„Meiri möguleikar fyrir mig til þess að sýna mig í Evrópu“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 20. júní 2025 08:02 Logi er á leið til Tyrklands. samsunspor Landsliðsmaðurinn Logi Tómasson er á leið til tyrkneska félagsins Samsunspor eftir tveggja ára veru hjá Strömsgodset í Noregi. Hann segir þátttöku liðsins í Evrópukeppni hafa átt stóran þátt í ákvörðuninni og skrifaði undir fjögurra ára samning án þess að heimsækja borgina Samsun. Logi hefur staðið sig vel hjá Strömsgodset undanfarin tvö tímabil, var eftirsóttur af þónokkrum félögum en ákvað að semja við Samsunspor í Tyrklandi. „Þeir voru búnir að sýna áhuga lengi, á endanum fór þetta í gegn og ég er mjög spenntur… Svosem ekki [erfitt að velja á milli], þegar þetta kom upp vildi ég bara klára það“ sagði Logi. Vitað er að Freyr Alexandersson, þjálfari Brann í Noregi, hefur miklar mætur á Loga og vildi fá hann til liðsins. „Ég veit ekki hversu nálægt það var, en það var alveg nálægt. En þegar Tyrkland kom upp vildi ég bara fara þangað, að spila í Evrópu með þeim er auðvitað mjög stórt þannig að þetta er mjög gott skref fyrir minn feril. Ég vona bara að ég komist strax inn í hlutina og nái að sýna mitt rétta andlit í Tyrklandi.“ Samsunspor hefur verið í uppbyggingarfasa undanfarin ár eftir mikla lægð árin áður, liðið hefur unnið sig upp um tvær deildir og tryggði sér á síðasta tímabili þriðja sæti úrvalsdeildarinnar og þar með þátttökurétt í annað hvort Evrópudeildinni eða Sambandsdeildinni á næsta tímabili, eftir því hvernig umspilið fer í haust. „Það spilaði mikið inn í. Ennþá meiri möguleikar fyrir mig til þess að sýna mig í Evrópu, það spilaði alveg stóra rullu í því“ sagði Logi sem á von á töluverðri breytingu við búferlaflutninginn frá Noregi til Tyrklands. Eigandi og forseti félagsins er einn af tíu ríkustu mönnum Tyrklands.samsunspor Logi hitti eiganda og forseta félagsins í höfuðborg Tyrklands, Istanbul, og skrifaði undir fjögurra ára samning við Samsunspor, en hefur ekki enn heimsótt borgina Samsun. „Ég veit ekkert alltof mikið en ég er bara spenntur að fara að kynna mér og sjá borgina betur, skoða íbúðir og hvar er best að búa… Þetta er allt eins fyrir mér, að búa einhvers staðar úti í heimi“ sagði Logi en viðtalið við hann má sjá í spilaranum að ofan. Tyrkneski boltinn Norski boltinn Fótbolti Mest lesið Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Enski boltinn Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu Fótbolti „Ég er mjög þreyttur“ Íslenski boltinn „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Íslenski boltinn Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Íslenski boltinn Leiknir selur táning til Serbíu Íslenski boltinn „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Fleiri fréttir Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Sjá meira
Logi hefur staðið sig vel hjá Strömsgodset undanfarin tvö tímabil, var eftirsóttur af þónokkrum félögum en ákvað að semja við Samsunspor í Tyrklandi. „Þeir voru búnir að sýna áhuga lengi, á endanum fór þetta í gegn og ég er mjög spenntur… Svosem ekki [erfitt að velja á milli], þegar þetta kom upp vildi ég bara klára það“ sagði Logi. Vitað er að Freyr Alexandersson, þjálfari Brann í Noregi, hefur miklar mætur á Loga og vildi fá hann til liðsins. „Ég veit ekki hversu nálægt það var, en það var alveg nálægt. En þegar Tyrkland kom upp vildi ég bara fara þangað, að spila í Evrópu með þeim er auðvitað mjög stórt þannig að þetta er mjög gott skref fyrir minn feril. Ég vona bara að ég komist strax inn í hlutina og nái að sýna mitt rétta andlit í Tyrklandi.“ Samsunspor hefur verið í uppbyggingarfasa undanfarin ár eftir mikla lægð árin áður, liðið hefur unnið sig upp um tvær deildir og tryggði sér á síðasta tímabili þriðja sæti úrvalsdeildarinnar og þar með þátttökurétt í annað hvort Evrópudeildinni eða Sambandsdeildinni á næsta tímabili, eftir því hvernig umspilið fer í haust. „Það spilaði mikið inn í. Ennþá meiri möguleikar fyrir mig til þess að sýna mig í Evrópu, það spilaði alveg stóra rullu í því“ sagði Logi sem á von á töluverðri breytingu við búferlaflutninginn frá Noregi til Tyrklands. Eigandi og forseti félagsins er einn af tíu ríkustu mönnum Tyrklands.samsunspor Logi hitti eiganda og forseta félagsins í höfuðborg Tyrklands, Istanbul, og skrifaði undir fjögurra ára samning við Samsunspor, en hefur ekki enn heimsótt borgina Samsun. „Ég veit ekkert alltof mikið en ég er bara spenntur að fara að kynna mér og sjá borgina betur, skoða íbúðir og hvar er best að búa… Þetta er allt eins fyrir mér, að búa einhvers staðar úti í heimi“ sagði Logi en viðtalið við hann má sjá í spilaranum að ofan.
Tyrkneski boltinn Norski boltinn Fótbolti Mest lesið Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Enski boltinn Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu Fótbolti „Ég er mjög þreyttur“ Íslenski boltinn „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Íslenski boltinn Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Íslenski boltinn Leiknir selur táning til Serbíu Íslenski boltinn „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Fleiri fréttir Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Sjá meira