Fækka hefðbundnum kennslustundum um þriðjung Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 19. júní 2025 14:57 Karl Frímannsson er skólameistari Menntaskólans á Akureyri. Vísir Nýtt kennslufyrirkomulag verður tekið upp í Menntaskólanum á Akureyri í haust þar sem þriðjungi hefðbundinna kennslustunda verður skipt út fyrir vinnustundir nemenda. Skólameistarinn segir nemendur læra að bera ábyrgð á sínu eigin námi. MA útskrifaði 184 nemendur úr skólanum á þjóðhátíðardaginn líkt og venjan er. Þar tók Karl Frímannsson skólameistari til máls og útskýrði meðal annars grundvallarbreytingu á kennsluháttum skólans sem tekur gildi í haust. „Frá og með næsta hausti verður stundaskráin okkar tvískipt. Fyrripart dags verða hefðbundnar kennslustundir undir stjórn kennara en seinni hluta dags munu nemendur vinna sjálfstætt að sínum verkefnum en hafa aðgang að kennurum á þeim tíma,“ er haft eftir Karli í umfjöllun akureyri.net um málið. „Aðdragandinn er sá að eftir samstarf við kennara hér í skólanum kom skýrt fram að það væri þörf á því að auka sveigjanleikann í námi og auka ábyrgð nemenda á eigin námi, að námið væri nemendastýrðara,“ segir Karl í samtali við fréttastofu. Niðurstaðan varð sú að þriðjungi kennslustunda verði skipt út fyrir sjálfstæðar vinnustundir nemenda. Í byrjun vikunnar verði skipulagsstund þar sem nemendur ákveða sjálfir hver markmið vikunnar eru. Kennarar í öllum fögum verði svo til staðar á meðan vinnustundum stendur til aðstoðar. „Hver bekkur á sér sína heimastofu þar sem þau hafa vinnuaðstöðu,“ segir Karl. „Hvort sem það er kennslustund eða heimanám, heimanám er ríkjandi í framhaldsskólum almennt þannig þetta er að hluta til að reyna fá þau til að taka meiri ábyrgð og vinna þau verkefni sem þau þurfa að vinna.“ Áður fyrr hafi nemendurnir verið í um fjörutíu kennslustundum á viku og því lítið svigrúm fyrir nemendur til að taka ábyrgð á eigin námi á skólatíma. „Það gengur gegn því að við ætlum að ala þau upp í að taka ábyrgð á eigin námi, að í 43 kennslustundum.“ Karl segir aðra skóla hafa einnig tekið upp einhvers konar útfærslu á þessu fyrirkomulagi. Nefnir hann Menntaskólann á Egilsstöðum og Fjölbrautaskólann í Mosfellsbæ. Framhaldsskólar Skóla- og menntamál Akureyri Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Sjá meira
MA útskrifaði 184 nemendur úr skólanum á þjóðhátíðardaginn líkt og venjan er. Þar tók Karl Frímannsson skólameistari til máls og útskýrði meðal annars grundvallarbreytingu á kennsluháttum skólans sem tekur gildi í haust. „Frá og með næsta hausti verður stundaskráin okkar tvískipt. Fyrripart dags verða hefðbundnar kennslustundir undir stjórn kennara en seinni hluta dags munu nemendur vinna sjálfstætt að sínum verkefnum en hafa aðgang að kennurum á þeim tíma,“ er haft eftir Karli í umfjöllun akureyri.net um málið. „Aðdragandinn er sá að eftir samstarf við kennara hér í skólanum kom skýrt fram að það væri þörf á því að auka sveigjanleikann í námi og auka ábyrgð nemenda á eigin námi, að námið væri nemendastýrðara,“ segir Karl í samtali við fréttastofu. Niðurstaðan varð sú að þriðjungi kennslustunda verði skipt út fyrir sjálfstæðar vinnustundir nemenda. Í byrjun vikunnar verði skipulagsstund þar sem nemendur ákveða sjálfir hver markmið vikunnar eru. Kennarar í öllum fögum verði svo til staðar á meðan vinnustundum stendur til aðstoðar. „Hver bekkur á sér sína heimastofu þar sem þau hafa vinnuaðstöðu,“ segir Karl. „Hvort sem það er kennslustund eða heimanám, heimanám er ríkjandi í framhaldsskólum almennt þannig þetta er að hluta til að reyna fá þau til að taka meiri ábyrgð og vinna þau verkefni sem þau þurfa að vinna.“ Áður fyrr hafi nemendurnir verið í um fjörutíu kennslustundum á viku og því lítið svigrúm fyrir nemendur til að taka ábyrgð á eigin námi á skólatíma. „Það gengur gegn því að við ætlum að ala þau upp í að taka ábyrgð á eigin námi, að í 43 kennslustundum.“ Karl segir aðra skóla hafa einnig tekið upp einhvers konar útfærslu á þessu fyrirkomulagi. Nefnir hann Menntaskólann á Egilsstöðum og Fjölbrautaskólann í Mosfellsbæ.
Framhaldsskólar Skóla- og menntamál Akureyri Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Sjá meira