Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Jón Ísak Ragnarsson skrifar 3. júlí 2025 12:10 Palestínski fáninn dreginn að húni í morgun. Reykjavík Borgarráð hefur samþykkt að draga fána Palestínu að húni við Ráðhús Reykjavíkur, til að sýna samstöðu með palestínsku þjóðinni að því er kemur fram í tilkynningu borgarinnar. Þá var forsætisnefnd falið að endurskoða reglur um notkun fána við stjórnsýsluhús Reykjavíkurborgar. Tillagan var lögð fram á fundi borgarráðs í dag og var samþykkt með fjórum atkvæðum borgarráðsfulltrúa Samfylkingarinnar, Pírata, Sósíalistaflokks Íslands og Vinstri Grænna, gegn atkvæði borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, Kjartans Magnússonar. Á fundinum í dag var lögð fram að nýju tillaga Sósíalistaflokks Íslands um fána Palestínu við Ráðhúsið. Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Pírata, Sósíalistaflokks Íslands og Vinstri grænna ásamt áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins lögðu fram svohljóðandi breytingatillögu: „Lagt er til að fáni Palestínu verði dreginn að húni við Ráðhús Reykjavíkur til að sýna samstöðu með palestínsku þjóðinni. Fánanum verði flaggað við hlið úkraínska fánans. Í kjölfarið verði forsætisnefnd falið að endurskoða reglur um notkun fána við stjórnsýsluhús Reykjavíkurborgar...“ Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðust gegn tillögunni og lögðu fram svohljóðandi bókun. „Fulltrúar Sjálfstæðisflokks telja óábyrgt af meirihluta borgarstjórnar að taka afstöðu í viðkvæmum deilum erlendra ríkja ekki síst með hliðsjón af vaxandi stigmögnun á sviði alþjóðamála. Ítreka fulltrúarnir fyrirliggjandi tillögu sína um að Reykjavíkurborg dragi friðarfána að húni við Ráðhús Reykjavíkur alla daga ársins svo undirstrika megi að höfuðborgin er yfirlýst friðarborg...“ Framsóknarflokkurinn lagði fram eftirfarandi bókun: „Framsókn telur ekki rétt að flagga fánum einstakra þjóða nema fyrir liggi einróma samstaða allra flokka í borgarstjórn. Svo er ekki í þessu tilviki eins og þegar borgarstjórn ákvað einróma að flagga úkraínska fánanum. Deilan á milli Ísraels og Palestínu er hræðileg og hefur kallað miklar hörmungar yfir saklausa íbúa í Palestínu sérstaklega, en líka í Ísrael...“ Líf Magneudóttir, oddviti Vinstri grænna og formaður borgarráðs, segir á Facebook að með þessu sendi borgaryfirvöld skýr skilaboð um að þau taki undir kröfur alþjóðasamfélagsins um frið, að komið verði á vopnehléi og að þjóðarmorðinu linni tafarlaust. Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins, segir að sjálfstæðismenn standi ekki að baki þessari ákvörðun. Hún hafi lagt til við borgarráð að íslenski þjóðfáninn verði dreginn daglega að húni við Ráðhús Reykjavíkur, og jafnframt verði ráðist í gerð sérstaks friðarfána Reykjavíkur sem fái að blakta við hlið íslenska fánans, enda sé Reykjavík yfirlýst friðarborg. Borgarstjórn Reykjavík Palestína Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent Kom ekki á teppið Innlent Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Erlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent Fleiri fréttir Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Pallborðið: Síðasta einvígið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Sjá meira
Tillagan var lögð fram á fundi borgarráðs í dag og var samþykkt með fjórum atkvæðum borgarráðsfulltrúa Samfylkingarinnar, Pírata, Sósíalistaflokks Íslands og Vinstri Grænna, gegn atkvæði borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, Kjartans Magnússonar. Á fundinum í dag var lögð fram að nýju tillaga Sósíalistaflokks Íslands um fána Palestínu við Ráðhúsið. Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Pírata, Sósíalistaflokks Íslands og Vinstri grænna ásamt áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins lögðu fram svohljóðandi breytingatillögu: „Lagt er til að fáni Palestínu verði dreginn að húni við Ráðhús Reykjavíkur til að sýna samstöðu með palestínsku þjóðinni. Fánanum verði flaggað við hlið úkraínska fánans. Í kjölfarið verði forsætisnefnd falið að endurskoða reglur um notkun fána við stjórnsýsluhús Reykjavíkurborgar...“ Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðust gegn tillögunni og lögðu fram svohljóðandi bókun. „Fulltrúar Sjálfstæðisflokks telja óábyrgt af meirihluta borgarstjórnar að taka afstöðu í viðkvæmum deilum erlendra ríkja ekki síst með hliðsjón af vaxandi stigmögnun á sviði alþjóðamála. Ítreka fulltrúarnir fyrirliggjandi tillögu sína um að Reykjavíkurborg dragi friðarfána að húni við Ráðhús Reykjavíkur alla daga ársins svo undirstrika megi að höfuðborgin er yfirlýst friðarborg...“ Framsóknarflokkurinn lagði fram eftirfarandi bókun: „Framsókn telur ekki rétt að flagga fánum einstakra þjóða nema fyrir liggi einróma samstaða allra flokka í borgarstjórn. Svo er ekki í þessu tilviki eins og þegar borgarstjórn ákvað einróma að flagga úkraínska fánanum. Deilan á milli Ísraels og Palestínu er hræðileg og hefur kallað miklar hörmungar yfir saklausa íbúa í Palestínu sérstaklega, en líka í Ísrael...“ Líf Magneudóttir, oddviti Vinstri grænna og formaður borgarráðs, segir á Facebook að með þessu sendi borgaryfirvöld skýr skilaboð um að þau taki undir kröfur alþjóðasamfélagsins um frið, að komið verði á vopnehléi og að þjóðarmorðinu linni tafarlaust. Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins, segir að sjálfstæðismenn standi ekki að baki þessari ákvörðun. Hún hafi lagt til við borgarráð að íslenski þjóðfáninn verði dreginn daglega að húni við Ráðhús Reykjavíkur, og jafnframt verði ráðist í gerð sérstaks friðarfána Reykjavíkur sem fái að blakta við hlið íslenska fánans, enda sé Reykjavík yfirlýst friðarborg.
Borgarstjórn Reykjavík Palestína Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent Kom ekki á teppið Innlent Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Erlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent Fleiri fréttir Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Pallborðið: Síðasta einvígið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Sjá meira