Stjórnarandstaðan hindrar kjarabætur Rúnar Sigurjónsson skrifar 1. júlí 2025 08:32 Það hefur alltaf verið stefna Flokks fólksins að bæta réttindi og afkomu öryrkja. Við höfum talað skýrt um þetta fyrir hverjar kosningar og á Alþingi undanfarin ár. Það ætti því ekki að koma neinum á óvart að ríkisstjórn sem Flokkur fólksins á aðild að taki stór skref í þágu öryrkja. Nú eru nokkrar breytingar í vændum sem munu gjörbreyta lífi fatlaðs fólks og öryrkja til hins betra: 1. Nýtt örorkulífeyriskerfi Það verða gerðar miklar breytingar á örorkulífeyriskerfinu. Hlutlægara og sanngjarnara mat verður tekið upp þar sem horft er á heildarmöguleika fólks til þátttöku á vinnumarkaði og þar með taka þátttöku í samfélaginu. Þar sem ekki er er aðeins horft til fötlunar eða veikinda. Auk þess hækkar örorkulífeyrir og hlutaörorkulífeyrir og fólk má vinna meira án skerðinga. 2. Aldursviðbót fellur ekki lengur niður Það hefur lengi verið þannig að svo kölluð aldursviðbót fellur niður þegar öryrkjar ná ellilífeyrisaldri. Með nýju frumvarpi Ingu Sæland verður tryggt að aldursviðbótin greiðist áfram þannig að þeir sem urðu öryrkjar á unga aldri og hafa ekki getað áunnið sér lífeyrisréttindi, fái áfram afkomutrygginguna sem felst í aldursviðbótinni. Þetta er gríðarlega mikil réttarbót fyrir stóran hóp. 3. Greiðslur fylgja launavísitölu Frá og með næsta ári munu lífeyrisgreiðslur til öryrkja og eldri borgara fylgja launavísitölu Hagstofunnar en ekki óljósum mælikvörðum. Þetta þýðir að bætur dragast ekki aftur úr almennum launum og fólk heldur sínum kaupmætti. Þetta skapar öryggi og stöðugleika fyrir þá sem þurfa mest á því að halda. Auk þessa verður Tryggingastofnun nú falið að halda utan um tölfræðiupplýsingar um endurhæfingu og þjónustu. Þannig verði auðveldara að greina hvar úrbóta er þörf og fylgjast betur með framvindu mála innan kerfisins. 4. Lögfesting réttindasamnings Sameinuðu þjóðanna Samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks verður lögfestur sem mun styrkja stöðu fatlaðs fólks og auka réttaráhrif samningsins hér á landi. Markmiðið er að tryggja að fatlað fólk njóti allra mannréttinda til jafns við aðra, að komið verði í veg fyrir mismunun og að fatlað fólk fái að taka virkan þátt í samfélaginu. Þetta frumvarp er því afar mikilvægt fyrir fatlað fólk á Íslandi. Ég hvet alla sem hafa ekki gert það nú þegar að hlýða á ræðu Ingu Sæland sem haldin var á fundi Sameinuðu Þjóðanna til að heyra hve mikilvægt það er að tryggja mannréttindi fatlaðs fólks til jafns við aðra. Af hverju skiptir þetta máli? Þessar breytingar eru ekki tilviljun. Þær snúast um eitt: að fatlað fólk og öryrkjar eigi ekki að lifa við fátækt eða óöryggi vegna þess að þau geta ekki unnið. Samfélagið á að tryggja öllum lágmarksafkomu og mannsæmandi líf – líka þeim sem verða fyrir veikindum eða slysum og geta ekki unnið sér inn laun. Við eigum ekki að sætta okkur við annað. Rangfærslur um öryrkja Margir sem gagnrýna þessar breytingar fullyrða að með því að bæta réttindi fatlaðs fólks sé verið að draga úr áhuga fólks á að vinna eða jafnvel hvetja fólk til að sækja um örorku. Þetta er bæði misskilningur og vanvirðing við fólk sem glímir við alvarleg veikindi eða fötlun. Fólk sem glímir við örorku getur ekki valið að vinna eða ekki. Við erum að tala um einstaklinga með skerta vinnufærni sem er skilyrði fyrir örorkubótum. Það er hvorki rétt né sanngjarnt að halda því fram að sá sem fær greidda framfærslu vegna örorku sé að „svíkja kerfið“ eða sitji heima af því að það borgi sig. Fólk sem getur ekki unnið á ekki að þurfa að lifa við neyð, skort og fátækt vegna hvata til vinnu. Það er bæði ósiðlegt og óraunhæft. Við ætlum að ganga lengra Já, ríkisstjórnin gengur langt í að bæta réttindi og afkomu öryrkja og fatlaðs fólks. Það er ekkert launungarmál – það er beinlínis okkar meðvitaða stefna. Við höfum stigið fyrstu skrefin en við munum halda áfram á þeirri vegferð að rétta hlut þeirra sem höllustum fæti standa. Við ætlum að gera allt sem í okkar valdi stendur til að enginn verði skilin eftir. Það er stefna Flokks fólksins. Höfundur er varaþingmaður Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Félagsmál Flokkur fólksins Mest lesið Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun Refsa fyrst, spyrja svo? Jakob Frímann Magnússon Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) Skoðun Skoðun Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Sjá meira
Það hefur alltaf verið stefna Flokks fólksins að bæta réttindi og afkomu öryrkja. Við höfum talað skýrt um þetta fyrir hverjar kosningar og á Alþingi undanfarin ár. Það ætti því ekki að koma neinum á óvart að ríkisstjórn sem Flokkur fólksins á aðild að taki stór skref í þágu öryrkja. Nú eru nokkrar breytingar í vændum sem munu gjörbreyta lífi fatlaðs fólks og öryrkja til hins betra: 1. Nýtt örorkulífeyriskerfi Það verða gerðar miklar breytingar á örorkulífeyriskerfinu. Hlutlægara og sanngjarnara mat verður tekið upp þar sem horft er á heildarmöguleika fólks til þátttöku á vinnumarkaði og þar með taka þátttöku í samfélaginu. Þar sem ekki er er aðeins horft til fötlunar eða veikinda. Auk þess hækkar örorkulífeyrir og hlutaörorkulífeyrir og fólk má vinna meira án skerðinga. 2. Aldursviðbót fellur ekki lengur niður Það hefur lengi verið þannig að svo kölluð aldursviðbót fellur niður þegar öryrkjar ná ellilífeyrisaldri. Með nýju frumvarpi Ingu Sæland verður tryggt að aldursviðbótin greiðist áfram þannig að þeir sem urðu öryrkjar á unga aldri og hafa ekki getað áunnið sér lífeyrisréttindi, fái áfram afkomutrygginguna sem felst í aldursviðbótinni. Þetta er gríðarlega mikil réttarbót fyrir stóran hóp. 3. Greiðslur fylgja launavísitölu Frá og með næsta ári munu lífeyrisgreiðslur til öryrkja og eldri borgara fylgja launavísitölu Hagstofunnar en ekki óljósum mælikvörðum. Þetta þýðir að bætur dragast ekki aftur úr almennum launum og fólk heldur sínum kaupmætti. Þetta skapar öryggi og stöðugleika fyrir þá sem þurfa mest á því að halda. Auk þessa verður Tryggingastofnun nú falið að halda utan um tölfræðiupplýsingar um endurhæfingu og þjónustu. Þannig verði auðveldara að greina hvar úrbóta er þörf og fylgjast betur með framvindu mála innan kerfisins. 4. Lögfesting réttindasamnings Sameinuðu þjóðanna Samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks verður lögfestur sem mun styrkja stöðu fatlaðs fólks og auka réttaráhrif samningsins hér á landi. Markmiðið er að tryggja að fatlað fólk njóti allra mannréttinda til jafns við aðra, að komið verði í veg fyrir mismunun og að fatlað fólk fái að taka virkan þátt í samfélaginu. Þetta frumvarp er því afar mikilvægt fyrir fatlað fólk á Íslandi. Ég hvet alla sem hafa ekki gert það nú þegar að hlýða á ræðu Ingu Sæland sem haldin var á fundi Sameinuðu Þjóðanna til að heyra hve mikilvægt það er að tryggja mannréttindi fatlaðs fólks til jafns við aðra. Af hverju skiptir þetta máli? Þessar breytingar eru ekki tilviljun. Þær snúast um eitt: að fatlað fólk og öryrkjar eigi ekki að lifa við fátækt eða óöryggi vegna þess að þau geta ekki unnið. Samfélagið á að tryggja öllum lágmarksafkomu og mannsæmandi líf – líka þeim sem verða fyrir veikindum eða slysum og geta ekki unnið sér inn laun. Við eigum ekki að sætta okkur við annað. Rangfærslur um öryrkja Margir sem gagnrýna þessar breytingar fullyrða að með því að bæta réttindi fatlaðs fólks sé verið að draga úr áhuga fólks á að vinna eða jafnvel hvetja fólk til að sækja um örorku. Þetta er bæði misskilningur og vanvirðing við fólk sem glímir við alvarleg veikindi eða fötlun. Fólk sem glímir við örorku getur ekki valið að vinna eða ekki. Við erum að tala um einstaklinga með skerta vinnufærni sem er skilyrði fyrir örorkubótum. Það er hvorki rétt né sanngjarnt að halda því fram að sá sem fær greidda framfærslu vegna örorku sé að „svíkja kerfið“ eða sitji heima af því að það borgi sig. Fólk sem getur ekki unnið á ekki að þurfa að lifa við neyð, skort og fátækt vegna hvata til vinnu. Það er bæði ósiðlegt og óraunhæft. Við ætlum að ganga lengra Já, ríkisstjórnin gengur langt í að bæta réttindi og afkomu öryrkja og fatlaðs fólks. Það er ekkert launungarmál – það er beinlínis okkar meðvitaða stefna. Við höfum stigið fyrstu skrefin en við munum halda áfram á þeirri vegferð að rétta hlut þeirra sem höllustum fæti standa. Við ætlum að gera allt sem í okkar valdi stendur til að enginn verði skilin eftir. Það er stefna Flokks fólksins. Höfundur er varaþingmaður Flokks fólksins.
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun