Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar 2. júlí 2025 10:01 Zohran Mamdani, framboðsefni Demókrata í Bandaríkjunum, er í raun og veru lausnin á þeirri pólitísku kreppu sem Vesturlöndin eru í. Í landi stjórnað af öfgamanni sem m.a. jók fylgi sitt um 7% í nýafstöðnum forsetakosningum í Bandaríkjunum og lækkaði um leið skatta á ríkasta fólk landsins á kostnað almennings tókst Mamdani að vinna hug New York-búa með öflugum aktivisma, sem fólst og felst í því að tala við mjög stóran hluta almennings í New York með vinnu sjálfboðaliða sem Mamdani og félagar hans lögðu í og leggja áherslu á jöfnuð og baráttu gegn okri leigusala og stórfyrirtækja. Gegn hugmyndafræði forseta Bandaríkjanna en einnig gegn hugmyndafræði stjórnarandstöðunnar í Bandaríkjunum. Atriði sem eru mest áberandi í pólitík Mamdani eru frysting leigugreiðslna - sem felst í því að halda leigugreiðslum jafnháum frá byrjun kjörtímabils til enda kjörtímabils, frítt í strætó, fríum leikskólum, opnun matvörubúða á vegum New York-borgar til að bjóða upp á mat á hagstæðari verði, aukna fjármögnun og samvinnu við verkalýðsfélög um byggingu nýrra íbúða (eins og t.d. íbúðafélagið Bjarg á Íslandi), nýjar reglur um leigusala sem skikka þá til að halda ástandi íbúða í lagi ellegar muni borgin sjá um vinnuna og senda leigusala kostnaðinn. Þetta hyggst hann greiða með varlegum skattahækkunum á stórfyrirtæki og ríkustu einstaklingana til að fjármagna ofangreint. Þetta er hægt að gera á Íslandi einnig. Viðbrögð stjórnmálastéttarinnar í Bandaríkjunum hafa verið á þá leið að stjórnmálafólk í flokknum hans talar gegn honum og jafnvel lýgur upp á hann og hinn stjórnmálaflokkurinn fer beinustu leið í harðasta rasismann og segir hann ekki hæfan því hann sé múslimi. Forseti Bandaríkjanna hefur ítrekað hótað reka hann úr landi á undanförnum vikum. Svo veltir fólk fyrir sér af hverju traust á stjórnmálum á Vesturlöndum hafi farið hrakandi á undanförnum áratugum, sem hefur svo valdið uppgangi öfgahægrihópa eins og forseti Bandaríkjanna er í forsvari fyrir. Þarna er, líkt og í málefnum Gaza í Evrópu, stór gjá milli almennings annars vegar og stjórnmálastéttarinnar og fjölmiðla hins vegar þegar kemur að hugmyndafræði og vinnubrögðum. Íslendingar þurfa þannig ekki að fara að fordæmi stjórnmálastétta á Vesturlöndum eða fordæmi ríkisstjórna Íslands í dag og síðastliðna áratugi, við getum fylgt fordæmi Mamdani í staðinn. Bjóða mennskunni inn og henda illskunni út. Hlusta á fólkið í stað þess að segja því hvernig hlutirnir eigi að vera. Verkefni næsta áratugar verður það að fara að fordæmi Mamdani, byggja upp samstöðu almennings með uppbyggingu aktivisma sem talar beint við stóran part fólksins í samfélögum okkar og innleiða nýjar stjórnmálaáherslur í íslenska og evrópska menningu, áherslur sem snúast um efnahagslegt og félagslegt réttlæti í samfélögum okkar og andstöðu við þjóðarmorð. Þetta getum við gert á Íslandi og við megum byrja strax. Höfundur er fyrrum varamaður í borgarstjórn Reykjavíkurborgar, fyrrum trúnaðarmaður Sameykis og ávallt baráttumaður fyrir betra samfélagi á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson Skoðun Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun Hækka launin þín þegar fasteignamatið á íbúðinni þinni hækkar? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal Skoðun Velkomin til Helvítis Guðný Gústafsdóttir Skoðun Þegar sannleikurinn verður fórnarlamb Davíð Bergmann Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa Skoðun Skoðun Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun Vaxtastefna Seðlabankans – á kostnað launafólks Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson skrifar Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar Skoðun Velkomin til Helvítis Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit við Ísland? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Hækka launin þín þegar fasteignamatið á íbúðinni þinni hækkar? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir skrifar Skoðun Sótt að hagsmunum atvinnulausra Steinar Harðarson skrifar Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Launamunur kynjanna eykst – Hvar liggur ábyrgðin? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn verður fórnarlamb Davíð Bergmann skrifar Skoðun Gefum íslensku séns – að tala íslensku við alla Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Réttnefni: Viðbragð við upplýsingaóreiðu Jón Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Farsæl framfaraskref á Sólheimum Sigurjón Örn Þórsson skrifar Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson skrifar Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna er alvöru mál Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun 1984 og Hunger Games á sama sviðinu Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Mikilvægi aukinnar verndunar hafsvæða og leiðrétting Hrönn Egilsdóttir skrifar Skoðun Betri leið til einföldunar regluverks Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Af Millet-úlpum og öldrunarmálum Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Charlie og sjúkleikaverksmiðjan Guðjón Eggert Agnarsson skrifar Skoðun Nú þarf bæði sleggju og vélsög Trausti Hjálmarsson,Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Nútímaviðskipti og lögin sem gleymdist að uppfæra Fróði Steingrímsson skrifar Sjá meira
Zohran Mamdani, framboðsefni Demókrata í Bandaríkjunum, er í raun og veru lausnin á þeirri pólitísku kreppu sem Vesturlöndin eru í. Í landi stjórnað af öfgamanni sem m.a. jók fylgi sitt um 7% í nýafstöðnum forsetakosningum í Bandaríkjunum og lækkaði um leið skatta á ríkasta fólk landsins á kostnað almennings tókst Mamdani að vinna hug New York-búa með öflugum aktivisma, sem fólst og felst í því að tala við mjög stóran hluta almennings í New York með vinnu sjálfboðaliða sem Mamdani og félagar hans lögðu í og leggja áherslu á jöfnuð og baráttu gegn okri leigusala og stórfyrirtækja. Gegn hugmyndafræði forseta Bandaríkjanna en einnig gegn hugmyndafræði stjórnarandstöðunnar í Bandaríkjunum. Atriði sem eru mest áberandi í pólitík Mamdani eru frysting leigugreiðslna - sem felst í því að halda leigugreiðslum jafnháum frá byrjun kjörtímabils til enda kjörtímabils, frítt í strætó, fríum leikskólum, opnun matvörubúða á vegum New York-borgar til að bjóða upp á mat á hagstæðari verði, aukna fjármögnun og samvinnu við verkalýðsfélög um byggingu nýrra íbúða (eins og t.d. íbúðafélagið Bjarg á Íslandi), nýjar reglur um leigusala sem skikka þá til að halda ástandi íbúða í lagi ellegar muni borgin sjá um vinnuna og senda leigusala kostnaðinn. Þetta hyggst hann greiða með varlegum skattahækkunum á stórfyrirtæki og ríkustu einstaklingana til að fjármagna ofangreint. Þetta er hægt að gera á Íslandi einnig. Viðbrögð stjórnmálastéttarinnar í Bandaríkjunum hafa verið á þá leið að stjórnmálafólk í flokknum hans talar gegn honum og jafnvel lýgur upp á hann og hinn stjórnmálaflokkurinn fer beinustu leið í harðasta rasismann og segir hann ekki hæfan því hann sé múslimi. Forseti Bandaríkjanna hefur ítrekað hótað reka hann úr landi á undanförnum vikum. Svo veltir fólk fyrir sér af hverju traust á stjórnmálum á Vesturlöndum hafi farið hrakandi á undanförnum áratugum, sem hefur svo valdið uppgangi öfgahægrihópa eins og forseti Bandaríkjanna er í forsvari fyrir. Þarna er, líkt og í málefnum Gaza í Evrópu, stór gjá milli almennings annars vegar og stjórnmálastéttarinnar og fjölmiðla hins vegar þegar kemur að hugmyndafræði og vinnubrögðum. Íslendingar þurfa þannig ekki að fara að fordæmi stjórnmálastétta á Vesturlöndum eða fordæmi ríkisstjórna Íslands í dag og síðastliðna áratugi, við getum fylgt fordæmi Mamdani í staðinn. Bjóða mennskunni inn og henda illskunni út. Hlusta á fólkið í stað þess að segja því hvernig hlutirnir eigi að vera. Verkefni næsta áratugar verður það að fara að fordæmi Mamdani, byggja upp samstöðu almennings með uppbyggingu aktivisma sem talar beint við stóran part fólksins í samfélögum okkar og innleiða nýjar stjórnmálaáherslur í íslenska og evrópska menningu, áherslur sem snúast um efnahagslegt og félagslegt réttlæti í samfélögum okkar og andstöðu við þjóðarmorð. Þetta getum við gert á Íslandi og við megum byrja strax. Höfundur er fyrrum varamaður í borgarstjórn Reykjavíkurborgar, fyrrum trúnaðarmaður Sameykis og ávallt baráttumaður fyrir betra samfélagi á Íslandi.
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa Skoðun
Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar
Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar
Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar
Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar
Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa Skoðun