Sammála Attenborough og segir tegundir þurrkaðar út Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 18. júní 2025 20:03 Arthur Bogason formaður Landssambands smábátaeigenda segir botnvörpuveiðar Íslendinga of algengar. Þær hafi þurrkað tegundir út. Sambandið auglýsti málið í blöðum fyrir næstum þrjátíu árum. Vísir Tegundir hafa þurrkast út við landið vegna botnvörpuveiða að sögn formanns Landssambands smábátaeigenda. Sambandið tekur undir áhyggjur sem koma fram í heimildarmynd David Attenborough um skaðsemi veiðanna á lífríki sjávar. Gjöreyðilegging af völdum botnvörpuveiða er meðal þess sem kemur fram í Hafinu nýrri heimildarmynd breska sjónvarpsmannsins Davids Attenboroughs. Leikstjóri myndarinnar sagði í samtali við fréttastofu þegar myndin var frumsýnd í maí að hann vonaði að myndin hreyfði við þjóðum sem stunda slíkar veiðar. Landssambandið bent á skaðsemi í 40 ár Landssamband smábátaeigenda hefur lengi bent á að botnvörpuveiðar séu skaðlegri en aðrar veiðiaðferðir að sögn Arthurs Bogasonar. Sambandið krefst þess að veiðiaðferðirnar verði rannsakaðar. „Við höfum allt frá stofnun félagsins fyrir 40 árum haft áhyggjur af því að það skipti jafnmiklu máli hvernig er veitt og hversu mikið er veitt. Þetta er ekkert sem kemur okkur á óvart. Myndefni eins og í heimildarmyndinni er búið að vera til hér á landi í áratugi. Það hefur bara ekkert verið gert með það. Við höfum reynt að gera Hafró, stjórnmálamönnum og hagsmunasamtökum viðvart um skaðsemi slíkra veiðiaðferða en það hefur ríkt algjör þögn í málaflokknum,“ segir Arthur. Enginn humar vegna veiðiaðferðar Hann telur að slíkar aðferðir við að veiða humar hafi haft þau áhrif að hann veiðist ekki á sumum svæðum við Ísland. „Sjávartúvegsfyrirtækjum tókst að veiða og eyðileggja svæðin sem humarinn hefst við á vegna slíkra veiðiaðferða og ráðgjöf Hafró um veiði á stofninum hefur verið núll í nokkur ár,“ segir Arthur. Auglýsing Landssamband smábátaeigenda gegn botnvörpuveiðum birtist í fjölmiðlum árið 2001. Sambandið hefur lengi barist gegn slíkum veiðum að sögn formannsins.Vísir Þá segir hann botnvörpuveiðar notaðar að stærstum hluta þegar þorskur er veiddur við landið. „Það liggur fyrir að 66 prósent af þorskinum sem veiddur var á síðasta almanaksári var veiddur með botndregnum veiðafærum. Ég er sannfærður um að það er alltof hátt,“ segir Arthur. Hann segist enn fremur hafa verið við veiðar á togurum á yngri árum þar sem botnvörpuveiðar hafi verið stundaðar. Hann hafi séð alls kyns tegundir koma í netin og heilu kóralarnir hafi verið dregnir upp. Hann telur að þær veiðarnar hafi því skilið eftir sig sviðinn hafsbotn. Sjávarútvegur Alþingi Mest lesið Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Innlent Fleiri fréttir Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Sjá meira
Gjöreyðilegging af völdum botnvörpuveiða er meðal þess sem kemur fram í Hafinu nýrri heimildarmynd breska sjónvarpsmannsins Davids Attenboroughs. Leikstjóri myndarinnar sagði í samtali við fréttastofu þegar myndin var frumsýnd í maí að hann vonaði að myndin hreyfði við þjóðum sem stunda slíkar veiðar. Landssambandið bent á skaðsemi í 40 ár Landssamband smábátaeigenda hefur lengi bent á að botnvörpuveiðar séu skaðlegri en aðrar veiðiaðferðir að sögn Arthurs Bogasonar. Sambandið krefst þess að veiðiaðferðirnar verði rannsakaðar. „Við höfum allt frá stofnun félagsins fyrir 40 árum haft áhyggjur af því að það skipti jafnmiklu máli hvernig er veitt og hversu mikið er veitt. Þetta er ekkert sem kemur okkur á óvart. Myndefni eins og í heimildarmyndinni er búið að vera til hér á landi í áratugi. Það hefur bara ekkert verið gert með það. Við höfum reynt að gera Hafró, stjórnmálamönnum og hagsmunasamtökum viðvart um skaðsemi slíkra veiðiaðferða en það hefur ríkt algjör þögn í málaflokknum,“ segir Arthur. Enginn humar vegna veiðiaðferðar Hann telur að slíkar aðferðir við að veiða humar hafi haft þau áhrif að hann veiðist ekki á sumum svæðum við Ísland. „Sjávartúvegsfyrirtækjum tókst að veiða og eyðileggja svæðin sem humarinn hefst við á vegna slíkra veiðiaðferða og ráðgjöf Hafró um veiði á stofninum hefur verið núll í nokkur ár,“ segir Arthur. Auglýsing Landssamband smábátaeigenda gegn botnvörpuveiðum birtist í fjölmiðlum árið 2001. Sambandið hefur lengi barist gegn slíkum veiðum að sögn formannsins.Vísir Þá segir hann botnvörpuveiðar notaðar að stærstum hluta þegar þorskur er veiddur við landið. „Það liggur fyrir að 66 prósent af þorskinum sem veiddur var á síðasta almanaksári var veiddur með botndregnum veiðafærum. Ég er sannfærður um að það er alltof hátt,“ segir Arthur. Hann segist enn fremur hafa verið við veiðar á togurum á yngri árum þar sem botnvörpuveiðar hafi verið stundaðar. Hann hafi séð alls kyns tegundir koma í netin og heilu kóralarnir hafi verið dregnir upp. Hann telur að þær veiðarnar hafi því skilið eftir sig sviðinn hafsbotn.
Sjávarútvegur Alþingi Mest lesið Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Innlent Fleiri fréttir Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Sjá meira