Sæki um íslenska vegabréfsáritun til að ferðast annað Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 21. júní 2025 11:14 Einstaklingarnir sækja um vegabréfsáritun til þess að auðvelda ferðlag sitt á Schengen-svæðið. Vísir/Vilhelm Starfsfólk lögregluembættisins á Suðurnesjum segist taka eftir því að einstaklingar sæki um vegabréfsáritun hérlendis án þess að hyggjast ferðast um landið. Svar við umsóknum berst hraðar hérlendis og nýta einstaklingar sér það til að komast inn á Schengen-svæðið. Lögreglustjóri kallar eftir skýrari lagaheimild til að afturkalla vegabréfsáritanir. „Starfsfólk lögreglustjórans á Suðurnesjum hefur meðal annars orðið þess vart að einstaklingar séu að sækja um vegabréfsáritanir hjá íslenskum stjórnvöldum þar sem umsóknir séu afgreiddar hraðar og það séu meiri líkur á að þær séu samþykktar,“ segir í umsögn lögreglustjórans á Suðurnesjum um frumvarp utanríkisráðherra um vegabréfsáritanir. Þar kemur einnig fram að umræddir einstaklingar ætli sér ekki að ferðast um landið heldur afbóki hótel og flug um leið og þeir fái áritunina. Frá áramótum hafa um tuttugu mál komið upp hjá lögregluembættinu sem varða frávísunum með hliðsjón af afturköllun áritunar. „Þá hefur einnig komið upp mál þar sem einstaklingar bóka sólahringsferð til Íslands til að fá stimpil hér landi til að virkja vegabréfsáritunina svo að viðkomandi geti ferðast áfram inn í Evrópu.“ Vilja skýrara frumvarp Frumvarp utanríkisráðherra kveður á að utanríkisráðuneytið taki alfarið við framkvæmd vegabréfsáritana en þá sé sami aðilinn sem hefur heimild til að bæði veita og synja vegabréfsáritunum. Þá verði kæruleið aðlöguð að finnskri fyrirmynd sem þýðir að ráðuneytið hefur heimild til að taka aftur upp mál í stað þess að vísa þeim til kærunefndar útlendingamála. Í umsókninni lýsir lögreglustjórinn yfir ánægju en kallar jafnframt eftir því að ákveðin atriði þurfi að skýra í frumvarpinu. Þar á meðal er ítarlegri heimild til að afturkalla vegabréfsáritanir, til að mynda ef að einstaklingur hefur gefið upp rangar upplýsingar um tilgang ferðarinnar eða ef að umsækjendurnir séu einungis að nýta sér íslenska áritun til að komast inn á Schengen-svæðið. Ferðalög Utanríkismál Alþingi Lögreglumál Vegabréf Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Fleiri fréttir Billy Long biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Sjá meira
„Starfsfólk lögreglustjórans á Suðurnesjum hefur meðal annars orðið þess vart að einstaklingar séu að sækja um vegabréfsáritanir hjá íslenskum stjórnvöldum þar sem umsóknir séu afgreiddar hraðar og það séu meiri líkur á að þær séu samþykktar,“ segir í umsögn lögreglustjórans á Suðurnesjum um frumvarp utanríkisráðherra um vegabréfsáritanir. Þar kemur einnig fram að umræddir einstaklingar ætli sér ekki að ferðast um landið heldur afbóki hótel og flug um leið og þeir fái áritunina. Frá áramótum hafa um tuttugu mál komið upp hjá lögregluembættinu sem varða frávísunum með hliðsjón af afturköllun áritunar. „Þá hefur einnig komið upp mál þar sem einstaklingar bóka sólahringsferð til Íslands til að fá stimpil hér landi til að virkja vegabréfsáritunina svo að viðkomandi geti ferðast áfram inn í Evrópu.“ Vilja skýrara frumvarp Frumvarp utanríkisráðherra kveður á að utanríkisráðuneytið taki alfarið við framkvæmd vegabréfsáritana en þá sé sami aðilinn sem hefur heimild til að bæði veita og synja vegabréfsáritunum. Þá verði kæruleið aðlöguð að finnskri fyrirmynd sem þýðir að ráðuneytið hefur heimild til að taka aftur upp mál í stað þess að vísa þeim til kærunefndar útlendingamála. Í umsókninni lýsir lögreglustjórinn yfir ánægju en kallar jafnframt eftir því að ákveðin atriði þurfi að skýra í frumvarpinu. Þar á meðal er ítarlegri heimild til að afturkalla vegabréfsáritanir, til að mynda ef að einstaklingur hefur gefið upp rangar upplýsingar um tilgang ferðarinnar eða ef að umsækjendurnir séu einungis að nýta sér íslenska áritun til að komast inn á Schengen-svæðið.
Ferðalög Utanríkismál Alþingi Lögreglumál Vegabréf Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Fleiri fréttir Billy Long biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Sjá meira
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent