Heilbrigðiskerfið þarf stjórnvöld með bein í nefinu Svandís Svavarsdóttir skrifar 26. júní 2025 16:33 Heilbrigðiskerfið okkar stendur á tímamótum. Á síðustu árum hafa sérhagsmunir, ekki síst sjálfstætt starfandi lækna, náð sífellt meiri áhrifum í gegnum samninga við Sjúkratryggingar Íslands. Ný skýrsla Ríkisendurskoðunar, sem birt var 24. júní 2025, dregur fram í dagsljósið áhyggjuefni sem margir hafa þagað um – en sem við sem höfum staðið í pólitískum verkum höfum reynt að halda til haga. Ég er þakklát fyrir þessa skýrslu. Hún staðfestir m.a. það sem ég stóð fyrir sem heilbrigðisráðherra árin 2017–2021: að samningar ríkisins við sjálfstætt starfandi lækna þurfi að byggja á gagnsæi, samræmi og hagsmunum heildarkerfisins – ekki þrýstingi og sérhagsmunum sérgreinalækna. Staðreyndirnar tala sínu máli Nokkur dæmi um niðurstöður Ríkisendurskoðunar valin af handahófi segja sína sögu: - Kostnaður við sjálfstætt starfandi sérfræðilækna jókst um 68% frá 2019 til 2023 – úr 9,7 milljörðum í 16,3 milljarða króna. - Eftirlit með starfseminni var brotakennt og á tímabili vart til staðar, samkvæmt skýrslu Ríkisendurskoðunar. - Sjúkratryggingar Íslands hafa ítrekað látið undan kröfum sérgreinalækna án þess að leggja fram kostnaðarmat eða áhrifagreiningar á opinbera heilbrigðisþjónustu. - Ekki hefur verið metið hvaða áhrif samningar við sérfræðilækna hafa á Landspítala eða aðrar opinberar stofnanir – þó ljóst sé að samkeppnisstaðan er orðin verulega skökk. Þegar ríkið lætur undan Á mínum tíma í embætti heilbrigðisráðherra bar ég meðal annars ábyrgð á að verja stöðu hins opinbera, einkum Landspítala og heilbrigðisstofnana, gagnvart vaxandi þrýstingi frá læknastéttinni. Það var ekki auðvelt. Öflugir þrýstihópar beittu sér, og áróðurinn gegn mér og ráðuneytinu var harður. En ég stóð fast á því að samningar yrðu ekki gerðir að geðþótta – heldur með framtíð opinbera kerfisins og hagsmuni almennings í huga. Það er því þungbært að sjá að síðan ég lét af embætti hefur undanhaldið greinilega orðið of mikið. Núverandi samningar eru bæði kostnaðarsamir og illa rökstuddir. Að mínu mati hafa stjórnvöld engan veginn staðið sig í því að verja almannahagsmuni. Það sem verra er: við höfum ekki bara misst yfirsýn – heldur einnig frumkvæði. Við getum ekki byggt réttlátt heilbrigðiskerfi ef einkahagsmunir fá að stýra forgangsröðun og fjármagni. Hvað þarf að gera nú? 1. Tryggja að samningar við sjálfstætt starfandi lækna komi ekki niður á starfsemi opinberra heilbrigðisstofnana. 2. Binda greiðslur við heildarmat á raunverulegri þörf, gæðum, gagnsæi og ábyrgð – og fylgja þeim mælikvörðum eftir. 3. Endurskilgreina og styrkja samningsstöðu ríkisins: Sjúkratryggingar verða að hafa fulla burði, gögn og pólitískt bakland til að auka gagnsæi og standa gegn ósanngjörnum kröfum. 4. Tryggja forgangsröðun opinbera kerfisins í þágu almennings – þar sem Landspítali og heilbrigðisstofnanir njóta virðingar og trausts, ekki stöðugs aðhalds og tortryggni. Lokaorð Við sem höfum setið við borðið vitum að þetta snýst ekki um óbeit á atvinnurekstri eða sjálfstætt starfandi læknum. Heldur ábyrgð. Það er ekki sanngjarnt – og ekki sjálfbært – að ríkissjóður greiði æ hærri upphæðir til einkaaðila án þess að vanda til verka með skýr markmið um þá þjónustu sem verið er að kaupa. Skýrsla Ríkisendurskoðunar er ákall um breytingar. Spurningin er: eru núverandi stjórnvöld tilbúin að bregðast við? Höfundur er formaður Vinstri grænna og var heilbrigðisráðherra 2017–2021. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svandís Svavarsdóttir Heilbrigðismál Ríkisendurskoðun Sjúkratryggingar Mest lesið Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Sjá meira
Heilbrigðiskerfið okkar stendur á tímamótum. Á síðustu árum hafa sérhagsmunir, ekki síst sjálfstætt starfandi lækna, náð sífellt meiri áhrifum í gegnum samninga við Sjúkratryggingar Íslands. Ný skýrsla Ríkisendurskoðunar, sem birt var 24. júní 2025, dregur fram í dagsljósið áhyggjuefni sem margir hafa þagað um – en sem við sem höfum staðið í pólitískum verkum höfum reynt að halda til haga. Ég er þakklát fyrir þessa skýrslu. Hún staðfestir m.a. það sem ég stóð fyrir sem heilbrigðisráðherra árin 2017–2021: að samningar ríkisins við sjálfstætt starfandi lækna þurfi að byggja á gagnsæi, samræmi og hagsmunum heildarkerfisins – ekki þrýstingi og sérhagsmunum sérgreinalækna. Staðreyndirnar tala sínu máli Nokkur dæmi um niðurstöður Ríkisendurskoðunar valin af handahófi segja sína sögu: - Kostnaður við sjálfstætt starfandi sérfræðilækna jókst um 68% frá 2019 til 2023 – úr 9,7 milljörðum í 16,3 milljarða króna. - Eftirlit með starfseminni var brotakennt og á tímabili vart til staðar, samkvæmt skýrslu Ríkisendurskoðunar. - Sjúkratryggingar Íslands hafa ítrekað látið undan kröfum sérgreinalækna án þess að leggja fram kostnaðarmat eða áhrifagreiningar á opinbera heilbrigðisþjónustu. - Ekki hefur verið metið hvaða áhrif samningar við sérfræðilækna hafa á Landspítala eða aðrar opinberar stofnanir – þó ljóst sé að samkeppnisstaðan er orðin verulega skökk. Þegar ríkið lætur undan Á mínum tíma í embætti heilbrigðisráðherra bar ég meðal annars ábyrgð á að verja stöðu hins opinbera, einkum Landspítala og heilbrigðisstofnana, gagnvart vaxandi þrýstingi frá læknastéttinni. Það var ekki auðvelt. Öflugir þrýstihópar beittu sér, og áróðurinn gegn mér og ráðuneytinu var harður. En ég stóð fast á því að samningar yrðu ekki gerðir að geðþótta – heldur með framtíð opinbera kerfisins og hagsmuni almennings í huga. Það er því þungbært að sjá að síðan ég lét af embætti hefur undanhaldið greinilega orðið of mikið. Núverandi samningar eru bæði kostnaðarsamir og illa rökstuddir. Að mínu mati hafa stjórnvöld engan veginn staðið sig í því að verja almannahagsmuni. Það sem verra er: við höfum ekki bara misst yfirsýn – heldur einnig frumkvæði. Við getum ekki byggt réttlátt heilbrigðiskerfi ef einkahagsmunir fá að stýra forgangsröðun og fjármagni. Hvað þarf að gera nú? 1. Tryggja að samningar við sjálfstætt starfandi lækna komi ekki niður á starfsemi opinberra heilbrigðisstofnana. 2. Binda greiðslur við heildarmat á raunverulegri þörf, gæðum, gagnsæi og ábyrgð – og fylgja þeim mælikvörðum eftir. 3. Endurskilgreina og styrkja samningsstöðu ríkisins: Sjúkratryggingar verða að hafa fulla burði, gögn og pólitískt bakland til að auka gagnsæi og standa gegn ósanngjörnum kröfum. 4. Tryggja forgangsröðun opinbera kerfisins í þágu almennings – þar sem Landspítali og heilbrigðisstofnanir njóta virðingar og trausts, ekki stöðugs aðhalds og tortryggni. Lokaorð Við sem höfum setið við borðið vitum að þetta snýst ekki um óbeit á atvinnurekstri eða sjálfstætt starfandi læknum. Heldur ábyrgð. Það er ekki sanngjarnt – og ekki sjálfbært – að ríkissjóður greiði æ hærri upphæðir til einkaaðila án þess að vanda til verka með skýr markmið um þá þjónustu sem verið er að kaupa. Skýrsla Ríkisendurskoðunar er ákall um breytingar. Spurningin er: eru núverandi stjórnvöld tilbúin að bregðast við? Höfundur er formaður Vinstri grænna og var heilbrigðisráðherra 2017–2021.
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun