80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal skrifar 1. júlí 2025 14:32 Í Dýrafirði fyrir vestan hefur Arctic Fish leyfi fyrir 10.000 tonna sjókvíaeldi á laxi. Klóakrennslið sem rennur óhindrað í sjóinn í gegnum netmöskvana frá starfseminni er á við 80.000 manna borg, ef við notum tölur frá Landsambandi fiskeldisstöðva, en reyndar miklu hærra ef miðað er við tölur frá norsku Umhverfisstofnuninni. Lægri tala fiskeldismanna sjálfra þýðir að á hverju ári rennur 307 sinnum meira klóak frá sjókvíum Arctic Fish en þeim 261 manns sem búa á Þingeyri við fjörðinn. Athugið að þetta er mun lægri tala en mat norsku Umhverfisstofnunarinnar, en við skulum gera sjókvíeldismönnunum það til geðs að nota þeirra eigin tölu. Hún er alveg nógu skelfileg. Á móti þessari gríðarlegu mengun fyrir neðan yfirborðið og sjónmengunina ofan þess, af flothringjum, fóðurrörum og prömmum, fengu Þingeyringar níu störf í þorpinu. Eftir tíðindi helgarinnar af brottflutningi þessara starfa sitja Dýrfirðingar uppi með mengunina og ekkert annað. Og ekki er það huggulegur kokteill: fiskaskítur, fóðurleifar, feikilegt magn af örplasti, lyf og skordýraeitur sem notað er gegn laxalúsinni, og eitraðir þungmálmar úr ásætuvörnunum sem netapokarnir eru húðaðir með til að koma í veg fyrir að nokkuð lifandi geti fest sig á þau. Voru þessi níu störf sem Þingeyringar höfðu en eru nú að hverfa úr þorpinu dýru verði keypt gæti einhver sagt. Hreinsað á landi, óhreinsað í sjó Fyrir nokkrum dögum birtist frétt í norskum fjölmiðli um að sveitarfélagið Bergen þarf, til að uppfylla norsk lög um meðferð skólps, að byggja sérstaka hreinsistöð fyrir 5.400 íbúa úthverfi í norðurhluta borgarinnar. Áætlaður kostnaður er að andvirði 12,5 milljarðar íslenskra króna. Í fréttinni er bent á að á sama tíma fær sjókvíaeldisfyrirtækið Lerøy að losa tíu sinnum meira klóak frá sinni starfsemi óhreinsað beint í sama fjörð og Bergen stendur við. Velta Lerøy var í fyrra rúmlega 370 milljarðar umreiknað í íslenskar krónur. Þeirri spurningu er varpað fram í norsku fréttinni hvort þetta geti talist eðlilegt. Er það sama ábending og við hjá Íslenska náttúruverndarsjóðnum höfum ítrekað um árabil í umsögnum okkar til ýmissa íslenskra stofnana og Alþingis. Í fyrra losuðu sjókvíeldisfyrirtækin sem samsvarar klóakrennsli frá um 420.000 manns óhreinsað í íslenska firði, sé miðað við tölur frá Landsambandi fiskeldisstöðva, en tvöfalt meira ef miðað er við tölur norsku Umhverfisstofnunarinnar. Dýru verði keypt Hvernig getur þetta staðist? Engin starfsemi á landi kemst upp með að senda óhreinsað skólp frá sér beint út í umhverfið og sveitarfélög um allt land innheimta há gjöld af íbúum sínum til að standa straum af tugmilljarða kostnaði við að bæta frárennslismál frá byggð. Ástæðan fyrir þessu furðulega ástandi er að um sjókvíeldi gilda sérlög sem undanskilja það frá lögum um varnir gegn mengun hafs og stranda og reglugerð um fráveitur og skólp, sem allir aðrir þurfa að fara eftir. Fyrir vikið fá Daníel Jakobsson hjá Arctic Fish og önnur sjókvíeldisfyrirtæki að senda umhverfinu og lífríkinu reikninginn fyrir þeirri gríðarlegu mengun sem verður til við starfsemina. Er sú niðurgreiðsluleið ekki í boði fyrir aðra atvinnustarfsemi. Pilsfaldakapitalistarnir eru víða. Höfundur er talsmaður Íslenska náttúruverndarsjóðsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Kaldal Ísafjarðarbær Sjókvíaeldi Fiskeldi Mest lesið Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Skoðun Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Sjá meira
Í Dýrafirði fyrir vestan hefur Arctic Fish leyfi fyrir 10.000 tonna sjókvíaeldi á laxi. Klóakrennslið sem rennur óhindrað í sjóinn í gegnum netmöskvana frá starfseminni er á við 80.000 manna borg, ef við notum tölur frá Landsambandi fiskeldisstöðva, en reyndar miklu hærra ef miðað er við tölur frá norsku Umhverfisstofnuninni. Lægri tala fiskeldismanna sjálfra þýðir að á hverju ári rennur 307 sinnum meira klóak frá sjókvíum Arctic Fish en þeim 261 manns sem búa á Þingeyri við fjörðinn. Athugið að þetta er mun lægri tala en mat norsku Umhverfisstofnunarinnar, en við skulum gera sjókvíeldismönnunum það til geðs að nota þeirra eigin tölu. Hún er alveg nógu skelfileg. Á móti þessari gríðarlegu mengun fyrir neðan yfirborðið og sjónmengunina ofan þess, af flothringjum, fóðurrörum og prömmum, fengu Þingeyringar níu störf í þorpinu. Eftir tíðindi helgarinnar af brottflutningi þessara starfa sitja Dýrfirðingar uppi með mengunina og ekkert annað. Og ekki er það huggulegur kokteill: fiskaskítur, fóðurleifar, feikilegt magn af örplasti, lyf og skordýraeitur sem notað er gegn laxalúsinni, og eitraðir þungmálmar úr ásætuvörnunum sem netapokarnir eru húðaðir með til að koma í veg fyrir að nokkuð lifandi geti fest sig á þau. Voru þessi níu störf sem Þingeyringar höfðu en eru nú að hverfa úr þorpinu dýru verði keypt gæti einhver sagt. Hreinsað á landi, óhreinsað í sjó Fyrir nokkrum dögum birtist frétt í norskum fjölmiðli um að sveitarfélagið Bergen þarf, til að uppfylla norsk lög um meðferð skólps, að byggja sérstaka hreinsistöð fyrir 5.400 íbúa úthverfi í norðurhluta borgarinnar. Áætlaður kostnaður er að andvirði 12,5 milljarðar íslenskra króna. Í fréttinni er bent á að á sama tíma fær sjókvíaeldisfyrirtækið Lerøy að losa tíu sinnum meira klóak frá sinni starfsemi óhreinsað beint í sama fjörð og Bergen stendur við. Velta Lerøy var í fyrra rúmlega 370 milljarðar umreiknað í íslenskar krónur. Þeirri spurningu er varpað fram í norsku fréttinni hvort þetta geti talist eðlilegt. Er það sama ábending og við hjá Íslenska náttúruverndarsjóðnum höfum ítrekað um árabil í umsögnum okkar til ýmissa íslenskra stofnana og Alþingis. Í fyrra losuðu sjókvíeldisfyrirtækin sem samsvarar klóakrennsli frá um 420.000 manns óhreinsað í íslenska firði, sé miðað við tölur frá Landsambandi fiskeldisstöðva, en tvöfalt meira ef miðað er við tölur norsku Umhverfisstofnunarinnar. Dýru verði keypt Hvernig getur þetta staðist? Engin starfsemi á landi kemst upp með að senda óhreinsað skólp frá sér beint út í umhverfið og sveitarfélög um allt land innheimta há gjöld af íbúum sínum til að standa straum af tugmilljarða kostnaði við að bæta frárennslismál frá byggð. Ástæðan fyrir þessu furðulega ástandi er að um sjókvíeldi gilda sérlög sem undanskilja það frá lögum um varnir gegn mengun hafs og stranda og reglugerð um fráveitur og skólp, sem allir aðrir þurfa að fara eftir. Fyrir vikið fá Daníel Jakobsson hjá Arctic Fish og önnur sjókvíeldisfyrirtæki að senda umhverfinu og lífríkinu reikninginn fyrir þeirri gríðarlegu mengun sem verður til við starfsemina. Er sú niðurgreiðsluleið ekki í boði fyrir aðra atvinnustarfsemi. Pilsfaldakapitalistarnir eru víða. Höfundur er talsmaður Íslenska náttúruverndarsjóðsins.
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun