Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar 2. júlí 2025 14:00 Í byrjun dags var sá þingmaður sem flutti flestar ræður á yfirstandandi þingi búinn að flytja 556 ræður. Það hafði tekið hana 22 klukkustundir, tvær mínútur og 17 sekúndur. Sá þingmaður er Bryndís Haraldsdóttir úr Sjálfstæðisflokki. Þann 23. maí 2019 skrifaði sami þingmaður Sjálfstæðisflokks, þá í stjórnarmeirihluta, grein sem birtist á Vísi. Fyrirsögn hennar var „Málþófið er séríslenskt“. Á meðal þess sem þar sagði var: „Málþóf á ekkert skylt við málfrelsi eða lýðræði, og þekkist nánast hvergi utan Íslands. Málþóf er séríslenskt fyrirbrigði.“ Síðar í greininni sagði: „Daga og nætur eru þingfundirnir undirlagðir af ræðum þingmanna úr einum þingflokki þar sem hver þingmaðurinn fer í ræðustól á fætur öðrum og samflokksþingmennirnir tínast í andsvör við þann fyrri. Að ógleymdu hólinu hvers til annars, það er gott að fá klapp á bakið. Þrátt fyrir að túlka megi þingsköp, sem skapa rammann um hvernig þinghaldi skuli háttað, með þeim hætti að þingmönnum sé frjálst að halda uppi umræðu endalaust, þá er þar kveðið skýrt á um að andsvör séu aðeins heimiluð með leyfi forseta. Þá er einnig að finna heimild í 71. gr. þingskapalaga til þess að takmarka umræður. Ég tel rétt og eðlilegt að þingheimur hugi að þessum heimildum til framtíðar. Núverandi fyrirkomulag, þar sem fámennur hópur stjórnarandstæðinga getur tekið þingið í gíslingu, gengur ekki til framtíðar.“ Þegar tafir urðu í 1. umræðu var málþóf Mig langar næst að grípa niður í ræðu sem var flutt á Alþingi 18. apríl í fyrra, fyrir rétt rúmu ári. Þá sagði sama Bryndís, enn í stjórnarmeirihluta, eftirfarandi: „Nú er það þannig að við höfum haldið tvo langa þingfundi síðustu daga, fram eftir nóttu, og ekki kvarta ég yfir því. […] Ég ætla ekki að gagnrýna það að fólk fari í ræðu í 1. umræðu í málum. Það er mjög eðlilegt. Við eigum að gera það. En það er engin þörf á því að fólk fylli heilar 15 mínútur, margir frá hverjum þingflokki, og fari svo í andsvör við aðra kollega sína í stjórnarandstöðu. Það er einfaldlega málþóf.“ Síðan þessi orð féllu þá hefur hagur Bryndísar og Sjálfstæðisflokks breyst. Þau eru nú í stjórnarandstöðu eftir að Sjálfstæðisflokknum var hafnað með afgerandi hætti í kosningum seint á síðasta ári, kosningum sem skiluðu flokknum verstu niðurstöðu hans í sögunni. Met eftir met eftir met Bryndís er því nú í stjórnarandstöðu, þar sem flokkur hennar eltir málþófs-leikjafræði Miðflokks Bergþórs Ólasonar. Það skipulag gengur út á að andstaðan skiptist á að taka vaktir um að vera fyrir framgangi lýðræðisins, oftast nær í málum sem þeir eru ekki einu sinni ósammála. Þannig háttaði um þegar þeir ræddu um áfasta plasttappa í fjóra klukkutíma og 36 mínútur í febrúar. Það gerðist aftur þegar þeir ræddu um fríverslunarsamning við Taíland í meira en fjóra klukkutíma, aðallega um hversu rosalega sammála andstaðan væri gerð samningsins. Með því var fyrra met í umræðum um fríverslunarsamninga, sem var sett árið 2019 þegar rætt var um slíka samninga við tvö ríki sem höfðu orðið uppvís að alvarlegum mannréttindabrotum, bætt um meira en tvo og hálfan tíma. Þá er ótalið lagafrumvarp um grunnskóla sem innleiddi nýtt samræmt námsmat í íslenska grunnskóla. Um er að ræða frumvarp sem var fyrst sett fram af síðustu ríkisstjórn, er afrakstur áralangrar vinnu og er nú endurflutt með lítils háttar breytingum sem eru ekki hápólitískar. Samt tók stjórnarandstaðan sig til og ræddi um málið í þriðju umræðu, þegar það fer ekki aftur til nefndar heldur næst í atkvæðagreiðslu, í níu klukkutíma og ellefu mínútur á þremur þingfundum. Svo gerðist þetta auðvitað í umræðu um veiðigjöld. Þar var Íslandsmet sett í þeirri umræðu með vaðali sem stóð yfir í meira en 30 klukkutíma, þar sem margir úr ýmsum þingflokkum minnihlutans blóðnýttu sínar 15 mínútur og fóru svo í andsvör við kollega sína í stjórnarandstöðu. Þarna var bætt eldra met í fyrstu umræðu, sem var sett í umræðum um fjárlög, og stóð í 24 klukkutíma og 40 mínútur, bætt þannig að tekið var eftir. Nú á að taka stóra metið Nú stefnir stjórnarandstaðan á stóra metið með veiðigjaldaumræðuna: lengsta málþóf Íslandssögunnar. Sem stendur er það í þriðja sæti. Stutt er síðan að hún tók fram úr umræðu um EES-samninginn, sem varðaði aðgang að mörg hundruð milljóna manna markaði og hefur bætt lífsgæði Íslendinga meira en nokkuð annað undanfarna áratugi. Sú umræða stóð yfir í um 100 klukkutíma. Um miðjan dag í dag var stjórnarandstaðan búin að ræða leiðréttingu veiðigjalda í rúmlega 128 klukkustundir. Ef fram fer sem horfir mun veiðigjaldaþófið taka fram úr umræðu um Icesave síðar í dag, máli frá því um 15 árum sem klauf þjóðina og kallaði á að forseti landsins neitaði að undirrita lög til að vísa þeim í þjóðaratkvæðagreiðslu, Íslandsmetið, sett af Miðflokknum í innihaldslausu þvaðri um ímyndaðar hættur af innleiðingu orkupakka sumarið 2019, verður svo slegið áður en vikan verður liðin. Nú eru tafarleikir og málþóf málefnalegar umræður Núverandi stjórnarandstaða er hins vegar mjög ósammála því að það sem hún áður kallaði málþóf sé kallað málþóf eða tafaleikir. Nú eymir ekkert eftir af kröfum um breytingu á þingskaparlögum. Nú er enginn þar að kalla eftir því að nota 71. greinina til að takmarka umræður þegar „fámennur hópur stjórnarandstæðinga“ tekur þingið í gíslingu. Í ræðu sem Bryndís Haraldsdóttir flutti 13. maí síðastliðinn sagði hún meðal annars að hún vildi „bara vísa því á bug að við höfum hér staðið í málþófi og tafaleikjum þegar við höfum átt málefnalegar umræður um mikilvæg mál.“ Þann 21. maí, rúmlega viku síðar, flutti Bryndís aðra ræðu. Hún var í takti við margar aðrar sem Bryndís hefur farið með síðustu vikur. Þar sagði að „ef Flokkur fólksins vill senda út einhverjar pillur um að stjórnarandstaðan sé í málþófi í 1. umræðu þegar það er bara mjög skýrt afmarkaður tími, þá gætu þessir ágætu þingmenn kannski bara mætt í vinnuna, tekið þátt í umræðunni.“ Sjálfstæðisflokkurinn hvergi nærri hættur Um miðjan júní, rétt áður en önnur umræða um veiðigjöld hófst, stakk Bryndís niður penna og lét birta grein á Vísi. Þar sagði hún að „þegar þeir sem fara með völdin forgangsraða því frekar að gagnrýna og fussa af oflæti yfir umræðunni sjálfri í stað málanna sem um er rætt, þá er fokið í flest skjól. Við í Sjálfstæðisflokknum lítum ekki á lýðræðislega umræðu sem óþarfa. Við tökum umræðuna því við tökum aðhaldshlutverk okkar alvarlega. Við ræðum frumvörp ekki til þess að tefja, heldur til þess að tryggja að þau séu vönduð, ígrunduð og réttlát. Það er ekki stjórnarandstaðan sem er að valda töfum á Alþingi.“ Svo boðaði Bryndís að Sjálfstæðisflokkurinn væri hvergi nærri hættur í tafaleikjunum og málþófinu sem hún gagnrýndi svo hart og innilega fyrir ekki lengra síðan en í fyrravor. Nú sagði hún að þetta væri „hlutverk stjórnarandstöðu í lýðræðisríki. Og við ætlum ekki að bregðast því hlutverki.“ Leiðtogar flokks hennar í veiðigjaldamálinu, varaformaðurinn Jens Garðar Helgason og þingmaðurinn Jón Gunnarsson, hafa tekið í svipaðan streng síðustu daga. Jens fór í pontu fyrir ekki alls löngu og sagði að það væri „heilög skylda okkar að standa gegn svona dellumálum og öllum þessum vinstri málum sem eru árásir á ellilífeyrisþega, atvinnulífið í landinu og alla þá sem er verið að reyna að koma með hér í gegn.“ Jón sagði að ræðurnar í málinu yrðu „eins margar eins og þarf til þess að koma einhverju viti í þetta mál sem er hér til umræðu. Það er ómögulegt og ekki hægt fyrir okkur að hætta umræðu um þetta mál á meðan staðan í því er eins og hún er.“ Að vera fullkomlega ósammála sjálfum sér Þetta settu Bryndís og félagar hennar fram, og ætlast til þess að fólk trúi að henni og þeim sé alvara, þrátt fyrir að nær öll met sem hægt er að setja í tafaleikjum og málþófi hafi verið sett á því stutta þingi sem nú stendur yfir, og hófst í febrúar vegna síðustu kosninga. Þrátt fyrir að Íslandsmet hafi verið sett í 1. umræðu, þrátt fyrir að Íslandsmet hafi verið sett í umræðum um fríverslunarsamninga sem enginn var þó á móti, þrátt fyrir að fullorðið fólk úr stjórnarandstöðu hafi séð næsta áramótaskaup fyrir efni sem dugi í það allt með framgöngu sinni í umræðu um plasttappamál þegar örfáir dagar voru liðnir af þinginu. Þrátt fyrir að 3. umræða um nýtt námsmat, sem er að stórum hluta til mál síðustu ríkisstjórnar, hafi staðið nánast jafn lengi og sama umræða um Icesave og þrátt fyrir að allt stefni í að umræða um leiðréttingu veiðigjalds stefni í að verða sú lengsta í sögunni á allra næstu dögum. Þetta segja þau þrátt fyrir að flokkur þeirra hafi farið oftar í umræður um atkvæðagreiðslur en nokkur annar flokkur síðastliðinn tæpan áratug. Umræður sem eiga sér engan annan tilgang en að tefja lýðræðislegan framgang þingmála meiri hlutans á Alþingi. Sjálfstæðisflokkurinn er nefnilega orðinn ósammála sjálfum sér. Það eina sem hefur breyst er að hann stýrði áður og eina hefðin sem hefur verið brotin er að hann stýrir ekki lengur. Svona gerist þegar flokkar sem telja sig eiga vald missa það og upplifa að einhverjar boðflennur séu sestar í valdastóla í þeirra stað. Þá vitum við það. Höfundur er framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórður Snær Júlíusson Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Alþingi Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Skoðun Fræðsla, forvarnir og lög gegn stafrænu ofbeldi Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hvaða öryggistæki á daginn í dag? Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Er RÚV, BBC okkar Íslendinga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Meira fyrir eldri borgara Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Opin Þjóðkirkja í sókn Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitarfélaga Kolbrún Georgsdóttir skrifar Sjá meira
Í byrjun dags var sá þingmaður sem flutti flestar ræður á yfirstandandi þingi búinn að flytja 556 ræður. Það hafði tekið hana 22 klukkustundir, tvær mínútur og 17 sekúndur. Sá þingmaður er Bryndís Haraldsdóttir úr Sjálfstæðisflokki. Þann 23. maí 2019 skrifaði sami þingmaður Sjálfstæðisflokks, þá í stjórnarmeirihluta, grein sem birtist á Vísi. Fyrirsögn hennar var „Málþófið er séríslenskt“. Á meðal þess sem þar sagði var: „Málþóf á ekkert skylt við málfrelsi eða lýðræði, og þekkist nánast hvergi utan Íslands. Málþóf er séríslenskt fyrirbrigði.“ Síðar í greininni sagði: „Daga og nætur eru þingfundirnir undirlagðir af ræðum þingmanna úr einum þingflokki þar sem hver þingmaðurinn fer í ræðustól á fætur öðrum og samflokksþingmennirnir tínast í andsvör við þann fyrri. Að ógleymdu hólinu hvers til annars, það er gott að fá klapp á bakið. Þrátt fyrir að túlka megi þingsköp, sem skapa rammann um hvernig þinghaldi skuli háttað, með þeim hætti að þingmönnum sé frjálst að halda uppi umræðu endalaust, þá er þar kveðið skýrt á um að andsvör séu aðeins heimiluð með leyfi forseta. Þá er einnig að finna heimild í 71. gr. þingskapalaga til þess að takmarka umræður. Ég tel rétt og eðlilegt að þingheimur hugi að þessum heimildum til framtíðar. Núverandi fyrirkomulag, þar sem fámennur hópur stjórnarandstæðinga getur tekið þingið í gíslingu, gengur ekki til framtíðar.“ Þegar tafir urðu í 1. umræðu var málþóf Mig langar næst að grípa niður í ræðu sem var flutt á Alþingi 18. apríl í fyrra, fyrir rétt rúmu ári. Þá sagði sama Bryndís, enn í stjórnarmeirihluta, eftirfarandi: „Nú er það þannig að við höfum haldið tvo langa þingfundi síðustu daga, fram eftir nóttu, og ekki kvarta ég yfir því. […] Ég ætla ekki að gagnrýna það að fólk fari í ræðu í 1. umræðu í málum. Það er mjög eðlilegt. Við eigum að gera það. En það er engin þörf á því að fólk fylli heilar 15 mínútur, margir frá hverjum þingflokki, og fari svo í andsvör við aðra kollega sína í stjórnarandstöðu. Það er einfaldlega málþóf.“ Síðan þessi orð féllu þá hefur hagur Bryndísar og Sjálfstæðisflokks breyst. Þau eru nú í stjórnarandstöðu eftir að Sjálfstæðisflokknum var hafnað með afgerandi hætti í kosningum seint á síðasta ári, kosningum sem skiluðu flokknum verstu niðurstöðu hans í sögunni. Met eftir met eftir met Bryndís er því nú í stjórnarandstöðu, þar sem flokkur hennar eltir málþófs-leikjafræði Miðflokks Bergþórs Ólasonar. Það skipulag gengur út á að andstaðan skiptist á að taka vaktir um að vera fyrir framgangi lýðræðisins, oftast nær í málum sem þeir eru ekki einu sinni ósammála. Þannig háttaði um þegar þeir ræddu um áfasta plasttappa í fjóra klukkutíma og 36 mínútur í febrúar. Það gerðist aftur þegar þeir ræddu um fríverslunarsamning við Taíland í meira en fjóra klukkutíma, aðallega um hversu rosalega sammála andstaðan væri gerð samningsins. Með því var fyrra met í umræðum um fríverslunarsamninga, sem var sett árið 2019 þegar rætt var um slíka samninga við tvö ríki sem höfðu orðið uppvís að alvarlegum mannréttindabrotum, bætt um meira en tvo og hálfan tíma. Þá er ótalið lagafrumvarp um grunnskóla sem innleiddi nýtt samræmt námsmat í íslenska grunnskóla. Um er að ræða frumvarp sem var fyrst sett fram af síðustu ríkisstjórn, er afrakstur áralangrar vinnu og er nú endurflutt með lítils háttar breytingum sem eru ekki hápólitískar. Samt tók stjórnarandstaðan sig til og ræddi um málið í þriðju umræðu, þegar það fer ekki aftur til nefndar heldur næst í atkvæðagreiðslu, í níu klukkutíma og ellefu mínútur á þremur þingfundum. Svo gerðist þetta auðvitað í umræðu um veiðigjöld. Þar var Íslandsmet sett í þeirri umræðu með vaðali sem stóð yfir í meira en 30 klukkutíma, þar sem margir úr ýmsum þingflokkum minnihlutans blóðnýttu sínar 15 mínútur og fóru svo í andsvör við kollega sína í stjórnarandstöðu. Þarna var bætt eldra met í fyrstu umræðu, sem var sett í umræðum um fjárlög, og stóð í 24 klukkutíma og 40 mínútur, bætt þannig að tekið var eftir. Nú á að taka stóra metið Nú stefnir stjórnarandstaðan á stóra metið með veiðigjaldaumræðuna: lengsta málþóf Íslandssögunnar. Sem stendur er það í þriðja sæti. Stutt er síðan að hún tók fram úr umræðu um EES-samninginn, sem varðaði aðgang að mörg hundruð milljóna manna markaði og hefur bætt lífsgæði Íslendinga meira en nokkuð annað undanfarna áratugi. Sú umræða stóð yfir í um 100 klukkutíma. Um miðjan dag í dag var stjórnarandstaðan búin að ræða leiðréttingu veiðigjalda í rúmlega 128 klukkustundir. Ef fram fer sem horfir mun veiðigjaldaþófið taka fram úr umræðu um Icesave síðar í dag, máli frá því um 15 árum sem klauf þjóðina og kallaði á að forseti landsins neitaði að undirrita lög til að vísa þeim í þjóðaratkvæðagreiðslu, Íslandsmetið, sett af Miðflokknum í innihaldslausu þvaðri um ímyndaðar hættur af innleiðingu orkupakka sumarið 2019, verður svo slegið áður en vikan verður liðin. Nú eru tafarleikir og málþóf málefnalegar umræður Núverandi stjórnarandstaða er hins vegar mjög ósammála því að það sem hún áður kallaði málþóf sé kallað málþóf eða tafaleikir. Nú eymir ekkert eftir af kröfum um breytingu á þingskaparlögum. Nú er enginn þar að kalla eftir því að nota 71. greinina til að takmarka umræður þegar „fámennur hópur stjórnarandstæðinga“ tekur þingið í gíslingu. Í ræðu sem Bryndís Haraldsdóttir flutti 13. maí síðastliðinn sagði hún meðal annars að hún vildi „bara vísa því á bug að við höfum hér staðið í málþófi og tafaleikjum þegar við höfum átt málefnalegar umræður um mikilvæg mál.“ Þann 21. maí, rúmlega viku síðar, flutti Bryndís aðra ræðu. Hún var í takti við margar aðrar sem Bryndís hefur farið með síðustu vikur. Þar sagði að „ef Flokkur fólksins vill senda út einhverjar pillur um að stjórnarandstaðan sé í málþófi í 1. umræðu þegar það er bara mjög skýrt afmarkaður tími, þá gætu þessir ágætu þingmenn kannski bara mætt í vinnuna, tekið þátt í umræðunni.“ Sjálfstæðisflokkurinn hvergi nærri hættur Um miðjan júní, rétt áður en önnur umræða um veiðigjöld hófst, stakk Bryndís niður penna og lét birta grein á Vísi. Þar sagði hún að „þegar þeir sem fara með völdin forgangsraða því frekar að gagnrýna og fussa af oflæti yfir umræðunni sjálfri í stað málanna sem um er rætt, þá er fokið í flest skjól. Við í Sjálfstæðisflokknum lítum ekki á lýðræðislega umræðu sem óþarfa. Við tökum umræðuna því við tökum aðhaldshlutverk okkar alvarlega. Við ræðum frumvörp ekki til þess að tefja, heldur til þess að tryggja að þau séu vönduð, ígrunduð og réttlát. Það er ekki stjórnarandstaðan sem er að valda töfum á Alþingi.“ Svo boðaði Bryndís að Sjálfstæðisflokkurinn væri hvergi nærri hættur í tafaleikjunum og málþófinu sem hún gagnrýndi svo hart og innilega fyrir ekki lengra síðan en í fyrravor. Nú sagði hún að þetta væri „hlutverk stjórnarandstöðu í lýðræðisríki. Og við ætlum ekki að bregðast því hlutverki.“ Leiðtogar flokks hennar í veiðigjaldamálinu, varaformaðurinn Jens Garðar Helgason og þingmaðurinn Jón Gunnarsson, hafa tekið í svipaðan streng síðustu daga. Jens fór í pontu fyrir ekki alls löngu og sagði að það væri „heilög skylda okkar að standa gegn svona dellumálum og öllum þessum vinstri málum sem eru árásir á ellilífeyrisþega, atvinnulífið í landinu og alla þá sem er verið að reyna að koma með hér í gegn.“ Jón sagði að ræðurnar í málinu yrðu „eins margar eins og þarf til þess að koma einhverju viti í þetta mál sem er hér til umræðu. Það er ómögulegt og ekki hægt fyrir okkur að hætta umræðu um þetta mál á meðan staðan í því er eins og hún er.“ Að vera fullkomlega ósammála sjálfum sér Þetta settu Bryndís og félagar hennar fram, og ætlast til þess að fólk trúi að henni og þeim sé alvara, þrátt fyrir að nær öll met sem hægt er að setja í tafaleikjum og málþófi hafi verið sett á því stutta þingi sem nú stendur yfir, og hófst í febrúar vegna síðustu kosninga. Þrátt fyrir að Íslandsmet hafi verið sett í 1. umræðu, þrátt fyrir að Íslandsmet hafi verið sett í umræðum um fríverslunarsamninga sem enginn var þó á móti, þrátt fyrir að fullorðið fólk úr stjórnarandstöðu hafi séð næsta áramótaskaup fyrir efni sem dugi í það allt með framgöngu sinni í umræðu um plasttappamál þegar örfáir dagar voru liðnir af þinginu. Þrátt fyrir að 3. umræða um nýtt námsmat, sem er að stórum hluta til mál síðustu ríkisstjórnar, hafi staðið nánast jafn lengi og sama umræða um Icesave og þrátt fyrir að allt stefni í að umræða um leiðréttingu veiðigjalds stefni í að verða sú lengsta í sögunni á allra næstu dögum. Þetta segja þau þrátt fyrir að flokkur þeirra hafi farið oftar í umræður um atkvæðagreiðslur en nokkur annar flokkur síðastliðinn tæpan áratug. Umræður sem eiga sér engan annan tilgang en að tefja lýðræðislegan framgang þingmála meiri hlutans á Alþingi. Sjálfstæðisflokkurinn er nefnilega orðinn ósammála sjálfum sér. Það eina sem hefur breyst er að hann stýrði áður og eina hefðin sem hefur verið brotin er að hann stýrir ekki lengur. Svona gerist þegar flokkar sem telja sig eiga vald missa það og upplifa að einhverjar boðflennur séu sestar í valdastóla í þeirra stað. Þá vitum við það. Höfundur er framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingar.
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun