Skattgreiðendur látnir borga brúsann Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 21. júní 2025 10:01 Málið varðandi ágreining Sigríðar Friðjónsdóttur ríkissaksóknara við Helga Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknara var leyst af Guðrúnu Hafsteinsdóttur, formanni Sjálfstæðisflokksins og þáverandi dómsmálaráðherra, á faglegan og vandaðan hátt síðasta haust með tilliti til tveggja lögfræðiálita. Helgi fór um sama leyti í veikindaleyfi en sneri síðan aftur til starfa 20. desember. Fékk hann af því tilefni þau skilaboð frá Sigríði að honum yrðu hvorki falin verkefni né hleypt inn í tölvukerfi embættisins. Guðrún sat þá í starfsstjórn og daginn eftir tók ný ríkisstjórn formlega við völdum. Hvað hefði verið sagt hefði Guðrún tekið einhverjar stórar ákvarðanir í málinu rétt fyrir jólin sitjandi í starfsstjórn rétt áður en ný ríkisstjórn tók við völdum þegar ljóst varð að ríkissaksóknari ætlaði ekki að virða úrskurð dómsmálaráðherra í málinu þegar á reyndi? Fyrir það fyrsta var vitanlega ekkert svigrúm til þess sem fyrr segir. Í annan stað hefði hún þá án efa verið gagnrýnd fyrir það að láta málið ekki bíða nýs ráðherra. Bæði vegna tímaskortsins og vegna þess að hún sæti í starfsstjórn. Þess utan hefði Guðrún aldrei farið þá leið sem eftirmaður hennar, Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, fór. Hvernig Þorbjörg kaus að afgreiða málið felur auðvitað í sér algera uppgjöf gagnvart því. Guðrún var gagnrýnd fyrir að taka sex vikur í að afgreiða málið síðasta haust sem að mestu fóru í að bíða eftir áðurnefndum lögfræðiálitum. Þorbjörg lýsti því yfir um jólin eftir að hún tók við embætti dómsmálaráðherra að leysa þyrfti málið „fyrr en seinna.“ Fyrst þyrfti hún að skoða það. Hún tók sex mánuði í það. Lausnin fólst síðan í því að bjóða Helga Magnúsi embætti vararíkislögreglustjóra sem hann afþakkaði. Þá var lausn hennar að setja hann strax á eftirlaun sem annars hefði ekki orðið raunin fyrr en eftir níu ár. Var Þorbjörg að bíða eftir lögfræðiálitum allan þennan tíma? Nei, svo var ekki. Tók svona langan tíma að setja sig inn í málið? Varla. Haft var eftir henni um jólin að sú staða sem komin væri upp hjá embætti ríkissaksóknara væri bagaleg. „Samfélagslegu hagsmunirnir, almannahagsmunirnir í þessu máli eru auðvitað að ákæruvaldið í landinu sé starfshæft,“ sagði hún enn fremur í samtali við Vísi. Brýnt væri með öðrum orðum að leysa málið. Það tók engu að síður sex mánuði fyrir hana að komast að niðurstöðu sem hún reyndi síðan að fría sig ábyrgð á með því að reyna að koma henni á forvera sinn. Við skulum ekki gleyma því að þetta er ekki í fyrsta sinn sem Þorbjörg kýs að leysa mál með þeim hætti að embættismaður taki pokann sinn á kostnað skattgreiðenda. Stutt er síðan hún beitti sömu aðferð til þess að losna við Úlfar Lúðvíksson, fyrrverandi lögreglustjóra á Suðurnesjum. Honum var sem kunnugt er tilkynnt af henni á dögunum að embætti hans yrði auglýst næsta haust og honum boðið í staðinn embætti lögreglustjórans á Austurlandi án þess að þurfa að sækja um það sem hann hafnaði. Niðurstaðan varð sú að Úlfar verður á fullum launum hjá skattgreiðendum í ár án vinnuframlags. Mögulega vill Þorbjörg einnig kenna Guðrúnu einhvern veginn um það? Hvað embætti ríkissaksóknara annars varðar erum við síðan ekki farin að ræða það hvort Þorbjörg hafi mögulega verið vanhæf til þess að fjalla um málið í ljósi þess að um var að ræða fyrrverandi yfirmenn hennar. Hitt er svo annað mál hvort yfirmenn ríkisstofnana eigi að geta neitað að fela undirmönnum sínum verkefni og lokað á tölvuaðgang þeirra þó þeir hafi fullan rétt til áframhaldandi starfa. Fengið því síðan framgengt fyrir milligöngu ráðherra að þeir hætti störfum af þeim sökum og skattgreiðendur látnir borga brúsann. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Stjórnsýsla Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar (2024) Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mál Helga Magnúsar Gunnarssonar Mest lesið Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Málið varðandi ágreining Sigríðar Friðjónsdóttur ríkissaksóknara við Helga Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknara var leyst af Guðrúnu Hafsteinsdóttur, formanni Sjálfstæðisflokksins og þáverandi dómsmálaráðherra, á faglegan og vandaðan hátt síðasta haust með tilliti til tveggja lögfræðiálita. Helgi fór um sama leyti í veikindaleyfi en sneri síðan aftur til starfa 20. desember. Fékk hann af því tilefni þau skilaboð frá Sigríði að honum yrðu hvorki falin verkefni né hleypt inn í tölvukerfi embættisins. Guðrún sat þá í starfsstjórn og daginn eftir tók ný ríkisstjórn formlega við völdum. Hvað hefði verið sagt hefði Guðrún tekið einhverjar stórar ákvarðanir í málinu rétt fyrir jólin sitjandi í starfsstjórn rétt áður en ný ríkisstjórn tók við völdum þegar ljóst varð að ríkissaksóknari ætlaði ekki að virða úrskurð dómsmálaráðherra í málinu þegar á reyndi? Fyrir það fyrsta var vitanlega ekkert svigrúm til þess sem fyrr segir. Í annan stað hefði hún þá án efa verið gagnrýnd fyrir það að láta málið ekki bíða nýs ráðherra. Bæði vegna tímaskortsins og vegna þess að hún sæti í starfsstjórn. Þess utan hefði Guðrún aldrei farið þá leið sem eftirmaður hennar, Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, fór. Hvernig Þorbjörg kaus að afgreiða málið felur auðvitað í sér algera uppgjöf gagnvart því. Guðrún var gagnrýnd fyrir að taka sex vikur í að afgreiða málið síðasta haust sem að mestu fóru í að bíða eftir áðurnefndum lögfræðiálitum. Þorbjörg lýsti því yfir um jólin eftir að hún tók við embætti dómsmálaráðherra að leysa þyrfti málið „fyrr en seinna.“ Fyrst þyrfti hún að skoða það. Hún tók sex mánuði í það. Lausnin fólst síðan í því að bjóða Helga Magnúsi embætti vararíkislögreglustjóra sem hann afþakkaði. Þá var lausn hennar að setja hann strax á eftirlaun sem annars hefði ekki orðið raunin fyrr en eftir níu ár. Var Þorbjörg að bíða eftir lögfræðiálitum allan þennan tíma? Nei, svo var ekki. Tók svona langan tíma að setja sig inn í málið? Varla. Haft var eftir henni um jólin að sú staða sem komin væri upp hjá embætti ríkissaksóknara væri bagaleg. „Samfélagslegu hagsmunirnir, almannahagsmunirnir í þessu máli eru auðvitað að ákæruvaldið í landinu sé starfshæft,“ sagði hún enn fremur í samtali við Vísi. Brýnt væri með öðrum orðum að leysa málið. Það tók engu að síður sex mánuði fyrir hana að komast að niðurstöðu sem hún reyndi síðan að fría sig ábyrgð á með því að reyna að koma henni á forvera sinn. Við skulum ekki gleyma því að þetta er ekki í fyrsta sinn sem Þorbjörg kýs að leysa mál með þeim hætti að embættismaður taki pokann sinn á kostnað skattgreiðenda. Stutt er síðan hún beitti sömu aðferð til þess að losna við Úlfar Lúðvíksson, fyrrverandi lögreglustjóra á Suðurnesjum. Honum var sem kunnugt er tilkynnt af henni á dögunum að embætti hans yrði auglýst næsta haust og honum boðið í staðinn embætti lögreglustjórans á Austurlandi án þess að þurfa að sækja um það sem hann hafnaði. Niðurstaðan varð sú að Úlfar verður á fullum launum hjá skattgreiðendum í ár án vinnuframlags. Mögulega vill Þorbjörg einnig kenna Guðrúnu einhvern veginn um það? Hvað embætti ríkissaksóknara annars varðar erum við síðan ekki farin að ræða það hvort Þorbjörg hafi mögulega verið vanhæf til þess að fjalla um málið í ljósi þess að um var að ræða fyrrverandi yfirmenn hennar. Hitt er svo annað mál hvort yfirmenn ríkisstofnana eigi að geta neitað að fela undirmönnum sínum verkefni og lokað á tölvuaðgang þeirra þó þeir hafi fullan rétt til áframhaldandi starfa. Fengið því síðan framgengt fyrir milligöngu ráðherra að þeir hætti störfum af þeim sökum og skattgreiðendur látnir borga brúsann. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun