Staða þorpshálfvita er laus til umsóknar Jón Daníelsson skrifar 25. júní 2025 08:32 Árlega hvarflar það að mér þegar kemur fram í júnímánuð að þessi fyrirsögn væri hentug yfirskrift, þegar verið er að auglýsa kosningar til Alþingis. Og ég held reyndar ekki að sú hugdetta þarfnist nánari skýringa. Á Alþingi hefur skapast sú hefð að stjórnarandstaðan misnoti það frelsi, sem felst í því að takmarka ekki umræðutíma með lögum. Þingmenn minnihlutans halda áfram að láta móðan mása þangað til þingmeirihlutinn neyðist til að semja um það, hvaða mál hann fái náðarsamlegast að afgreiða. Þetta segir þó ekki nema hálfa söguna, því þegar samningar hafa náðst eru ekki einungis afgreidd þau mál sem rædd hafa verið vikum saman eftir að öll vitræn með- og mótrök voru komin fram, heldur líka fjöldi annarra mála sem þingmenn hafa látið vera að ræða til enda, eins og þeim ber þó að gera. Þorsteinn Víglundsson fyrrum þingmaður og ráðherra Viðreisnar lýsti þessu ágætlega í Silfrinu sl. mánudag. Hann sagði: „… þegar sátt næst um þinglok, þá skyndilega þarf ekki að tala um neitt og þingmenn hafa ekki undan að greiða atkvæði. … Ég man bara eftir því sjálfur að maður átti í vandræðum með að fylgjast með hvaða mál væri verið að greiða atkvæði um þá stundina og hvað þá að maður hefði einhverja hugmynd um hvaða breytingum það hefði tekið í nefnd því það náðist ekkert að ræða það í þingsal.“ Þetta er auðvitað skrípaleikur. Og skýrir kannski hvers vegna furðu stór hluti þeirra mála, sem þingið afgreiðir, eru nauðsynlegar endurbætur mála sem áður höfðu verið afgreidd í þeim flumbrugangi sem Þorsteinn lýsir. Hanaslagurinn virðist óvenju harðskeyttur í ár. Ég minnist þess ekki að hafa heyrt jafn grimmilegt málþófsloforð og í síðustu viku, þegar Jens Garðar Helgason steig pontu Alþingis og sagði þetta: „Það er heilög skylda okkar að standa gegn svona dellumálum og öllum þessum vinstrimálum, sem eru árásir á ellilífeyrisþega, atvinnulífið í landinu og alla þá sem er verið að reyna að koma hér með í gegn. Það er heilög skylda okkar að standa gegn þessum málum og við munum gera það í allt sumar ef til þarf.“ Hann er sem sagt tilbúinn að standa í ræðustólnum í allt sumar til að koma í veg fyrir að meirihlutinn ráði. Til að koma í veg fyrir að lýðræðið virki! – Og í umboði Guðs almáttugs auðvitað. Er maður sem svona talar virkilega með fullu viti? En þingmenn stjórnarliðsins bera líka sína ábyrgð. Í þingskapalögum er afar skýrt ákvæði um viðbrögð forseta þingsins - og reyndar duga tilmæli níu þingmanna. Forseti getur ekki bara stöðvað umræður um þingmál og látið greiða atkvæði, heldur líka takmarkað ræðutíma hvers þingmanns eða heildarumræðutíma um tiltekið þingmál. Til þess þarf forsetinn þó auðvitað meirihlutastuðning. Þetta þýðir í praxís að meirihluti þingmanna hefur vald til að færa starfshætti þingsins af hegðunarstigi simpansa í það horf sem almennt tíðkast í nágrannaríkjunum. Sú nýja ríkisstjórn sem tók við um áramótin vill kalla sig verkstjórn og til að standa undir nafni þarf hún auðvitað að koma málum sínum gegnum þingið. Stjórnin hefur rúman þingmeirihluta og mér þykir eðlilegt að gera þá kröfu að hún standi við stóru orðin. Forseti þingsins og þingmenn meirihlutans eru ekki, og eiga ekki að líta á á sig, sem starfsfólk á vitlausraspítala. Það er kominn tími til að beita 71. grein laganna um þingsköp Alþingis. Það á hins vegar hvorki að gera af hörku né óbilgirni. Þvert á móti á meirihlutinn að sýna þá hógværð að ákvarða hverju þingmáli skynsamlegan umræðutíma, en setja engu að síður ákveðin mörk, bara svona rétt eins og almennt tíðkast í mannlegum í samskiptum. Í því felst hvorki fautaskapur né ofdramb, heldur einungis ábyrg hegðun og sanngirni. Höfundur er áhugamaður um heilbrigða skynsemi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason Skoðun Skoðun Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Sjá meira
Árlega hvarflar það að mér þegar kemur fram í júnímánuð að þessi fyrirsögn væri hentug yfirskrift, þegar verið er að auglýsa kosningar til Alþingis. Og ég held reyndar ekki að sú hugdetta þarfnist nánari skýringa. Á Alþingi hefur skapast sú hefð að stjórnarandstaðan misnoti það frelsi, sem felst í því að takmarka ekki umræðutíma með lögum. Þingmenn minnihlutans halda áfram að láta móðan mása þangað til þingmeirihlutinn neyðist til að semja um það, hvaða mál hann fái náðarsamlegast að afgreiða. Þetta segir þó ekki nema hálfa söguna, því þegar samningar hafa náðst eru ekki einungis afgreidd þau mál sem rædd hafa verið vikum saman eftir að öll vitræn með- og mótrök voru komin fram, heldur líka fjöldi annarra mála sem þingmenn hafa látið vera að ræða til enda, eins og þeim ber þó að gera. Þorsteinn Víglundsson fyrrum þingmaður og ráðherra Viðreisnar lýsti þessu ágætlega í Silfrinu sl. mánudag. Hann sagði: „… þegar sátt næst um þinglok, þá skyndilega þarf ekki að tala um neitt og þingmenn hafa ekki undan að greiða atkvæði. … Ég man bara eftir því sjálfur að maður átti í vandræðum með að fylgjast með hvaða mál væri verið að greiða atkvæði um þá stundina og hvað þá að maður hefði einhverja hugmynd um hvaða breytingum það hefði tekið í nefnd því það náðist ekkert að ræða það í þingsal.“ Þetta er auðvitað skrípaleikur. Og skýrir kannski hvers vegna furðu stór hluti þeirra mála, sem þingið afgreiðir, eru nauðsynlegar endurbætur mála sem áður höfðu verið afgreidd í þeim flumbrugangi sem Þorsteinn lýsir. Hanaslagurinn virðist óvenju harðskeyttur í ár. Ég minnist þess ekki að hafa heyrt jafn grimmilegt málþófsloforð og í síðustu viku, þegar Jens Garðar Helgason steig pontu Alþingis og sagði þetta: „Það er heilög skylda okkar að standa gegn svona dellumálum og öllum þessum vinstrimálum, sem eru árásir á ellilífeyrisþega, atvinnulífið í landinu og alla þá sem er verið að reyna að koma hér með í gegn. Það er heilög skylda okkar að standa gegn þessum málum og við munum gera það í allt sumar ef til þarf.“ Hann er sem sagt tilbúinn að standa í ræðustólnum í allt sumar til að koma í veg fyrir að meirihlutinn ráði. Til að koma í veg fyrir að lýðræðið virki! – Og í umboði Guðs almáttugs auðvitað. Er maður sem svona talar virkilega með fullu viti? En þingmenn stjórnarliðsins bera líka sína ábyrgð. Í þingskapalögum er afar skýrt ákvæði um viðbrögð forseta þingsins - og reyndar duga tilmæli níu þingmanna. Forseti getur ekki bara stöðvað umræður um þingmál og látið greiða atkvæði, heldur líka takmarkað ræðutíma hvers þingmanns eða heildarumræðutíma um tiltekið þingmál. Til þess þarf forsetinn þó auðvitað meirihlutastuðning. Þetta þýðir í praxís að meirihluti þingmanna hefur vald til að færa starfshætti þingsins af hegðunarstigi simpansa í það horf sem almennt tíðkast í nágrannaríkjunum. Sú nýja ríkisstjórn sem tók við um áramótin vill kalla sig verkstjórn og til að standa undir nafni þarf hún auðvitað að koma málum sínum gegnum þingið. Stjórnin hefur rúman þingmeirihluta og mér þykir eðlilegt að gera þá kröfu að hún standi við stóru orðin. Forseti þingsins og þingmenn meirihlutans eru ekki, og eiga ekki að líta á á sig, sem starfsfólk á vitlausraspítala. Það er kominn tími til að beita 71. grein laganna um þingsköp Alþingis. Það á hins vegar hvorki að gera af hörku né óbilgirni. Þvert á móti á meirihlutinn að sýna þá hógværð að ákvarða hverju þingmáli skynsamlegan umræðutíma, en setja engu að síður ákveðin mörk, bara svona rétt eins og almennt tíðkast í mannlegum í samskiptum. Í því felst hvorki fautaskapur né ofdramb, heldur einungis ábyrg hegðun og sanngirni. Höfundur er áhugamaður um heilbrigða skynsemi.
Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun