Tilraun langtímakjarasamninga hafi mistekist Jón Ísak Ragnarsson skrifar 27. júní 2025 20:45 Halla Gunnarsdóttir er formaður VR. Sýn Formaður VR segir að verðbólgutölur dagsins þýði að tilraunin sem lagt var upp með í síðustu kjarasamningum hafi mistekist. Segir hún að í fyrra hafi launafólk fallist á launahækkanir vel undir verðbólgu, í trausti þess að fyrirtæki myndu halda aftur af verðhækkunum. Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,84 prósent á milli mánaða og stendur nú í 656,5 stigum. Vísitala neysluverðs án húsnæðis er 526,8 stig og hækkaði um 0,9 prósent frá maí 2025. Verðbólga hækkaði úr 3,8 prósentum 25. maí í 4,2 prósent 25. júní en þess má geta að hún var 4,2 prósent í apríl og 3,8 prósent í mars. Fyrirtækin geti ekki hamið sig Halla Gunnarsdóttir formaður VR segir ljóst að stóru fyrirtækin í landinu ráði ekki við sig í gróðasókninni. „Þau bara geta ekki annað en sótt í meiri gróða, og það er það sem er að valda þessari verðbólgu núna,“ segir Halla. „Það er allt að hækka, stórfyrirtæki eru að sýna aukinn hagnað á milli ára, á tímum þegar þau áttu að halda aftur af sér.“ „Í raforku er búið að búa til sérstaka milliliði sem við þurfum að greiða tíund til, þannig að raforka hefur hækkað um sextán prósent. Nauðsynjavörur eru að hækka um á milli fimm og fimmtán prósent eftir því hvar er tekið niður.“ Segir hún að lækkanir á heimsmarkaðsverð á olíu hafi ekki skilað sér til landsins. „Þannig að það er bara algjörlega augljóst að fyrirtækin eru ófær um að halda aftur af sér,“ segir Halla, sem var til viðtals um verðbólguna í kvöldfréttum Sýnar. Stýritæki Seðlabankans virki ekki Halla segir að verðbólgutölurnar sýni þar að auki að stýritæki Seðlabankans virki ekki sem skyldi. „Seðlabankinn leggur upp með að nota stýrivaxtahækkanir og halda þeim háum, hærri en þeir eru nokkurs staðar í OECD, í von um að bíta á verðbólguna, en það gengur ekki vegna þess að þeir bíta á vitlausum stöðum,“ segir hún. „Þeir bíta launafólk, leigjendur, skuldara, en ekki þá sem orsaka verðbólguna og bera ábyrgð á henni.“ Í mars í fyrra voru kjarasamningar undirritaðir til fjögurra ára, en í honum eru ákveðin forsenduákvæði um þróun verðbólgu og verða samningar endurskoðaðir 1. september í haust og aftur á næsta ári. Halla segir að ársverðbólguviðmiðið í samningunum, sem kveður á um að samningar verði endurskoðaðir fari verðbólga yfir 4,95 prósent, hafi verið allt of hátt að mati þeirra í VR á sínum tíma. „Við vildum hafa það lægra, því það væri mjög eðlilegt að við gætum núna sagt að forsendur væru brostnar, út af þeim byrðum sem okkar fólk er að axla. En við erum hins vegar óþægilega nálægt þessu marki, sem var samt þetta hátt.“ „Þannig að það er full ástæða til að hafa áhyggjur af því,“ segir Halla. Halla segir að áhyggjur hennar lúti fyrst og fremst að því að verðbólgan komi illa við fólk sem er með verðtryggð lán. Margir hafi flúið yfir í verðtryggð lán til að geta haldið sínu húsnæði. „Síðan eru stýrivextir þetta háir, og Seðlabankinn hefur gefið það út að fari verðbólgan ekki niður þá mun hann halda því áfram, og það eru bara gríðarlega ósanngjarnar byrðar sem félagsfólk VR og launafólk almennt í landinu er að bera. Sérstaklega þau sem skulda, eða búa í leiguhúsnæði,“ segir Halla Gunnarsdóttir formaður VR. Kjaramál Kjaraviðræður 2023-25 Stéttarfélög Vinnumarkaður Mest lesið Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Sjá meira
Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,84 prósent á milli mánaða og stendur nú í 656,5 stigum. Vísitala neysluverðs án húsnæðis er 526,8 stig og hækkaði um 0,9 prósent frá maí 2025. Verðbólga hækkaði úr 3,8 prósentum 25. maí í 4,2 prósent 25. júní en þess má geta að hún var 4,2 prósent í apríl og 3,8 prósent í mars. Fyrirtækin geti ekki hamið sig Halla Gunnarsdóttir formaður VR segir ljóst að stóru fyrirtækin í landinu ráði ekki við sig í gróðasókninni. „Þau bara geta ekki annað en sótt í meiri gróða, og það er það sem er að valda þessari verðbólgu núna,“ segir Halla. „Það er allt að hækka, stórfyrirtæki eru að sýna aukinn hagnað á milli ára, á tímum þegar þau áttu að halda aftur af sér.“ „Í raforku er búið að búa til sérstaka milliliði sem við þurfum að greiða tíund til, þannig að raforka hefur hækkað um sextán prósent. Nauðsynjavörur eru að hækka um á milli fimm og fimmtán prósent eftir því hvar er tekið niður.“ Segir hún að lækkanir á heimsmarkaðsverð á olíu hafi ekki skilað sér til landsins. „Þannig að það er bara algjörlega augljóst að fyrirtækin eru ófær um að halda aftur af sér,“ segir Halla, sem var til viðtals um verðbólguna í kvöldfréttum Sýnar. Stýritæki Seðlabankans virki ekki Halla segir að verðbólgutölurnar sýni þar að auki að stýritæki Seðlabankans virki ekki sem skyldi. „Seðlabankinn leggur upp með að nota stýrivaxtahækkanir og halda þeim háum, hærri en þeir eru nokkurs staðar í OECD, í von um að bíta á verðbólguna, en það gengur ekki vegna þess að þeir bíta á vitlausum stöðum,“ segir hún. „Þeir bíta launafólk, leigjendur, skuldara, en ekki þá sem orsaka verðbólguna og bera ábyrgð á henni.“ Í mars í fyrra voru kjarasamningar undirritaðir til fjögurra ára, en í honum eru ákveðin forsenduákvæði um þróun verðbólgu og verða samningar endurskoðaðir 1. september í haust og aftur á næsta ári. Halla segir að ársverðbólguviðmiðið í samningunum, sem kveður á um að samningar verði endurskoðaðir fari verðbólga yfir 4,95 prósent, hafi verið allt of hátt að mati þeirra í VR á sínum tíma. „Við vildum hafa það lægra, því það væri mjög eðlilegt að við gætum núna sagt að forsendur væru brostnar, út af þeim byrðum sem okkar fólk er að axla. En við erum hins vegar óþægilega nálægt þessu marki, sem var samt þetta hátt.“ „Þannig að það er full ástæða til að hafa áhyggjur af því,“ segir Halla. Halla segir að áhyggjur hennar lúti fyrst og fremst að því að verðbólgan komi illa við fólk sem er með verðtryggð lán. Margir hafi flúið yfir í verðtryggð lán til að geta haldið sínu húsnæði. „Síðan eru stýrivextir þetta háir, og Seðlabankinn hefur gefið það út að fari verðbólgan ekki niður þá mun hann halda því áfram, og það eru bara gríðarlega ósanngjarnar byrðar sem félagsfólk VR og launafólk almennt í landinu er að bera. Sérstaklega þau sem skulda, eða búa í leiguhúsnæði,“ segir Halla Gunnarsdóttir formaður VR.
Kjaramál Kjaraviðræður 2023-25 Stéttarfélög Vinnumarkaður Mest lesið Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Sjá meira