Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Jón Ísak Ragnarsson skrifar 2. júlí 2025 16:48 Hjalti Jóhannes Guðmundsson er skrifstofustjóri borgarlandsins. Hægra megin sjást íbúar Grafarvogs slá túnið við Sóleyjarima. Vísir Skrifstofustjóri borgaralandsins hjá Reykjavík segir að ákvörðun borgarinnar um að draga úr slætti á túni við Sóleyjarima í Grafarvogi tengist verkefninu Grassláttur í Reykjavík, og hafi ekkert með fyrirhugaða íbúðauppbyggingu eða deilur við Grafarvogsbúa um þéttingaráform að gera. Grafarvogur.net greindi frá því í gær að íbúar Grafarvogs, jafnt ungir sem aldnir, hefðu tekið til sinna ráða og slegið tún í eigu borgarinnar við Sóleyjarima. Borgin hafi ekki slegið túnið í sumar eins og undanfarin ár, þrátt fyrir ítrekaðar beiðnir íbúa. Fram kemur að túnið sé þekkt útivistarsvæði sem iði af börnum að leik á sumrin. Til standi að reisa þarna fjölda íbúða samkvæmt deiliskipulagi borgarinnar. Draga úr slætti í borginni Hjalti Jóhannes Guðmundsson, skrifstofustjóri borgaralandsins hjá Reykjavík, segir að borgin hafi undanfarin ár verið að skoða svæði til að draga úr slætti, og túnið við Sóleyjarima hafi orðið fyrir valinu ásamt öðrum svæðum. „Þetta hefur alltaf verið í slætti hjá okkur undanfarin ár. En þetta tengist verkefni sem heitir Grassláttur í Reykjavík, þar sem við skoðum svæði þar sem draga má úr slætti og önnur sem jafnvel mega bara fá að vaxa villt,“ segir Hjalti. Hann segir að komi ábendingar um að fólk vilji láta slá þessi tún, þá geti borgin tekið mark á þeim. „Það er ekkert meitlað í stein í þessu. Það stóð til að slá Sóleyjarima bara einu sinni í sumar, og það átti að vera svona síðsumar,“ segir hann. Hann segir að engin tengsl séu milli fyrirhugaðrar íbúðauppbyggingar á svæðinu og ákvörðunar um að draga úr slætti á túninu. „Neinei. Sjónarmiðið á bak við þetta verkefni er að reyna auka aftur líffræðilegan fjölbreytileika og fá svona fjölbreyttara útlit á svæðið. Hjálpa þessum náttúrulega gróðri í borgarlandinu að vaxa og dafna,“ segir hann. Önnur svæði þar sem dregið hefur verið úr slætti séu til dæmis við Rafstöðvarveg og Sævarhöfða. Sambærileg verkefni séu algeng erlendis, og eitt slíkt sé í gangi á Austurlandi. Borgin hafi því ekki verið að refsa íbúum Grafarvogs vegna háværra deilna þeirra við borgaryfirvöld vegna þéttingaráforma. „Jájá ég hafna því. Það er ekkert í tengslum við þetta. Þetta er bara stórt verkefni og við erum náttúrulega bara alltaf að spekúlera í því hvernig best er að gera það að framkvæma það verkefni,“ segir Hjalti. Reykjavík Rekstur hins opinbera Borgarstjórn Tengdar fréttir Slá færri svæði í nafni sjálfbærni Reykjavíkurborg hyggst draga úr slætti á völdum svæðum með það að markmiði að auka líffræðilega fjölbreytni á grasflötum borgarinnar. Ætlunin er að leyfa svæðunum að blómstra. 18. júní 2025 16:33 Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Banaslys á Hvolsvelli Innlent Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fleiri fréttir „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Sjá meira
Grafarvogur.net greindi frá því í gær að íbúar Grafarvogs, jafnt ungir sem aldnir, hefðu tekið til sinna ráða og slegið tún í eigu borgarinnar við Sóleyjarima. Borgin hafi ekki slegið túnið í sumar eins og undanfarin ár, þrátt fyrir ítrekaðar beiðnir íbúa. Fram kemur að túnið sé þekkt útivistarsvæði sem iði af börnum að leik á sumrin. Til standi að reisa þarna fjölda íbúða samkvæmt deiliskipulagi borgarinnar. Draga úr slætti í borginni Hjalti Jóhannes Guðmundsson, skrifstofustjóri borgaralandsins hjá Reykjavík, segir að borgin hafi undanfarin ár verið að skoða svæði til að draga úr slætti, og túnið við Sóleyjarima hafi orðið fyrir valinu ásamt öðrum svæðum. „Þetta hefur alltaf verið í slætti hjá okkur undanfarin ár. En þetta tengist verkefni sem heitir Grassláttur í Reykjavík, þar sem við skoðum svæði þar sem draga má úr slætti og önnur sem jafnvel mega bara fá að vaxa villt,“ segir Hjalti. Hann segir að komi ábendingar um að fólk vilji láta slá þessi tún, þá geti borgin tekið mark á þeim. „Það er ekkert meitlað í stein í þessu. Það stóð til að slá Sóleyjarima bara einu sinni í sumar, og það átti að vera svona síðsumar,“ segir hann. Hann segir að engin tengsl séu milli fyrirhugaðrar íbúðauppbyggingar á svæðinu og ákvörðunar um að draga úr slætti á túninu. „Neinei. Sjónarmiðið á bak við þetta verkefni er að reyna auka aftur líffræðilegan fjölbreytileika og fá svona fjölbreyttara útlit á svæðið. Hjálpa þessum náttúrulega gróðri í borgarlandinu að vaxa og dafna,“ segir hann. Önnur svæði þar sem dregið hefur verið úr slætti séu til dæmis við Rafstöðvarveg og Sævarhöfða. Sambærileg verkefni séu algeng erlendis, og eitt slíkt sé í gangi á Austurlandi. Borgin hafi því ekki verið að refsa íbúum Grafarvogs vegna háværra deilna þeirra við borgaryfirvöld vegna þéttingaráforma. „Jájá ég hafna því. Það er ekkert í tengslum við þetta. Þetta er bara stórt verkefni og við erum náttúrulega bara alltaf að spekúlera í því hvernig best er að gera það að framkvæma það verkefni,“ segir Hjalti.
Reykjavík Rekstur hins opinbera Borgarstjórn Tengdar fréttir Slá færri svæði í nafni sjálfbærni Reykjavíkurborg hyggst draga úr slætti á völdum svæðum með það að markmiði að auka líffræðilega fjölbreytni á grasflötum borgarinnar. Ætlunin er að leyfa svæðunum að blómstra. 18. júní 2025 16:33 Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Banaslys á Hvolsvelli Innlent Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fleiri fréttir „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Sjá meira
Slá færri svæði í nafni sjálfbærni Reykjavíkurborg hyggst draga úr slætti á völdum svæðum með það að markmiði að auka líffræðilega fjölbreytni á grasflötum borgarinnar. Ætlunin er að leyfa svæðunum að blómstra. 18. júní 2025 16:33