Vísir að lægri orkureikningi Einar Vilmarsson skrifar 20. júní 2025 09:00 Við hér á Íslandi búum við þau lífsgæði að raforkan er sjálfsagður hluti af lífi okkar - frá kaffinu á morgnana til aksturs á rafbíl um landið. Þótt fæst okkar hugsi um það daglega, byggir raforkukerfið á stöðugu jafnvægi milli framboðs og eftirspurnar allan ársins hring. Með síauknum vexti samfélagsins og hraðari orkuskiptum verður erfiðara að tryggja þetta jafnvægi. Raforkukerfið á Íslandi er knúið af endurnýjanlegum orkugjöfum. Þetta er styrkleiki okkar en einnig áskorun. Þó auðlindir landsins séu miklar eru þær ekki ótakmarkaðar og því þarf samfélagið að nýta þær á sem bestan hátt. Framleiðslan er stöðug en notkunin sveiflast Tæplega fimmtungur alls rafmagns sem framleitt er á Íslandi (og meira en helmingur alls heita vatnsins sem nýtt er á höfuðborgarsvæðinu) kemur frá jarðvarmavirkjunum í Henglinum; Hellisheiðar- og Nesjavallavirkjun. Þær framleiða stöðugt magn raforku en geta aðeins í takmörkuðum mæli brugðist við sveiflum í notkun raforku. Raforkunotkun almennings sveiflast hins vegar mikið: hún er meiri að vetri en sumri, meiri að degi en nóttu og meiri á virkum dögum en um helgar. Til að mæta þessum sveiflum þarf að nýta dýrari, stýranlegri orkuframleiðslu. Hefur margt jákvætt í för með sér Dreifiveitur landsins vinna að því að skipta út eldri raforkumælum fyrir mæla sem mælt geta raforkunotkun með klukkutíma upplausn. Slíkir snjallmælar gera það tæknilega mögulegt að bjóða heimilum sveigjanlega taxta sem endurspegla raunverulegan kostnað raforku. Hingað til hefur almenningur greitt fast verð fyrir raforkuna, sama hvort rafbíllinn er hlaðinn á háannatíma eða á nóttu þegar álag er minna. Slíkt er ekki skynsamlegt en með snjallmælum höfum við loksins tól til að verðlauna bætta hegðun neytenda. Nú getur fólk í fyrsta sinn stjórnað orkunotkun sinni betur og nýtt sér lægra verð utan álagstíma t.d. með því að hlaða rafbílinn á nóttunni og þannig lækkað reikninginn. Þetta köllum við hjá Orku náttúrunnar Orkuvísi. Með því að hvetja fólk til að færa raforkunotkun frá álagstoppum yfir á tímabil minni eftirspurnar fletjum við út feril raforkunotkunar, nýtum betur framleiðslugetu jarðvarmavirkjana og minnkum álagið á raforkukerfið. Samstillt átak nauðsynlegt Raforkusalan er þó aðeins hluti af heildarreikningi heimilanna, eða um þriðjungur hans. Aðrir hlutar hans skiptast milli raforkudreifingar, raforkuflutnings og skatta. Enn sem komið er bjóða dreifiveitur og flutningsfyrirtæki ekki upp á tímaháða gjaldskrá. Til að ná sem mestum ávinningi fyrir neytendur og samfélagið þarf að innleiða tímaháða taxta einnig hjá dreifiveitum og flutningsfyrirtækjum. Með því getur almenningur dregið enn frekar úr kostnaði með því að færa notkun sína utan háannatíma, jafnað álag á kerfið, styrkt raforkuöryggi og minnkað þörfina fyrir dýrar toppaflsstöðvar. Þetta stuðlar jafnframt að umhverfisvænni og hagkvæmari nýtingu raforku. Engin ein lausn getur leyst allar áskoranir raforkukerfisins, en sveigjanleg verðlagning þar sem neytendur hafa bein áhrif á kostnað sinn er mikilvægur þáttur til að tryggja raforkuöryggi og bæta nýtingu kerfisins til framtíðar. Höfundur er sérfræðingur í orkumiðlun hjá Orku náttúrunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orkumál Mest lesið Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal Skoðun Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir Skoðun Réttnefni: Viðbragð við upplýsingaóreiðu Jón Þór Sigurðsson Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm Skoðun Hækka launin þín þegar fasteignamatið á íbúðinni þinni hækkar? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Sótt að hagsmunum atvinnulausra Steinar Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun Vaxtastefna Seðlabankans – á kostnað launafólks Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson skrifar Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar Skoðun Velkomin til Helvítis Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit við Ísland? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Hækka launin þín þegar fasteignamatið á íbúðinni þinni hækkar? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir skrifar Skoðun Sótt að hagsmunum atvinnulausra Steinar Harðarson skrifar Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Launamunur kynjanna eykst – Hvar liggur ábyrgðin? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn verður fórnarlamb Davíð Bergmann skrifar Skoðun Gefum íslensku séns – að tala íslensku við alla Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Réttnefni: Viðbragð við upplýsingaóreiðu Jón Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Farsæl framfaraskref á Sólheimum Sigurjón Örn Þórsson skrifar Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson skrifar Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna er alvöru mál Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun 1984 og Hunger Games á sama sviðinu Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Mikilvægi aukinnar verndunar hafsvæða og leiðrétting Hrönn Egilsdóttir skrifar Skoðun Betri leið til einföldunar regluverks Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Af Millet-úlpum og öldrunarmálum Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Charlie og sjúkleikaverksmiðjan Guðjón Eggert Agnarsson skrifar Skoðun Nú þarf bæði sleggju og vélsög Trausti Hjálmarsson,Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Nútímaviðskipti og lögin sem gleymdist að uppfæra Fróði Steingrímsson skrifar Sjá meira
Við hér á Íslandi búum við þau lífsgæði að raforkan er sjálfsagður hluti af lífi okkar - frá kaffinu á morgnana til aksturs á rafbíl um landið. Þótt fæst okkar hugsi um það daglega, byggir raforkukerfið á stöðugu jafnvægi milli framboðs og eftirspurnar allan ársins hring. Með síauknum vexti samfélagsins og hraðari orkuskiptum verður erfiðara að tryggja þetta jafnvægi. Raforkukerfið á Íslandi er knúið af endurnýjanlegum orkugjöfum. Þetta er styrkleiki okkar en einnig áskorun. Þó auðlindir landsins séu miklar eru þær ekki ótakmarkaðar og því þarf samfélagið að nýta þær á sem bestan hátt. Framleiðslan er stöðug en notkunin sveiflast Tæplega fimmtungur alls rafmagns sem framleitt er á Íslandi (og meira en helmingur alls heita vatnsins sem nýtt er á höfuðborgarsvæðinu) kemur frá jarðvarmavirkjunum í Henglinum; Hellisheiðar- og Nesjavallavirkjun. Þær framleiða stöðugt magn raforku en geta aðeins í takmörkuðum mæli brugðist við sveiflum í notkun raforku. Raforkunotkun almennings sveiflast hins vegar mikið: hún er meiri að vetri en sumri, meiri að degi en nóttu og meiri á virkum dögum en um helgar. Til að mæta þessum sveiflum þarf að nýta dýrari, stýranlegri orkuframleiðslu. Hefur margt jákvætt í för með sér Dreifiveitur landsins vinna að því að skipta út eldri raforkumælum fyrir mæla sem mælt geta raforkunotkun með klukkutíma upplausn. Slíkir snjallmælar gera það tæknilega mögulegt að bjóða heimilum sveigjanlega taxta sem endurspegla raunverulegan kostnað raforku. Hingað til hefur almenningur greitt fast verð fyrir raforkuna, sama hvort rafbíllinn er hlaðinn á háannatíma eða á nóttu þegar álag er minna. Slíkt er ekki skynsamlegt en með snjallmælum höfum við loksins tól til að verðlauna bætta hegðun neytenda. Nú getur fólk í fyrsta sinn stjórnað orkunotkun sinni betur og nýtt sér lægra verð utan álagstíma t.d. með því að hlaða rafbílinn á nóttunni og þannig lækkað reikninginn. Þetta köllum við hjá Orku náttúrunnar Orkuvísi. Með því að hvetja fólk til að færa raforkunotkun frá álagstoppum yfir á tímabil minni eftirspurnar fletjum við út feril raforkunotkunar, nýtum betur framleiðslugetu jarðvarmavirkjana og minnkum álagið á raforkukerfið. Samstillt átak nauðsynlegt Raforkusalan er þó aðeins hluti af heildarreikningi heimilanna, eða um þriðjungur hans. Aðrir hlutar hans skiptast milli raforkudreifingar, raforkuflutnings og skatta. Enn sem komið er bjóða dreifiveitur og flutningsfyrirtæki ekki upp á tímaháða gjaldskrá. Til að ná sem mestum ávinningi fyrir neytendur og samfélagið þarf að innleiða tímaháða taxta einnig hjá dreifiveitum og flutningsfyrirtækjum. Með því getur almenningur dregið enn frekar úr kostnaði með því að færa notkun sína utan háannatíma, jafnað álag á kerfið, styrkt raforkuöryggi og minnkað þörfina fyrir dýrar toppaflsstöðvar. Þetta stuðlar jafnframt að umhverfisvænni og hagkvæmari nýtingu raforku. Engin ein lausn getur leyst allar áskoranir raforkukerfisins, en sveigjanleg verðlagning þar sem neytendur hafa bein áhrif á kostnað sinn er mikilvægur þáttur til að tryggja raforkuöryggi og bæta nýtingu kerfisins til framtíðar. Höfundur er sérfræðingur í orkumiðlun hjá Orku náttúrunnar.
Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar
Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar
Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar
Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar
Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar
Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun