Slá færri svæði í nafni sjálfbærni Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 18. júní 2025 16:33 Svæði, einkum nær umferðaræðum, verða valin til að vera svokölluð villt svæði. Vísir/Vilhelm Reykjavíkurborg hyggst draga úr slætti á völdum svæðum með það að markmiði að auka líffræðilega fjölbreytni á grasflötum borgarinnar. Ætlunin er að leyfa svæðunum að blómstra. „Markmiðið er að gleðja lífríkið og augað en einnig er sparnaður í því að endurhugsa svæði og hætt að slá þar sem það er ekki nauðsynlegt,“ segir í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. Valin verða svokölluð viljandi villt svæði og grasið ekki slegið til að auka líffræðilega fjölbreytni. Þess konar svæði séu til að mynda með fram stærri umferðaræðum og er vonin sú að fuglar og aðrar lífverur njóti góðs af mismunandi plöntum og gróðri. Tekið er fram að áhersla verði lögð á að slá svæði sem liggja upp að lóðum íbúa og með fram stígum og götum auk skrúðgarða og mikið notuðum svæðum inni í hverfum. Svokölluðu villtu svæðin verða til að mynda þar sem nú þegar sé búið að planta trjám sem gætu orðið fyrir sláttutækjum. Til að mynda verða þá svæði við Rafstöðvarveg og Sævarhöfða slegin einu sinni í sumar, í stað þriggja skipta líkt og áður. „Þó að svæði verði skilgreind viljandi villt þýðir það ekki að þeim verði ekki sinnt, heldur verður það gert með öðrum hætti en áður. Búast má við því að sumstaðar verði slegið að minnsta kosti einu sinni á ári.“ Í tilkynningu segir að um sé að ræða þekkta aðferð sem sé notuð meðal annars í Svíþjóð og Danmörk. Múlaþing tók einnig upp á því síðasta sumar að velja viljandi villt svæði með góðum árangri. Reykjavík Garðyrkja Borgarstjórn Mest lesið MAST búið að snúa hnífnum Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Innlent Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Fleiri fréttir MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Sjá meira
„Markmiðið er að gleðja lífríkið og augað en einnig er sparnaður í því að endurhugsa svæði og hætt að slá þar sem það er ekki nauðsynlegt,“ segir í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. Valin verða svokölluð viljandi villt svæði og grasið ekki slegið til að auka líffræðilega fjölbreytni. Þess konar svæði séu til að mynda með fram stærri umferðaræðum og er vonin sú að fuglar og aðrar lífverur njóti góðs af mismunandi plöntum og gróðri. Tekið er fram að áhersla verði lögð á að slá svæði sem liggja upp að lóðum íbúa og með fram stígum og götum auk skrúðgarða og mikið notuðum svæðum inni í hverfum. Svokölluðu villtu svæðin verða til að mynda þar sem nú þegar sé búið að planta trjám sem gætu orðið fyrir sláttutækjum. Til að mynda verða þá svæði við Rafstöðvarveg og Sævarhöfða slegin einu sinni í sumar, í stað þriggja skipta líkt og áður. „Þó að svæði verði skilgreind viljandi villt þýðir það ekki að þeim verði ekki sinnt, heldur verður það gert með öðrum hætti en áður. Búast má við því að sumstaðar verði slegið að minnsta kosti einu sinni á ári.“ Í tilkynningu segir að um sé að ræða þekkta aðferð sem sé notuð meðal annars í Svíþjóð og Danmörk. Múlaþing tók einnig upp á því síðasta sumar að velja viljandi villt svæði með góðum árangri.
Reykjavík Garðyrkja Borgarstjórn Mest lesið MAST búið að snúa hnífnum Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Innlent Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Fleiri fréttir MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Sjá meira