Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Árni Sæberg skrifar 3. júlí 2025 14:49 Alexandra gefur lítið fyrir málflutning Stefáns Einars. Vísir Alexandra Briem borgarfulltrúi segir málflutning Stefáns Einars Stefánssonar blaðamanns varðandi Palestínu alveg úti á túni. Þá bendir hún á að hugtakanotkun hans sé gamaldags en hann kallar hana „kynskipting“ í færslu á Facebook. Borgarráð samþykkti í dag að draga fána Palestínu að húni við Ráðhús Reykjavíkur, til að sýna samstöðu með palestínsku þjóðinni, að því er kom fram í tilkynningu borgarinnar. Þá var forsætisnefnd falið að endurskoða reglur um notkun fána við stjórnsýsluhús Reykjavíkurborgar. Þetta virðist hafa farið fyrir brjóstið á Stefáni Einari sem stakk niður penna á Facebook og fór mikinn um málið. „Hún er kynskiptingur“ „Þetta er fáni ríkis sem lýtur stjórn hryðjuverkasamtaka. Hóps manna sem hafa það að markmiði að láta óvini sína drepa sem flesta af þeirra eigin þjóð. Þarna sést meðal annarra Alexandra Briem á myndinni. Hún er kynskiptingur. Við vitum hvernig stjórnvöld í Palestínu fara með hennar líka. Þeir myrða það fólk köldu blóði. Einnig samkynhneigða og jafnvel konur sem grunaðar eru um framhjálhald eða lauslæti,“ sagði Stefán Einar. Þá sagði hann að óvinaþjóðin sem Palestínumenn hati væru Ísraelar. Í Tel Aviv væri eitt frjálslyndasta og stórkostlegasta lýðræðissamfélag sem heimurinn hefði kynnst. „Hún óskar þess að Hamas-dauðasveitirnar hafi sigur á því samfélagi! Hversu heimskt getur fólk orðið þegar það trommar upp stuðning við fólk sem vill það feigt og hatar það heilu hatri fyrir það sem það er? Er farið að bjóða upp á aðgerðir í heilbrigðiskerfinu þar sem heilinn er tekinn úr fólki en ekki maginn eða önnur líffæri?“ Ekki stuðningur við Hamas eða dauðasveitir Alexandra hafði ekki lesið færslu Stefáns Einars þegar blaðamaður sló á þráðinn hjá henni en hún hafði tekið þátt í hressilegum rökræðum við Stefán Einar í athugasemdum við færslu Lífar Magneudóttur, borgarfulltrúa Vinstri grænn, um sama mál. Á meðan blaðamaður renndi yfir færslu Lífar og tilheyrandi umræður renndi Alexandra yfir færslu Stefáns Einars. „Jæja, karlinn. Ég þarf að byrja á að segja að hann er fullkomlega úti á túni. Í fyrsta lagi er þetta ekki stuðningur við Hamas eða dauðasveitir. Í öðru lagi snýst þessi ákvörðun borgarráðs og borgarstjórnar um að styðja palestínsku þjóðina, sem hefur verið í hræðilegu ástandi og verið er að fremja þjóðarmorð á. Þetta snýst um andstöðu við það,“ segir hún að því loknu. Óttaðist eldflaugar Ísraela meira en Palestínumenn Þetta sé línan sem borgarstjórn hafi tekið en frá hennar bæjardyrum séð sé það réttlætismál að þjóðarmorð fái ekki að standa óáreitt. Hún skilji hreinlega ekki hvaðan Stefán Einar komi. „Fyrir það fyrsta held ég ekki að mér standi nein ógn af Palestínufólki eða fólki frá Miðausturlöndum almennt. Ef ég væri í Palestínu þá myndi ég örugglega óttast meira loftárásir Ísraela en nokkurn tímann íbúa þar.“ Þá bendir hún á að hugtakanotkun Stefáns Einars um hana sé gamaldags og þyki ekki rétt í dag. „Þess utan, jafnvel þó svo að það væri rétt að mér stæði einhver ógn af Palestínufólki, jafnvel þó að svo væri, þá hefði það engin áhrif á það að ég tek afstöðu gegn þjóðarmorði. Hér er um siðferðislega og hugmyndafræðilega afstöðu að ræða, burt séð frá því hvar mínum persónulegum hagsmunum væri best borgið. Mér finnst þetta fullkomlega fáránleg framsetning hjá manninum, ég verð að segja það.“ Fórnarlömbin hafi ekkert með Hamas að gera Að lokum segir Alexandra að langflestir sem stjórnvöld í Ísreal drepi með loftárásum, með því að ráðast á innviði, með því að koma í veg fyrir matar- og lyfjasendingar, með því að eyðileggja veitukerfi og þar fram eftir götunum séu blásaklaust fólk sem hafi ekkert með Hamas að gera. Síðustu lýðræðislegu kosningar í Palestínu hefðu verið fyrir nítján árum og langflestir sem deyi nú hafi aldrei átt möguleika á því að kjósa Hamas eða nokkurn annan. „Langflestir sem eru að deyja þarna eru börn, sem að jafnvel þó að þau styddu eitthvað eða ekki, ættu aldrei að lenda í svona. Ef maður skoðar tölurnar sér maður að fólkið sem er að verða fyrir þessu er fullkomlega saklaust fólk að lang, lang, lang, lang mestu leyti. Mér finnst þetta fullkomlega fáránleg afstaða. Og ég er viss um að ef ég myndi hitta viðkomandi þá myndi þau varða meira um það hvort að ég styðji það að þau séu sprengd í loft upp heldur en hvernig ég lifi lífi mínu.“ Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent Fleiri fréttir Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Sjá meira
Borgarráð samþykkti í dag að draga fána Palestínu að húni við Ráðhús Reykjavíkur, til að sýna samstöðu með palestínsku þjóðinni, að því er kom fram í tilkynningu borgarinnar. Þá var forsætisnefnd falið að endurskoða reglur um notkun fána við stjórnsýsluhús Reykjavíkurborgar. Þetta virðist hafa farið fyrir brjóstið á Stefáni Einari sem stakk niður penna á Facebook og fór mikinn um málið. „Hún er kynskiptingur“ „Þetta er fáni ríkis sem lýtur stjórn hryðjuverkasamtaka. Hóps manna sem hafa það að markmiði að láta óvini sína drepa sem flesta af þeirra eigin þjóð. Þarna sést meðal annarra Alexandra Briem á myndinni. Hún er kynskiptingur. Við vitum hvernig stjórnvöld í Palestínu fara með hennar líka. Þeir myrða það fólk köldu blóði. Einnig samkynhneigða og jafnvel konur sem grunaðar eru um framhjálhald eða lauslæti,“ sagði Stefán Einar. Þá sagði hann að óvinaþjóðin sem Palestínumenn hati væru Ísraelar. Í Tel Aviv væri eitt frjálslyndasta og stórkostlegasta lýðræðissamfélag sem heimurinn hefði kynnst. „Hún óskar þess að Hamas-dauðasveitirnar hafi sigur á því samfélagi! Hversu heimskt getur fólk orðið þegar það trommar upp stuðning við fólk sem vill það feigt og hatar það heilu hatri fyrir það sem það er? Er farið að bjóða upp á aðgerðir í heilbrigðiskerfinu þar sem heilinn er tekinn úr fólki en ekki maginn eða önnur líffæri?“ Ekki stuðningur við Hamas eða dauðasveitir Alexandra hafði ekki lesið færslu Stefáns Einars þegar blaðamaður sló á þráðinn hjá henni en hún hafði tekið þátt í hressilegum rökræðum við Stefán Einar í athugasemdum við færslu Lífar Magneudóttur, borgarfulltrúa Vinstri grænn, um sama mál. Á meðan blaðamaður renndi yfir færslu Lífar og tilheyrandi umræður renndi Alexandra yfir færslu Stefáns Einars. „Jæja, karlinn. Ég þarf að byrja á að segja að hann er fullkomlega úti á túni. Í fyrsta lagi er þetta ekki stuðningur við Hamas eða dauðasveitir. Í öðru lagi snýst þessi ákvörðun borgarráðs og borgarstjórnar um að styðja palestínsku þjóðina, sem hefur verið í hræðilegu ástandi og verið er að fremja þjóðarmorð á. Þetta snýst um andstöðu við það,“ segir hún að því loknu. Óttaðist eldflaugar Ísraela meira en Palestínumenn Þetta sé línan sem borgarstjórn hafi tekið en frá hennar bæjardyrum séð sé það réttlætismál að þjóðarmorð fái ekki að standa óáreitt. Hún skilji hreinlega ekki hvaðan Stefán Einar komi. „Fyrir það fyrsta held ég ekki að mér standi nein ógn af Palestínufólki eða fólki frá Miðausturlöndum almennt. Ef ég væri í Palestínu þá myndi ég örugglega óttast meira loftárásir Ísraela en nokkurn tímann íbúa þar.“ Þá bendir hún á að hugtakanotkun Stefáns Einars um hana sé gamaldags og þyki ekki rétt í dag. „Þess utan, jafnvel þó svo að það væri rétt að mér stæði einhver ógn af Palestínufólki, jafnvel þó að svo væri, þá hefði það engin áhrif á það að ég tek afstöðu gegn þjóðarmorði. Hér er um siðferðislega og hugmyndafræðilega afstöðu að ræða, burt séð frá því hvar mínum persónulegum hagsmunum væri best borgið. Mér finnst þetta fullkomlega fáránleg framsetning hjá manninum, ég verð að segja það.“ Fórnarlömbin hafi ekkert með Hamas að gera Að lokum segir Alexandra að langflestir sem stjórnvöld í Ísreal drepi með loftárásum, með því að ráðast á innviði, með því að koma í veg fyrir matar- og lyfjasendingar, með því að eyðileggja veitukerfi og þar fram eftir götunum séu blásaklaust fólk sem hafi ekkert með Hamas að gera. Síðustu lýðræðislegu kosningar í Palestínu hefðu verið fyrir nítján árum og langflestir sem deyi nú hafi aldrei átt möguleika á því að kjósa Hamas eða nokkurn annan. „Langflestir sem eru að deyja þarna eru börn, sem að jafnvel þó að þau styddu eitthvað eða ekki, ættu aldrei að lenda í svona. Ef maður skoðar tölurnar sér maður að fólkið sem er að verða fyrir þessu er fullkomlega saklaust fólk að lang, lang, lang, lang mestu leyti. Mér finnst þetta fullkomlega fáránleg afstaða. Og ég er viss um að ef ég myndi hitta viðkomandi þá myndi þau varða meira um það hvort að ég styðji það að þau séu sprengd í loft upp heldur en hvernig ég lifi lífi mínu.“
Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent Fleiri fréttir Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Sjá meira
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent