Arnar missti af ræsingu en vann: „Ha? Eru þau farin?“ Sindri Sverrisson skrifar 20. júní 2025 12:31 Arnar Pétursson kemur fyrstur í mark í hálfmaraþoni í Miðnæturhlaupi Suzuki 2025. ÍBR „Það sem að maður lendir ekki í, í þessum hlaupum…“ segir Arnar Pétursson, hlauparinn magnaði sem náði að vinna hálfmaraþon Miðnæturhlaups Suzuki í gærkvöld þrátt fyrir að missa af ræsingunni. Arnar hljóp hálfmaraþonið á 1:11:54 klukkustund en flögutími hans, sem sagt tíminn frá því að hann fór yfir rásmarkið og þar til hann kom í endamarkið, var tæpum tveimur mínútum betri. Það er vegna þess að allir voru farnir af stað þegar Arnar mætti í rásmarkið. Hann lýsti því í myndbandi á Instagram, sem sjá má hér að neðan, hvernig hann hefði „lent í algjöru kaosi“ þegar hann mætti í röðina til að sækja númerið sitt fyrir hlaupið. Klippa: Arnar í algjöru kaosi fyrir Miðnæturhlaupið „Ég hélt að röðin hlyti að styttast rétt fyrir hlaup og maður gæti gripið númerið sitt. Ég kom svo þarna fimm mínútur í start en það var enn röð. Ég talaði þarna við starfsmann sem græjaði númerið fyrir mig. Það gekk eitthvað brösuglega en svo loksins fékk ég númerið, skellti því á bringuna og hélt ég væri að ná startinu. Kem niður að starthliði en þá eru allir farnir og ég heyri bara að það sé verið að starta 10 kílómetra hlaupinu. Ég var bara: „Ha? Eru þau farin?““ Ógeðslega skemmtilegt að þurfa að ná öllum Arnar segist hafa hugsað um það í sekúndubrot hvort hann nennti virkilega að fara af stað, án þess að vita hve langt væri í aðra keppendur og án þess að vita hversu sterk samkeppnin væri enda fjöldi erlendra keppenda að taka þátt sem hann þekkti ekki til. „En ég hugsaði þá bara með mér að ég gæti tekið þetta sem góða æfingu. Negldi bara af stað og byrjaði að taka fram úr öllum. Ég var bara í hálfgerðu móki en það er ógeðslega skemmtilegt mindset að þurfa að ná fólki. Það endaði með að ég náði fremsta manni eftir rúma fimm kílómetra og átti þokkalega gott hlaup,“ sagði Arnar í myndbandinu sem sjá má hér að ofan. Hann tekur með sér reynslu úr hlaupinu í gær en mælir ekkert sérstaklega með því að hlauparar fari of seint af stað. „Góð æfing en ég mæli ekki með að missa af startinu. Þú ferð í ákveðið „panic mode“ en það kveikir líka á geggjaðri keppnispeppun.“ Hlaup Mest lesið Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana Körfubolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Handbolti ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Körfubolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Körfubolti Fleiri fréttir Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ „Það er björt framtíð á Nesinu“ Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn „Við vorum sjálfum okkur verstir“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana „Þurfum að fara átta okkur á því hversu góðir við erum í körfubolta“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Sex handtökur í mótmælum fyrir leik í Evrópudeildinni Emilía skoraði annan leikinn í röð Logi á toppnum en Hákon á bekknum Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Kúrekarnir í Dallas syrgja fallinn félaga Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Nær sínu 33. tímabili sem atvinnumaður Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Fúll markvörður reyndi að fela pökkinn eftir sögulegt mark Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Pálmi í ótímabundið leyfi Sjá meira
Arnar hljóp hálfmaraþonið á 1:11:54 klukkustund en flögutími hans, sem sagt tíminn frá því að hann fór yfir rásmarkið og þar til hann kom í endamarkið, var tæpum tveimur mínútum betri. Það er vegna þess að allir voru farnir af stað þegar Arnar mætti í rásmarkið. Hann lýsti því í myndbandi á Instagram, sem sjá má hér að neðan, hvernig hann hefði „lent í algjöru kaosi“ þegar hann mætti í röðina til að sækja númerið sitt fyrir hlaupið. Klippa: Arnar í algjöru kaosi fyrir Miðnæturhlaupið „Ég hélt að röðin hlyti að styttast rétt fyrir hlaup og maður gæti gripið númerið sitt. Ég kom svo þarna fimm mínútur í start en það var enn röð. Ég talaði þarna við starfsmann sem græjaði númerið fyrir mig. Það gekk eitthvað brösuglega en svo loksins fékk ég númerið, skellti því á bringuna og hélt ég væri að ná startinu. Kem niður að starthliði en þá eru allir farnir og ég heyri bara að það sé verið að starta 10 kílómetra hlaupinu. Ég var bara: „Ha? Eru þau farin?““ Ógeðslega skemmtilegt að þurfa að ná öllum Arnar segist hafa hugsað um það í sekúndubrot hvort hann nennti virkilega að fara af stað, án þess að vita hve langt væri í aðra keppendur og án þess að vita hversu sterk samkeppnin væri enda fjöldi erlendra keppenda að taka þátt sem hann þekkti ekki til. „En ég hugsaði þá bara með mér að ég gæti tekið þetta sem góða æfingu. Negldi bara af stað og byrjaði að taka fram úr öllum. Ég var bara í hálfgerðu móki en það er ógeðslega skemmtilegt mindset að þurfa að ná fólki. Það endaði með að ég náði fremsta manni eftir rúma fimm kílómetra og átti þokkalega gott hlaup,“ sagði Arnar í myndbandinu sem sjá má hér að ofan. Hann tekur með sér reynslu úr hlaupinu í gær en mælir ekkert sérstaklega með því að hlauparar fari of seint af stað. „Góð æfing en ég mæli ekki með að missa af startinu. Þú ferð í ákveðið „panic mode“ en það kveikir líka á geggjaðri keppnispeppun.“
Hlaup Mest lesið Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana Körfubolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Handbolti ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Körfubolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Körfubolti Fleiri fréttir Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ „Það er björt framtíð á Nesinu“ Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn „Við vorum sjálfum okkur verstir“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana „Þurfum að fara átta okkur á því hversu góðir við erum í körfubolta“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Sex handtökur í mótmælum fyrir leik í Evrópudeildinni Emilía skoraði annan leikinn í röð Logi á toppnum en Hákon á bekknum Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Kúrekarnir í Dallas syrgja fallinn félaga Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Nær sínu 33. tímabili sem atvinnumaður Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Fúll markvörður reyndi að fela pökkinn eftir sögulegt mark Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Pálmi í ótímabundið leyfi Sjá meira