Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar 3. júlí 2025 13:02 Málfrelsi er einn af hornsteinum lýðræðisins og lykilforsenda virkrar samfélagsumræðu. Þessa dagana velta mörg fyrir sér, að gefnu tilefni, hvenær réttlætanlegt sé að takmarka málsfrelsi innan sjálfra stofnana lýðræðisins. Málfrelsi sem mannréttindi Rétturinn til tjáningar nýtur verndar samkvæmt alþjóðlegum mannréttindasáttmálum, þar á meðal 10. gr. Mannréttindasáttmála Evrópu og 73. gr. stjórnarskrár Íslands. Málfrelsi felur í sér rétt einstaklingsins til að tjá skoðanir sínar, veita upplýsingar og taka þátt í opinberri umræðu án ótta við refsingu eða afskipti stjórnvalda. Þannig er það einnig gegnumgangandi viðmið í lýðræðisríkjum að tjáningarfrelsi sé grundvallarréttindi en jafnframt viðurkennt að það megi takmarka það við ákveðnar aðstæður. Takmarkanir í þágu lýðræðisins Þótt málfrelsi sé mikilvægt, er það ekki algert. Samkvæmt alþjóðlegum réttarheimildum, svo sem þeim sem að ofan greinir, má setja því takmarkanir að ákveðnum skilyrðum uppfylltum: þær þurfa að vera lögbundnar, þjóna lögmætu markmiði, og vera nauðsynlegar í lýðræðislegu samfélagi. Markmiðin geta meðal annars falist í að vernda þjóðaröryggi, almannaheill, siðgæði eða réttindi annarra, en einnig að tryggja skilvirka og málefnalega starfsemi lýðræðislegra stofnana. Þetta á meðal annars við um starfsemi þjóðþinga. Þar getur verið nauðsynlegt að setja reglur um fundarsköp og ræðutíma, til að tryggja að umræðan sé markviss, virðing sé borin fyrir tíma annarra þingmanna og að öllum sjónarmiðum sé gefið sanngjarnt rými. Skipulag ræðutíma er ekki brot á málfrelsi Þegar sett eru ákvæði um hversu oft þingmenn mega taka til máls, eða hve langan tíma þeir hafa til umráða, er því ekki um að ræða skerðingu á kjarnanum í tjáningarfrelsinu. Slíkar reglur eru til þess fallnar að styðja við uppbyggilega umræðu og tryggja jafnræði innan þingsins og þar með einnig treysta undirstöður lýðræðisins sjálfs. Þetta er mikilvægt sjónarhorn, því stundum er því haldið fram að slíkar reglur feli í sér þöggun eða einhverja skerðingu á málfrelsinu. Því er í raun öfugt farið: Reglur um ræðutíma, málsmeðferð og umræður innan þings eru hluti af nauðsynlegum verkfærum til að verja lýðræðislega umræðu gegn stjórnleysi, málþófi eða misnotkun á ræðufrelsi. Lög um þingsköp Alþingis Fundarsköp Alþingis hafa verið lögfest með þingskaparlögum. Þau innihalda reglur um störf Alþingis og má þar m.a. finna reglur um hegðun í þingsal, ávörp þingmanna og reglur um lengd ræðutíma og hversu margar ræður má halda. Með lögum um þingsköp er þingmönnum m.ö.o. settar ákveðnar skorður, í þágu lýðræðis, og hafa lögin ekki talist ganga í berhögg við ákvæði stjórnarskrár eða mannréttindasáttmála um tjáningarfrelsi. Í 2. mgr. 71. gr. laganna segir að forseti Alþingis geti stungið upp á að umræðum sé hætt og einnig lagt til, að umræðum um mál skuli lokið. Skulu slíkar tillögur forseta án umræðu bornar undir atkvæði og ræður afl atkvæða úrslitum. Birtingarmynd virks og ábyrgs lýðræðis Málfrelsi er forsenda virkrar og opinnar samfélagsumræðu. En rétt eins og frelsi einstaklingsins til athafna getur verið takmarkað til að tryggja frelsi annarra, getur tjáningarfrelsi sætt eðlilegum skorðum í þágu samræðu, jafnræðis og lýðræðislegrar virkni. Innan þjóðþinga eru reglur um fjölda og lengd ræða þingmanna hluti af heilbrigðum stjórnskipulegum ramma en ekki brot á tjáningarfrelsinu. Slíkar reglur eru þvert á móti birtingarmynd virks og ábyrgðs lýðræðis. Þetta tel ég að Alþingi Íslendinga og fundarstjórinn, sjálfur forseti Alþingis ættu að hafa í huga. Höfundur er lögmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Helga Vala Helgadóttir Alþingi Mest lesið Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu skrifar Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann skrifar Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir skrifar Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Sjá meira
Málfrelsi er einn af hornsteinum lýðræðisins og lykilforsenda virkrar samfélagsumræðu. Þessa dagana velta mörg fyrir sér, að gefnu tilefni, hvenær réttlætanlegt sé að takmarka málsfrelsi innan sjálfra stofnana lýðræðisins. Málfrelsi sem mannréttindi Rétturinn til tjáningar nýtur verndar samkvæmt alþjóðlegum mannréttindasáttmálum, þar á meðal 10. gr. Mannréttindasáttmála Evrópu og 73. gr. stjórnarskrár Íslands. Málfrelsi felur í sér rétt einstaklingsins til að tjá skoðanir sínar, veita upplýsingar og taka þátt í opinberri umræðu án ótta við refsingu eða afskipti stjórnvalda. Þannig er það einnig gegnumgangandi viðmið í lýðræðisríkjum að tjáningarfrelsi sé grundvallarréttindi en jafnframt viðurkennt að það megi takmarka það við ákveðnar aðstæður. Takmarkanir í þágu lýðræðisins Þótt málfrelsi sé mikilvægt, er það ekki algert. Samkvæmt alþjóðlegum réttarheimildum, svo sem þeim sem að ofan greinir, má setja því takmarkanir að ákveðnum skilyrðum uppfylltum: þær þurfa að vera lögbundnar, þjóna lögmætu markmiði, og vera nauðsynlegar í lýðræðislegu samfélagi. Markmiðin geta meðal annars falist í að vernda þjóðaröryggi, almannaheill, siðgæði eða réttindi annarra, en einnig að tryggja skilvirka og málefnalega starfsemi lýðræðislegra stofnana. Þetta á meðal annars við um starfsemi þjóðþinga. Þar getur verið nauðsynlegt að setja reglur um fundarsköp og ræðutíma, til að tryggja að umræðan sé markviss, virðing sé borin fyrir tíma annarra þingmanna og að öllum sjónarmiðum sé gefið sanngjarnt rými. Skipulag ræðutíma er ekki brot á málfrelsi Þegar sett eru ákvæði um hversu oft þingmenn mega taka til máls, eða hve langan tíma þeir hafa til umráða, er því ekki um að ræða skerðingu á kjarnanum í tjáningarfrelsinu. Slíkar reglur eru til þess fallnar að styðja við uppbyggilega umræðu og tryggja jafnræði innan þingsins og þar með einnig treysta undirstöður lýðræðisins sjálfs. Þetta er mikilvægt sjónarhorn, því stundum er því haldið fram að slíkar reglur feli í sér þöggun eða einhverja skerðingu á málfrelsinu. Því er í raun öfugt farið: Reglur um ræðutíma, málsmeðferð og umræður innan þings eru hluti af nauðsynlegum verkfærum til að verja lýðræðislega umræðu gegn stjórnleysi, málþófi eða misnotkun á ræðufrelsi. Lög um þingsköp Alþingis Fundarsköp Alþingis hafa verið lögfest með þingskaparlögum. Þau innihalda reglur um störf Alþingis og má þar m.a. finna reglur um hegðun í þingsal, ávörp þingmanna og reglur um lengd ræðutíma og hversu margar ræður má halda. Með lögum um þingsköp er þingmönnum m.ö.o. settar ákveðnar skorður, í þágu lýðræðis, og hafa lögin ekki talist ganga í berhögg við ákvæði stjórnarskrár eða mannréttindasáttmála um tjáningarfrelsi. Í 2. mgr. 71. gr. laganna segir að forseti Alþingis geti stungið upp á að umræðum sé hætt og einnig lagt til, að umræðum um mál skuli lokið. Skulu slíkar tillögur forseta án umræðu bornar undir atkvæði og ræður afl atkvæða úrslitum. Birtingarmynd virks og ábyrgs lýðræðis Málfrelsi er forsenda virkrar og opinnar samfélagsumræðu. En rétt eins og frelsi einstaklingsins til athafna getur verið takmarkað til að tryggja frelsi annarra, getur tjáningarfrelsi sætt eðlilegum skorðum í þágu samræðu, jafnræðis og lýðræðislegrar virkni. Innan þjóðþinga eru reglur um fjölda og lengd ræða þingmanna hluti af heilbrigðum stjórnskipulegum ramma en ekki brot á tjáningarfrelsinu. Slíkar reglur eru þvert á móti birtingarmynd virks og ábyrgðs lýðræðis. Þetta tel ég að Alþingi Íslendinga og fundarstjórinn, sjálfur forseti Alþingis ættu að hafa í huga. Höfundur er lögmaður.
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun