Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Jón Ísak Ragnarsson skrifar 2. júlí 2025 16:48 Hjalti Jóhannes Guðmundsson er skrifstofustjóri borgarlandsins. Hægra megin sjást íbúar Grafarvogs slá túnið við Sóleyjarima. Vísir Skrifstofustjóri borgaralandsins hjá Reykjavík segir að ákvörðun borgarinnar um að draga úr slætti á túni við Sóleyjarima í Grafarvogi tengist verkefninu Grassláttur í Reykjavík, og hafi ekkert með fyrirhugaða íbúðauppbyggingu eða deilur við Grafarvogsbúa um þéttingaráform að gera. Grafarvogur.net greindi frá því í gær að íbúar Grafarvogs, jafnt ungir sem aldnir, hefðu tekið til sinna ráða og slegið tún í eigu borgarinnar við Sóleyjarima. Borgin hafi ekki slegið túnið í sumar eins og undanfarin ár, þrátt fyrir ítrekaðar beiðnir íbúa. Fram kemur að túnið sé þekkt útivistarsvæði sem iði af börnum að leik á sumrin. Til standi að reisa þarna fjölda íbúða samkvæmt deiliskipulagi borgarinnar. Draga úr slætti í borginni Hjalti Jóhannes Guðmundsson, skrifstofustjóri borgaralandsins hjá Reykjavík, segir að borgin hafi undanfarin ár verið að skoða svæði til að draga úr slætti, og túnið við Sóleyjarima hafi orðið fyrir valinu ásamt öðrum svæðum. „Þetta hefur alltaf verið í slætti hjá okkur undanfarin ár. En þetta tengist verkefni sem heitir Grassláttur í Reykjavík, þar sem við skoðum svæði þar sem draga má úr slætti og önnur sem jafnvel mega bara fá að vaxa villt,“ segir Hjalti. Hann segir að komi ábendingar um að fólk vilji láta slá þessi tún, þá geti borgin tekið mark á þeim. „Það er ekkert meitlað í stein í þessu. Það stóð til að slá Sóleyjarima bara einu sinni í sumar, og það átti að vera svona síðsumar,“ segir hann. Hann segir að engin tengsl séu milli fyrirhugaðrar íbúðauppbyggingar á svæðinu og ákvörðunar um að draga úr slætti á túninu. „Neinei. Sjónarmiðið á bak við þetta verkefni er að reyna auka aftur líffræðilegan fjölbreytileika og fá svona fjölbreyttara útlit á svæðið. Hjálpa þessum náttúrulega gróðri í borgarlandinu að vaxa og dafna,“ segir hann. Önnur svæði þar sem dregið hefur verið úr slætti séu til dæmis við Rafstöðvarveg og Sævarhöfða. Sambærileg verkefni séu algeng erlendis, og eitt slíkt sé í gangi á Austurlandi. Borgin hafi því ekki verið að refsa íbúum Grafarvogs vegna háværra deilna þeirra við borgaryfirvöld vegna þéttingaráforma. „Jájá ég hafna því. Það er ekkert í tengslum við þetta. Þetta er bara stórt verkefni og við erum náttúrulega bara alltaf að spekúlera í því hvernig best er að gera það að framkvæma það verkefni,“ segir Hjalti. Reykjavík Rekstur hins opinbera Borgarstjórn Tengdar fréttir Slá færri svæði í nafni sjálfbærni Reykjavíkurborg hyggst draga úr slætti á völdum svæðum með það að markmiði að auka líffræðilega fjölbreytni á grasflötum borgarinnar. Ætlunin er að leyfa svæðunum að blómstra. 18. júní 2025 16:33 Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Fleiri fréttir Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Sjá meira
Grafarvogur.net greindi frá því í gær að íbúar Grafarvogs, jafnt ungir sem aldnir, hefðu tekið til sinna ráða og slegið tún í eigu borgarinnar við Sóleyjarima. Borgin hafi ekki slegið túnið í sumar eins og undanfarin ár, þrátt fyrir ítrekaðar beiðnir íbúa. Fram kemur að túnið sé þekkt útivistarsvæði sem iði af börnum að leik á sumrin. Til standi að reisa þarna fjölda íbúða samkvæmt deiliskipulagi borgarinnar. Draga úr slætti í borginni Hjalti Jóhannes Guðmundsson, skrifstofustjóri borgaralandsins hjá Reykjavík, segir að borgin hafi undanfarin ár verið að skoða svæði til að draga úr slætti, og túnið við Sóleyjarima hafi orðið fyrir valinu ásamt öðrum svæðum. „Þetta hefur alltaf verið í slætti hjá okkur undanfarin ár. En þetta tengist verkefni sem heitir Grassláttur í Reykjavík, þar sem við skoðum svæði þar sem draga má úr slætti og önnur sem jafnvel mega bara fá að vaxa villt,“ segir Hjalti. Hann segir að komi ábendingar um að fólk vilji láta slá þessi tún, þá geti borgin tekið mark á þeim. „Það er ekkert meitlað í stein í þessu. Það stóð til að slá Sóleyjarima bara einu sinni í sumar, og það átti að vera svona síðsumar,“ segir hann. Hann segir að engin tengsl séu milli fyrirhugaðrar íbúðauppbyggingar á svæðinu og ákvörðunar um að draga úr slætti á túninu. „Neinei. Sjónarmiðið á bak við þetta verkefni er að reyna auka aftur líffræðilegan fjölbreytileika og fá svona fjölbreyttara útlit á svæðið. Hjálpa þessum náttúrulega gróðri í borgarlandinu að vaxa og dafna,“ segir hann. Önnur svæði þar sem dregið hefur verið úr slætti séu til dæmis við Rafstöðvarveg og Sævarhöfða. Sambærileg verkefni séu algeng erlendis, og eitt slíkt sé í gangi á Austurlandi. Borgin hafi því ekki verið að refsa íbúum Grafarvogs vegna háværra deilna þeirra við borgaryfirvöld vegna þéttingaráforma. „Jájá ég hafna því. Það er ekkert í tengslum við þetta. Þetta er bara stórt verkefni og við erum náttúrulega bara alltaf að spekúlera í því hvernig best er að gera það að framkvæma það verkefni,“ segir Hjalti.
Reykjavík Rekstur hins opinbera Borgarstjórn Tengdar fréttir Slá færri svæði í nafni sjálfbærni Reykjavíkurborg hyggst draga úr slætti á völdum svæðum með það að markmiði að auka líffræðilega fjölbreytni á grasflötum borgarinnar. Ætlunin er að leyfa svæðunum að blómstra. 18. júní 2025 16:33 Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Fleiri fréttir Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Sjá meira
Slá færri svæði í nafni sjálfbærni Reykjavíkurborg hyggst draga úr slætti á völdum svæðum með það að markmiði að auka líffræðilega fjölbreytni á grasflötum borgarinnar. Ætlunin er að leyfa svæðunum að blómstra. 18. júní 2025 16:33