Lífeyrissjóðirnir og Íslandsbanki, hluthafafundur á mánudag Bolli Héðinsson skrifar 26. júní 2025 17:32 Ekki var fyrr búið að selja hluti ríkisins í Íslandsbanka en stjórn bankans (sem sækir umboð sitt til fyrri eigenda) rýkur til og boðar til hluthafafundar á mánudaginn kemur, 30. júní svo hægt sé að greiða lykilstarfsfólki bónusa. Er þetta virkilega það brýnasta sem stjórn bankans þarf að takast á við eftir að rúm 40% hluta í bankanum hafa verið seldir almenningi? Oftar en ekki læðist að manni sá grunur að stjórnir t.d. banka með dreifða eignaraðild séu, þegar kemur að launamálum stjórnenda, lítið annað en peð í höndum stjórnendanna. Fyrir hluthafafundinum liggur tillaga um „kaupaukakerfi“ eða bónusa. Margt er við þessa tillögu að athuga sem þarfnast miklu betri skoðunar og útlistunar á hvernig komi til með að virka. Eftir að almenningur eignaðist jafn stóran hlut í Íslandsbanka og raun ber vitni þá er það lágmark að tillögur til aðalfundar séu þannig fram settar að þær séu skiljanlegar venjulegu fólki og með þeim fylgi dæmi sem sýni hvernig bónusarnir eru reiknaðir m.v. tilgreindar forsendur. Ekkert lært – öllu gleymt Þjóðin horfði upp á hvernig yfirgengilegir bónusar voru greiddir út úr fyrirtækjum fyrir hrun og áttu sinn þátt í fjárhagshruninu sem slíku, að ekki sé minnst á siðferðilega hrunið, hvernig þjóðinni var daglega misboðið með framferði hrunverja í aðdraganda þess. Bónusar áttu ekki upp á pallborðið fyrstu árin eftir hrun en nú skal láta á það reyna að félag í eigu almennings og lífeyrissjóðanna fari að greiða stjórnendum bónusa. Í ritinu Íslenskir lífeyrissjóðir sem kom út í lok síðasta árs er viðtal við Árna Guðmundsson fyrrum framkvæmdstjóra lífeyrissjóðsins Gildis þar sem m.a. er komið inn á baráttu þeirra sem hluthafa við ráðandi öfl innan fyrirtækja þar sem þeir máttu einir heyja baráttu fyrir sjónarmiðum almennings við lítinn skilning stjórnenda og annarra hluthafa. Í viðtalinu segir Árni m.a.: „Við lögðum áherslu á að kaupaukar, kaupréttir, bónusar eða hvað sem menn vilja kalla það, að þessar greiðslur séu settar í samhengi við föst laun viðkomandi. Það á ekki að greiða einhverjum tíu milljónir á mánuði og síðan aukalega ef hann stendur sig vel. Ef þú færð svona há laun, þá áttu að standa þig vel, það á ekki að þurfa að verðlauna það frekar. Við höfum einnig beitt okkur fyrir sýnileika og að dæmi sé skýrt – hvað geta bónusgreiðslur orðið háar ef allt kikkar inn.“ Svo mörg voru þau orð. Eftir að ríkið seldi sinn hlut í Íslandsbanka virðist núna eiga að ríða á vaðið eins og allt sem gerðist fyrir hrun sé löngu gleymt og að menn hafi ekkert lært. Ætla Lífeyrissjóðurstarfsm. ríkisins, Gildi lífeyrissjóður, Lífeyrissjóður verslunarmanna, Brú lífeyrissjóður, Frjálsi lífeyrissjóðurinn, Birta lífeyrissjóður, Stapi lífeyrissjóður, Lífsverk lífeyrissjóður, Almenni lífeyrissjóðurinn og Festa lífeyrissjóður að láta það um sig spyrjast að erindi þeirra á hluthafafundi bankans sé framar öðru að sjá til þess að lykilstarfsmenn í bankanum fái kaupauka til viðbótar við föst laun þeirra, sem vel að merkja, eru ekki skorin við nögl. Framangreindir lífeyrissjóðir eiga samtals fjórðung í bankanum eru því stærsti einstaki eigandi bankans og geta ráðið því hvort af þessu verður. Höfundur er hagfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bolli Héðinsson Íslandsbanki Salan á Íslandsbanka Mest lesið 76 dagar Erlingur Sigvaldason Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman skrifar Sjá meira
Ekki var fyrr búið að selja hluti ríkisins í Íslandsbanka en stjórn bankans (sem sækir umboð sitt til fyrri eigenda) rýkur til og boðar til hluthafafundar á mánudaginn kemur, 30. júní svo hægt sé að greiða lykilstarfsfólki bónusa. Er þetta virkilega það brýnasta sem stjórn bankans þarf að takast á við eftir að rúm 40% hluta í bankanum hafa verið seldir almenningi? Oftar en ekki læðist að manni sá grunur að stjórnir t.d. banka með dreifða eignaraðild séu, þegar kemur að launamálum stjórnenda, lítið annað en peð í höndum stjórnendanna. Fyrir hluthafafundinum liggur tillaga um „kaupaukakerfi“ eða bónusa. Margt er við þessa tillögu að athuga sem þarfnast miklu betri skoðunar og útlistunar á hvernig komi til með að virka. Eftir að almenningur eignaðist jafn stóran hlut í Íslandsbanka og raun ber vitni þá er það lágmark að tillögur til aðalfundar séu þannig fram settar að þær séu skiljanlegar venjulegu fólki og með þeim fylgi dæmi sem sýni hvernig bónusarnir eru reiknaðir m.v. tilgreindar forsendur. Ekkert lært – öllu gleymt Þjóðin horfði upp á hvernig yfirgengilegir bónusar voru greiddir út úr fyrirtækjum fyrir hrun og áttu sinn þátt í fjárhagshruninu sem slíku, að ekki sé minnst á siðferðilega hrunið, hvernig þjóðinni var daglega misboðið með framferði hrunverja í aðdraganda þess. Bónusar áttu ekki upp á pallborðið fyrstu árin eftir hrun en nú skal láta á það reyna að félag í eigu almennings og lífeyrissjóðanna fari að greiða stjórnendum bónusa. Í ritinu Íslenskir lífeyrissjóðir sem kom út í lok síðasta árs er viðtal við Árna Guðmundsson fyrrum framkvæmdstjóra lífeyrissjóðsins Gildis þar sem m.a. er komið inn á baráttu þeirra sem hluthafa við ráðandi öfl innan fyrirtækja þar sem þeir máttu einir heyja baráttu fyrir sjónarmiðum almennings við lítinn skilning stjórnenda og annarra hluthafa. Í viðtalinu segir Árni m.a.: „Við lögðum áherslu á að kaupaukar, kaupréttir, bónusar eða hvað sem menn vilja kalla það, að þessar greiðslur séu settar í samhengi við föst laun viðkomandi. Það á ekki að greiða einhverjum tíu milljónir á mánuði og síðan aukalega ef hann stendur sig vel. Ef þú færð svona há laun, þá áttu að standa þig vel, það á ekki að þurfa að verðlauna það frekar. Við höfum einnig beitt okkur fyrir sýnileika og að dæmi sé skýrt – hvað geta bónusgreiðslur orðið háar ef allt kikkar inn.“ Svo mörg voru þau orð. Eftir að ríkið seldi sinn hlut í Íslandsbanka virðist núna eiga að ríða á vaðið eins og allt sem gerðist fyrir hrun sé löngu gleymt og að menn hafi ekkert lært. Ætla Lífeyrissjóðurstarfsm. ríkisins, Gildi lífeyrissjóður, Lífeyrissjóður verslunarmanna, Brú lífeyrissjóður, Frjálsi lífeyrissjóðurinn, Birta lífeyrissjóður, Stapi lífeyrissjóður, Lífsverk lífeyrissjóður, Almenni lífeyrissjóðurinn og Festa lífeyrissjóður að láta það um sig spyrjast að erindi þeirra á hluthafafundi bankans sé framar öðru að sjá til þess að lykilstarfsmenn í bankanum fái kaupauka til viðbótar við föst laun þeirra, sem vel að merkja, eru ekki skorin við nögl. Framangreindir lífeyrissjóðir eiga samtals fjórðung í bankanum eru því stærsti einstaki eigandi bankans og geta ráðið því hvort af þessu verður. Höfundur er hagfræðingur.
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun