Hvar er auðlindarentan? Birta Karen Tryggvadóttir skrifar 28. júní 2025 07:01 Stjórnarliðar, með forsætisráðherra og atvinnuvegaráðherra í fararbroddi, vísa ítrekað til svonefndrar auðlindarentu í sjávarútvegi. Á mannamáli er auðlindarenta skilgreind sem sá umframhagnaður sem myndast við nýtingu takmarkaðra auðlinda. Í þessum pistli ætlum við að reyna að finna auðlindarentu í sjávarútvegi. Atvinnuvegaráðherra fullyrti á Alþingi í síðustu viku: „Auðlindarenta, innan skynsamlegra marka, sirka 50 prósent talar hagfræðin um, skaðar ekki samkeppnishæfni.” Hún sagði rentuna vera samkvæmt lögum í 30 prósentum. Erfitt er að átta sig á hvað atvinnuvegaráðherra meinar með þessum ummælum en Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra var spurð út í þessi ummæli ráðherra í óundirbúnum fyrirspurnum á mánudag. Þar var spurt hvaða greiningar lægju að baki staðhæfingu atvinnuvegaráðherra og hver upphæð auðlindarentunnar væri. Þá var jafnframt bent á orð fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar sem áður starfaði sem prófessor í hagfræði, um að auðlindarenta byggði á huglægu mati. Kristrún svaraði: „Auðlindarentan, já að einhverju leyti er hún huglægt mat. En það þarf ekki annað en að skoða umframarðsemi í sjávarútvegi.“ Þetta kallar á nánari skoðun. Samkvæmt greiningu Deloitte um áhrif hækkunar á veiðigjaldi og kolefnisgjaldi á afkomu 26 fyrirtækja í sjávarútvegi var arðsemi eiginfjár hjá þessum fyrirtækjum 11% árið 2023 en það var verulega gott ár í íslenskum sjávarútvegi. Til samanburðar var arðsemi í smásölu 15%, ferðaþjónustu 17% og byggingariðnaði 20%. Ef veruleg umframarðsemi væri í sjávarútvegi má eðlilega spyrja hvers vegna arðsemi þar mælist ekki hærri – sérstaklega þar sem árið 2023 var mjög gott ár í sjávarútvegi. Þegar litið er til ársins 2024, sem var ekki eins gott ár í íslenskum sjávarútvegi, var arðsemi eiginfjár komin niður í 5,2%. Það er ekki umframarðsemi – slíkt hlutfall er lægra en það sem fæst á áhættulitlum sparnaðarreikningum. Ef áform ríkisstjórnarinnar um hækkun á veiðigjaldi og kolefnisgjaldi ná fram að ganga hrynur arðsemin niður í um 4%. Það er undir verðbólgu ársins 2024 sem þýðir að raunávöxtun í greininni hefði verið neikvæð. Hér fer vel á því að minnast orða Daða Más fjármálaráðherra frá árinu 2017: „Mér finnast hugmyndir manna um umfang rentu í sjávarútvegi á Íslandi oft vera skringilega bjartsýnar“. Íslenskur sjávarútvegur er í stöðugri samkeppni, ekki aðeins á alþjóðlegum mörkuðum við um að keppast um hylli neytenda, heldur einnig í samkeppni við aðra fjárfestingakosti um fjármagn. Ef arðsemi í sjávarútvegi – þrátt fyrir meinta auðlindarentu – verður stöðugt lægri en í öðrum geirum leitar fjármagnið einfaldlega annað. Það er hægt að deila um huglæg málefni út í hið óendanlega. En um það verður ekki deilt að óarðbær rekstur fælir burt fjárfesta og hefur fjölmargar aðrar neikvæðar afleiðingar. Betur færi á því að ráðherra héldi sig við tölur og staðreyndir sem allir geta kynnt sér frekar en huglægt mat á auðlindarentu þar sem útreikningur getur reynst „torveldur“ líkt og forsætisráðherra komst réttilega að orði árið 2011. Höfundur er hagfræðingur hjá Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birta Karen Tryggvadóttir Breytingar á veiðigjöldum Sjávarútvegur Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher Skoðun Halldór 17.01.2026 Halldór Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Sjá meira
Stjórnarliðar, með forsætisráðherra og atvinnuvegaráðherra í fararbroddi, vísa ítrekað til svonefndrar auðlindarentu í sjávarútvegi. Á mannamáli er auðlindarenta skilgreind sem sá umframhagnaður sem myndast við nýtingu takmarkaðra auðlinda. Í þessum pistli ætlum við að reyna að finna auðlindarentu í sjávarútvegi. Atvinnuvegaráðherra fullyrti á Alþingi í síðustu viku: „Auðlindarenta, innan skynsamlegra marka, sirka 50 prósent talar hagfræðin um, skaðar ekki samkeppnishæfni.” Hún sagði rentuna vera samkvæmt lögum í 30 prósentum. Erfitt er að átta sig á hvað atvinnuvegaráðherra meinar með þessum ummælum en Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra var spurð út í þessi ummæli ráðherra í óundirbúnum fyrirspurnum á mánudag. Þar var spurt hvaða greiningar lægju að baki staðhæfingu atvinnuvegaráðherra og hver upphæð auðlindarentunnar væri. Þá var jafnframt bent á orð fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar sem áður starfaði sem prófessor í hagfræði, um að auðlindarenta byggði á huglægu mati. Kristrún svaraði: „Auðlindarentan, já að einhverju leyti er hún huglægt mat. En það þarf ekki annað en að skoða umframarðsemi í sjávarútvegi.“ Þetta kallar á nánari skoðun. Samkvæmt greiningu Deloitte um áhrif hækkunar á veiðigjaldi og kolefnisgjaldi á afkomu 26 fyrirtækja í sjávarútvegi var arðsemi eiginfjár hjá þessum fyrirtækjum 11% árið 2023 en það var verulega gott ár í íslenskum sjávarútvegi. Til samanburðar var arðsemi í smásölu 15%, ferðaþjónustu 17% og byggingariðnaði 20%. Ef veruleg umframarðsemi væri í sjávarútvegi má eðlilega spyrja hvers vegna arðsemi þar mælist ekki hærri – sérstaklega þar sem árið 2023 var mjög gott ár í sjávarútvegi. Þegar litið er til ársins 2024, sem var ekki eins gott ár í íslenskum sjávarútvegi, var arðsemi eiginfjár komin niður í 5,2%. Það er ekki umframarðsemi – slíkt hlutfall er lægra en það sem fæst á áhættulitlum sparnaðarreikningum. Ef áform ríkisstjórnarinnar um hækkun á veiðigjaldi og kolefnisgjaldi ná fram að ganga hrynur arðsemin niður í um 4%. Það er undir verðbólgu ársins 2024 sem þýðir að raunávöxtun í greininni hefði verið neikvæð. Hér fer vel á því að minnast orða Daða Más fjármálaráðherra frá árinu 2017: „Mér finnast hugmyndir manna um umfang rentu í sjávarútvegi á Íslandi oft vera skringilega bjartsýnar“. Íslenskur sjávarútvegur er í stöðugri samkeppni, ekki aðeins á alþjóðlegum mörkuðum við um að keppast um hylli neytenda, heldur einnig í samkeppni við aðra fjárfestingakosti um fjármagn. Ef arðsemi í sjávarútvegi – þrátt fyrir meinta auðlindarentu – verður stöðugt lægri en í öðrum geirum leitar fjármagnið einfaldlega annað. Það er hægt að deila um huglæg málefni út í hið óendanlega. En um það verður ekki deilt að óarðbær rekstur fælir burt fjárfesta og hefur fjölmargar aðrar neikvæðar afleiðingar. Betur færi á því að ráðherra héldi sig við tölur og staðreyndir sem allir geta kynnt sér frekar en huglægt mat á auðlindarentu þar sem útreikningur getur reynst „torveldur“ líkt og forsætisráðherra komst réttilega að orði árið 2011. Höfundur er hagfræðingur hjá Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi.
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun