Við fögnum en gleymum ekki Sandra B. Franks skrifar 19. júní 2025 07:31 Þann 19. júní árið 1915 fengu íslenskar konur loksins kosningarétt. Þetta var bylting í klæðum hóflegrar kurteisi. Íhaldssamt samfélag fékk að heyra það sem lengi hafði kraumað undir yfirborðinu. Að konur væru ekki aðeins eiginkonur, mæður eða þegnar á jaðrinum, heldur borgarar með dómgreind, vilja og rödd sem áttu fullt erindi í samfélaginu. Það voru ekki öskur á torgum sem skiluðu þessum sigri, heldur þrautseig barátta, djúp sannfæring og óbilandi réttlætiskennd. Og á bak við þessa baráttu stóðu konur sem höfðu hvorki völd né efni, en höfðu í staðinn rök, reynslu og raddbönd sem neituðu að þagna. Í dag, 110 árum síðar, minnumst við þessa sögulega dags með stolti. Við fögnum því sem áunnist hefur, en við gleymum ekki því sem enn stendur út af. Jafnrétti verður ekki afgreitt með því að segja „þetta er nú miklu betra en áður“. Það er alveg rétt, en það er ekki nóg. Konur í kvennastéttum hafa í áratugi haldið uppi grunnstoðum samfélagsins. Í leikskólum, á sjúkrahúsum, hjúkrunarheimilum, í heimahjúkrun, geðþjónustu og félagsþjónustu. Allt störf sem snúast um að annast aðra, að halda lífi, reisn og mannhelgi. Þær hafa séð um börn, aldraða, fatlaða, veika og deyjandi. Þetta eru störf sem krefjast umhyggju, útsjónarsemi og fagmennsku, en hafa á undarlegan hátt aldrei hlotið þann sess sem þau verðskulda í umræðu um framtíð velferðar og fjármögnun. Sýnileiki, virðing og sanngirni Sjúkraliðar þekkja þetta mætavel. Við vinnum störf sem skipta sköpum fyrir velferð og öryggi fólks, en samt þarf að berjast fyrir því að þau séu metin að verðleikum. Við höfum lifað það að vera kölluð „hjálparstétt“ og „aðstoðarfólk“, eins og við séum aukaatriði í eigin fagi. En störf sjúkraliða eru ekki afgangsstörf. Þau eru gangverk heilbrigðiskerfisins. Við krefjumst ekki við að fá klapp á bakið. Við krefjumst þess að menntun okkar, þekking og ábyrgð endurspeglist í kjörum, starfsheitum og faglegrar viðurkenningar. Það á ekki að þurfa sérstaka baráttu fyrir því, það á að vera hluti af sjálfsagðri og sanngjarnri samfélagsgerð. En raunveruleikinn er annar. Grunnhjúkrun og önnur umönnunarstörf, sérhæfð störf sjúkraliða, eru enn vanmetin, vanlaunuð og ósýnileg þegar rætt er um heilsu, velferð og fjármögnun. Þau eru falin á bak við skilgreiningar og kerfi sem skilja þá eftir sem bera mestu ábyrgðina á nærveru og öryggi fólks. Kvenréttindadagurinn er því ekki bara söguleg minning. Þessi dagur er áminning og ákall. Um að jafnrétti er ekki afstaðin frásögn, heldur lifandi verkefni. Um að konur þurfi enn að minna á eigið gildi, hvort sem það er á Alþingi, í stjórnunarstöðum eða á vöktum á sjúkrahúsum, hjúkrunarheimilum og í heimahúsum. Hann minnir okkur á að rödd kvenna, þeirra sem sjá um að samfélagið standi undir sér, verður að heyrast. Ekki bara þegar fögur orð eru flutt á ráðstefnum, heldur í fjármálaáætlunum stjórnvalda, fjárveitingum, samningum og forgangsröðun. Við fögnum sigrum sögunnar, en lítum ekki undan því sem enn þarf að nást. Verkefnin eru fjölmörg og brýn. Jafnrétti er ekki eitthvað sem má bíða, það þarf að vera leiðarljós í nútímalegu velferðarsamfélagi. Og það verður ekki að veruleika nema með markvissum aðgerðum, réttlátri umbótastefnu og vilja sem byggir á raunsæi og virðingu. Jafnrétti er ekki draumsýn, það er framkvæmanlegt. Við höfum verkfærin, reynsluna og raddirnar. Það þarf bara að hlusta og að hrinda í framkvæmd því sem konur hafa krafist í rúma öld. Samfélag sem metur öll störf að verðleikum. Ekki aðeins þau sem tala hæst, heldur líka þau sem þegja, sinna fólki og bera mestu ábyrgð. Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sandra B. Franks Jafnréttismál Kvenréttindadagurinn Mest lesið Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson Skoðun Skoðun Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Sjá meira
Þann 19. júní árið 1915 fengu íslenskar konur loksins kosningarétt. Þetta var bylting í klæðum hóflegrar kurteisi. Íhaldssamt samfélag fékk að heyra það sem lengi hafði kraumað undir yfirborðinu. Að konur væru ekki aðeins eiginkonur, mæður eða þegnar á jaðrinum, heldur borgarar með dómgreind, vilja og rödd sem áttu fullt erindi í samfélaginu. Það voru ekki öskur á torgum sem skiluðu þessum sigri, heldur þrautseig barátta, djúp sannfæring og óbilandi réttlætiskennd. Og á bak við þessa baráttu stóðu konur sem höfðu hvorki völd né efni, en höfðu í staðinn rök, reynslu og raddbönd sem neituðu að þagna. Í dag, 110 árum síðar, minnumst við þessa sögulega dags með stolti. Við fögnum því sem áunnist hefur, en við gleymum ekki því sem enn stendur út af. Jafnrétti verður ekki afgreitt með því að segja „þetta er nú miklu betra en áður“. Það er alveg rétt, en það er ekki nóg. Konur í kvennastéttum hafa í áratugi haldið uppi grunnstoðum samfélagsins. Í leikskólum, á sjúkrahúsum, hjúkrunarheimilum, í heimahjúkrun, geðþjónustu og félagsþjónustu. Allt störf sem snúast um að annast aðra, að halda lífi, reisn og mannhelgi. Þær hafa séð um börn, aldraða, fatlaða, veika og deyjandi. Þetta eru störf sem krefjast umhyggju, útsjónarsemi og fagmennsku, en hafa á undarlegan hátt aldrei hlotið þann sess sem þau verðskulda í umræðu um framtíð velferðar og fjármögnun. Sýnileiki, virðing og sanngirni Sjúkraliðar þekkja þetta mætavel. Við vinnum störf sem skipta sköpum fyrir velferð og öryggi fólks, en samt þarf að berjast fyrir því að þau séu metin að verðleikum. Við höfum lifað það að vera kölluð „hjálparstétt“ og „aðstoðarfólk“, eins og við séum aukaatriði í eigin fagi. En störf sjúkraliða eru ekki afgangsstörf. Þau eru gangverk heilbrigðiskerfisins. Við krefjumst ekki við að fá klapp á bakið. Við krefjumst þess að menntun okkar, þekking og ábyrgð endurspeglist í kjörum, starfsheitum og faglegrar viðurkenningar. Það á ekki að þurfa sérstaka baráttu fyrir því, það á að vera hluti af sjálfsagðri og sanngjarnri samfélagsgerð. En raunveruleikinn er annar. Grunnhjúkrun og önnur umönnunarstörf, sérhæfð störf sjúkraliða, eru enn vanmetin, vanlaunuð og ósýnileg þegar rætt er um heilsu, velferð og fjármögnun. Þau eru falin á bak við skilgreiningar og kerfi sem skilja þá eftir sem bera mestu ábyrgðina á nærveru og öryggi fólks. Kvenréttindadagurinn er því ekki bara söguleg minning. Þessi dagur er áminning og ákall. Um að jafnrétti er ekki afstaðin frásögn, heldur lifandi verkefni. Um að konur þurfi enn að minna á eigið gildi, hvort sem það er á Alþingi, í stjórnunarstöðum eða á vöktum á sjúkrahúsum, hjúkrunarheimilum og í heimahúsum. Hann minnir okkur á að rödd kvenna, þeirra sem sjá um að samfélagið standi undir sér, verður að heyrast. Ekki bara þegar fögur orð eru flutt á ráðstefnum, heldur í fjármálaáætlunum stjórnvalda, fjárveitingum, samningum og forgangsröðun. Við fögnum sigrum sögunnar, en lítum ekki undan því sem enn þarf að nást. Verkefnin eru fjölmörg og brýn. Jafnrétti er ekki eitthvað sem má bíða, það þarf að vera leiðarljós í nútímalegu velferðarsamfélagi. Og það verður ekki að veruleika nema með markvissum aðgerðum, réttlátri umbótastefnu og vilja sem byggir á raunsæi og virðingu. Jafnrétti er ekki draumsýn, það er framkvæmanlegt. Við höfum verkfærin, reynsluna og raddirnar. Það þarf bara að hlusta og að hrinda í framkvæmd því sem konur hafa krafist í rúma öld. Samfélag sem metur öll störf að verðleikum. Ekki aðeins þau sem tala hæst, heldur líka þau sem þegja, sinna fólki og bera mestu ábyrgð. Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands.
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun