Hommar mega enn ekki gefa blóð Lovísa Arnardóttir skrifar 1. júlí 2025 23:17 Björn Rúnar segir það mikil tímamót að hafa í dag tekið upp svokallaða NAT-skimun. Það geti orðið til þess að hommar geti fengið að gefa blóð. Vísir/Arnar Samkynhneigðir karlmenn mega enn ekki gefa blóð á Íslandi. Fjallað var um það í fréttum í október á síðasta ári að búið væri að breyta reglugerð þannig að samkynhneigðir karlmenn mættu gefa blóð og að reglugerðin myndi taka gildi í dag, 1. júlí. Björn Rúnar Lúðvíksson, framkvæmdastjóri Blóðbankans, segir það ekki rétt. Það hafi verið misskilningur hjá ráðherra þegar hann fullyrti þetta í fréttum í október. Það rétta sé að í dag hafi formlega verið tekin í notkun svokölluð NAT-skimun sem geti greint hvort blóðgjafar séu með lifrarbólgu B, lifrarbólgu C eða HIV. „Við byrjuðum að keyra þessa NAT-skimun á öllum blóðgjöfum í dag. Þá erum við að skima fyrir þessum algengustu veirusýkingum fyrir lifrarbólgu og HIV. Við byrjuðum að keyra það í janúar en byrjuðum í dag að keyra þetta á öllum blóðgjöfunum okkar,“ segir Björn Rúnar. Þrjár nefndir þurfa að koma saman Hann segir að þessi skimun verði keyrð áfram í nokkra mánuði og á sama tíma þurfi þrjár nefndir að koma saman til að endurmeta áhættumat þar sem kveðið er á um að samkynhneigðir karlmenn séu í áhættuhópi og megi því ekki gefa blóð. Nefndirnar þrjár eru ráðgjafanefnd um blóðhlutanotkun, nefnd um blóðhlutanotkun á Landspítalanum og sóttvarnaráð. „Þau þurfa að taka afstöðu til þess hvort það eigi að breyta áhættumatinu. Það þarf að gera formlegt áhættumat um smitsjúkdóma og fara í ákveðnar ráðstafanir út frá því sem áhættumatið segir,“ segir Björn Rúnar og að ráðuneytið og landlæknisembættið framkvæmi eftir að þessar nefndir og ráð gefi sitt álit. Ísland er eitt fjögurra Evrópuríkja sem banna enn alfarið blóðgjafir þeirra, ásamt Tyrklandi, Kósovó og Króatíu. Flest Evrópuríki hafa síðustu ár leyft blóðgjafirnar eða sett skilyrði um að karlmenn megi ekki gefa blóð hafi þeir haft samfarir við annan karlmann innan ákveðins tíma. Björn Rúnar segir færri konur gefa blóð á Íslandi samanborið við önnur Evrópulönd. Vísir/Vilhelm Björn Rúnar segir að loknu þessi ferli gæti íslenski blóðbankinn leyft samkynhneigðum karlmönnum að gefa blóð. Það hafi verið gert í Evrópu, en alltaf að undangengnu áhættumati. „Við erum búin að óska eftir því formlega við þessa aðila og bíðum bara eftir því hver niðurstaðan verður.“ Baráttumál í blóðgjöf Björn Rúnar segist hafa barist fyrir þessu máli frá því að hann tók við sem framkvæmdastjóri. Hann hafi nú fengið fjárheimild fyrir skimuninni og hún komin í gagnið. Næst þurfi að sannreyna niðurstöður og bera saman við fyrri leiðir. Það verði gert í nokkra mánuði og þegar þau eru orðin sátt verði hægt að breyta þessu. „Það verður að gera það eftir að allt annað í þessu ferli á sér stað.“ Hann segir Blóðbankann alltaf vinna að því að fjölga blóðgjöfum. „Þetta er stórkostlegur hópur, og ómetanlegur, við gætum aldrei nógsamlega þakkað þeim. En við erum alltaf að reyna að stækka hópinn og sérstaklega reyna að fá fleiri konur sem blóðgjafa. Það skortir dálítið á það miðað við önnur Evrópu.“ Ný blóðgjafastöð í Kringlunni Hann segir margt á döfinni hjá þeim. Um miðjan ágúst verði opnuð ný blóðgjafastöð í Kringlunni og svo sé verið að innrétta lítinn blóðgjafabíl sem verði ekið um landið. „Það er virkilega ánægjulegt að innleiða þetta og byrja í dag. Við erum gríðarlega stolt af því og margar hendur sem hafa unnið að þessu. En síðan þarf að breyta áhættumatinu og reglugerðinni í réttum skrefum. Þetta er fyrsta skrefið í því ferli, mjög mikilvægt skref.“ Blóðgjöf Heilbrigðismál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar (2024) Hinsegin Landspítalinn Tengdar fréttir Blóðgjöf samkynhneigðra karla leyfð og ósáttar húsmæður Samkynhneigðir karlmenn fá að gefa blóð hér á landi frá og með næsta ári. Heilbrigðisráðherra segir mikið ánægjuefni að þetta skref sé loks tekið. 4. október 2024 18:02 Karlmenn sem stunda kynlíf með karlmönnum fá mögulega að gefa blóð eftir áramót Karlmenn sem stunda kynlíf með öðrum karlmönnum munu mögulega fá að gefa blóð eftir áramót, ef marka má svör heilbrigðisráðherra við fyrirspurn Ingu Bjarkar Margrétar Bjarnadóttur, varaþingmanns Samfylkingarinnar, um breytingar á reglugerð um blóðgjafir. 22. nóvember 2022 06:47 Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Innlent Fleiri fréttir Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum Sjá meira
Björn Rúnar Lúðvíksson, framkvæmdastjóri Blóðbankans, segir það ekki rétt. Það hafi verið misskilningur hjá ráðherra þegar hann fullyrti þetta í fréttum í október. Það rétta sé að í dag hafi formlega verið tekin í notkun svokölluð NAT-skimun sem geti greint hvort blóðgjafar séu með lifrarbólgu B, lifrarbólgu C eða HIV. „Við byrjuðum að keyra þessa NAT-skimun á öllum blóðgjöfum í dag. Þá erum við að skima fyrir þessum algengustu veirusýkingum fyrir lifrarbólgu og HIV. Við byrjuðum að keyra það í janúar en byrjuðum í dag að keyra þetta á öllum blóðgjöfunum okkar,“ segir Björn Rúnar. Þrjár nefndir þurfa að koma saman Hann segir að þessi skimun verði keyrð áfram í nokkra mánuði og á sama tíma þurfi þrjár nefndir að koma saman til að endurmeta áhættumat þar sem kveðið er á um að samkynhneigðir karlmenn séu í áhættuhópi og megi því ekki gefa blóð. Nefndirnar þrjár eru ráðgjafanefnd um blóðhlutanotkun, nefnd um blóðhlutanotkun á Landspítalanum og sóttvarnaráð. „Þau þurfa að taka afstöðu til þess hvort það eigi að breyta áhættumatinu. Það þarf að gera formlegt áhættumat um smitsjúkdóma og fara í ákveðnar ráðstafanir út frá því sem áhættumatið segir,“ segir Björn Rúnar og að ráðuneytið og landlæknisembættið framkvæmi eftir að þessar nefndir og ráð gefi sitt álit. Ísland er eitt fjögurra Evrópuríkja sem banna enn alfarið blóðgjafir þeirra, ásamt Tyrklandi, Kósovó og Króatíu. Flest Evrópuríki hafa síðustu ár leyft blóðgjafirnar eða sett skilyrði um að karlmenn megi ekki gefa blóð hafi þeir haft samfarir við annan karlmann innan ákveðins tíma. Björn Rúnar segir færri konur gefa blóð á Íslandi samanborið við önnur Evrópulönd. Vísir/Vilhelm Björn Rúnar segir að loknu þessi ferli gæti íslenski blóðbankinn leyft samkynhneigðum karlmönnum að gefa blóð. Það hafi verið gert í Evrópu, en alltaf að undangengnu áhættumati. „Við erum búin að óska eftir því formlega við þessa aðila og bíðum bara eftir því hver niðurstaðan verður.“ Baráttumál í blóðgjöf Björn Rúnar segist hafa barist fyrir þessu máli frá því að hann tók við sem framkvæmdastjóri. Hann hafi nú fengið fjárheimild fyrir skimuninni og hún komin í gagnið. Næst þurfi að sannreyna niðurstöður og bera saman við fyrri leiðir. Það verði gert í nokkra mánuði og þegar þau eru orðin sátt verði hægt að breyta þessu. „Það verður að gera það eftir að allt annað í þessu ferli á sér stað.“ Hann segir Blóðbankann alltaf vinna að því að fjölga blóðgjöfum. „Þetta er stórkostlegur hópur, og ómetanlegur, við gætum aldrei nógsamlega þakkað þeim. En við erum alltaf að reyna að stækka hópinn og sérstaklega reyna að fá fleiri konur sem blóðgjafa. Það skortir dálítið á það miðað við önnur Evrópu.“ Ný blóðgjafastöð í Kringlunni Hann segir margt á döfinni hjá þeim. Um miðjan ágúst verði opnuð ný blóðgjafastöð í Kringlunni og svo sé verið að innrétta lítinn blóðgjafabíl sem verði ekið um landið. „Það er virkilega ánægjulegt að innleiða þetta og byrja í dag. Við erum gríðarlega stolt af því og margar hendur sem hafa unnið að þessu. En síðan þarf að breyta áhættumatinu og reglugerðinni í réttum skrefum. Þetta er fyrsta skrefið í því ferli, mjög mikilvægt skref.“
Blóðgjöf Heilbrigðismál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar (2024) Hinsegin Landspítalinn Tengdar fréttir Blóðgjöf samkynhneigðra karla leyfð og ósáttar húsmæður Samkynhneigðir karlmenn fá að gefa blóð hér á landi frá og með næsta ári. Heilbrigðisráðherra segir mikið ánægjuefni að þetta skref sé loks tekið. 4. október 2024 18:02 Karlmenn sem stunda kynlíf með karlmönnum fá mögulega að gefa blóð eftir áramót Karlmenn sem stunda kynlíf með öðrum karlmönnum munu mögulega fá að gefa blóð eftir áramót, ef marka má svör heilbrigðisráðherra við fyrirspurn Ingu Bjarkar Margrétar Bjarnadóttur, varaþingmanns Samfylkingarinnar, um breytingar á reglugerð um blóðgjafir. 22. nóvember 2022 06:47 Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Innlent Fleiri fréttir Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum Sjá meira
Blóðgjöf samkynhneigðra karla leyfð og ósáttar húsmæður Samkynhneigðir karlmenn fá að gefa blóð hér á landi frá og með næsta ári. Heilbrigðisráðherra segir mikið ánægjuefni að þetta skref sé loks tekið. 4. október 2024 18:02
Karlmenn sem stunda kynlíf með karlmönnum fá mögulega að gefa blóð eftir áramót Karlmenn sem stunda kynlíf með öðrum karlmönnum munu mögulega fá að gefa blóð eftir áramót, ef marka má svör heilbrigðisráðherra við fyrirspurn Ingu Bjarkar Margrétar Bjarnadóttur, varaþingmanns Samfylkingarinnar, um breytingar á reglugerð um blóðgjafir. 22. nóvember 2022 06:47