugmynd um djúpa niðurdælingu á köldu vatni á svæðum sem þegar eru virkjuð og skilar varma með skilvirkum hætti upp í núverandi holur. Það spornar við því að orkuvinnslan dali með tímanum eins og hún gerir víðast hvar. Þriðja myndin sýnir líka þá hugmynd að dæla köldu vatni djúpt niður í yfirheit en þurr jarðlög og vera samhliða með djúpa nýtingarholu sem nýtir vökvann sem hefur þá yfirhitnað með því að renna um djúpt og brennheitt bergið. Að breyta leiknum Við Orkuveitufólk höfum átt í prýðilegu samstarfi í um aldarfjórðung við starfssystkini hjá Landsvirkjun og HS Orku um að þróa djúpa jarðhitanýtingu, einkum í því formi sem sést á fyrstu myndinni að ofan. Íslenska djúpborunarverkefnið hefur getið af sér tvær djúpar holur – við Kröflu og á Reykjanesi. Það framtak hefur getið af sér gríðarmikla þekkingu, nýjar uppfinningar og líka aragrúa nýrra spurninga. Svörin við þeim munu meðal annars hjálpa okkur að gera upp á milli kostanna sem hér eru tíundaðir eða að minnsta kosti að forgangsraða þeim. Svörin munu líka kosta peninga, talsverða peninga. Á þeim áratugum sem liðnir eru frá því rannsóknir á djúpu jarðhitanýtingu hófust hefur árað með ýmsu móti hjá orkufyrirtækjunum og mismikið afl verið í verkefninu. Þetta er jú áhættuverkefni líktog jarðhitanýtingin er alltaf. Það er ekki á vísan að róa, ekki síst út af gloppum í þekkingunni. Alla tíð hefur markmið orkufyrirtækjanna þriggja, sem eru ýmist í ríkiseigu, sveitarfélaga eða einkaaðila, verið að breyta leiknum, að freista þess að ná í mikla græna orku úr iðrunum með minni tilkostnaði og minna raski á yfirborðinu en hingað til. Sú sýn er kristalskýr. Metnaður og markmið stjórnvalda um græn orkuskipti liggja fyrir og þeim er meðal annars fylgt eftir með átaki í leit að heitu vatni á „köldum svæðum.“ Í háhitamálum er líka dauðafæri fyrir stjórnvöld að efla öflun þekkingar og tækniþróun í orkuöflun af gosvirka beltinu. Við eigum fyrirmyndir um slíkt í hitaveituvæðingu landsins sem breytti húshitunarleiknum hér á landi. Tökum áhættuna saman og grípum tækifærin. Hera Grímsdóttir framkvæmdastýra rannsókna og nýsköpunar hjá Orkuveitunni Eiríkur Hjálmarsson sjálfbærnistjóri Orkuveitunnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eiríkur Hjálmarsson Jarðhiti Orkumál Mest lesið Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun Stöndum saman um félagshyggju og frið Hópur félagshyggjufólks Skoðun Ísland fyrst svo…hvað? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Ein stærð passar ekki fyrir öll Sigrún Birgisdóttir ,Þóra Leósdóttir Skoðun Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova Skoðun Hinsegin ungmenni í Hafnarfirði mæta afgangi Óskar Steinn Ómarsson Skoðun Framtíð Framsóknar byrjar í grasrótinni Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð Skoðun Hræðilegar aðstæður geta breytt manni til hins betra! Kristján Hafþórsson Skoðun Skoðun Skoðun Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Ein stærð passar ekki fyrir öll Sigrún Birgisdóttir ,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Ömmur án landamæra Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ísland fyrst svo…hvað? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hræðilegar aðstæður geta breytt manni til hins betra! Kristján Hafþórsson skrifar Skoðun Hinsegin ungmenni í Hafnarfirði mæta afgangi Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Framtíð Framsóknar byrjar í grasrótinni Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Stöndum saman um félagshyggju og frið Hópur félagshyggjufólks skrifar Skoðun Af hverju eru Íslendingar svona feitir? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova skrifar Skoðun Félagsráðgjafar lykilaðilar í stuðningi við geðheilbrigði Steinunn Bergmann skrifar Skoðun Skemmtilegri borg Skúli Helgason skrifar Skoðun Drögum úr svifryksmengun frá umferð heilsunnar vegna Þröstur Þorsteinsson skrifar Skoðun Að fara í stríð við sjálfan sig Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvaða menntakerfi kæri þingmaður? Hermann Austmar skrifar Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Framsókn sem þjónar fólki, ekki kerfum Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ég þori að veðja Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Munum eftir baráttu kvenna alltaf og alls staðar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Verkfærið sem vantar í fjármálastjórnun sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Að klúðra með stæl í tilefni alþjóðlega Mistakadagsins Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Frá torfkofum til tækifæra Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Það gerðist fyrir nokkrum árum að Svíar tóku fram úr Íslendingum í beinni nýtingu jarðhita. Bein nýting er hún kölluð þegar ylurinn í jarðskorpunni er nýttur sem hiti– svipað og í hitaveitunum sem verma níu af hverjum tíu húsum í landinu – en Svíar hafa náð mjög góðum tökum á að nýta mjög lágan jarðhita í varmadælur til að draga úr þörfinni fyrir aðra orkugjafa í sínum hitaveitum, stórum og smáum. Óbein notkun er það þegar jarðhitanum er umbreytt í aðra orku, oftast raforku, sem er hægt að nota í hvaðeina eins og við vitum. Það hafa orðið ýmsar framfarir í nýtingu jarðhitans hér á landi undanfarna áratugi en frá því fyrsta háhitavirkjunin reis í Bjarnarflagi við Mývatn árið 1969 hafa engin stór umskipti orðið. Miklu fleiri njóta nú hefðbundinna hitaveitna og raforka frá jarðgufuvirkjunum, sem í grunninn er tækni frá því snemma á 20. öld, skiptir orðið verulegu máli í orkubúskap landsins. Við höfum samt ekki náð að stíga viðlíka skref í nýsköpun og Svíar hafa gert í sinni lághitanýtingu. Þekkjum við eldfjöllin? Þrátt fyrir mikla og skipulega þekkingarleit um íslenska eldvirkni eru býsna stórar gloppur í því sem við vitum um gosbeltið sem liggur þvert yfir Ísland. Hættan sem fólki og samfélögum þess stafar af eldgosum og jarðskjálftum fær eðlilega mikla athygli vísindafólks og viðbragðsaðila. Við mættum alveg veita eldvirkninni meiri áhuga sem uppsprettu orku til að næra samfélögin, grunni verðmæta og áframhaldandi aukningar lífsgæða. Stærð þessarar fágætu auðlindar okkar er nánast óendanleg takist okkur að beisla hana með ábyrgum og skynsamlegum hætti. Til að það sé hægt þarf meiri þekkingu sem ekki verður aflað nema með því að gægjast djúpt ofan í jarðskorpuna, talsvert dýpra en við sækjum gufu í virkjanirnar okkar núna. Það er dýrt og áskoranirnar margar en hugsanlegur ábati er líka verulegur, rétt eins og þegar við vorum að stíga fyrstu skrefin í uppbyggingu hitaveitna í landinu. Hinar stóru orkuspár Á síðustu misserum hafa verið gefnar út opinberar orkuspár sem kalla á meiri öflun nýrrar raforku en við höfum nokkurn tíma séð. Þær byggja á því að hér sé áfram öflug stóriðja en einkum að við náum árangri í að skipta jarðefnaeldsneyti út fyrir grænni kosti. Eins og með aðrar spár er óvissa. Eftir stendur þó að við munum þurfa talsverða orku til að knýja athafnir okkar og umsvif um leið og við segjum skilið við mengandi og gjaldeyrisétandi olíuna. Þar kemur nýting djúpa jarðhitans svo sannarlega til greina. Þrjár hugmyndir um nýtingu Hugmyndir okkar um nýtingu djúpa, ofurheita jarðhitans hefur síðustu áratugi einkum beinst að því að bora dýpra og ná í ennþá heitari jarðvarma sem en við nýtum nú þannig að hver hola og hvert jarðhitasvæði skili meiri orku. Þessar hugmyndir hafa þroskast og þróast með aukinni þekkingu. Hér eru þrjár hugmyndir sem til umræðu eru og er betur lýst með þessum myndum en í mörgum orðum. Fyrsta myndin sýnir beina vinnslu úr djúpri holu (3-5 km. í stað 1-2 km. eins og oftast nú) sem boruð er í lekt berg, eins og lýst er að ofan. Myndin í miðjunni sýnir hugmynd um djúpa niðurdælingu á köldu vatni á svæðum sem þegar eru virkjuð og skilar varma með skilvirkum hætti upp í núverandi holur. Það spornar við því að orkuvinnslan dali með tímanum eins og hún gerir víðast hvar. Þriðja myndin sýnir líka þá hugmynd að dæla köldu vatni djúpt niður í yfirheit en þurr jarðlög og vera samhliða með djúpa nýtingarholu sem nýtir vökvann sem hefur þá yfirhitnað með því að renna um djúpt og brennheitt bergið. Að breyta leiknum Við Orkuveitufólk höfum átt í prýðilegu samstarfi í um aldarfjórðung við starfssystkini hjá Landsvirkjun og HS Orku um að þróa djúpa jarðhitanýtingu, einkum í því formi sem sést á fyrstu myndinni að ofan. Íslenska djúpborunarverkefnið hefur getið af sér tvær djúpar holur – við Kröflu og á Reykjanesi. Það framtak hefur getið af sér gríðarmikla þekkingu, nýjar uppfinningar og líka aragrúa nýrra spurninga. Svörin við þeim munu meðal annars hjálpa okkur að gera upp á milli kostanna sem hér eru tíundaðir eða að minnsta kosti að forgangsraða þeim. Svörin munu líka kosta peninga, talsverða peninga. Á þeim áratugum sem liðnir eru frá því rannsóknir á djúpu jarðhitanýtingu hófust hefur árað með ýmsu móti hjá orkufyrirtækjunum og mismikið afl verið í verkefninu. Þetta er jú áhættuverkefni líktog jarðhitanýtingin er alltaf. Það er ekki á vísan að róa, ekki síst út af gloppum í þekkingunni. Alla tíð hefur markmið orkufyrirtækjanna þriggja, sem eru ýmist í ríkiseigu, sveitarfélaga eða einkaaðila, verið að breyta leiknum, að freista þess að ná í mikla græna orku úr iðrunum með minni tilkostnaði og minna raski á yfirborðinu en hingað til. Sú sýn er kristalskýr. Metnaður og markmið stjórnvalda um græn orkuskipti liggja fyrir og þeim er meðal annars fylgt eftir með átaki í leit að heitu vatni á „köldum svæðum.“ Í háhitamálum er líka dauðafæri fyrir stjórnvöld að efla öflun þekkingar og tækniþróun í orkuöflun af gosvirka beltinu. Við eigum fyrirmyndir um slíkt í hitaveituvæðingu landsins sem breytti húshitunarleiknum hér á landi. Tökum áhættuna saman og grípum tækifærin. Hera Grímsdóttir framkvæmdastýra rannsókna og nýsköpunar hjá Orkuveitunni Eiríkur Hjálmarsson sjálfbærnistjóri Orkuveitunnar
Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun
Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar
Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar
Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun