„Það er ekki þörf á mér lengur“ Aron Guðmundsson skrifar 3. júlí 2025 15:32 Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, styrktarþjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta. Vísir Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, styrktarþjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, er til staðar fyrir þá leikmenn sem vilja leita til hennar en segir mikilvægt að vera ekki yfirþyrmandi. Gunnhildur nýtur sín sem þjálfari í teymi landsliðsins og segir það ekki kitla að sprikla með á æfingum. Ísland tapaði fyrsta leik sínum á EM í Sviss í gærkvöldi gegn Finnlandi og var frammistaða liðsins undir væntingum, náði aldrei flugi. Gunnhildur Yrsa lék á sínum tíma 102 A-landsleiki fyrir Íslands hönd og fór á stórmót með liðinu, það fylgi því alltaf stress og spenna að fara á þannig mót. Klippa: „Erum alltaf okkar helsti gagnrýnandi“ „Mér fannst leikurinn bara upp og niður og stelpurnar eiga svakalegt hrós skilið fyrir sína frammistöðu eftir að þær urðu einum manni færri. Þær gáfust aldrei upp. Ég er ótrúlega stolt af þeim.“ En ertu í svona stöðu að miðla af reynslu þinni sem leikmaður til stelpnanna? „Já og nei. Maður vill ekki vera yfirþyrmandi en vill þó alltaf vera til staðar fyrir þær. Maður er til staðar fyrir þær sem þurfa þess, þær vita að þær geta alltaf leitað til mín og vita það manna best. Þetta eru atvinnukonur með mikla reynslu sjálfar. Við erum alltaf okkar helsti gagnrýnandi. Maður er líka hérna til þess að peppa þær áfram, koma þeim í gang. Nú tekur við annar leikur, sex stig í pottinum.“ Gunnhildur hefur þó ekki lagt fótboltaskóna alfarið á hilluna. Hún leikur í kanadísku úrvalsdeildinni með liði Halifax Tide þar sem að hún er fyrirliði liðsins. Kitlar það ekkert að stíga inn á völlinn hér og taka þátt í æfingum? „Mínir landsliðsskór eru komnir upp á hilluna og ég nýt mín betur núna sem þjálfari. Það er geggjað að vera enn þá hluti af þessum hóp. Þær hafa tekið vel á móti mér sem þjálfari og hafa stutt mig í því. Ég treysti þeim hundrað prósent í þessu verkefni. Það er ekki þörf á mér lengur.“ EM 2025 í Sviss Landslið kvenna í fótbolta Fótbolti Mest lesið Diogo Jota lést í bílslysi Fótbolti Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Enski boltinn Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Sport Yfirlýsing Ármanns vegna brottvísunar Arnars Péturs: Hann stytti sér leið Sport Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Enski boltinn Glódís mætti ekki á æfingu Fótbolti Fótboltaheimurinn syrgir fallna félaga Fótbolti Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Handbolti EM í dag: Þungt högg, óvæntur fáni og indverskur matur Fótbolti Ásthildur Helga: Þetta var bara lélegt Fótbolti Fleiri fréttir Stjarnan selur Kjartan Má til Aberdeen Heimsmeistarar Spánverja í ham í fyrsta leik á EM Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Í beinni: Afturelding - Breiðablik | Heimamenn vilja hefna tapið í opnunarleiknum Beta og belgísku stelpurnar töpuðu fyrsta leiknum sínum á EM Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Besti hópur sem ég hef unnið með: „Þær vilja vita öll smáatriði“ „Það er ekki þörf á mér lengur“ Fékk rautt spjald fyrir ári síðan og má ekki spila í kvöld Cecilía og Sveindís mynda gott grínpar: „Hún er léttklikkuð“ Skriðdrekar á ferð við æfingasvæði Íslands Forsetinn hressti stelpurnar við: „Hitti algjörlega naglann á höfuðið“ EM í dag: Þungt högg, óvæntur fáni og indverskur matur Þorsteinn um fráfall Jota: „Sorglegar fréttir“ Fótboltaheimurinn syrgir fallna félaga Mínútu þögn fyrir leik Portúgals í kvöld Varð fullorðinn úti Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Glódís mætti ekki á æfingu „Óbætanlegur missir fyrir portúgalska knattspyrnu“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Diogo Jota lést í bílslysi Hita upp fyrir HM með úrslitaleik um Gullbikarinn Myndasyrpa: Stelpurnar vel studdar í svekkjandi tapi „Ótrúlega gott fyrir hjartað að sjá þau“ Ásthildur Helga: Þetta var bara lélegt Skýrsla Arons: Afleit byrjun sem verður nú að svara fyrir Sveindís og félagar sendar í frí á meðan HM karla fer fram Sjá meira
Ísland tapaði fyrsta leik sínum á EM í Sviss í gærkvöldi gegn Finnlandi og var frammistaða liðsins undir væntingum, náði aldrei flugi. Gunnhildur Yrsa lék á sínum tíma 102 A-landsleiki fyrir Íslands hönd og fór á stórmót með liðinu, það fylgi því alltaf stress og spenna að fara á þannig mót. Klippa: „Erum alltaf okkar helsti gagnrýnandi“ „Mér fannst leikurinn bara upp og niður og stelpurnar eiga svakalegt hrós skilið fyrir sína frammistöðu eftir að þær urðu einum manni færri. Þær gáfust aldrei upp. Ég er ótrúlega stolt af þeim.“ En ertu í svona stöðu að miðla af reynslu þinni sem leikmaður til stelpnanna? „Já og nei. Maður vill ekki vera yfirþyrmandi en vill þó alltaf vera til staðar fyrir þær. Maður er til staðar fyrir þær sem þurfa þess, þær vita að þær geta alltaf leitað til mín og vita það manna best. Þetta eru atvinnukonur með mikla reynslu sjálfar. Við erum alltaf okkar helsti gagnrýnandi. Maður er líka hérna til þess að peppa þær áfram, koma þeim í gang. Nú tekur við annar leikur, sex stig í pottinum.“ Gunnhildur hefur þó ekki lagt fótboltaskóna alfarið á hilluna. Hún leikur í kanadísku úrvalsdeildinni með liði Halifax Tide þar sem að hún er fyrirliði liðsins. Kitlar það ekkert að stíga inn á völlinn hér og taka þátt í æfingum? „Mínir landsliðsskór eru komnir upp á hilluna og ég nýt mín betur núna sem þjálfari. Það er geggjað að vera enn þá hluti af þessum hóp. Þær hafa tekið vel á móti mér sem þjálfari og hafa stutt mig í því. Ég treysti þeim hundrað prósent í þessu verkefni. Það er ekki þörf á mér lengur.“
EM 2025 í Sviss Landslið kvenna í fótbolta Fótbolti Mest lesið Diogo Jota lést í bílslysi Fótbolti Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Enski boltinn Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Sport Yfirlýsing Ármanns vegna brottvísunar Arnars Péturs: Hann stytti sér leið Sport Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Enski boltinn Glódís mætti ekki á æfingu Fótbolti Fótboltaheimurinn syrgir fallna félaga Fótbolti Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Handbolti EM í dag: Þungt högg, óvæntur fáni og indverskur matur Fótbolti Ásthildur Helga: Þetta var bara lélegt Fótbolti Fleiri fréttir Stjarnan selur Kjartan Má til Aberdeen Heimsmeistarar Spánverja í ham í fyrsta leik á EM Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Í beinni: Afturelding - Breiðablik | Heimamenn vilja hefna tapið í opnunarleiknum Beta og belgísku stelpurnar töpuðu fyrsta leiknum sínum á EM Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Besti hópur sem ég hef unnið með: „Þær vilja vita öll smáatriði“ „Það er ekki þörf á mér lengur“ Fékk rautt spjald fyrir ári síðan og má ekki spila í kvöld Cecilía og Sveindís mynda gott grínpar: „Hún er léttklikkuð“ Skriðdrekar á ferð við æfingasvæði Íslands Forsetinn hressti stelpurnar við: „Hitti algjörlega naglann á höfuðið“ EM í dag: Þungt högg, óvæntur fáni og indverskur matur Þorsteinn um fráfall Jota: „Sorglegar fréttir“ Fótboltaheimurinn syrgir fallna félaga Mínútu þögn fyrir leik Portúgals í kvöld Varð fullorðinn úti Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Glódís mætti ekki á æfingu „Óbætanlegur missir fyrir portúgalska knattspyrnu“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Diogo Jota lést í bílslysi Hita upp fyrir HM með úrslitaleik um Gullbikarinn Myndasyrpa: Stelpurnar vel studdar í svekkjandi tapi „Ótrúlega gott fyrir hjartað að sjá þau“ Ásthildur Helga: Þetta var bara lélegt Skýrsla Arons: Afleit byrjun sem verður nú að svara fyrir Sveindís og félagar sendar í frí á meðan HM karla fer fram Sjá meira