Búið að breyta reglunni um víti sem grætti Atlético-menn Sindri Sverrisson skrifar 25. júní 2025 19:48 Reglunni var breytt aðeins of seint fyrir Julian Alvárez. Getty/Alberto Gardin Knattspyrnusamband Íslands hefur nú þegar innleitt breytingu á reglum um vítaspyrnur, varðandi það þegar leikmenn sparka boltanum óvart í eigin fót við framkvæmd spyrnu. Þetta þýðir að ef að leikmenn renna til við framkvæmd vítaspyrnu í næstu umferð Bestu deildarinnar, og sparka boltanum óvart í stoðfótinn en skora samt úr spyrnunni, þá mega þeir núna endurtaka spyrnuna. Áður hefði óbein aukaspyrna verið dæmd fyrir mótherjana. Þessi breytta regla tekur gildi um allan heim þann 1. júlí en hefur þegar tekið gildi á Íslandi, samkvæmt ákvörðun stjórnar KSÍ. Nýja reglan mun því til dæmis gilda þegar stelpurnar okkar spila á EM í Sviss en mótið hefst eftir rúma viku, 2. júlí. Ráðist var í breytingar á reglunni eftir afar sárt tap Atlético Madrid gegn Real Madrid í vítaspyrnukeppni, í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í vor. Julian Alvárez skoraði þar úr sínu víti en markið stóð ekki því hann snerti boltann með báðum fótum. Þjálfarinn Diego Simeone var æfur yfir þessari ákvörðun og spurði á blaðamannafundi eftir leik hvort að einhver hefði í raun og veru séð Alvárez snerta boltann tvisvar. Ef nýja reglan hefði verið í gildi þá hefði Alvárez fengið að endurtaka spyrnuna, því hann var augljóslega ekki að reyna að snerta boltann tvisvar. Reglan er núna svona: •Spyrnandinn sparkar boltanum óviljandi með báðum fótum samtímis, eða snertir boltann óviljandi með stöðufætinum strax eftir spyrnuna: ■ Ef mark er skorað, er vítaspyrnan endurtekin. ■ Ef mark er ekki skorað, er dæmd óbein aukaspyrna (nema dómarinn beiti hagnaðarreglunni ef það er augljóslega varnarliðinu í hag), en í tilfelli vítaspyrnukeppni er skráð að spyrnan hafi misfarist. • Spyrnandinn sparkar boltanum viljandi með báðum fótum, eða snertir boltann öðru sinni viljandi áður en hann hefur snert annan leikmann: ■ Óbein aukaspyrna er dæmd (nema dómarinn beiti hagnaðarreglunni ef það er augljóslega varnarliðinu í hag), en í tilfelli vítaspyrnukeppni er skráð að spyrnan hafi misfarist. Fótbolti Besta deild karla Besta deild kvenna Mest lesið Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Íslenski boltinn Ólympíumeistari í bráðaaðgerð á hálsi Sport Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Íslenski boltinn Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Fótbolti Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn ÓL í hættu: Hólmfríður Dóra brotnaði á æfingu Sport Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Fótbolti Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Enski boltinn Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Isak tæpur og Gakpo frá Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Saka FIFA um okurverð á miðum á HM næsta sumar „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Freyr pirraður eftir rautt spjald á erfiðu kvöldi „Ekki fallegt en mjög sætt engu að síður“ „Að hitta var bara númer eitt, tvö og þrjú“ Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Elías á toppnum en Hákon tapaði í Sviss Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Táningur brenndi sögufræga stúku Breiðablik - Shamrock Rovers 3-1 | Sextíu milljónir og fyrsti sigur í höfn Frá Akureyri til Danmerkur Faðmaði þjálfarann sinn til að sýna og sanna samstöðu liðsins Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Mæta liði frá Íslandi þriðja árið í röð og segjast reynslunni ríkari Sjá meira
Þetta þýðir að ef að leikmenn renna til við framkvæmd vítaspyrnu í næstu umferð Bestu deildarinnar, og sparka boltanum óvart í stoðfótinn en skora samt úr spyrnunni, þá mega þeir núna endurtaka spyrnuna. Áður hefði óbein aukaspyrna verið dæmd fyrir mótherjana. Þessi breytta regla tekur gildi um allan heim þann 1. júlí en hefur þegar tekið gildi á Íslandi, samkvæmt ákvörðun stjórnar KSÍ. Nýja reglan mun því til dæmis gilda þegar stelpurnar okkar spila á EM í Sviss en mótið hefst eftir rúma viku, 2. júlí. Ráðist var í breytingar á reglunni eftir afar sárt tap Atlético Madrid gegn Real Madrid í vítaspyrnukeppni, í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í vor. Julian Alvárez skoraði þar úr sínu víti en markið stóð ekki því hann snerti boltann með báðum fótum. Þjálfarinn Diego Simeone var æfur yfir þessari ákvörðun og spurði á blaðamannafundi eftir leik hvort að einhver hefði í raun og veru séð Alvárez snerta boltann tvisvar. Ef nýja reglan hefði verið í gildi þá hefði Alvárez fengið að endurtaka spyrnuna, því hann var augljóslega ekki að reyna að snerta boltann tvisvar. Reglan er núna svona: •Spyrnandinn sparkar boltanum óviljandi með báðum fótum samtímis, eða snertir boltann óviljandi með stöðufætinum strax eftir spyrnuna: ■ Ef mark er skorað, er vítaspyrnan endurtekin. ■ Ef mark er ekki skorað, er dæmd óbein aukaspyrna (nema dómarinn beiti hagnaðarreglunni ef það er augljóslega varnarliðinu í hag), en í tilfelli vítaspyrnukeppni er skráð að spyrnan hafi misfarist. • Spyrnandinn sparkar boltanum viljandi með báðum fótum, eða snertir boltann öðru sinni viljandi áður en hann hefur snert annan leikmann: ■ Óbein aukaspyrna er dæmd (nema dómarinn beiti hagnaðarreglunni ef það er augljóslega varnarliðinu í hag), en í tilfelli vítaspyrnukeppni er skráð að spyrnan hafi misfarist.
Fótbolti Besta deild karla Besta deild kvenna Mest lesið Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Íslenski boltinn Ólympíumeistari í bráðaaðgerð á hálsi Sport Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Íslenski boltinn Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Fótbolti Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn ÓL í hættu: Hólmfríður Dóra brotnaði á æfingu Sport Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Fótbolti Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Enski boltinn Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Isak tæpur og Gakpo frá Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Saka FIFA um okurverð á miðum á HM næsta sumar „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Freyr pirraður eftir rautt spjald á erfiðu kvöldi „Ekki fallegt en mjög sætt engu að síður“ „Að hitta var bara númer eitt, tvö og þrjú“ Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Elías á toppnum en Hákon tapaði í Sviss Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Táningur brenndi sögufræga stúku Breiðablik - Shamrock Rovers 3-1 | Sextíu milljónir og fyrsti sigur í höfn Frá Akureyri til Danmerkur Faðmaði þjálfarann sinn til að sýna og sanna samstöðu liðsins Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Mæta liði frá Íslandi þriðja árið í röð og segjast reynslunni ríkari Sjá meira