Staðreyndir um einfaldara regluverk Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar 22. júní 2025 12:01 Í störfum mínum sem umhverfis, orku- og loftslagsmálaráðherra var einföldun á regluverki og betrumbætur á rekstrarumhverfi minni rekstraraðila eitt mitt helsta markmið. Samþykkti ég því til stuðnings tvær lykilreglugerðir sem gjörbyltu málsmeðferð fyrir fjölda atvinnugreina og tryggði þeim þannig hraðari og einfaldari þjónustu. Árið 2017, fyrir mína tíð sem ráðherra, var færð í lög nokkuð íþyngjandi krafa sem gerði það að verkum að fyrirtæki þurftu að bíða í 4-8 vikur eftir starfsleyfi. Árið 2022 setti ég á svokallaða skráningareglugerð sem stytti biðtímann niður í örfáa daga en sú reglugerð tók til 47 atvinnugreina, eins og t.d. bílaþvottastöðva, hársnyrtistofa, meindýravarna, steypuverksmiðja og fleiri. Þetta tryggði þeim samræmda málsmeðferð og starfsskilyrði um allt land. Tveimur árum síðar setti ég aðra reglugerð um framkvæmd hollustuhátta sem opnaði dyrnar inn um sama ferli fyrir enn fleiri atvinnugreinar með það að markmiði að koma á fót einum viðkomustað fyrir leyfi og skráningar. Þessu hafði atvinnulífið beðið lengi eftir. Eftirmaður minn í ráðherraembættinu, Jóhann Páll Jóhannsson, hefur haldið áfram þessari góðu vinnu og fært fleiri atvinnugreinar undir þessa reglugerð, atvinnugreinar sem biðu á færibandi ráðuneytisins. Þar má til dæmis nefna veitingahús og bakarí. Það ber að hrósa núverandi ráðherra fyrir að keyra þetta mikilvæga verkefni áfram. Til viðbótar við þessar reglugerðarbreytingar, sem léttu á lamandi ferli, var í minni ráðherratíð gerð úttekt á eftirlitskerfinu sjálfu. Þar kom í ljós – og ekki í fyrsta sinn – að kerfið er þunglamalegt og óskilvirkt og hamlar verulega samkeppnishæfni íslenskra fyrirtækja. Ég hvet því ráðherra og ríkisstjórnina eindregið til að vinna áfram á grundvelli þeirra tillagna sem þar komu fram. Í ljósi framangreinds hefur mér þótt umfjöllun um þessi mál ósanngjörn og að mörgu leyti röng. Ég barðist fyrir einfaldara kerfi og kom í gegn breytingum sem ég er stoltur af og núverandi ráðherra hefur gert vel í að fylgja eftir. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi umhverfis, orku- og loftslagsmálaráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðlaugur Þór Þórðarson Mest lesið Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson Skoðun Skoðun Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Sjá meira
Í störfum mínum sem umhverfis, orku- og loftslagsmálaráðherra var einföldun á regluverki og betrumbætur á rekstrarumhverfi minni rekstraraðila eitt mitt helsta markmið. Samþykkti ég því til stuðnings tvær lykilreglugerðir sem gjörbyltu málsmeðferð fyrir fjölda atvinnugreina og tryggði þeim þannig hraðari og einfaldari þjónustu. Árið 2017, fyrir mína tíð sem ráðherra, var færð í lög nokkuð íþyngjandi krafa sem gerði það að verkum að fyrirtæki þurftu að bíða í 4-8 vikur eftir starfsleyfi. Árið 2022 setti ég á svokallaða skráningareglugerð sem stytti biðtímann niður í örfáa daga en sú reglugerð tók til 47 atvinnugreina, eins og t.d. bílaþvottastöðva, hársnyrtistofa, meindýravarna, steypuverksmiðja og fleiri. Þetta tryggði þeim samræmda málsmeðferð og starfsskilyrði um allt land. Tveimur árum síðar setti ég aðra reglugerð um framkvæmd hollustuhátta sem opnaði dyrnar inn um sama ferli fyrir enn fleiri atvinnugreinar með það að markmiði að koma á fót einum viðkomustað fyrir leyfi og skráningar. Þessu hafði atvinnulífið beðið lengi eftir. Eftirmaður minn í ráðherraembættinu, Jóhann Páll Jóhannsson, hefur haldið áfram þessari góðu vinnu og fært fleiri atvinnugreinar undir þessa reglugerð, atvinnugreinar sem biðu á færibandi ráðuneytisins. Þar má til dæmis nefna veitingahús og bakarí. Það ber að hrósa núverandi ráðherra fyrir að keyra þetta mikilvæga verkefni áfram. Til viðbótar við þessar reglugerðarbreytingar, sem léttu á lamandi ferli, var í minni ráðherratíð gerð úttekt á eftirlitskerfinu sjálfu. Þar kom í ljós – og ekki í fyrsta sinn – að kerfið er þunglamalegt og óskilvirkt og hamlar verulega samkeppnishæfni íslenskra fyrirtækja. Ég hvet því ráðherra og ríkisstjórnina eindregið til að vinna áfram á grundvelli þeirra tillagna sem þar komu fram. Í ljósi framangreinds hefur mér þótt umfjöllun um þessi mál ósanngjörn og að mörgu leyti röng. Ég barðist fyrir einfaldara kerfi og kom í gegn breytingum sem ég er stoltur af og núverandi ráðherra hefur gert vel í að fylgja eftir. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi umhverfis, orku- og loftslagsmálaráðherra.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun