Flokkurinn hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar 28. júní 2025 18:02 Á Visir.is í gær tekur gamall vinnufélagi Gunnars Smára Egilssonar við hann viðtal. Er þetta nokk langt viðtal og prýða viðtalið hvorki fleiri né færri en 16 portrait myndir af viðfangsefninu. Þar mærir gamli vinnufélaginn Gunnar í hástert sem fer yfir feril sinn í fjölmiðlum. Ber þar á góma Samstöðina, upphaf hennar og framtíð. Þar vil ég aðeins staldra við. Samstöðin var stofnuð í þeim tilgangi að vera mótvægi við meginstraum fjölmiðlana sem stjórnað er af valdaelítu landsins. Auðvaldinu, ríkasta eina prósentinu, kvótaaðlinum eða hvað við köllum það. Það var alltaf hugmynd þeirra sem að komu að stofnun Samstöðvarinnar að hún yrði verkalýðssinnaður fjölmiðill þar sem Sósíalistaflokkurinn gæti komið fram áherslum sínum og sjónarhorni á málefni líðandi stundar. Til að það yrði að veruleika lagði fjöldi fólks á sig mikla sjálfboðvinnu. Fólkið sem lagði þetta á sig var og er flest enn félagar í Sósíalistaflokki Íslands.Þetta fólk byggði upp hljóðver Samstöðvarinnar samhliða uppbyggingu félagsaðstöðu Sósíalistaflokksins, hvoru tveggja í Bolholti 6. Þetta var sama fólkið, sama batterýið.Enda segir Gunnar sjálfur í viðtalinu ”Upphaflega hugmyndin með stuðningi flokksins var að breið alþýðuhreyfing, eins og Sósíalistaflokkurinn vildi verða þá þyrfti hann á eigin fjölmiðli og umræðuvettvangi að halda.” Ég les ekki annað út úr þessu en Gunnar hafi sjálfur í upphafi ætlað Samstöðinni að vera fjölmiðil Sósíalistaflokksins. Þetta segir hann nú og þannig talaði hann til sinna félaga í Sósíalistaflokknum við uppbyggingu stöðvarinnar.Ef ekki væri fyrir bein fjárútlát Sósíalistaflokksins til Samstöðvarinnar væri engin Samstöð og Gunnar Smári gæti hvorki greitt sér né kærustu sinni laun hjá Samstöðinni. Flokkurinn hefur lagt yfir 30 milljónir til Samstöðvarinnar. Er þetta víkjandi lán sem Gunnar Smári hefur talað um að hægt sé að breyta í hlutafé. Hreinlegast væri þó ef stöðin á að vera alls ótengd flokknum að Samstöðin endurgreiði bara lánið.Samstöðin er rekin af Alþýðufélaginu ehf og hefur álíka fúsk einkennt rekstur þess eins og aðra starfsemi sem tengst hefur Sósíalistaflokknum í stjórnartíð Gunnars Smára Egilssonar. Haldinn var ársfundur Alþýðufélagsins nú á dögunum sem var einstaklega illa skipulagður. Fundarstjóri með öllu óreyndur og var það niðurlægjandi fyrir vesalings manninn hvað Gunnar óð yfir hann á fundinum. Gunnar Smári bar upp tillögu að nýrri stjórn og neitaði að taka við mótframboðum úr sal. Ársreikningar síðasta árs fengust ekki samþykktir en ársreikningar þar síðasta árs voru samþyktir nú þar sem enginn aðalfundur var haldinn árið 2024. Kosin var 17 manna sýndarstjórn og mætti nánast enginn þessarra nýju stjórnarmanna á fundinn.Helmingur af ríkisstyrk Sósíalistaflokksins hefur runnið beint til Samstöðvarinnar. Hinn helmingur ríkisstyrksins farið til Vorstjörnunnar. Félags sem stofnað var fyrir tilstuðlan Gunnars Smára. Hefur það félag séð um að greiða húsaleigu í Bolholti sem síðan hefur innheimt leigu af Samstöðinni undir markaðsverði. Ekki fær Samstöðin aðeins helming ríkisstyrks flokksins heldur er leiga Samstöðvarinnar einnig niðurgreidd með þeim hluta ríkisstyrksins sem fer til Vorstjörnunnar.Það ætti öllum sem vilja vita að til Samstöðvarinnar var stofnað til að halda úti gagnrýnni umræðu með áherslu á sósíalisma og vinstri pólitík.Hugtakið flokkseigendafélag hefur væntanlega aldrei átt jafn vel við og nú. Þegar flokkurinn var stofnaður lagði Gunnar Smári til Facebook þráð sem nú heitir Rauði þráðurinn. Þessi þráður hefur verið opinber spjallþráður Sósíalistaflokksins og Gunnar Smári oft hampað því að Sósíalistaflokkurinn sé eini flokkurinn sem haldið hefur úti opnum spjallþræði. Um leið og Gunnar Smári missti stjórn á flokknum og hans fylgifélögum á síðasta aðalfundi tók hann vefinn í burtu og lýsti yfir að engin tengsl væru á milli Rauða þráðarins og Sósíalistaflokksins. Gunnar Smári átti sem sagt prívat og persónulega, opinberann spjallþráð flokksins.Eins vill Gunnar Smári fara með Samstöðina. Nú þegar hann stjórnar ekki lengur flokknum slítur hann öll tengsl Samstöðvarinnar við flokkinn og segir hana óháðann fjölmiðil. Fjölmiðil sem hann sjálfur segir hafa verið stofnaðann sem fjölmiðil flokksins.Svo er annað og undarlegra mál í gangi. Það er baráttan um Vorstjörnuna en það félag hefur verið í skuggastjórn fyrrum framkvæmdarstjórnar undir forystu Gunnars Smára. Þegar sú stjórn tapaði lýðræðislegri kosningu á síðasta aðalfundi tóku þau þetta félag með sér. Félag sem fyrrum stjórn flokksins stórnaði tók hún með sér í stað þess að afhenda það yfir til nýkjörinnar stjórnar.Fráfarandi stjórn tekur því með sér þegar hún tapar í lýðræðislegri kosningu: Rauða þráðinn, opinberann spjallþráð flokksins, ætlar sér að taka með sér Samstöðina sem byggð var upp fyrir fjármuni flokksins og sjálfboðastarf flokksfélaga og hefur með sér Vorstjörnuna, félag sem þyggur hinn helming af ríkisstyrk Sósíalsitaflokksins og fer með leigusamning höfuðstöðva flokksins.Nú hefur loks komið í ljós hvers vegna fyrrum formaður framkvæmdarstjórnar Sósíalistaflokksins vildi hafa fjármuni flokksins í ”aflandsfélögum” sem eiga að heita ótengd flokknum. Ef stjórn á flokknum tapaðist væri hægt að berstrípa flokkinn og byrja upp á nýtt. Einskonar kennitöluflakk. Nýkjörin framkvæmdarstjórn flokksins hefur reynt að ná sáttum við fyrrum framkvæmdarstjórn, eins furðulega og það hljómar nú, en hefur meðal annars fengið eftirfarandi kröfur á sig fyrir viðvikið. a.Að mánaðarlegt leiguframlag SÍ til Vorstjörnunnar hefur aðeins numið undanfarið 217.500 kr. Af (nú) 930.000 hækki afturvirkt með vísan til markaðsverðs, forsendubrests og 36. gr. Samningalaga; b.Að SÍ efni loforð og óbreyttar samþykktir um greiðslu árlegs styrks að fjárhæð samtals um 14. millj. Kr. Fyrir 2025; c.Að SÍ greiði dráttarvexti af síðastgreindri styrkveitingu sem síðast var áréttuð skrifleg krafa um með tölvuskeyti gjaldkera Vorstjörnunnar til gjaldkera SÍ hinn 5. júní sl.; d.Að Vorstjarnan ”endurgreiði” nýlega endurgreiðslu að fjárhæð 3 millj.kr. af 4,5 millj. Kr. Láni Vorstjörnunnar til SÍ í nóvember 2024 til kosningastjórnar SÍ; e.Að SÍ endurgreiði Vorstjörnunni 1,5 lillj. Kr. Af síðastnefndu láni; f.Að SÍ greiði almenna vexti af síðastgreindu. Einnig fara þau fram á að flokkurinn rými húsnæðið að Bolholti 6 fyrir 15. júlí næst komandi. Þetta er nú allur hugsjónareldur fyrrum framkvæmdarstjórnar varðandi eflingu sósíalisma á Íslandi. Afsökun Gunnars á yfirtöku Samstöðarinnar er að nú sé komið til valda í Sósíalistaflokknum snargalið fólk sem vilji ekki breiða alþýðuhreyfingu. Valdasjúkt fólk sem vill ekki styðja við minnihluta hópa eða greiða fyrir aðkomu þeirra radda að Samstöðinni. Þetta er svo vitlaust að það er bara hlægjilegt. Ekkert er fjarri sannleikanum. Í stjórnartíð Gunnars Smára var einstakt foryngjaræði og allar gagnrýnisraddir kæfðar með tuddaskap. Svæðisfélög gátu ekki verið stofnuð á landsbyggðinni nema með frumkvæði og stjórnun félagastjórnar sem hafði ekki verið starfrækt í fleiri ár. Gagnrýni fólks og þar á meðal minnar svaraði Gunnar oftar en ekki á eftirfarandi hátt:” Ef þú ert svona ósammála, afhverju hættir þú ekki bara í flokknum?”. Þetta var nú öll diplómasían á þeim bænum. Enda hefur fjöldi fólks sagt sig frá störfum eða hreinlega hætt í flokknum vegna þessarra stjórnarhátta. Samkvæmt Gunnar Smára hefur Sósíalsitaflokkurinn breyst úr magnaðri alþýðuhreyfingu í ekki neitt á rétt um mánuði og þess vegna verður hann að ”bjarga” Samstöðinn frá þessu snar geggjaða valdasjúka fólki. Fólkinu sem vill koma skikki á fjármál flokksins og auka þátt hins almenna flokksmanns í starfinu. Það er svo ögn kómískt að Gunnar Smári lýki nú viðskiptamódeli Samstöðvarinnar við viðskiptamódel trúboðsstöðva því við sem höfum verið í ”hinni” fylkingu Sósíalistaflokksins höfum einmitt kallað fylgendur Gunnars, Smárakirkjuna. Það ekki að ástæðulausu og nú er þvi svo komið að æðsti presturinn hefur beitt fyrir sig sínum dyggustu fylgjendum í forarsvaðið sem hafa nú fengið á sig kærur fyrir ýmis misferli. Fyrir að vinna skítverkin. Á meðan stendur æðsti presturinn keikur og ósnertanlegur. Svo er bara spurning hvernig honum gengur að safna að sér fleiri fylgendum um helgina. Höfundur er stjórnarmaður í framkvæmdarstjórn Sósíalistaflokks Íslands Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sósíalistaflokkurinn Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Á Visir.is í gær tekur gamall vinnufélagi Gunnars Smára Egilssonar við hann viðtal. Er þetta nokk langt viðtal og prýða viðtalið hvorki fleiri né færri en 16 portrait myndir af viðfangsefninu. Þar mærir gamli vinnufélaginn Gunnar í hástert sem fer yfir feril sinn í fjölmiðlum. Ber þar á góma Samstöðina, upphaf hennar og framtíð. Þar vil ég aðeins staldra við. Samstöðin var stofnuð í þeim tilgangi að vera mótvægi við meginstraum fjölmiðlana sem stjórnað er af valdaelítu landsins. Auðvaldinu, ríkasta eina prósentinu, kvótaaðlinum eða hvað við köllum það. Það var alltaf hugmynd þeirra sem að komu að stofnun Samstöðvarinnar að hún yrði verkalýðssinnaður fjölmiðill þar sem Sósíalistaflokkurinn gæti komið fram áherslum sínum og sjónarhorni á málefni líðandi stundar. Til að það yrði að veruleika lagði fjöldi fólks á sig mikla sjálfboðvinnu. Fólkið sem lagði þetta á sig var og er flest enn félagar í Sósíalistaflokki Íslands.Þetta fólk byggði upp hljóðver Samstöðvarinnar samhliða uppbyggingu félagsaðstöðu Sósíalistaflokksins, hvoru tveggja í Bolholti 6. Þetta var sama fólkið, sama batterýið.Enda segir Gunnar sjálfur í viðtalinu ”Upphaflega hugmyndin með stuðningi flokksins var að breið alþýðuhreyfing, eins og Sósíalistaflokkurinn vildi verða þá þyrfti hann á eigin fjölmiðli og umræðuvettvangi að halda.” Ég les ekki annað út úr þessu en Gunnar hafi sjálfur í upphafi ætlað Samstöðinni að vera fjölmiðil Sósíalistaflokksins. Þetta segir hann nú og þannig talaði hann til sinna félaga í Sósíalistaflokknum við uppbyggingu stöðvarinnar.Ef ekki væri fyrir bein fjárútlát Sósíalistaflokksins til Samstöðvarinnar væri engin Samstöð og Gunnar Smári gæti hvorki greitt sér né kærustu sinni laun hjá Samstöðinni. Flokkurinn hefur lagt yfir 30 milljónir til Samstöðvarinnar. Er þetta víkjandi lán sem Gunnar Smári hefur talað um að hægt sé að breyta í hlutafé. Hreinlegast væri þó ef stöðin á að vera alls ótengd flokknum að Samstöðin endurgreiði bara lánið.Samstöðin er rekin af Alþýðufélaginu ehf og hefur álíka fúsk einkennt rekstur þess eins og aðra starfsemi sem tengst hefur Sósíalistaflokknum í stjórnartíð Gunnars Smára Egilssonar. Haldinn var ársfundur Alþýðufélagsins nú á dögunum sem var einstaklega illa skipulagður. Fundarstjóri með öllu óreyndur og var það niðurlægjandi fyrir vesalings manninn hvað Gunnar óð yfir hann á fundinum. Gunnar Smári bar upp tillögu að nýrri stjórn og neitaði að taka við mótframboðum úr sal. Ársreikningar síðasta árs fengust ekki samþykktir en ársreikningar þar síðasta árs voru samþyktir nú þar sem enginn aðalfundur var haldinn árið 2024. Kosin var 17 manna sýndarstjórn og mætti nánast enginn þessarra nýju stjórnarmanna á fundinn.Helmingur af ríkisstyrk Sósíalistaflokksins hefur runnið beint til Samstöðvarinnar. Hinn helmingur ríkisstyrksins farið til Vorstjörnunnar. Félags sem stofnað var fyrir tilstuðlan Gunnars Smára. Hefur það félag séð um að greiða húsaleigu í Bolholti sem síðan hefur innheimt leigu af Samstöðinni undir markaðsverði. Ekki fær Samstöðin aðeins helming ríkisstyrks flokksins heldur er leiga Samstöðvarinnar einnig niðurgreidd með þeim hluta ríkisstyrksins sem fer til Vorstjörnunnar.Það ætti öllum sem vilja vita að til Samstöðvarinnar var stofnað til að halda úti gagnrýnni umræðu með áherslu á sósíalisma og vinstri pólitík.Hugtakið flokkseigendafélag hefur væntanlega aldrei átt jafn vel við og nú. Þegar flokkurinn var stofnaður lagði Gunnar Smári til Facebook þráð sem nú heitir Rauði þráðurinn. Þessi þráður hefur verið opinber spjallþráður Sósíalistaflokksins og Gunnar Smári oft hampað því að Sósíalistaflokkurinn sé eini flokkurinn sem haldið hefur úti opnum spjallþræði. Um leið og Gunnar Smári missti stjórn á flokknum og hans fylgifélögum á síðasta aðalfundi tók hann vefinn í burtu og lýsti yfir að engin tengsl væru á milli Rauða þráðarins og Sósíalistaflokksins. Gunnar Smári átti sem sagt prívat og persónulega, opinberann spjallþráð flokksins.Eins vill Gunnar Smári fara með Samstöðina. Nú þegar hann stjórnar ekki lengur flokknum slítur hann öll tengsl Samstöðvarinnar við flokkinn og segir hana óháðann fjölmiðil. Fjölmiðil sem hann sjálfur segir hafa verið stofnaðann sem fjölmiðil flokksins.Svo er annað og undarlegra mál í gangi. Það er baráttan um Vorstjörnuna en það félag hefur verið í skuggastjórn fyrrum framkvæmdarstjórnar undir forystu Gunnars Smára. Þegar sú stjórn tapaði lýðræðislegri kosningu á síðasta aðalfundi tóku þau þetta félag með sér. Félag sem fyrrum stjórn flokksins stórnaði tók hún með sér í stað þess að afhenda það yfir til nýkjörinnar stjórnar.Fráfarandi stjórn tekur því með sér þegar hún tapar í lýðræðislegri kosningu: Rauða þráðinn, opinberann spjallþráð flokksins, ætlar sér að taka með sér Samstöðina sem byggð var upp fyrir fjármuni flokksins og sjálfboðastarf flokksfélaga og hefur með sér Vorstjörnuna, félag sem þyggur hinn helming af ríkisstyrk Sósíalsitaflokksins og fer með leigusamning höfuðstöðva flokksins.Nú hefur loks komið í ljós hvers vegna fyrrum formaður framkvæmdarstjórnar Sósíalistaflokksins vildi hafa fjármuni flokksins í ”aflandsfélögum” sem eiga að heita ótengd flokknum. Ef stjórn á flokknum tapaðist væri hægt að berstrípa flokkinn og byrja upp á nýtt. Einskonar kennitöluflakk. Nýkjörin framkvæmdarstjórn flokksins hefur reynt að ná sáttum við fyrrum framkvæmdarstjórn, eins furðulega og það hljómar nú, en hefur meðal annars fengið eftirfarandi kröfur á sig fyrir viðvikið. a.Að mánaðarlegt leiguframlag SÍ til Vorstjörnunnar hefur aðeins numið undanfarið 217.500 kr. Af (nú) 930.000 hækki afturvirkt með vísan til markaðsverðs, forsendubrests og 36. gr. Samningalaga; b.Að SÍ efni loforð og óbreyttar samþykktir um greiðslu árlegs styrks að fjárhæð samtals um 14. millj. Kr. Fyrir 2025; c.Að SÍ greiði dráttarvexti af síðastgreindri styrkveitingu sem síðast var áréttuð skrifleg krafa um með tölvuskeyti gjaldkera Vorstjörnunnar til gjaldkera SÍ hinn 5. júní sl.; d.Að Vorstjarnan ”endurgreiði” nýlega endurgreiðslu að fjárhæð 3 millj.kr. af 4,5 millj. Kr. Láni Vorstjörnunnar til SÍ í nóvember 2024 til kosningastjórnar SÍ; e.Að SÍ endurgreiði Vorstjörnunni 1,5 lillj. Kr. Af síðastnefndu láni; f.Að SÍ greiði almenna vexti af síðastgreindu. Einnig fara þau fram á að flokkurinn rými húsnæðið að Bolholti 6 fyrir 15. júlí næst komandi. Þetta er nú allur hugsjónareldur fyrrum framkvæmdarstjórnar varðandi eflingu sósíalisma á Íslandi. Afsökun Gunnars á yfirtöku Samstöðarinnar er að nú sé komið til valda í Sósíalistaflokknum snargalið fólk sem vilji ekki breiða alþýðuhreyfingu. Valdasjúkt fólk sem vill ekki styðja við minnihluta hópa eða greiða fyrir aðkomu þeirra radda að Samstöðinni. Þetta er svo vitlaust að það er bara hlægjilegt. Ekkert er fjarri sannleikanum. Í stjórnartíð Gunnars Smára var einstakt foryngjaræði og allar gagnrýnisraddir kæfðar með tuddaskap. Svæðisfélög gátu ekki verið stofnuð á landsbyggðinni nema með frumkvæði og stjórnun félagastjórnar sem hafði ekki verið starfrækt í fleiri ár. Gagnrýni fólks og þar á meðal minnar svaraði Gunnar oftar en ekki á eftirfarandi hátt:” Ef þú ert svona ósammála, afhverju hættir þú ekki bara í flokknum?”. Þetta var nú öll diplómasían á þeim bænum. Enda hefur fjöldi fólks sagt sig frá störfum eða hreinlega hætt í flokknum vegna þessarra stjórnarhátta. Samkvæmt Gunnar Smára hefur Sósíalsitaflokkurinn breyst úr magnaðri alþýðuhreyfingu í ekki neitt á rétt um mánuði og þess vegna verður hann að ”bjarga” Samstöðinn frá þessu snar geggjaða valdasjúka fólki. Fólkinu sem vill koma skikki á fjármál flokksins og auka þátt hins almenna flokksmanns í starfinu. Það er svo ögn kómískt að Gunnar Smári lýki nú viðskiptamódeli Samstöðvarinnar við viðskiptamódel trúboðsstöðva því við sem höfum verið í ”hinni” fylkingu Sósíalistaflokksins höfum einmitt kallað fylgendur Gunnars, Smárakirkjuna. Það ekki að ástæðulausu og nú er þvi svo komið að æðsti presturinn hefur beitt fyrir sig sínum dyggustu fylgjendum í forarsvaðið sem hafa nú fengið á sig kærur fyrir ýmis misferli. Fyrir að vinna skítverkin. Á meðan stendur æðsti presturinn keikur og ósnertanlegur. Svo er bara spurning hvernig honum gengur að safna að sér fleiri fylgendum um helgina. Höfundur er stjórnarmaður í framkvæmdarstjórn Sósíalistaflokks Íslands
Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar
Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun