Vilja lækka fasteignaskatta um tvo milljarða: „Við eigum fyrir þessu“ Árni Sæberg skrifar 20. júní 2025 16:51 Einar vonast til þess að meirihlutinn í borginni fallist á að lækka álagningarhlutfall fasteignagjalda. Vísir/Vilhelm Borgarfulltrúar Framsóknar leggja til lækkun álagningarhlutfalls fasteignagjalda íbúðahúsnæðis og atvinnuhúsnæðis, sem myndi skila tæplega tveimur milljörðum króna til borgarbúa. Oddviti Framsóknar í borginni segir tillöguna ekki popúlíska, enda eigi borgarsjóður vel fyrir henni eftir ráðdeild í rekstri borgarinnar undanfarið. Þá segir hann áform ríkisstjórnarinnar um að rukka borgarbúa um auðlindagjald af jarðhita fráleit. Tillagan, sem hefur verið birt á vef Reykjavíkurborgar, verður lögð fram á fundi borgarstjórnar á þriðjudaginn. Í henni er lagt til að borgarstjórn samþykki að fela fjármála- og áhættustýringarsviði að undirbúa tillögu að breytingu á fjárhagsáætlun Reykjavíkur þar sem álagningarhlutfall fasteignagjalda á íbúðarhúsnæði og atvinnuhúsnæði lækki þannig að hækkun fasteignamats hafi ekki áhrif til hækkunar gagnvart íbúum og fyrirtækjum og tekjur borgarsjóðs af fasteignagjöldum hækki ekki á milli áranna 2025 og 2026. Vel á annan milljarð Álagningarhlutfall fasteignagjalda á íbúðarhúsnæði verði lækkað úr 0,18 prósent í 0,163 prósent og álagningarhlutfall fasteignagjalda á atvinnuhúsnæði lækki úr 1,6 prósent í 1,536 prósent. Lóðaleiga lækki úr 0,2 prósent í 0,18 prósent. „Tillagan felur í sér að áætluð lækkun fasteignagjalda á næsta ári nemi rúmum 1,8 milljarði króna og skiptist þannig að tekjur vegna íbúðarhúsnæðis lækki um 857 milljónir, tekjur vegna atvinnuhúsnæðis lækki um 790 milljónir og tekjur vegna lóðaleigu lækki um 171 milljón.“ Eðlilegt að íbúar og fyrirtæki njóti árangursins Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknar í borginni, segir í samtali við Vísi að nú hafi tekist að snúa við rekstri borgarinnar og síðasta ár hafi borgarsjóður verið rekinn með fimm milljarða króna afgangi. „Þá er eðlilegt að leyfa borgarbúum og fyrirtækjunum í borginni að njóta árangursins, það munar um tæplega tveggja milljarða skattalækkun. Þessi tillaga er ekki popúlísk, við eigum fyrir þessu,“ segir hann. Ekki bjartsýnn miðað við ummæli Kristrúnar Hann segist vona að Samfylkingin og samstarfsflokkar hennar í borginni sjái ljósið og taki þátt í því að lækka skatta á íbúa en vissulega sé hann ekki bjartsýnn á það. „Miðað við síðustu ummæli Kristrúnar Frostadóttur forsætisráðherra þá hyggst Samfylkingin hækka skatta á borgarbúa með sérstöku auðlindagjaldi á hitaveitu. Það eru grafalvarleg tíðindi en koma ekki á óvart því stefna Samfylkingarinnar virðist vera að hækka sífellt skatta, hvort sem það er á vettvangi ríkisstjórnarinnar eða hér í Reykjavík.“ Þar vísar Einar til ummæla sem Kristrún lét falla á opnum fundi sem Samfylkingin stóð fyrir á Ísafirði í gær. Þar spurði íbúi hvers vegna íbúar höfuðborgarsvæðisins væru ekki rukkaðir um auðlindagjald af jarðhita. Auðlindamál voru einmitt talsvert til umræðu á fundinum, sér í lagi hvað boðaða hækkun veiðigjalda varðar. Morgunblaðið hafði í morgun eftir Kristrúnu á fundinum að ríkisstjórn hennar ynni nú að því að setja á heildstæða auðlindastefnu, sem myndi meðal annars fela í sér auðlindagjöld af jarðhita. „Það er verið að skoða þá leið að jafna það milli svæða, þó það þýði að einhver á höfuðborgarsvæðinu þurfi að borga aðeins meira.“ Reykjavík Framsóknarflokkurinn Borgarstjórn Samfylkingin Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ Viðskipti innlent Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Viðskipti innlent 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Viðskipti innlent Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Atvinnulíf Eiríkur Orri til Ofar Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Sjá meira
Tillagan, sem hefur verið birt á vef Reykjavíkurborgar, verður lögð fram á fundi borgarstjórnar á þriðjudaginn. Í henni er lagt til að borgarstjórn samþykki að fela fjármála- og áhættustýringarsviði að undirbúa tillögu að breytingu á fjárhagsáætlun Reykjavíkur þar sem álagningarhlutfall fasteignagjalda á íbúðarhúsnæði og atvinnuhúsnæði lækki þannig að hækkun fasteignamats hafi ekki áhrif til hækkunar gagnvart íbúum og fyrirtækjum og tekjur borgarsjóðs af fasteignagjöldum hækki ekki á milli áranna 2025 og 2026. Vel á annan milljarð Álagningarhlutfall fasteignagjalda á íbúðarhúsnæði verði lækkað úr 0,18 prósent í 0,163 prósent og álagningarhlutfall fasteignagjalda á atvinnuhúsnæði lækki úr 1,6 prósent í 1,536 prósent. Lóðaleiga lækki úr 0,2 prósent í 0,18 prósent. „Tillagan felur í sér að áætluð lækkun fasteignagjalda á næsta ári nemi rúmum 1,8 milljarði króna og skiptist þannig að tekjur vegna íbúðarhúsnæðis lækki um 857 milljónir, tekjur vegna atvinnuhúsnæðis lækki um 790 milljónir og tekjur vegna lóðaleigu lækki um 171 milljón.“ Eðlilegt að íbúar og fyrirtæki njóti árangursins Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknar í borginni, segir í samtali við Vísi að nú hafi tekist að snúa við rekstri borgarinnar og síðasta ár hafi borgarsjóður verið rekinn með fimm milljarða króna afgangi. „Þá er eðlilegt að leyfa borgarbúum og fyrirtækjunum í borginni að njóta árangursins, það munar um tæplega tveggja milljarða skattalækkun. Þessi tillaga er ekki popúlísk, við eigum fyrir þessu,“ segir hann. Ekki bjartsýnn miðað við ummæli Kristrúnar Hann segist vona að Samfylkingin og samstarfsflokkar hennar í borginni sjái ljósið og taki þátt í því að lækka skatta á íbúa en vissulega sé hann ekki bjartsýnn á það. „Miðað við síðustu ummæli Kristrúnar Frostadóttur forsætisráðherra þá hyggst Samfylkingin hækka skatta á borgarbúa með sérstöku auðlindagjaldi á hitaveitu. Það eru grafalvarleg tíðindi en koma ekki á óvart því stefna Samfylkingarinnar virðist vera að hækka sífellt skatta, hvort sem það er á vettvangi ríkisstjórnarinnar eða hér í Reykjavík.“ Þar vísar Einar til ummæla sem Kristrún lét falla á opnum fundi sem Samfylkingin stóð fyrir á Ísafirði í gær. Þar spurði íbúi hvers vegna íbúar höfuðborgarsvæðisins væru ekki rukkaðir um auðlindagjald af jarðhita. Auðlindamál voru einmitt talsvert til umræðu á fundinum, sér í lagi hvað boðaða hækkun veiðigjalda varðar. Morgunblaðið hafði í morgun eftir Kristrúnu á fundinum að ríkisstjórn hennar ynni nú að því að setja á heildstæða auðlindastefnu, sem myndi meðal annars fela í sér auðlindagjöld af jarðhita. „Það er verið að skoða þá leið að jafna það milli svæða, þó það þýði að einhver á höfuðborgarsvæðinu þurfi að borga aðeins meira.“
Reykjavík Framsóknarflokkurinn Borgarstjórn Samfylkingin Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ Viðskipti innlent Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Viðskipti innlent 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Viðskipti innlent Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Atvinnulíf Eiríkur Orri til Ofar Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Sjá meira