Hyggst setja RÚV „talsverðar skorður“ í þágu einkarekinna fjölmiðla Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 23. júní 2025 08:07 Logi Einarsson ætlar að kynna fjölmiðlastefnu nú í haust. Vísir/Vilhelm Menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra telur ekki skynsamlegt að taka Ríkisútvarpið af auglýsingamarkaði en hyggst samt sem áður setja fjölmiðlinum talsverðar skorður í þágu einkarekinna fjölmiðla. Ráðherrann vill einnig stofna íslenska gervigreindarmiðstöð til að koma í veg fyrir skekkjur erlendra mállíkana. Logi Einarsson, menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra, mætti í útvarpsþáttinnSprengisand og ræddi meðal annars nýja fjölmiðlastefnu sem hann hyggst leggja fram næsta haust. Ætlunin er að styrkja stöðu einkarekinna fjölmiðla en hann telur ekki skynsamlegt að taka Ríkisútvarpið af auglýsingamarkaði. „Við erum að fara leggja fram frumvarp í haust þar sem við náum einhverjum af þessum tekjum sem að þessi fyrirtæki eru að taka út úr íslensku hagkerfi,“ segir hann og vísar í erlend stórfyrirtækin Facebook og Google. „Við erum með í fanginu afleiðingar af því hvernig við byggðum upp okkar Ríkisútvarp þar sem auglýsingaþátturinn var hlutur af þeirri starfsemi ólíkt því sem gerðist í Noregi eða sumum norrænum löndum. Á sama tíma höfum við séð molna svolítið hressilega undir einkareknum fjölmiðlum.“ Með frumvarpinu hyggst hann setja Ríkisútvarpinu ákveðnar skorður um hvernig og hvenær megi auglýsa. Kemur til greina að taka Ríkisútvarpið af auglýsingamarkaði? „Ég held að það sé ekki skynsamlegt. Ég held að það yrði allt of stórt fyrsta skref. Það eru mjög margir sem hafa bent á að það yrði ansi ólíklegt að allar auglýsingarnar þar myndu rata inn á stóru stöðvarnar. Í öðru lagi yrði það alveg svakalega stórt högg fyrir Ríkisútvarpið sem að glímir auðvitað líka við mjög dýra lífeyrisskuldbindingar.“ Erlendar streymisveitur verða einnig teknar fyrir samkvæmt Loga. Með stefnunni hyggst hann skattleggja streymisveitur líkt og Netflix. Það megi ekki hafa áhrif á íslensku streymisveiturnar. „Við erum að skoða með hvaða hætti og hvernig við getum sótt eitthvað af þessum tekjum til baka,“ segir hann. Skekkja í erlendum mállíkönum „Nú erum við á næstu dögum að fara birta þessa gervigreindaráætlun sem við þurfum að leggja til grundvallar. Við munum birta frumvarp eða undirbúa það með öðrum hætti að búa til íslenska gervigreindarmiðstöð. Þar mun Almannarómur sem er íslenskur hluti af þessu verkefni vera miðlægur,“ segir Logi. Á dögunum var fjallað um nýja norræna-baltneska gervigreindarmiðstöð sem er í smíðum. Lilja Dögg Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Almannaróms, sagði gríðarlega mikilvægt fyrir Ísland að taka þátt í mótun gervigreindarmiðstöðvar þar sem námstækifæri væru fyrir hendi. Logi tekur undir orð hennar og vill nýta tækifærið til upplýsingaöflunar með það að markmiði að búa til íslenska gervigreindarmiðstöð. „Þessi stóru gervigreindarlíkön eru ekkert styðja við þau gildi sem við á Norðurlöndunum viljum,“ segir hann. „Í fyrsta lagi gengur þetta út á það að við útvegum okkur næga reiknigetu til þess að geta unnið með svona flókin og þung gögn. Í öðru lagi lagt grunninn að því að byggja okkar eigin módel, þar sem að skekkjur sem eru augljósar inni í stóru módelunum verði ekki til staðar.“ Logi fagnar framtaki fyrrum ríkisstjórnar að fá íslensku sem annað tungumál mállíkansins ChatGPT. Hins vegar séu erlendu mállíkönin með ákveðnar skekkjur sem hægt væri að laga með al-íslensku mállíkani. „Okkur var bent á það ef þú setur inn jákvætt orð eins og „strong“ þá ertu líklegri til að fá þýðinguna í karlkyni, semsagt sterkur. En ef þú setur orð sem hefur neikvæðan blæ eins og „weak“ þá ertu líklegri til að fá það í kvenkyni, veik. Þetta getum við komið auga á því að okkar mál er byggt þannig upp og þetta er eitthvað sem við erum að vinda ofan af.“ Logi og Kristján Kristjánsson, stjórnandi Sprengisands, fóru um víðan völl í viðtalinu sem má hlusta á í heild sinni hér í spilaranum: Fjölmiðlar Ríkisútvarpið Gervigreind Sprengisandur Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira
Logi Einarsson, menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra, mætti í útvarpsþáttinnSprengisand og ræddi meðal annars nýja fjölmiðlastefnu sem hann hyggst leggja fram næsta haust. Ætlunin er að styrkja stöðu einkarekinna fjölmiðla en hann telur ekki skynsamlegt að taka Ríkisútvarpið af auglýsingamarkaði. „Við erum að fara leggja fram frumvarp í haust þar sem við náum einhverjum af þessum tekjum sem að þessi fyrirtæki eru að taka út úr íslensku hagkerfi,“ segir hann og vísar í erlend stórfyrirtækin Facebook og Google. „Við erum með í fanginu afleiðingar af því hvernig við byggðum upp okkar Ríkisútvarp þar sem auglýsingaþátturinn var hlutur af þeirri starfsemi ólíkt því sem gerðist í Noregi eða sumum norrænum löndum. Á sama tíma höfum við séð molna svolítið hressilega undir einkareknum fjölmiðlum.“ Með frumvarpinu hyggst hann setja Ríkisútvarpinu ákveðnar skorður um hvernig og hvenær megi auglýsa. Kemur til greina að taka Ríkisútvarpið af auglýsingamarkaði? „Ég held að það sé ekki skynsamlegt. Ég held að það yrði allt of stórt fyrsta skref. Það eru mjög margir sem hafa bent á að það yrði ansi ólíklegt að allar auglýsingarnar þar myndu rata inn á stóru stöðvarnar. Í öðru lagi yrði það alveg svakalega stórt högg fyrir Ríkisútvarpið sem að glímir auðvitað líka við mjög dýra lífeyrisskuldbindingar.“ Erlendar streymisveitur verða einnig teknar fyrir samkvæmt Loga. Með stefnunni hyggst hann skattleggja streymisveitur líkt og Netflix. Það megi ekki hafa áhrif á íslensku streymisveiturnar. „Við erum að skoða með hvaða hætti og hvernig við getum sótt eitthvað af þessum tekjum til baka,“ segir hann. Skekkja í erlendum mállíkönum „Nú erum við á næstu dögum að fara birta þessa gervigreindaráætlun sem við þurfum að leggja til grundvallar. Við munum birta frumvarp eða undirbúa það með öðrum hætti að búa til íslenska gervigreindarmiðstöð. Þar mun Almannarómur sem er íslenskur hluti af þessu verkefni vera miðlægur,“ segir Logi. Á dögunum var fjallað um nýja norræna-baltneska gervigreindarmiðstöð sem er í smíðum. Lilja Dögg Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Almannaróms, sagði gríðarlega mikilvægt fyrir Ísland að taka þátt í mótun gervigreindarmiðstöðvar þar sem námstækifæri væru fyrir hendi. Logi tekur undir orð hennar og vill nýta tækifærið til upplýsingaöflunar með það að markmiði að búa til íslenska gervigreindarmiðstöð. „Þessi stóru gervigreindarlíkön eru ekkert styðja við þau gildi sem við á Norðurlöndunum viljum,“ segir hann. „Í fyrsta lagi gengur þetta út á það að við útvegum okkur næga reiknigetu til þess að geta unnið með svona flókin og þung gögn. Í öðru lagi lagt grunninn að því að byggja okkar eigin módel, þar sem að skekkjur sem eru augljósar inni í stóru módelunum verði ekki til staðar.“ Logi fagnar framtaki fyrrum ríkisstjórnar að fá íslensku sem annað tungumál mállíkansins ChatGPT. Hins vegar séu erlendu mállíkönin með ákveðnar skekkjur sem hægt væri að laga með al-íslensku mállíkani. „Okkur var bent á það ef þú setur inn jákvætt orð eins og „strong“ þá ertu líklegri til að fá þýðinguna í karlkyni, semsagt sterkur. En ef þú setur orð sem hefur neikvæðan blæ eins og „weak“ þá ertu líklegri til að fá það í kvenkyni, veik. Þetta getum við komið auga á því að okkar mál er byggt þannig upp og þetta er eitthvað sem við erum að vinda ofan af.“ Logi og Kristján Kristjánsson, stjórnandi Sprengisands, fóru um víðan völl í viðtalinu sem má hlusta á í heild sinni hér í spilaranum:
Fjölmiðlar Ríkisútvarpið Gervigreind Sprengisandur Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira