Fór frá bróður og Keflavík: „Þarf ekkert litla bróður sinn með sér í liði“ Aron Guðmundsson skrifar 19. júní 2025 08:32 Sigurður Pétursson hefur skrifað undir eins árs samning við Bónus deildar lið Álftaness í körfubolta og stefnir á að vinna titla þar. Hann kemur frá liði Keflavíkur. Vísir/Ívar Körfuboltamaðurinn Sigurður Pétursson bjó við það lúxusvandamál að geta valið úr tilboðum frá liðum hér heima eftir tímabilið. Hann kaus að segja skilið við Keflavík, vini sína og bróður þar, og semja við Álftanes þar sem að hann stefnir á að vinna titla. Sigurður, sem hafði leikið stórt hlutverk hjá Keflavík og orðið bikarmeistari árið 2023, gerir eins árs samning við Álftanes. Hann gat valið úr mörgum tilboðum hér heima eftir tímabilið. „Ég er búinn að pæla vel og lengi í þessu, hafði marga valkosti úr að velja og allir voru þeir góðir. Það var lúxusvandamál. Þetta var ekki auðvelt val en svona endaði þetta.“ „Það var erfitt fyrir mig að fórna Keflavík, félögum mínum þar og samfélaginu. Ég átti mjög góðar stundir í Keflavík en ég hugsaði hvort væri mikilvægara, að vera í þægindarammanum með öllum vinum sínum eða fara all-in í körfuboltanum. Ég bý í bænum, það er erfitt að keyra á milli. Þetta var erfitt en svona endaði þetta.“ Hvað er það sem heillar einna helst við Álftanes? „Þetta er bara ungt og nýtt lið. Góðir leikmenn og metnaðarfullur þjálfari í Kjartani. Spennandi verkefni fram undan. Það eru miklar væntingar hjá þessu félagi, bæjarfélaginu í heild sinni og metnaður. Kjartan, Haukur og stjórnin stefna öll hátt. Það er markmiðið, að vinna allt.“ „Erum enn vinir“ Á meðan að Sigurður tók stökkið yfir í Álftanes samdi eldri bróðir hans Hilmar á ný við Keflavík. Var hann eitthvað að reyna sannfæra þig um að vera áfram? „Auðvitað vildi hann hafa mig áfram en hann er 25 ára gamall og þarf ekkert litla bróður sinn með sér í liði. Hann vill það besta fyrir mig og ég það besta fyrir hann. Við erum enn vinir.“ Síðasta tímabil hjá Keflavík. Það var mikils vænst af ykkur en þið náðuð ekki að fóta ykkur. Liðinn dálítill tími núna frá síðasta leik hvernig horfir þetta við þér núna? „Erfitt tímabil, okkur var spáð fyrsta sætinu en það gekk ekki og þetta er allt ófyrirsjáanlegt bæði varðandi útlendingamál og einhvern veginn small þetta ekki saman. Persónulega var ég að díla við meiðsli og kannski spilaði ekki minn besta körfubolta. Þetta var erfitt tímabil en alltaf skemmtilegt þrátt fyrir að það gangi illa.“ Ekki endilega sammála ákvörðun föður síns Í byrjun febrúar á miðju tímabili hætti faðir Sigurðar og Hilmars, Pétur Ingvarsson að þjálfa liðið eftir dræm úrslit. „Þetta var auðvitað mjög skrítið þegar að hann hættir og ég var kannski ekkert endilega sammála því að hann ætti að hætta en það hafði gengið hjá öðrum liðum. Þetta var erfitt en við erum fljótir að aðlagast. Þetta var ekkert mál.“ Dreymir um Eurobasket Eftir að hafa glímt við meiðsli á síðasta tímabili stefnir Sigurður á að vera orðinn hundrað prósent klár í átök næsta tímabils. „Ég stefni á það. Ég braut á mér höndina og glímdi við nárameiðsli en hef verið að vinna í þeim málum, er ekki lengur í gifsi og hjá styrktarþjálfara að styrkja nárann og stefni á að vera 100% á næsta tímabili.“ En honum dreymir einnig um að fara með íslenska landsliðinu á Eurobasket í Póllandi í haust eftir að hafa verið viðloðandi landsliðið. Flestum íslenskum körfuboltamönnum dreymir um að spila þarna á EM, keppa á móti þessum stóru þjóðum á borð við Frakkland og Slóveníu. Dekka Luka Doncic og Victor Wembanyama. Þetta væri náttúrulega bara draumur en maður þarf að vinna sér inn fyrir þessu, þetta er ekkert gefið.“ Bónus-deild karla UMF Álftanes Keflavík ÍF Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport United boðið að skrapa botninn á tunnunni Fótbolti EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Formúla 1 Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Körfubolti Hélt fótboltabúðir fyrir hinsegin ungmenni Sport Sengun í fantaformi í sumarfríinu Körfubolti Landsliðsþjálfaranum létt og spenna í hópnum Sport Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Sjá meira
Sigurður, sem hafði leikið stórt hlutverk hjá Keflavík og orðið bikarmeistari árið 2023, gerir eins árs samning við Álftanes. Hann gat valið úr mörgum tilboðum hér heima eftir tímabilið. „Ég er búinn að pæla vel og lengi í þessu, hafði marga valkosti úr að velja og allir voru þeir góðir. Það var lúxusvandamál. Þetta var ekki auðvelt val en svona endaði þetta.“ „Það var erfitt fyrir mig að fórna Keflavík, félögum mínum þar og samfélaginu. Ég átti mjög góðar stundir í Keflavík en ég hugsaði hvort væri mikilvægara, að vera í þægindarammanum með öllum vinum sínum eða fara all-in í körfuboltanum. Ég bý í bænum, það er erfitt að keyra á milli. Þetta var erfitt en svona endaði þetta.“ Hvað er það sem heillar einna helst við Álftanes? „Þetta er bara ungt og nýtt lið. Góðir leikmenn og metnaðarfullur þjálfari í Kjartani. Spennandi verkefni fram undan. Það eru miklar væntingar hjá þessu félagi, bæjarfélaginu í heild sinni og metnaður. Kjartan, Haukur og stjórnin stefna öll hátt. Það er markmiðið, að vinna allt.“ „Erum enn vinir“ Á meðan að Sigurður tók stökkið yfir í Álftanes samdi eldri bróðir hans Hilmar á ný við Keflavík. Var hann eitthvað að reyna sannfæra þig um að vera áfram? „Auðvitað vildi hann hafa mig áfram en hann er 25 ára gamall og þarf ekkert litla bróður sinn með sér í liði. Hann vill það besta fyrir mig og ég það besta fyrir hann. Við erum enn vinir.“ Síðasta tímabil hjá Keflavík. Það var mikils vænst af ykkur en þið náðuð ekki að fóta ykkur. Liðinn dálítill tími núna frá síðasta leik hvernig horfir þetta við þér núna? „Erfitt tímabil, okkur var spáð fyrsta sætinu en það gekk ekki og þetta er allt ófyrirsjáanlegt bæði varðandi útlendingamál og einhvern veginn small þetta ekki saman. Persónulega var ég að díla við meiðsli og kannski spilaði ekki minn besta körfubolta. Þetta var erfitt tímabil en alltaf skemmtilegt þrátt fyrir að það gangi illa.“ Ekki endilega sammála ákvörðun föður síns Í byrjun febrúar á miðju tímabili hætti faðir Sigurðar og Hilmars, Pétur Ingvarsson að þjálfa liðið eftir dræm úrslit. „Þetta var auðvitað mjög skrítið þegar að hann hættir og ég var kannski ekkert endilega sammála því að hann ætti að hætta en það hafði gengið hjá öðrum liðum. Þetta var erfitt en við erum fljótir að aðlagast. Þetta var ekkert mál.“ Dreymir um Eurobasket Eftir að hafa glímt við meiðsli á síðasta tímabili stefnir Sigurður á að vera orðinn hundrað prósent klár í átök næsta tímabils. „Ég stefni á það. Ég braut á mér höndina og glímdi við nárameiðsli en hef verið að vinna í þeim málum, er ekki lengur í gifsi og hjá styrktarþjálfara að styrkja nárann og stefni á að vera 100% á næsta tímabili.“ En honum dreymir einnig um að fara með íslenska landsliðinu á Eurobasket í Póllandi í haust eftir að hafa verið viðloðandi landsliðið. Flestum íslenskum körfuboltamönnum dreymir um að spila þarna á EM, keppa á móti þessum stóru þjóðum á borð við Frakkland og Slóveníu. Dekka Luka Doncic og Victor Wembanyama. Þetta væri náttúrulega bara draumur en maður þarf að vinna sér inn fyrir þessu, þetta er ekkert gefið.“
Bónus-deild karla UMF Álftanes Keflavík ÍF Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport United boðið að skrapa botninn á tunnunni Fótbolti EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Formúla 1 Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Körfubolti Hélt fótboltabúðir fyrir hinsegin ungmenni Sport Sengun í fantaformi í sumarfríinu Körfubolti Landsliðsþjálfaranum létt og spenna í hópnum Sport Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Sjá meira