Gefum heimild fyrir kyrrð og kærleik Aðalheiður Mjöll Þórarinsdóttir skrifar 24. júní 2025 12:46 Við búum í heimi sem breytist á ógnarhraða, samfélagi þar sem álag, hraði og áreiti er normið. Margar vísbendingar eru um að geðheilsa barna og ungmenna fari versnandi og að tíðni ofbeldis meðal ungmenna hafi aukist. Hegðun barna á sér oft rót í undirliggjandi vanlíðan, skertri félagsfærni og tengslarofi, hún er sjaldnast tilviljunarkennd heldur viðbragð við óuppfylltum þörfum í umhverfi þeirra. Við verðum því að staldra við. Við þurfum að endurvekja skilninginn á því hvað það þýðir að vera manneskja. Hvað það þýðir að vera hamingjusöm og farsæl manneskja. Tengsl – lykillinn að hamingju Í streitu og áreiti hversdagsins höfum við misst tenginguna við innri rödd okkar, tilfinningarnar og sjálfan tilganginn. Við höfum jafnvel gleymt því hvernig það er að vera í hlýju og kærleik við aðra manneskju, við okkur sjálf eða við náttúruna. Rannsóknir hafa ítrekað sýnt að góð tengsl við okkur sjálf, aðra og umhverfið eru meðal sterkustu forspárþátta hamingju. Það kallar á að við endurhugsum hvernig við skilgreinum hamingju og hvað við viljum kenna börnunum okkar. Við þurfum að afbyggja gamlar hugmyndir vestrænnar sældarhyggju, sem virðist vera rotin og gömul hegðunarmynstur okkar vestrænna þjóða þar sem hamingja er metin út frá neyslu, samanburði og yfirborðslegum árangri. Í menningu þar sem við keppumst um að vera meira, eiga flottustu bílana og merkjavörurnar gleymum við að ódauðlaugu hlutirnir sem við freistumst til að kaupa leggja ekkert marktækt til hamingju okkar. Hugmyndin um að hamingja felist í því að eignast sífellt meira, stærra og dýrara er villandi tálsýn. Þó neysla geti veitt skammvinna ánægju, hefur hún lítil áhrif á djúpstæða og varanlega hamingju. Það sem raunverulega nærir okkur og veitir okkur hamingju eru óáþreifanleg gæði, hlý tengsl, nánd og innri kyrrð. Lykillinn liggur í menntun í félags- og tilfinningafærni Í grunnskólanámskrá Finnlands, sem margir líta til sem fyrirmynd, er félags- og tilfinningafærni hluti af kjarna menntunar. Lögð er sérstök áhersla á velsæld (e.well-being), samkennd, sjálfsvitund og tilfinningastjórnun. Það er engin tilviljun að Finnland hefur verið í efsta sæti World Happiness Report í sjö ár í röð, þar sem samfélagið byggir á hugmyndinni um heildræna vellíðan, ekki eingöngu mælda í árangri, heldur í líðan og tengslum. Með því að kenna börnum okkar hvað felst í því að vera farsæl manneskja – að vera tilfinningalega meðvituð og tengd – þá hjálpum við þeim að lifa heilbrigðara og hamingjusamara lífi. Við eigum að kenna þeim að hlusta á eigin mennsku. Að þekkja tilfinningar sínar, mæta þeim með kærleika og góðvild og læra leiðir til að takast á við erfiðar aðstæður með sjálfsumhyggju. Það er mikilvægt að leiða börn inn í heim jákvæðrar hugsunar, því þannig læra þau að treysta á eigin styrk, takast á við hindranir og finna meira jafnvægi og gleði í daglegu lífi. Þegar börn temja sér þann hugsunarhátt að áskoranir séu ekki hindranir heldur tækifæri til vaxtar, þróa þau með sér viðhorf sem styður við seiglu, trú á eigin getu og getu til að sækjast eftir árangri á eigin forsendum. Lífið býður upp á alls kyns reynslu og ekki er alltaf auðvelt að halda jákvæðu hugarfari þegar á móti blæs. Þá skiptir miklu máli að þjálfa hugrekki tilfinninganna og að leyfa sér að finna, setja orð á og skilja tilfinningarnar sem búa innra með okkur. Með því styrkjum við innsæi okkar og færni til að takast á við tilveruna af samkennd og sjálfstrausti. Í kjarnann snýst þetta um að efla félags- og tilfinningafærni barna okkar, færni sem er í raun undirstaðan að vellíðan, tengslum og árangri í lífinu. Samfélagið byrjar hjá okkur sjálfum Samfélagið er skapað af fólkinu sem það byggir. Halla Tómasdóttir forseti og frábær fyrirmynd, hefur einmitt minnt okkur á mikilvægi þess að setja ljósið á eigin líðan og nærveru. Með því leggjum við okkar af mörkum til heilbrigðs og sammannlegs samfélags. Hlustum á eigin mennsku og finnum aftur taktinn sem heiminum var aldrei ætlað að missa – takt náttúrunnar, kærleikans og tengsla. Hægjum á. Verum meðvituð. Verum tengd og gefum heimild fyrir kyrrð og kærleik í lífi barnanna okkar. Höfundur er náms- og starfsráðgjafi, með MA-diploma í jákvæðri sálfræði, jóga- og núvitundarkennari og eigandi Eirð náttúruhús, eird.is Heimildaskrá Diener, E., & Seligman, M. E. P. (2002). Very happy people. Psychological Science, 13(1), 81–84. https://doi.org/10.1111/1467-9280.00415 Goleman, D. (1995). Emotional intelligence: Why it can matter more than IQ. Bantam Books. Sótt af https://asantelim.wordpress.com/wp-content/uploads/2018/05/daniel-goleman-emotional-intelligence.pdf Helliwell, J. F., Layard, R., Sachs, J. D., De Neve, J.-E., Aknin, L. B., & Wang, S. (ritstj.). (2025). World Happiness Report 2025. Wellbeing Research Centre, Háskólinn í Oxford. Sótt af https://worldhappiness.report/ed/2025/ King, L. A., & Napa, C. K. (1998). What makes a life good? Journal of Personality and Social Psychology, 75(1), 156–165. Sótt af: https://doi.org/ 10.1037/0022-3514.75.1.156 Mäkinen, T., Virtanen, A., & Kostiainen, E. (2024). Social and Emotional Learning in Finnish Physical Education Teacher Education. Journal of Teaching in Physical Education. Sótt af: https://doi.org/10.1123/jtpe.2024-0120 Ryan, R. M., & Deci, E. L. (2000). Self-determination theory and the facilitation of intrinsic motivation, social development, and well-being. American Psychologist, 55(1), 68–78. https://doi.org/10.1037/0003-066X.55.1.68 Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Halldór 16.08.2025 Halldór Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Við búum í heimi sem breytist á ógnarhraða, samfélagi þar sem álag, hraði og áreiti er normið. Margar vísbendingar eru um að geðheilsa barna og ungmenna fari versnandi og að tíðni ofbeldis meðal ungmenna hafi aukist. Hegðun barna á sér oft rót í undirliggjandi vanlíðan, skertri félagsfærni og tengslarofi, hún er sjaldnast tilviljunarkennd heldur viðbragð við óuppfylltum þörfum í umhverfi þeirra. Við verðum því að staldra við. Við þurfum að endurvekja skilninginn á því hvað það þýðir að vera manneskja. Hvað það þýðir að vera hamingjusöm og farsæl manneskja. Tengsl – lykillinn að hamingju Í streitu og áreiti hversdagsins höfum við misst tenginguna við innri rödd okkar, tilfinningarnar og sjálfan tilganginn. Við höfum jafnvel gleymt því hvernig það er að vera í hlýju og kærleik við aðra manneskju, við okkur sjálf eða við náttúruna. Rannsóknir hafa ítrekað sýnt að góð tengsl við okkur sjálf, aðra og umhverfið eru meðal sterkustu forspárþátta hamingju. Það kallar á að við endurhugsum hvernig við skilgreinum hamingju og hvað við viljum kenna börnunum okkar. Við þurfum að afbyggja gamlar hugmyndir vestrænnar sældarhyggju, sem virðist vera rotin og gömul hegðunarmynstur okkar vestrænna þjóða þar sem hamingja er metin út frá neyslu, samanburði og yfirborðslegum árangri. Í menningu þar sem við keppumst um að vera meira, eiga flottustu bílana og merkjavörurnar gleymum við að ódauðlaugu hlutirnir sem við freistumst til að kaupa leggja ekkert marktækt til hamingju okkar. Hugmyndin um að hamingja felist í því að eignast sífellt meira, stærra og dýrara er villandi tálsýn. Þó neysla geti veitt skammvinna ánægju, hefur hún lítil áhrif á djúpstæða og varanlega hamingju. Það sem raunverulega nærir okkur og veitir okkur hamingju eru óáþreifanleg gæði, hlý tengsl, nánd og innri kyrrð. Lykillinn liggur í menntun í félags- og tilfinningafærni Í grunnskólanámskrá Finnlands, sem margir líta til sem fyrirmynd, er félags- og tilfinningafærni hluti af kjarna menntunar. Lögð er sérstök áhersla á velsæld (e.well-being), samkennd, sjálfsvitund og tilfinningastjórnun. Það er engin tilviljun að Finnland hefur verið í efsta sæti World Happiness Report í sjö ár í röð, þar sem samfélagið byggir á hugmyndinni um heildræna vellíðan, ekki eingöngu mælda í árangri, heldur í líðan og tengslum. Með því að kenna börnum okkar hvað felst í því að vera farsæl manneskja – að vera tilfinningalega meðvituð og tengd – þá hjálpum við þeim að lifa heilbrigðara og hamingjusamara lífi. Við eigum að kenna þeim að hlusta á eigin mennsku. Að þekkja tilfinningar sínar, mæta þeim með kærleika og góðvild og læra leiðir til að takast á við erfiðar aðstæður með sjálfsumhyggju. Það er mikilvægt að leiða börn inn í heim jákvæðrar hugsunar, því þannig læra þau að treysta á eigin styrk, takast á við hindranir og finna meira jafnvægi og gleði í daglegu lífi. Þegar börn temja sér þann hugsunarhátt að áskoranir séu ekki hindranir heldur tækifæri til vaxtar, þróa þau með sér viðhorf sem styður við seiglu, trú á eigin getu og getu til að sækjast eftir árangri á eigin forsendum. Lífið býður upp á alls kyns reynslu og ekki er alltaf auðvelt að halda jákvæðu hugarfari þegar á móti blæs. Þá skiptir miklu máli að þjálfa hugrekki tilfinninganna og að leyfa sér að finna, setja orð á og skilja tilfinningarnar sem búa innra með okkur. Með því styrkjum við innsæi okkar og færni til að takast á við tilveruna af samkennd og sjálfstrausti. Í kjarnann snýst þetta um að efla félags- og tilfinningafærni barna okkar, færni sem er í raun undirstaðan að vellíðan, tengslum og árangri í lífinu. Samfélagið byrjar hjá okkur sjálfum Samfélagið er skapað af fólkinu sem það byggir. Halla Tómasdóttir forseti og frábær fyrirmynd, hefur einmitt minnt okkur á mikilvægi þess að setja ljósið á eigin líðan og nærveru. Með því leggjum við okkar af mörkum til heilbrigðs og sammannlegs samfélags. Hlustum á eigin mennsku og finnum aftur taktinn sem heiminum var aldrei ætlað að missa – takt náttúrunnar, kærleikans og tengsla. Hægjum á. Verum meðvituð. Verum tengd og gefum heimild fyrir kyrrð og kærleik í lífi barnanna okkar. Höfundur er náms- og starfsráðgjafi, með MA-diploma í jákvæðri sálfræði, jóga- og núvitundarkennari og eigandi Eirð náttúruhús, eird.is Heimildaskrá Diener, E., & Seligman, M. E. P. (2002). Very happy people. Psychological Science, 13(1), 81–84. https://doi.org/10.1111/1467-9280.00415 Goleman, D. (1995). Emotional intelligence: Why it can matter more than IQ. Bantam Books. Sótt af https://asantelim.wordpress.com/wp-content/uploads/2018/05/daniel-goleman-emotional-intelligence.pdf Helliwell, J. F., Layard, R., Sachs, J. D., De Neve, J.-E., Aknin, L. B., & Wang, S. (ritstj.). (2025). World Happiness Report 2025. Wellbeing Research Centre, Háskólinn í Oxford. Sótt af https://worldhappiness.report/ed/2025/ King, L. A., & Napa, C. K. (1998). What makes a life good? Journal of Personality and Social Psychology, 75(1), 156–165. Sótt af: https://doi.org/ 10.1037/0022-3514.75.1.156 Mäkinen, T., Virtanen, A., & Kostiainen, E. (2024). Social and Emotional Learning in Finnish Physical Education Teacher Education. Journal of Teaching in Physical Education. Sótt af: https://doi.org/10.1123/jtpe.2024-0120 Ryan, R. M., & Deci, E. L. (2000). Self-determination theory and the facilitation of intrinsic motivation, social development, and well-being. American Psychologist, 55(1), 68–78. https://doi.org/10.1037/0003-066X.55.1.68
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun