Teflt í skjóli móbergsveggja í Laugarvatnshellum Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 30. júní 2025 16:31 Sigurvegarar mótsins stilla sér upp fyrir framan hellana. Graatje Weber Sögulegt skákmót fór fram í gær sunnudaginn 29. júní í Laugarvatnshellum. Mótið var framkvæmt í samstarfi milli Vignirvatnar.is, Laugarvatnshella og heilsulindarinnar Fontana. 48 keppendur mættu til leiks, skákmenn á efri árum sem eru kunnugir öllum hnútum í skákheiminum og ungir og efnilegir. Laugarvatnshellar eru jú ekki síður sögulegir en fallegir en þar var búið fram til ársins 1922. Fram kemur í tilkynningu frá skipuleggjendum mótsins að einstök stemning hafi myndast þegar keppendur léku sína fyrstu leiki í undir móbergsveggjunum. Tefldar voru sjö umferðir með þriggja mínútna tímamörkum með tveggja sekúndna viðbót á leik. Helgi Kjartansson, oddviti Bláskógabyggðar, lék fyrsta leik mótsins fyrir nýkrýndan Íslandsmeistara Vigni Vatnar og hófst þá baráttan af fullum krafti. Þrátt fyrir ausandi rigningu hélt hellirinn keppendum og gestum tiltölulega þurrum og stemningin minnti fremur á hátíð en hefðbundið skákmót að sögn skipuleggjenda. Áhorfendur dreif að víða úr sveitinni til að fylgjast með. Rigningin truflaði skákina ekkert enda höfðu þeir skýli af náttúrunnar hendi.Graatje Weber Það var enginn annar er Vignir Vatnar Stefánsson sem sigraði mótið með 6,5 vinningum af sjö mögulegum. Í öðru sæti varð Arnar Milutin Heiðarsson með sex vinninga og í þriðja sæti Ingvar Þór Jóhannesson með 5,5 vinninga. Magnús Matthíasson náði stórkostlegum árangri og hlaut verðlaun fyrir besta árangur í flokki keppenda með minna en tvö þúsund stig. Hann vann fimm vinninga. Mikael Bjarki Heiðarsson, einnig með fimm vinninga, var efstur í aldursflokki sextán ára og yngri. Í flokki óstigaskráðra vann Katrín Ósk Tómasdóttir með tvo vinninga en hún æfir hjá Skákdeild Hauka og er aðeins tíu ára gömul. Fjölbreyttur hópur skákmanna tók þátt.Graatje Weber Að móti loknu bauð heilsulindin Fontana öllum keppendum í slökun. Þar vakti sérstaklega athygli sundskýla með taflborðsmynstri sem naut greinilega mikilla vinsælda meðal keppenda, að sögn skipuleggjenda. Skák Bláskógabyggð Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Fótbolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Fleiri fréttir Benóný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Ólympíuhetja dó í snjóflóði Koepka snýr aftur og öðrum LIV-stjörnum býðst að fylgja honum Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Bærinn í Sviss þar sem barinn brann hýsir Ólympíuleikana Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Sænskur Ólympíufari vill nú keppa fyrir Finnland Sjá meira
Laugarvatnshellar eru jú ekki síður sögulegir en fallegir en þar var búið fram til ársins 1922. Fram kemur í tilkynningu frá skipuleggjendum mótsins að einstök stemning hafi myndast þegar keppendur léku sína fyrstu leiki í undir móbergsveggjunum. Tefldar voru sjö umferðir með þriggja mínútna tímamörkum með tveggja sekúndna viðbót á leik. Helgi Kjartansson, oddviti Bláskógabyggðar, lék fyrsta leik mótsins fyrir nýkrýndan Íslandsmeistara Vigni Vatnar og hófst þá baráttan af fullum krafti. Þrátt fyrir ausandi rigningu hélt hellirinn keppendum og gestum tiltölulega þurrum og stemningin minnti fremur á hátíð en hefðbundið skákmót að sögn skipuleggjenda. Áhorfendur dreif að víða úr sveitinni til að fylgjast með. Rigningin truflaði skákina ekkert enda höfðu þeir skýli af náttúrunnar hendi.Graatje Weber Það var enginn annar er Vignir Vatnar Stefánsson sem sigraði mótið með 6,5 vinningum af sjö mögulegum. Í öðru sæti varð Arnar Milutin Heiðarsson með sex vinninga og í þriðja sæti Ingvar Þór Jóhannesson með 5,5 vinninga. Magnús Matthíasson náði stórkostlegum árangri og hlaut verðlaun fyrir besta árangur í flokki keppenda með minna en tvö þúsund stig. Hann vann fimm vinninga. Mikael Bjarki Heiðarsson, einnig með fimm vinninga, var efstur í aldursflokki sextán ára og yngri. Í flokki óstigaskráðra vann Katrín Ósk Tómasdóttir með tvo vinninga en hún æfir hjá Skákdeild Hauka og er aðeins tíu ára gömul. Fjölbreyttur hópur skákmanna tók þátt.Graatje Weber Að móti loknu bauð heilsulindin Fontana öllum keppendum í slökun. Þar vakti sérstaklega athygli sundskýla með taflborðsmynstri sem naut greinilega mikilla vinsælda meðal keppenda, að sögn skipuleggjenda.
Skák Bláskógabyggð Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Fótbolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Fleiri fréttir Benóný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Ólympíuhetja dó í snjóflóði Koepka snýr aftur og öðrum LIV-stjörnum býðst að fylgja honum Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Bærinn í Sviss þar sem barinn brann hýsir Ólympíuleikana Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Sænskur Ólympíufari vill nú keppa fyrir Finnland Sjá meira